Morgunblaðið - 25.01.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.01.1998, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ 4- Veiðibakterían grípur menn misjafnlega. Alvarlega smitaðir líða kvalir þegar laxinn hverfur úr ám og ísinn hylur vötn. Tæki- færi til að renna færi á hlýrri slóðum er því tekið fegins hendi. Guðni Einarsson hitti að máli Jón Ingvar Pálsson lögfræðing og ---y-...................................... Olaf Jónsson svínabónda sem köstuðu flugu fyrir silfurbokka (bonefísh) í Svínaflóa á Kúbu. FLUGUVEIÐAR í sjó eru ekki algengur veiðiskapur hér á landi. Það hefur lengi verið draumur veiðifélaganna Ólafs Jónssonar, svínabónda í Brautarholti á Kjalamesi, og Jóns Ingvars Pálssonar, lög- fræðings, að reyna sig við slikan veiðiskap. Þeir félagar hafa lengi stundað laxveiðar hér á landi, verið leiðsögumenn veiðimanna og veiða eingöngu á flugu. Eftir að hafa kynnt sér fluguveiðar í sjó erlendis þótti þeim eftirsóknarverðast að komast á veiðislóðir silfurbokka, en svo nefnir Óskar Ingimarsson físk- inn bonefish. Þótt silfurbokki sé ekki stór þykir hann mikið hörku- tól og vandasamur viðureignar. „Ég held það megi fullyrða að þessi fiskur sé vinsælasti flugu- veiðifiskur í sjó í dag, með fullri virðingu fyrir öðrum tegundum," sagði Ölafur. Kveðjan opnaði allar dyr Ólafur las fagtímarit og brunaði um víðar lendur Netsins til að finna áhugaverðar veiðislóðir, en án viðunandi árangurs. Loks minntist hann þess að hafa lesið grein um silfurbokkaveiðar á Kúbu í tímaritinu Fly Fisherman, en það er eitt virtasta tímarit fluguveiði- manna í heiminum. „Ég hringdi á ritstjómarskrifstofuna og var gefið samband við ritstjórann," sagði Ólafur. „Hann sagði mér að hringja í mann sem hann nafn- greindi í Kanada og bera honum kveðju sína. Maður þessi rekur fyr- irtæki sem á töluverð samskipti við Kúbu og er veiðimennskan aðeins aukabúgrein i þeim viðskiptum." Jón Ingvar segir að kveðjan frá ritstjóranum hafi virkað vel. Kanadamaðurinn hafi álitið að Ólafur væri allt að því fóstbróðir og ábyggilega veiðifélagi ritstjórans og vildi allt fyrir þá félaga gera. Hann útvegaði þeim leyfi til að veiða hjá Playa Larga í Montemar- þjóðgarðinum við Svínaflóa á Kúbu. Þarna er 37 þúsund hektara veiðisvæði og mega ekki nema 8-10 veiðimenn vera þar í einu. Venju- lega er svæðinu lokað frá nóvem- ber og fram í desember. Félagam- ir voru þama í nóvember, utan venjulegs veiðitíma, og var von á næsta hópi veiðimanna í desember. Ólafur segir að þeim hafi ekki orðið ljóst hvað þeir vom heppnir að fá veiðileyfi í Montemar-þjóðgarðin- Vv5 Morgunblaðið/Ólafur Jónsson ALEXANDRO leiðsögumaður stjakaði báti Ólafs einbeittur á svip. í baksýn má sjá Sebastian stjaka báti Jóns Ingvars og hluta af húsaþyrpingu þar sem þjóðgarðsverð- irnir hafa aðstöðu. lenska laxfiska. Þeir félagar segja að það þurfi að „vinna“ fluguna meira fyrir silfurbokka en t.d. lax. Kastið og inndrátturinn á línunni skiptir öllu. Lítillar hreyfingar gætir í sjónum á grynningunum og dýpið miklu minna en í flestum veiðivötnum. Fiskveiðar á fíngramáli Þeir félagar fóm til Kúbu í haust með hópi á vegum Samvinnuferða. Fyrstu nóttina gistu þeir í Varadero á norðurströnd Kúbu og þangað sótti þá starfsmaður kanadíska félagsins sem útvegaði veiðileyfin. Ekið var þvert yfir eyjuna í átt til Svínaflóa, en á þeim slóðum er Montemar-þjóðgarðurinn. Það var fátt sagt vegna gagnkvæmra tungumálaörðugleika fararstjórans og farþeganna. Vegurinn var á löngum köflum þráðbeinn, en hol- óttur, þar sem hann lá gegnum fenjaskóginn út á tanga einn mik- inn. Þama er fjölskrúðugt dýra- og plöntulíf. Skrautlegir fuglar og gróður gladdi augun, svæðið er enda mikið sótt af fuglaskoðurum. Eftir tæplega klukkustundar akst- ur í gegnum fenjasvæðið var komið að þjóðgai’ðshliðinu og biðu þar þrír verðir. Ólafur og Jón Ingvar vom með öll tilskilin leyfi stimpluð í bak og íyrir og með lykilmann í bílnum, svo þeim var hleypt inn í paradísina. í garðinum hittu þeir fimm þjóð- garðsverði og leiðsögumenn sem era sjávarlíffræðingar að mennt. Morgunblaðið/Jón Ingvar Pálsson SEBASTIAN með silfurbokka sem sleppt var aftur 1 sjóinn. Morgunblaðið/Jón Ingvar Pálsson ÓLAFUR Jónsson svínabóndi með silfurbokka í Svínaflóa. um fyrr en þeir komu á staðinn. „Kúba er paradís veiðimanna, hvort heldur þeir stunda stangveiði eða skotveiði,“ sagði Olafur. ,Á-stæðan er sú að heimamenn stunda lítið sportveiðar, bæði vegna skorts á veiðibúnaði og svo virðist veiðiáhugi ekki vera mikill meðal almennings. Ásókn erlendra veiðimanna hefur líka verið mjög lítil vegna viðskiptabanns Banda- ríkjanna og strangra náttúra- vemdarsjónarmiða." Sprettharður og sterkur Veiðar á flugustöng í sjó era að mörgu leyti frábragðnar veiði í straum- og stöðuvötnum sem ís- lenskir veiðimenn þekkja best. Sjó- veiðin krefst nokkuð annars tækja- búnaðar en notaður er í vötnum og ám. Þeir Ólafur og Jón Ingvar nutu ráðgjafar Einars Páls Garðarsson- ar í Veiðihúsinu. Félögunum var ráðlagt að fá sér sérstök stígvél úr neophrene-efni auk þess sem út- vega þurfti öll veiðarfæri og útveg- aði Árvík hf. þau. Fyrir valinu urðu 9 feta Scott STS-stangir fyrir línu númer 8. Stangimar era settar saman úr þremur hlutum og því stífari fyrir bragðið. Þeir félagar telja að þessar stangir séu einnig kjömar til laxveiða hér á landi, góðar í vindi og vel varðar fyrir veðran. Á stangimar vora sett raf- húðuð Fin-Nor fluguhjól, sérstak- lega gerð fyrir veiðar í sjó. Notað- ar eru sérstakar flugulínur og urðu fyrir valinu línur frá Scientific Ánglers, framþung og sérstaklega húðuð vegna sjávarseltunnar og hitans. Ólafur varð sér úti um uppskrift- ir að flugum sem þótt hafa freista silfurbokka og þurfti hann að panta nokkuð af hnýtingarefni erlendis frá. Notaðir eru nikkelhúðaðir ryð- fríir önglar númer 4-8 og af sér- stakri lögun. Þessir önglar era fjórfalt dýrari en venjulegir laxa- önglar. Það þarf einnig að beita silfur- bokkann öðram brögðum en ís- SiRurbo veiðar Svnailóa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.