Morgunblaðið - 25.01.1998, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.01.1998, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1998 B 5 Um vorið var síðan ráðist í að gera húsnæðið upp. Við þurftum að rykbinda það, mála, teppaleggja, innrétta hreinlætisaðstöðu, skrif- stofur, reisa milliveggi fyrir lítil herbergi og eitt og annað.“ Ekki gerðuð þið það sjálfar (spyr ég sem er ekki lengra komin í jafn- réttisumsókninni en það að ég kann ekki að skipta um klær á rafmagns- tækjum). „Jú, kórfélagar og makar - aðal- lega kórfélagar og svo einn og einn maki. Þetta voru konur sem flestar höfðu aldrei komið nálægt neinu svona en það var ekki um annað að ræða en að demba sér út í þétta.“ Jafnframt því að innrétta hús- næðið var kórinn að æfa fyrir kvennaráðstefnuna Nordisk Forum í Finnlandi, þar sem kórinn var með fema tónleika. „Það má segja að kórinn verði að- alatriðið í lífi þeirra kvenna sem starfa í honum,“ segir Sigrún. „Sér- staklega þeirra kvenna sem gefa kost á sér í stjórn og þess háttar. Það er auðvitað lítill hópur, oft sömu konurnar, og það er því mikið álag á þeim, einkum þar sem þær bera fjárhagslega ábyrgð." FORSPRAKKARNIR þessa stundina, þær Sigríður Anna Ellerup, formaður Kvennakórs Reykjavfkur og Sig- rún Þorgeirsdóttir, stjórnandi Kvennakórsins. Hafið þið aldrei fengið neina op- inbera styrki? „Jú, jú. Árið 1994 fengum við 300 þúsund króna styrk frá Reykjavík- urborg til upptöku á geislaplötu, 1995 fengum við 100 þúsund krónur í ferðastyrk frá menntamálaráðu- neytinu vegna Nordisk Forum og 1996 fengum við 200 þúsund frá Reykjavíkurborg þegar við fórum til Italíu.“ Þetta er rosaleg vinna. Hvernig nennið þið þessu? „Söngurinn er svo ofboðslega gef- andi. Þegar við syngjum svona í hóp, leysist einhver orka úr læðingi. Það verður til samkennd og sameig- inleg markmið. Konurnar koma dauðþreyttar á æfingu eftir erfiðan vinnudag - ætla varla að hafa sig í þetta - en fara heim af æfingu full- ur af orku,“ segir Sigrún. „Svo er það líka félagsskapur- inn,“ bætir Sigríður Anna við. „Hér kynnumst við öðrum konum sem vinna ólík störf. I okkar röðum eru húsmæður, fóstrur, smiðir, læknar, flugumferðarstjórar o.s.frv. Hér er þverskurðurinn af íslenskum kon- um og hér myndast vináttutengsl sem verða varanleg.“ Litið á þetta sem hvert annað föndur Kvennakór Reykjavíkur hefur engan fastan starfsmann til að ann- ast daglegan rekstur. „Þetta er allt unnið í sjálfboðavinnu kórfélaga, hvort heldur eru fjárreiður, fjáröfl- un, búa til plaköt og miða, sjá um auglýsingar og fréttatilkynningar,“ segir Sigríður Anna. En nú er sjálfboðastarf afskap- lega lítils metið. Finnið þið ekkert fyrir því? „Jú, við höfum fengið að finna fyrir því að það er litið á þessa starfssemi sem hvert annað föndur - eins og er svo algengt með framlag kvenna. Fyrir rúmu ári fengum við styrk frá Reykjavíkurborg til að kaupa helm- inginn í húseign sem Karlakór Reykjavíkur hefur verið að byggja í Skógarhlíð. Markmiðið var að setja saman þessi tvö stóru söngöfl til að klára húsið sem hýsa myndi alla starfsemi þeirra og það var einnig meiningin að þarna yrði uppeldis- stöð fyrir drengi og stúlkur sem síð- ar gætu orðið kórfélagar. Það varð þó ekkert úr þessum áformum." Hvers vegna ekki? „Það vantaði ekki viljann til sam- starfs en það náðist ekki samkomu- lag um verðmæti eignarinnar eins og hún er í dag. Karlakórinn bauð Kvennakórnum minnihlutaeign - sem var ekki ásættanlegt. Upphaf- lega meiningin var að við ættum helminginn af húsinu og á þeim forsendum var sótt um styrkinn. Kórarnir áttu að starfa þarna á jafnréttisgrundvelli. Að öðrum kosti sáum við ekki ástæðu til að flytja úr okkar húsnæði til að fara í eina sæng með Karlakór Reykja- víkur. Við skiluðum okkar styrk til Reykjavíkurborgar og sóttum aftur um til eigin húsnæðiskaupa og væntum svars fljótlega." Eruð þið búnar að finna húsnæði? „Já, við fundum húsnæði við Snorrabraut, hæð og geymsluris í fokheldu ásigkomulagi sem við get- um smám saman gert upp eftir efn- um og ástæðum. Við kunnum það.“ Við gætum strax hafið störf þar og komið öllum okkar grunneining- um fyrir. Við erum reyndar búnar að gera tilboð í húsnæðið en með þeim fyrirvara að við fáum stryk frá borginni." Fleiri kórar á döfinni Hvers vegna viljið þið flytja af Ægisgötunni? „Það húsnæði rúmar starfsemina ekki lengur. Það eru átta kórar starfandi innan Kvennakórs Reykjavíkur í dag (Kvennakór Reykjavíkur, Léttsveitin, Gospel- systur, Senjóríturnar, Vox Fem- inae, Stúlknakór Reykjavíkur og tveir telpnakórar) og þetta eru um fimm hundruð konur, á aldrinum 6- 90 ára. Haustið 1994 var í fyrsta sinn starfræktur kórskóli sem ætlaður er konum með litla eða enga reynslu í kórsöng. Margar þessara kvenna hafa síðan gengið í Kvennakórinn, Léttsveitina eða aðra kóra. Einn af draumunum var að veita nýbúum tækifæri til að starfa í kór, gefa þeim konum sem setjast hér að tækifæri til að kynnast landi og þjóð í gegnum söng. Það hafa alltaf er- lendar konur starfað með kómum, til dæmis skiptinemar, „au pair“ stúlkur - og núna er verið að undir- búa stofnun nýbúakórs í haust.“ Hvers vegna nýbúakór? „Þessar konur mynda oft sterkt samfélag sjálfar og markmið okkar er tvíþætt. Þær fá tækifæri til að kynnast íslenskum konum, starfa með þeim á jafnréttisgrundvelli og kynnast okkar menningarlífi. Við fáum tækifæri til að kynnast þeirra hugsunarhætti og þeirri menningu sem þær bera með sér hingað." Haustið 1995 tók Nýi söngskólinn „Hjartans mál“ til starfa í húsnæði Kvennakórs Reykavíkur. „Það sam- ræmist vel starfseminni að í hús- næðinu sé starfandi söngskóli sem býður upp á einkatíma, tónfræði, tónheyrn og ýmislegt annað,“ segir Anna Sigríður. „Það hafa margar konur nýtt sér þetta, þótt þær séu ekkert á leiðinni í einsöngsnám. En þetta hefur verið leið til að bæta tækni og raddbeitingu til að auka sjálfstraustið og verða betri kór- söngvarar." Endalaus fjáröflun Þetta hlýtur að vera alveg ofboðs- lega dýi’t fyrirtæki hjá ykkur. Hvernig fjármagnið þið alla þessa starfsemi? „Með þátttökugjöldum, styrktar- aðilum og tónleikum, uppákomum á ráðstefnum og endalausri fjáröflun. Kórinn hefur í tvígang staðið fyrir sérstökum fjáröflunartónleikum til reksturs starfseminnar og til kaupa á hljóðfærum. Hinir fyrri voru í Loftkastalanum, ásamt Léttsveit Kvennakórsins í mars ‘96 og hinir síðari í Borgarleikhúsinu í mars ‘97. Við höfum átt sérlega ánægjulegt samstarf við Egil Ólafsson og fé- laga úr Tamlasveitinni á þessum tónleikum. Síðan er það þessi klass- íska fjáröflun; sala á öllu mögulegu, eldhúsrúllum, salernispappír, hverju sem er - svona eins og íþróttafélög barna og unglinga. Við vorum einmitt að ræða það hérna um daginn hvað það er mikill regin- munum á fjáröflun kvenna- og karlafélaga. Þegar karlarnir þurfa að fjármagna sína starfsemi halda þeir karlakvöld þar sem eru heilu málverkauppboðin - og þeir víla það ekkert fyrir sér að kaupa verk- in sem boðin eru upp á tugi þús- unda.“ „Mér er sem ég sæi konur draga upp ávísanahefti og skrifa út tug- þúsundir og mæta svo heima hjá sér með málverk!" segir Sigrún. „Eg ef- ast um að það gerist," segir Sigríð- ur Anna. „Þegar konur halda kvennakvöld, er venjulega happ- drætti þar sem miðinn kostar nokk- ur hundruð krónur og verðlaunin eru yfirleitt snyrtivörur, ávaxta- körfur, kaffikörfur, blómaskreyt- ingar og þess háttar." ORÐABÆKURNAR Dðnsk íslensk ístensk dðnsk ordabðk •skinsk 'slensk íslensk ensk orðabók % IteterdU-língíÍL* DlcKw.ery Þýsk íslensk s|r *s/en sk orðekélc °rtabák Itölsk «[ensJc úfensk ífölsk o rðabók íslensk íslensk ©réabék orðabók Ódýrar og góðar orðabækur fyrir skólann, r ■ . f jr 0 « ■ A,- ó skrifstofuna og í ferðalagið J ORÐABÓKAÚTGÁFAN %% Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu í september 1996. Unnið fyrir Morgunblaðið, Félag íslenskra bókaútgefenda og Félaga bóka- og ritfangaverslana. Almennt efni 1. DÖNSK/ÍSLENSK - ÍSLENSK/DÖNSK ORÐABÓK Ritstj. Sigurlín Sveinbjarnardóttir og Svanhildur E. Þórðardóttir. Útg. Orðabókaútgáfan. 2. ENSK/ÍSLENSK - ÍSLENSK/ENSK ORÐABÓK Ritsíj. Sœvar Hilbertsson. Utg. Ordabókaútgáfan ORÐABÓKAÚTGÁFAN 3. ÞÝSK/ÍSLENSK — ÍSLENSK/ÞÝSK ORÐABÓK Ritstj. Eygló Eiðsdóttir og Árni Böðvarsson. Útg. Orðabókaútgáfan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.