Morgunblaðið - 25.01.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.01.1998, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTASTOFA BLAÐAMANNA Af frum- herjum og fjármála- vafstri i I Fréttastofa blaðamanna er merkilegur kapítuli í sögu íslenskra blaðamanna. Pétur Pétursson kann að segja frá þessari starf- semi sem meiri eindrægni ríkti um meðal ritstjóranna en ætla mátti á þeim tíma. BLAÐAMENN minntust þess nýlega með vegleg- um veisluhöldum að heil öld er liðin síðan forver- ar þeirra, nokkrir rit- stjórar Reykjavíkurblaða, stofnuðu Blaðamannafélag, sem síðar varð Blaðamannafélag íslands. Á þeim tíma sem liðinn er frá stofnun fé- lagsins hefír gengið á ýmsu í starfi þess og ferli félagsmanna. Sum árin hafa markað djúp spjr og sett svip á þjóðlífið í riti og ræðum. Má þar nefna stafsetningu þá, sem notuð var um eitt skeið og kennd var við blaðamenn. Pað var á öldinni sem leið. Blaðamannaávarpið 12. nóvem- ber 1906 mun jafnan talið skraut- fjöður í hatti. Um eitt skeið varð hlé á starfsemi félagsins en svo reis það upp af miklum þrótti. Er þá helst að minnast þess að orrahríð mikil varð er deilt var um erlent fjármagn og það hvort leyfa ætti erlendum mönnum og fyrirtækj- um að eignast hlut- deild í íslenskum blöð- £um í svo miklum mæli að þeir hefðu úrslitaá- hrif og réðu ritstjórn- arstefnu. Samþykkti félagið ályktun um það málefni. Væntanlega gefst tækfæri til þess að fjalla nánar um það. Þessari grein er ætlað annað umræðuefni - starfsemi og starfræksla fréttastofu er Blaða- mannafélagið stofnaði í ársbyrjun 1924. Þótt sá sem hér stýrir penna telj- ist ekki í stétt blaðamanna var þó ná- inn kunningsskapur og vinátta við marga í þeirri starfsgrein. Sumir samstarfsmenn til margra ára. I þeim hópi kemur einna fyrst í hug- ann Axel Thorsteinsson, en hann var minnisstæður samstarfsmaður um margra ára skeið í Ríkisútvarpinu. Axel var prúðmenni. Hverjum manni hógværari. Vann verk sín án hávaða. Hann tengdi með hæversku fasi sínu samtímann við fomar ættir kirkju- höfðingja, konunglegra embættis- manna, annálaritara og þjóðskálda. Þó gætti hvergi yfirlætis. Framkoma hans var alþýðleg. Yngri samstarfs- menn Axels brugðu stundum á glens og sögðu að gaman væri að fá hann til þess að klæðast amtmannsbúningi afa síns, Bjarna Thorsteinssonar, sem fæddur var 1781. Búningur Bjama amtmanns var geymdur í glerskáp á Þjóðminjasafni. Honum fylgdi korði til nota í bardaga. Sjálf- ur hafði Axel gefíð sig fram til her- þjónustu er hann var búsettur vest- anhafs til Evrópuvígstöðvanna. Skömmu síðar lauk styrjöldinni og hvarf Axel heim. Sneri hann sér að blaðaútgáfu. Axel taldi að Thorvaldsensstræti væri stysta gata heimsins. Þótt þar stæðu aðeins þrjú hús var gatan nefnd stræti. Þorsteinn Scheving Thorsteinsson lyfsali reyndist Axel hollvinur. Hann hafði þá nýverið keypt hús „blinda amtmannsins", en svo var hús Steingríms skálds, föður Axels nefnt, eftir Bjarna amtmanni, sem búið hafði í elli sinni við Austur- völl, milli gamla apóteksins og Kvennaskóla Thoru Melsted (þar sem síðar var Sjálfstæðishúsið). Ax- el unni Austurvelli. Þar hafði hann sem ungur drengur fylgst með mannlífi og athöfnum. Þá var heyjað á vellinum. Þar gengu nautgripir. Þar voru „frönsku húsin“, stóru svörtu húsin, sem P.C.Kundtzon stórgrósseri hafði reist, en seldi síð- ar Fransmönnum sem spiluðu á harmonikur og munn- hörpu, þvoðu þvott sinn og stungu kex- köku að blessuðum börnunum, sem léku sér „með borðalagða húfu“ eins og Jónas Hallgrímsson hafði sagt í ljóði sínu. Þá var Reykjavík græn. Schierbeckgarðurinn (B æj arfógetagarðuinn) garður Steingríms skálds, garður Páls og Þóru Melsted, garðm- Árna landfógeta Thor- steinssonar, fóðurbróð- ir Axels. Og svo voru nágrannarnir, Ásta Hallgrímsson læknis- ekkja. Sonur hennar Tómas, banka- ritari síðar, jafnaldri Axels, faðir Jóns Hallgrímssonar, læknis, og Kristrún, móðir Ragnars Tómasar, er síðar varð samstarfsmaður Axels í Ríkisútvarpinu. Alls staðar ómuðu söngvar og ilmuðu blóm. Sálimar voru göfugar, fagrar og ungar, undir siifurhærum. Margur þjóðkunnur maður hafði orð á því hve bros Steingríms skálds hefði verið fagurt. Það ljómaði í minningunni. Þó hafði Steingrímur Bjarnason, eins og hann nefndi sig í Lærða skólanum verið harður í horn að taka og óvæg- inn er hann var í forystu skólapilta, sem afhrópuðu Sveinbjörn rektor Egilsson í pereatinu. Axel segir föð- ur sinn oft hafa verið hugsandi og dapran. kannske hann hafi verið að hugsa um Akkillesarhælinn og þýð- ingar Sveinbjörns. En nú er mál að víkja að Fréttastofu blaðamanna. Áxel segir að mikil breyting hafí orðið til batnaðar er Fréttastofa Blaðamannafélags íslands tók til starfa 18. janúar 1924. Fram að þeim tíma höfðu blöðin bjargað sér á eigin spýtur. Fengið stopul frétta- skeyti og „leikið af fingrum fram“ ef svo má segja. Axel segir helstu hvatamenn að stofnun fréttastof- unnar hafa verið Skúla Skúlason, sem þá var blaðamaður hjá Morgun- blaðinu, Valtý Stefánsson ritstjóra Morgunblaðsins, Þorstein Gíslason ritstjóra Lögréttu og Ólaf Friðriks- SKÚLI Skúlason, fyrsti forstöðumaður FB. FLUGVÉL Nelsons á Reykjavíkurhöfn. Bandarfkjamenn fylgdust af áhuga með flugi hans. „VÍXLARARNIR“ Valtýr Stefánsson, Tryggvi Þórhallsson og Haraldur Guðmundsson. AXEL Thorsteinsson við fjar- rita Ríkisútvarpsins. son ritstjóra, sem áður hafði ritstýrt Alþýðublaðinu, en vék á tíma úr því sæti. Skúli Skúlason skipulagði starfsemi fréttastofunnar og var for- stöðumaður fyrst í stað. „Það var því Blaðamannafélag íslands, sem kom á fót almennri fréttastofu hér í Reykjavík, en í slíkt hafði ekki verið ráðist fyrr hér á landi. Að FB stóðu öll helstu blöðin í Reykjavík. Blöðin úti á landi fengu fréttir sínar frá henni. Einnig fréttafélög. Þá sendi fréttastofan daglega fréttir til skipa. Voru þær „morseraðar" til þeirra um Loftskeytastöðina. Dagblöðin greiddu kostnaðinn af erlendu skeytunum. Mánaðargjald vikublaða var 25 krónur. Sama gjald greiddu Eimskipafélagið og Félag íslenskra botnvörpuskipaeigenda. FB var því eina stofnunin sem miðlaði fréttum til blaða, fréttafélaga og íslenska sjómanna um nokkurra ára bil. „Því hefír ekki verið haldið á loft sem skyldi, að samstarfið um FB var jafnan hið besta,“ sagði Axel. Svo bætti Axel við frásögn sína um starf- semi fréttastofunnar og samskipti blaðamanna og ritstjóra. „Eg vil geta þess til gamans til umhugsun- ar, einnig þeim sem lesið hafa eða heyrt getið um illvígar deilur blaða- manna forðum, að eitt sinn er stjómarfundur var á Borginni (Hótel Borg) sem jafnan - en þar var allt varðandi FB rætt yfir ijúkandi kaffibollum - að sá ágæti maður Ari Arnalds ritstjóri og alþingismaður (afi Ragnars Arnalds) gekk brosandi til okkar og hafði á orði hve ánægju- legt það væri, að sjá okkur þarna í hóp. „Nú gætu menn þó talað sam- an.“ Axel tók við forstöðumannsstarfi FB árið 1924. Var það að beiðni for- manns Blaðamannafélagsins. Skúli Skúlason fluttist til Noregs. Árið 1924 var mjög erilsamt ár hjá blaða- mönnum. Augu heimsins beindust mjög að hnattflugi um norðurleið- ina. Fréttastofa blaðamanna naut nokkurs ríkisstyrks. Þetta flug var upphaf með viðkomu á íslandi. Stór- blöðin sóttust mjög eftir efni héðan. Fyrir milligöngu Bjarna Jónssonar bíóstjóra tók Axel að sér að útvega stórblaðinu Chicago Tribune fréttir af fluginu. Það starf reyndist Axel kærkomin búbót. Ari Arnalds, sá sem ávarpaði blaðamenn á Borginni, var sjálfur ritstjóri um eitt skeið. Skólabróðir hans og herbergisfélagi við nám í Latínuskólanum varð einnig rit- stjóri. Það var Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason, faðir Gísla í Ási og þeirra systkina. Ari segir frá áflogum þein-a félaga. Ástvaldur heitur goodtemplari, en ég mótfallinn algjörðu bindindi, gat smakkað áfengi, en var mikill hóf- semdarmaður. - Einhverju sinni, þegar umræðuhitinn var kominn upp í 40 gráður, slengdi Ástvaldur þessari setningu til mín: „Þú gerir bindindismálunum meira ógagn með því að vera hófsamur heldur en versti fyllirafturinn á svínastíunni hans Halbergs.“ Þá sprakk blaðran. Báðir upp úr sætum sínum með eld- ingarhraða. Glíman byrjaði, borðið valt um, námsbækur og blöð út úm allt herbergið, brotnir stólar, slengdumst síðan báðir á ofninn, hann valt um í smábrot, og eldglæð- urnar og logandi kolamolarnir út um allt herbergið. Glíman hætti, við stórum agndofa. - Inn kom húsmóð- irin með miklu fasi og mælti undr- andi þessi orð: „Eruð þið nú farnir að fljúgast á?“ Nokkru síðar kom húsbóndinn, kímdi mjög og mælti: „Er farið að hitna mjög hjá ykkur, piltar mínir? Næsta dag setti hús- bóndinn upp nýjan ofn í herbergið. Það gekk á ýmsu í starfi FB. Stundum reyndist fjárhagsafkoma erfið og umsamin gjöld innheimtust treglega. Axel greip þá til þess ráðs að bjóða ritstjórum blaðanna gjald- frest. Var það með þeim hætti að Axel samþykkti víxil og leitaði síðan til ritstjóra blaðanna sem útgefenda og ábekinga. Gekk fyrst á fund Val- týs Stefánssonar, sem orðinn var ritstjóri Morgunblaðsins - Valtýr brást vel við og ritaði nafn sitt sem útgefandi og ábekingur. Gengur nú Axel næst á fund Tryggva Þórhalls- sonar, sem var ritstjóri Tímans. Tryggvi var gamansamur maður og sá sér strax leik á borði að krydda hversdagslíf stjórnmálaritstjórans með hóflegum skammti af spaugi. Hann segir við Axel: „Haldið þér Axel, að ég ætli að verða einhver undirtylla hjá Valtý Stefánssyni! Kemur ekki til mála. En ég skal gjaman ábekja víxilinn." Tekur síð- an blaðið og skrifar andfætis Valtý. Axel tekur við víxileyðublaðinu. Gengur nú á fund Haralds Guð- mundssonar, sem var ritstjóri Al- þýðublaðsins um þessar mundir. Haraldur tekur við víxlinum. Þyk- ist strax sjá hvað á spýtunni hangir. Glottir. Seilist eftir Teofanívindlingi. Tendrar glóð og dregur að sér væn- an reyk. Segir svo: „Haldið þér Axel Thorsteinsson að ég ætli að verða einhver beitarhúsamaður hjá Valtý Stefánssyni eða Tryggva Þórhalls- syni. Það verður aldrei.“ Tekur Har- aldur víxilblaðið og skrifar nafn sitt gleiðu letri milli nafns Valtýs og Tryggva þannig að nafn hans sneri með allt öðrum hætti en þeirra. Við svo búið gekk Áxel á fund Magnúsar Sigurðssonar banka- stjóra Landsbankans. Magnús var skarpgreindur lögfræðingur, sonar- sonur Magnúsar í Bráðræði, sem eignaðist hjáleigu Reykjavíkur vegna hugkvæmni sinnar og ráð- deildar er hann varð sjálfum Reykjavíkurbæ hlutskarpari við sölu kirkjueigna. Um Magnús Sig- urðsson hafði Eiríkur Einarsson lögfræðingur frá Hæl í Hreppum kveðið að naumast fyndist „saklaus- ara hjarta í silfurref*. Átti þá við hærur Magnúsar, sem var orðinn hæruskotinn. Magnús tekur við víxli Axels. Þykist sjá í hendi sér gaman- söm samskipti ritstjóranna og þögl- an vitnisburð um leikfléttu þeirra. Segist kaupa víxilinn þótt sitthvað orki tvímælis um lögformlegar und- irskriftir. Axel gengur til gjaldkera og réttir fram hönd sína til móttöku andvirðis. Jón Pálsson, föðurbróðir Páls ís- ólfssonar, nafnkunnur forgöngu- maður margra menningar- og mannúðarmála varð fyrir svörum í gjaldkerastúku. Kvað plagg þetta ólöglegt og myndi hann aldrei láta fé falt í skiptum fyrir slíkan pappír. Kvað Jón fast að orði. Vandaðist nú málið. En hér er mál að ljúka frásögn þessari. Allt fór þetta mál á farsæl- an veg. Magnús bankastjóri leiddi Jóni Pálssyni fyrir sjónir að hann ábyrgðist að plaggið hefði fullt gildi. Lauk málum svo að Axel fór hinn ánægðasti af fundi fjárgæslumanna. Hagur FB var tryggður um sinn og fréttir héldu áfram að streyma til blaða og annarra áskrifenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.