Morgunblaðið - 25.01.1998, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 25.01.1998, Qupperneq 6
6 B SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Sungið í Páfagarði og á bflastæði Veturinn ‘95-96 var mikill anna- tími hjá Kvennakór Reykjavíkur og starfíð einkenndist aðallega af und- irbúningi fyrir Italíuferðina sem farin var sumarið ‘96. í þá ferð fóru 120 konur, auk tuttugu fylgifíska sem voru eiginmenn, mæður og börn. Með í ferðinni var Sigrún Hjálmtýsdóttir. Flogið var beint til Rómar þar sem kórinn kom sér fyrir á þremur hótelum úti við ströndina. „Við héldum tvenna tónleika í Róm. Ann- ars vegar í stórri og glæsilegri kirkju, St. Ignazio, og síðan sungum við í Páfagarði, í Péturskirkjunni. Við sungum þar við hámessu þar sem þúsundir manna hlustuðu á okkur - og Diddú. Þetta var í fyrsta skipti í sögu kirkjunnar að kona fékk að syngja einsöng við hámessu í aðalkirkjuskipinu. Diddú söng Ave Maríu Kaldalóns og heillaði ger- samlega alla. Þetta var ótrúleg lífs- reynsla." Eftir sönginn í Páfagarði hélt kórinn með rútu til bæjar sem heitir Subiaco. Þetta er lítill bær upp í fjöllunum. „Þegar við stigum út úr rútunum, hundrað og tutt- ugu stykki konur, í kórkjólum, vöktum við þvílíka athygli að bæj- arbúar stoppuðu í miðju skrefi, miðju orði og góndu á okkur; sneru sig næstum úr hálsliðnum. Þeir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Tónleikasalurinn í þessum bæ var bílastæði og fyrir aftan okkur var íbúðablokk þar sem voru þvottavél- ar og snúnir úti á svölum. Það var búið að koma fyrir einhverjum kössum sem við áttum að standa á og bekkjum fyrir áheyrendur. Svo voru þrír stólar. FRÁ „gospel-tónleikunum í Loftkastalanum í mars 1996. Margrét Pálmadóttir, þáverandi stjórnandi kvennakórsins, og Jóhanna Þór- hallsdóttir, stjórnandi léttsveitarinnar. Þarna var ekkert píanó svo við spurðum hvar hljóðfærið væri. Okk- ur var sagt að það væri á leiðinni og eftir langa mæðu var komið með eitthvert rafmagnsorgel sem var stungið í samband uppi á þriðju hæð í blokkinni fyrir aftan okkur. Það gat enginn á neðri hæðunum leyft okkur að stinga í samband vegna þess að íbúai-nir þar voru að þvo þvott. Þegar við vorum búnar að koma okkur fyrir, gengu lögreglustjórinn, bæjarstjórinn og einhver enn einn fyrirmaður í „salinn“ í fullum skrúða og settust á stólana þrjá - og upphófst söngur. Við ákváðum að láta ekkert á okkur fá allt þetta vafstur og skemmtum okkur mjög vel. Tón- leikarnir tókust með eindæmum vel. Diddú fór á kostum, tók FYRSTA æfing Kvennakórs Reykjavíkur í Aðventistakirkjunni 25. janúar 1993. TJÚTTAÐ á fyrstu árshátiðinni í hráu húsnæðinu að Ægisgötu 7. Skapbetri eftir að ég byrjaði í kómum Guðný Jónsdóttir GUÐNÝ Jónsdóttir hefur starfað með Kvennakór Reykjavíkur frá upphafi og starfar núna einnig með Vox Feminae. Hún er hús- gagnasmjður, gift, tveggja barna móðir. „Ég fór í kórskólann hjá Kramhúsinu," segir Guðný, „og í framhaldi af því í kórinn þegar hann var stofnaður.“ Guðný segist lengi hafa átt sér draum um að syngja. „Á unglings- árunum var ég í kór úti á landi. En eftir að ég kom til Reykjavíkur þorði ég aldrei í inntökupróf í kór- unum hér.“ Hvers vegna? „Ætli ég hafi ekki verið hrædd við að fá höfnun - eða eitthvað. En svo sá ég gullið tækifæri í kórskól- anum hjá Mai-gréti Pálmadóttur sem þá var í Kramhúsinu." Hvað er svona spennandi við að vera í kór? ' „Það gefur manni þvflíka orku að vera héma; ég sef minna og af- kasta meiru. Það er svo mikið orkuflæði hérna.“ Guðný rekur húsgagnaverk- stæði í Kópavogi ásamt eiginmanni sínum og þau eiga tvö börn. Þegar hún er spurð að því hvort Qöl- skyldan verði aldrei þreytt á þessu tímafreka áhugamáli, svarar hún: „Fjölskyldan mín er ótrúlega þol- inmóð. Þau ættu öll orðu skilið ... Kannski sjá þau bara að ég er miklu skapbetri eftir að ég byijaði í kómum. Hann gefur mér svo mikið.“ Verðurðu aldrei þreytt á þessu? „Jú, jú, það kemur fyrir ef það em tónleikar hjá kómnum með stuttu millibili og mikið að gera í vinnunni. Þá finnur maður stund- um fyrir þreytu en svo fær maður frí eftir tónleikahaldið og þá er það fljótt að gleymast.“ Eins og að vera í líkamsrækt Helga Arngrímsdóttir, skrifstofu- stjóri Alþýðuflokksins, hefur sungið með Kvennakómum frá því að hann var stofnaður, auk þess að syngja með Vox Feminae - en segist í vetur vera í frú frá Kvennakómum. Fyrsta árið eftir að kórinn flutti á Ægisgöt- una starfaði hún á skrifstofunni. „Ég hef verið í kór frá því að ég stelpa og hef verið í mörgum kór- um, m.a. kór í Vík í Mýrdal og í Söngfélaginu Gígjunni á Akur- eyri,“ segir Helga þegar hún er innt eftir ástæðunni fyrir því að hún sótti eftir inngöngu í kórinn. En hvers vegna kvennakór? „Vegna þess að mig langaði til þess að syngja. Maður fær svo mikla útrás við það. Ef manni líður illa andlega er gott að syngja. Það er spennulosandi, svona eins og að vera í líkamsrækt eða hugleiðslu. Þetta snýst á sama hátt um að gleyma stund og stað.“ Hvað með tímann sem fer í þetta? „Jú, ef maður er bæði í Kvenna- kór Reykjavíkur og Vox Feminae, þá fer mikill tími í þetta - en hon- um er vel varið. Það er mjög góður andi í kórn- um og hér hafa margar konur hist og orðið góðar vinkonur. Við sem höfum verið hér lengst vitum mikið hver um aðra. Sem dæmi um það get ég sagt þér skemmtilega sögu. Þegar við fórum á kvennaráðstefn- una Nordisk Forum í Finnlandi var ein konan í hópnum ófrísk. Það vissi það enginn nema maðurinn hennar, mamma hennar og kvennakórinn. Þetta segir kannski mest um andann í kórnum." Ungar konur yfir sextugt Pálína Jóns- dóttir er í Senjórítunum, kór fyrir konur 60 ára og eldri - og hvað sem öðru líður, eru Senjórít- urnar sá kór sem konurnar sem ég ræddi við voru stoltastar af. Kórinn var stofnaður fyrir tveimur og hálfu ári og Pálína dreif sig með það sama í kórinn. „Það var frábært framtak hjá Margréti Pálmadóttur að stofna þennan sönghóp fyrir konur sem eru komnar yfir sextugt,“ segir Pálína. „Það höfðu margar kvenn- anna verið í kór áður en hætt vegna aldurs. Nú fengu þær tæki- færi til að byrja aftur og þá var mesta furða hvað var eftir af rödd- inni.“ Hafðir þú starfað í kór áður? „Það er nú langt síðan. Ég var í Sunnukórnum á Isafirði fyrir svona fimmtíu árum - en það er önnur saga. Hins vegar erum við margar hérna frá ísafirði, sem er mjög góð uppeldisstöð fyrir tón- listarfólk.“ Hvað kom til að þú dreifst þig f kór eftir næstum hálfrar aldar hlé? „Það er svo gaman að syngja. Það er svo gott fyrir lungun og sál- ina. Félagsskapurinn er yndislegur. Þetta er svo vel samvalinn hópur.“ Pálína segir um fjörutíu konur starfa í Senjórítunum. Einu skil- yrðin fyrir inngöngu í kórinn séu að viðkomandi hafi náð sextugs- aldri og hafí gaman af að syngja. En sakna þær þess ekkert að hafa ekki karlana með? „Nei! Til hvers?“ En fer ekki mikill tími í þetta? „Nei. Við æfum bara einu sinni í viku, svo það fer ekki mikill tími í þetta.“ En nú hafið þið verið að syngja á tónleikum og komið fram með öðrum kórum. „Kvennakórinn hefur verið svo sætur að bjóða okkur með, þegar þær eru að syngja. við höfum reynt að standa okkur vel til að þær þurfi ekki að skammast sín fyrir okkur ... Annars finnst okk- ur við nokkuð öruggar í höndun- um á stjórnandanum okkar, Rut L. Magnússon. Hún er frábær, mikil músík- og smekkmanneskja og ein- stakur húmoristi. Hún nær ótrú- lega miklum hljóðum úr okkar gömlu börkum.“ Ástrós Elíasdóttir En hvers vegna kallið þið ykkur Senjórítur? „Senjórítur er auðvitað ungar konur - og við erum ungar konur yfir sextugt!“ Ætli ég endi ekki í Senjórítunum Ástrós Elíasdóttir er f 10. bekk í Hagaskóla og syngur með Stúlkna- kór Reykjavfkiu'. Hún segist alltaf hafa haft gaman af að syngja en eng- imi kór sé starfræktur í skólanum. Ástæðuna fyrir því að Stúlknakórinn hafi orðið fyrir valinu hjá henni, seg- ir hún vera stjómanda kórsins, Mar- gréti Pálmadóttur. „Hún er svo skeimntileg, „ segir Ástrós. „Ég byijaði að æfa hérna fyrir ári, en Stúlknakórinn var ekki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.