Morgunblaðið - 25.01.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.01.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1998 B 9 ALEXANDRO, Ólafur, Jón Ingvar og Sebastian við veiðibátana. Sérstakan búnað þarf til fluguveiða á silfur- bokka, skó, stangir, hjól, línu og flugur. grynningamar. Sjórinn nær víðast hvar í hné og gætir flóðs og fjöru lítið á grynningunum. Félagamir fengu hvor sinn bát og leiðsögu- menn, Aiexandro og Sebastian. Það var ekki beðið boðanna, þótt komið væri fram yfir hádegi, að halda til veiða. Leiðsögumennirnir kunnu lítið í ensku og veiðimenn- imir álíka færir í spænsku svo önn- ur tjáning varð að duga. Það var ekki búið að stjaka bát- unum nema um 20 metra frá landi þegar fyrstu silfurbokkamir sáust. Fimm fiskar syntu saman og sporðarnir stungust upp úr vatns- fletinum og hreyfðust letilega. Fyrsta kastið misheppnaðist, flug- an lenti of nærri og fiskamir hurfu á augabragði. Nú var haldið að næsta fláa, um 500 metmm utar. Sebastian leið- sögumaður gaf merki um að fiskar væra framundan. „Mér sýndist þetta vera þrír fiskar,“ segir Jón Ingvar. „Þeir sáust nokkuð greini- —--- Morgunblaðið/Jón Ingvar Pálsson Fiskarnir sem þeir félagar veiddu voru 4-7 pund, en krafturinn í þessum fiskum er langt umfram það sem ætla mætti af þyngdinni. Þeir fylgjast grannt með ástandi lífríkisins og geta lokað garðinum fyrirvaralaust auk þess sem veiðisvæðin eru hvíld reglulega. Styggur og snar Veiðimenn segja fátt jafnast á við að kasta flugu fyrir silfur- bokka. Grynningarnar spegla himinn og gróður, skyndilega strika bakuggar og sporðar sléttan vatnsflötinn og glitra eins og margbrotnir speglar í sólskininu. Silfurbokkamir svífa eins og skuggar yfir hafs- botninn, enda af sumum kallaðir draugafiskar. Þeir litlu halda sig í stóram torfum en stóru fiskarnir era færri saman. Hægt er að sjá fiskana langt að, allt að 40-50 metra. Fiskarnir vaka gjaman í yfir- borðinu og fara stundum mjög nærri landi. Silfurbokkinn er þekktur fyrir að vera ljónstyggur, með skarpa sjón og snar í snúning- um. Þess vegna er vandi að kasta fyrir hann. Flugunni er kastað utan og framan við fisk- inn. Línan verður að lenda mjúklega, ella snýst silfurbokk- inn á sporði og skýst í burtu. Eins má Mnan ekki fara yfir torfuna í kastinu, þá fælist hún. Flugan er síðan dregin í stutt- um rykkjum, líkt og rækja á sundi. Flugan á að liggja þannig í vatninu að öngullinn snúi upp. Við rykkina þyrlar agnið upp sandinum og það vekur athygli silfurbokkans. Veiðin er stunduð af litlum bátum sem stjakað er um V>-..........25"N SILFURBOKKI (Albula vulpes) er af sama ættbálki og silfurkóng- ar eða tarpúnar (tarpoons). Fisk- urinn er silfurlitur og blá- eða grænleitur á baki. Hann er fremur mjósleginn og trýnið langt. Silfur- bokka er að finna á grunnsævi í hitabeltislöndum, gjarnan á sendnum grynningum þar sem dýpi er allt niður í eitt fet. Kjör- hitastig sjávar er 24°C. Silfurbokkar nærast m.a. á skel- dýrum og lindýrum sem þeir tína af sjávarbotninum. Fiskurinn fer út á dýpra vatn til að hrygna. Silf- urbokkar eru algeugastir á bilinu 3-6 punda þungir (1,4-2,7 kg). Þeir eru þó til mun stærri og er IGFA metið 19 punda fiskur (8,6 kg) sem veiddist við strendur Zúlúlands í Suður-Afríku 1962. Fiskurinn er ýmist veiddur á lifandi beitu, flugu eða spún af skektum sem stjakað er yfir grynningar eða veiðimennirnir vaða f hnédjúpum sjónum. Margir veiðimenn telja silfur- bokkaveiðar hápunkt stangveiða og hafa vinsældir þeirra mjög færst í vöxt. Silfurbokki er ákaf- lega styggur og hefur góða sjón. Þarf litla truflun til að fæla fisk- inn. Veiðar á silfurbokka þykja reyna meira á hugsun og fimi veiðimannsins með stöngina, heldur en Ifkamlegan styrk. Crazy Charley Brown Snapping / Shrimp. / Morgunblaðið/Golli FLUGURNAR hnýtti Ólafur Jónsson. Fengsælasta flugan var Crazy Charley Brown. Y lega með Polaroid-gleraugum, enda sjórinn sléttur og birtuskil- yrði góð. Það var um að gera að ná út nógri línu til hliðar við fiskana fyrir lokakastið.“ Jón Ingvar segir að veiðigræjurnar hafi virkað eins og best varð á kosið. Þegar nógu löng lína var komin út var síðasta kastið tekið og flugan látin lenda um tvo metra til hliðar við stefnu fiskanna og 4-5 metra fyrir framan þá. Þegar flugan var lent var línan tekin inn með löngum hægum tök- um. I þetta skipti gekk allt upp. „Hann rjátlar við fluguna, er ákaf- lega mjúkmynntur, og þá tekur maður á móti og setur í hann. Um leið og hann finnur að hann er fast- ur þá verður allt vitlaust,“ sagði Ólafur. „Þessir fiskur tekur allt öðravísi en lax,“ sagði Jón Ingvar. „Hann rauk af stað, tók út alla lausa línu, flugulínuna og 20-30 metra af und- irlínunni þótt bremsan á hjólinu væri nokkuð stíf. Allt í einni roku! Þetta er svipað því að missa lax niður foss á fleygiferð í miklu vatni, maður gerir ekkert annað en að halda stönginni. Fiskurinn stoppaði aðeins áður en hann tók næsta sprett. Á þessu gekk í nokk- ur skipti þar til hann fór að þreyt- ast og rokumar styttust. Loks dró ég fiskinn að bátnum og Sebastian stökk í vatnið og losaði öngulinn úr fiskinum áður en honum var sleppt. Það er skilyrði að sleppa öllum fiskum.“ Ólafur segir að fiskamir hafi yfir- leitt tekið 4-5 stórar rispur og 8-10 minni. Þó var alls ekki allur kraftur úr þeim þegar þeir vora losaðir aí króknum. Einn maður hefði ekki ráðið við það verkefni. Félögunum þótti ekkert að því að sleppa silfur- bokkunum, sem þykja ekki sérstak- ur matfiskur. „Heimamenn borða fiskinn, en þetta er enginn lax eða lúða,“ sagði Jón Ingvar. Þijátíu fiskar Fyrri daginn var veiðum hætt eftir um þrjá tíma og hafði Ólafur þá sett í átta fiska og Jón Ingvar í sjö. Ekki var vosbúðinni né bleyt- unni fýrir að fara, hitinn nálægt 30 stigum, nánast logn og léttskýjað. Eftir næturgistingu á Hótel Montemar var aftur haldið til veiða morguninn eftir. Fararstjór- inn og leiðsögumennirnir voru ekkert að flýta sér og þótti veiði- mönnum nóg um rólegheitin enda klæjaði þá í lófana að fást við silf- urbokkann. Nú var farið að blása og gáraði vindurinn hafflötinn sem gerði erfiðara að koma auga á fiskana, nema í skjólsælum víkum. Nú setti Jón í sinn stærsta fisk, um sjö pund, og jafnar hann viður- eigninni við það sem búast mætti við af fjórfalt þyngri laxi. Sá stóri fór út með 70-80 metra af línu í fyrsta sprettinum. Þessi slagur stóð linnulaust í 10 mínútur áður en nokkuð lát varð á. Jón Ingvar segir að það sé eins gott að passa að línan festist ekki í neinu meðan á átökunum stendur, þá sé eins víst að hún slitni. Þessi dagur varð að ýmsu leyti erfiðari en sá fyrri, bæði vegna veðurs og klaufaskapar veiðimanna og leiðsögumanna. Engu að síður varð veiðin nákvæmlega sú sama og daginn áður, fimmtán fiskar, 4-7 punda þungir. Aftur til Kúbu Þeir félagar ráðgera að fara með hóp veiðimanna í haust til Kúbu og veiða silfurbokka í fjóra daga og silfurkóng, öðra nafni tarpún, í tvo daga auk þess að skoða lífið í Ha- vana. „Þetta var ómetanleg reynsla og kemur okkur að notum í haust, þegar við ætlum aftur á sömu slóð- ir,“ sagði Jón Ingvar. „Þessi veiði- skapur er frábærlega skemmtileg- ur og á þeim tíma sem ómögulegt er að stunda laxveiðar hér á landi.“ Þeir Ólafur og Jón Ingvar hafa þegar fengið vilyrði fyrir því að fá inni í þjóðgarðinum. Veiðimennirn- ir munu sleppa aflanum en fara væntanlega heim með góðar minn- ingar af snörpum viðureignum við sprettharða fiska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.