Morgunblaðið - 25.01.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.01.1998, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn „VERÐ aldrei þreyttur á að leika tónlist J.S. Bachs,“ segir Douglas Brotchie organisti. Organisti á Ströndum EOUGLAS Brotchie á sér forvitni- k legan feril að baki. Bamung- B ur sýndi hann ótvíræða tón- ■ listarhæfileika og var farinn W að vinna fyrir sér sem tón- listarmaður 16 ára gamall. Hæfileikar hans lágu þó á fleiri sviðum og hugurinn hneigðist ekki eingöngu til tónlist- arinnar. „Þegar ég var tvítugur varð ég að velja á milli þess að leggja tónlistina fyrir mig sem framtíðarstarf eða stefna í aðra átt og helga mig vísindunum. Ég valdi síðari kostinn, taldi framtíð minni betur borgið á þann hátt.“ Nokkrum árum síðar varði hann dokt- orsritgerð í skammtaefnafræði og er nú for- stöðumaður Reiknistofnunar Háskóla Is- lands og 2. organisti Kristskirkju á Landa- koti. Tónlistin og vísindin haldast aftur hönd í hönd eftir að hafa verið aðskilin í nokkur ár í lífi Douglas Brotchies. Tónlistin hefur reyndar fylgt honum nán- ast frá upphafi, enda fremur ólíklegt að menn spretti fram alskapaðir organistar á miðjum aldri. Hann hóf nám í píanóleik sex ára að aldri og bætti við sig orgelinu þrettán ára. Þremur árum síðar var hann fastráðinn orgelieikari og kórstjóri við Balemo sóknar- kirkjuna í nágrenni Edinborgar og gegndi því starfi í tvö ár, þar til hann hóf háskóla- nám í St. Andrews. Á háskólaárum sínum tók hann mikinn þátt í tónlistarlífinu með tón- leikahaldi á píanó og orgel, kammertónlist og meðleik með söngvurum og einleikshljóðfær- um. „En svo tók ég þessa ákvörðun að leggja hljóðfæraleik á hilluna og gerðist áheyrandi tónlistar um nokkurra ára skeið.“ Um svipað leyti eða á árunum uppúr 1970 hafði Douglas kynnst íslendingum sem stunduðu nám við St. Andrewsháskóla og áhugi hans á íslandi kviknaði fyrir alvöru. „Ég hafði reyndar frá unglingsárum haft mikinn áhuga fyrir Norðurlöndunum en þessi fyrstu kynni af íslendingum urðu til þess að ég fór í heimsókn til íslands sumarið Islenskt tónlistarlíf hefur notið góðs af návist við organistann, tölvumeistar- ann og efnafræðinginn Douglas Brotchie. Hann sagði Hávari Sigurjóns- syni af uppruna sínum í Skotlandi, tónlistariðkun á Islandi og tengslum við Trékyllisvík í Arneshreppi á Ströndum. 1972. Ég heillaðist af landi og þjóð, og varð að „klassískum" íslandsvini og heimsótti landið upp frá því á hverju ári, þar til árið 1981 að ég ákvað að flytja til íslands og setjast hér að.“ Douglas starfaði hjá Skýrr í 10 ár en hefur undanfarin 6 ár gegnt starfi forstöðumanns Reiknistofnunar Háskóla íslands. „Ég hef unnið við tölvur frá því ég lauk háskólanámi. Það er kannski ekki jafn langt á milli skammtaefnafræðinnar og tölvufræðanna og menn gætu haldið. í mínum huga er háskóla- nám fyrst og fremst fólgið í þjálfun hugsunar, greiningu vandamála og úrlausn þeirra. Ég hef lflca alltaf haft mikla ánægju af námi og tel menntun og aukinn fróðleik á sem flestum sviðum til áhugamála minna.“ Tónlistin skip- ar þar að sjálfsögðu heiðurssæti þótt tæplega sé hægt að lýsa tónlistariðkun Douglas Brotchie sem áhugamáli; hann hefur á und- anfórnum árum skipað sér í hóp fremstu org- anista landsins, lauk einleikaraprófi á orgel frá Tónlistarskóla þjóðkirkjunnar vorið 1996 og stundar nú kantorsnám við sama skóla. „Þegar ég flutti til Islands hafði hljóðfæra- leikur legið á hillunni hjá mér í ein 8 ár. Fyrstu árin eftir að hingað kom var ég aðal- lega í hlutverki áheyi’andans og sótti mjög mikið tónleika hér í borginni, um tíma var ég tónlistargagnrýnandi fyrir DV en líkaði það fremur illa.“ Douglas lýsir reynslu sinni sem tónlistargagnrýnanda þannig að hann hafi hreinlega hætt að hafa ánægju af tónleikum. „Ég var alltaf að hugsa um hvað ég ætti að skrifa um tónleikana og gat engan veginn notið þeirra þess vegna. Svo held ég að raun- vísindamaðurinn í mér hafi átt erfitt með að skreyta mál sitt eða fara í kringum hlutina. Mér þykir best að segja skoðun mína hreint út og í fáum orðum. Islenski tónlistarheimur- inn er flóknara fyrirbæri en svo, að slík hreinskilni sé ávallt vel þegin. Ég hafði því góðar ástæður til að leggja tónlistargagnrýni á hilluna eftir nokkurra mánaða starf.“ Dou- glas segir tónlistargagnrýni í íslenskum fjöl- miðlum líkjast fremur umfjöllun um tónleika en hreinni gagnrýni. „Mér finnst mikill mun- ur vera á tónlistargagnrýni hér og t.d. í Þýskalandi eða Bretlandi. Meginmunurinn er kannski sá að erlendir tónlistargagnrýnendur eiga engra hagsmuna að gæta, þeir meta tón- listarmenn og tónlist þeirra einvörðungu eftir frammistöðunni, en hér virðist mér stundum einsog taka þurfi tillit til annarra þátta en tónlistarinnar eingöngu. Það ríkir líka til- hneiging til að álíta að það sem vel er gert hér á Islandi í tónlistinni sé á heimsmæli- kvarða. Að það sé sambærilegt við það besta sem býðst í tónlistarlífi stórborga erlendis. Þetta á stundum við rök að styðjast en alls ekki alltaf." Einn af þeim stöðum á íslandi sem Dou- glas hefur bundið sterk tengsl við er Tré- kyllisvík í Ámeshreppi á Ströndum. „Þar kom ég fyrst 1974 og hef bundist staðnum sterkum böndum og á þar góða vini.“ Fyrir nokkrum árum var vígð ný kirkja í Árnes- hreppi og við vígslu hennar var Douglas feng- inn til að æfa kórinn og spila á orgelið. „Yfir- leitt er fermt í kirkjunni einu sinni á ári, sunnudaginn fyrir 17. júní og þá er ég feng- inn til að æfa kórinn og spila undir. Ég hef stundum sagt að ég sé eins konar „viðhafnar- organisti" í Ameskirkju.“ En hvað varð til þess að Douglas fór aftur að spila á orgel og iðka tónlist. „Tónlistin er mér alveg lífsnauðsynleg og þótt ég hafi lagt spilamennskuna á hilluna um nokkurra ára skeið var ég alltaf mjög virkur í tónlist á einn eða annan hátt. Ég ákvað svo að taka upp þráðinn aftur þegar ég komst í kynni við Ul- rik Olason, þáverandi organista í Krists- kirkju. Hann fékk mig til að spila dálítið í kirkjunni og þá kviknaði löngunin til að læra meira. Ég lærði reyndar ekki hjá Úlrik held- ur fór ég fyrst til Marteins H. Friðrikssonar Dómkirkjuorganista og Pavel Manásek, org- anista í Háteigskirkju.“ Douglas segir að tónlistin hafi sífellt krafið sig um stærri skerf á síðustu árum og undan- farin tvö ár hafi hann nánast verið í tvöföldu starfi, sem atvinnumaður í tónlist auk starfs síns sem forstöðumaður Reiknistofnunai’. Á síðasta ári spilaði Douglas á fjölmörgum tón- leikum, þ.á m. í Hallgrímskirkju með Mótettukórnum á kirkjulistahátíð og í Dóm- kirkjunni í Gautaborg með Móttettukómum og nú síðast fyrir jólin lék Douglas á orgelið á fimm tónleikum Kristjáns Jóhannssonar og Mótettukórsins í Hallgrímskirkju og Akur- eyrarkirkju. Þá hefur hann leikið í Sálumessu Mozarts einum tvisvar sinnum og í Jóla- óratoríu Bachs oftar en hann segist muna, „...en það er alltaf jafn gaman." „Eftirminnilegustu tónleikarnir á ferli mín- um vom einleikstónleikar í Hallgrímskirkju 30. júlí 1995 í tónleikaröðinni „Sumarkvöld við orgelið". Einleikari kvöldsins veiktist skyndilega klukkutíma fyrir auglýstan tíma og það var hringt í mig og ég beðinn um að hlaupa í skarðið. Ég var sestur við hljóðfærið á réttum tíma og lék óundirbúinn fyrir stóran hóp tónleikagesta. Og merkilegt nokk, þá voru þetta hreint ekki svo slakir tónleikar." Douglas hefur um árabil verið ötull við að sækja tónleika og þeir era sjálfsagt ekki margir sem hafa fylgst jafn náið með íslensku tónlistarlífi undanfarin ár. „Eftir því sem ég spila meira sjálfur þarf ég að æfa mig meira og hef því minni tíma aflögu en áður til að sækja tónleika. Áður fyrr stundaði ég nánast alla tónleika sem haldnir vora í borginni. Það held ég að væri varla hægt lengur því fram- boðið hefur aukist svo gífurlega á undanförn- um áram.“ Douglas segir að í sínum huga séu tvö tón- skáld sem beri höfuð og herðar yfir öll önnur í orgeltónsmíðum. „Fyrstan tel ég Johann Sebastian Bach og síðan 20. aldar tónskáldið Olivier Messiaen. Ég á það stundum til að spila ekkert néma verk þessara tveggja tón- skálda. Ég verð aldrei þreyttur á að spila verk eftir Bach. Ég gæti spilað sama verkið aftur og aftur, dag eftir dag. Þetta er reyndar eitt af því sem maður þarf að gæta sín á við æfmgar. Að festast ekki við eitt verk. Maður verður að æfa markvisst. En Bach er alveg einstakur. Einn tónleikagestur h'kti sálmafor- leik sem ég lék á tónleikum við tilbeiðslu. Hreyfingin í þessu verki er mjög hæg og maður kemst nánast í hugleiðsluástand við að leika það. Það er einmitt tilfinningin sem mann langar til að komist til skila.“ Þrátt fyrir yfirlýsta aðdáun á meistara J.S. Bach og Messiaen hefur Douglas gert tals- vert að því að flytja íslenska tónlist. „Ég hef mjög mikla ánægju af því að flytja íslenska nútímatónlist og það er greinilegt að áhuginn er til staðar meðal tónlistaráhugafólks því nýtt íslenskt verk dregur að áheyrendur. Þegar ég set saman efnisskrá fyrir tónleika hef ég dálitla tilhneigingu til að gera hana fullkrefjandi. En klassísk verk og ný íslensk verk eru óbrigðul og þakklát samsetning." Douglas gegnir stöðu 2. organista við Kristskirkju og því starfi fylgja ýmsar skyld- ur. „Starf kirkjuorgamstans er að mörgu leyti frábragðið því að vera konsertorganisti. Kaþ- ólsk kirkjutónlist byggist á ævagömlum hefð- um og tónlistin er í ákveðnum skorðum fyrir hvern dag kirkjuársins. En samt sem áður er svigrúm fyrir nýsköpun. Ég hef t.d. gert dáht- ið að því að taka söng dagsins og spinna af fingram fram í kringum hann. Þannig getur maður aðlagað tónlistina að augnablikinu, veðrið hefur áhrif, sól eða rigning, depurð eða gleði. Það er mjög mikilvægt að hafa þekk- ingu og tilfinningu fyrir þeim hefðum sem ríkja innan kirkjunnar. Það hæfir ekki að leika verk á aðventunni sem samin eru til flutnings á löngufóstu. En það má heldur ekki gleyma því að innan kirkjunnar er verið að semja og flytja talsvert af nýrri tónlist. Is- lensk tónskáld og organistar era að semja kirkjulega tónlist sem flutt er á kirkjutónleik- um og sálmalög sem sungin eru við messur og flutt á kirkjutónleikum. Þannig á það líka að vera. Lifandi tónhst í lifandi kirkju.“ > ) I ) > > > I > > > I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.