Morgunblaðið - 27.01.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.01.1998, Qupperneq 1
B L A Ð ALLRA LANDSMANNA 1998 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANUAR BLAÐ B FRJALSIÞROTTIR / IR-MOTIÐ ÉjEj H \ w mg J. ^ ^ ^ ^ ^ ^ Morgunblaðið/Kristínn „Vart getað boðið upp á skemmtilegra mót“ Kristinn í sama flokk og Jón Arnar og Guðrnn KRISTINN Björnsson kemur heim til íslands í dag. Hann inun dvelja í nokkra daga heima þar sem hann mun m.a. gera nýjan samning við afreksmannasjóð íþrótta- og ólympíusamhands lslands áð- ur en hann fer á Ólympíuleik- ana í Nagano. Hann fer í sama flokk og Jón Arnar Magnússon og Guðrún Arnar- dóttir. Hann verður styrktur með sama hætti og þau fram yfir heimsmeistaramótið á næsta ári. Þessi nýi samning- ur tryggir Kristni 160 þúsund krónur á mánuði frá afreks- mannasjóði eins og þau Jón Arnar og Guðrún hafa fengið. BRÁÐSKEMMTILEG keppni var á stórmóti ÍR sem fram fór í Laugar- dalshöll á laugardaginn en engin met voru þó sett eins og í fyrra. Næst því komst Vala Flosadóttir, ÍR, er hún jafnaði eigið Norður- landa- og íslandsmet, 4,20 m. Guð- rún Arnardóttir, Armanni, varð fyrst í 50 m grindahlaupi og önnur í 50 m hlaupi. Jón Arnar Magnússon, Tindastóli, varð að gera sér annað sætið að góðu í þríþraut eftir harða baráttu við heimsmeistarann í tug- þraut, Tomas Dvorak frá Tékklandi. Rúmlega 1.000 áhorfendur komu og veittu keppendum góðan stuðning. Guðrún, Jón Arnar og Vala höfðu ekki aðeins nóg að gera í keppninni heldur komust færri að þeim en vildu til þess að fá eiginhandarárit- anir. Hér á myndinni fyi-ir ofan er Jón að gefa stórum hópi aðdáenda eiginhandaráritun að keppni lokinni. „Framkvæmd mótsins og umgjörð þess tókst vel en ég hefði gjarnan viljað fá þrjú til fimm hundruð áhorfendur til viðbótar," sagði Vé- steinn Hafsteinsson mótsstjóri. „Það tekur sinn tíma að koma lands- mönnum upp á bragðið með mót sem þetta og við verðum bara að vera þolinmóðir. Á meðan við kom- um ekki út úr mótinu með tapi er allt í lagi.“ Vésteinn sagði að frammistaða Völu hefði verið mesta ánægjuefnið í sínum huga. „Hún reyndi hér við Evrópumet og var alls ekki langt frá því að fara yfir. Þá hefði ég viljað sjá Bartovu setja a.m.k. Evrópumet í stangarstökkinu, en hún var nærri því og það var blandað óheppni." Einnig sagði hann að árangur Einars Karls hefði vakið athygli þar sem hann var að reyna við íslands- met. Keppnin í þríþraut hefði verið góð og einvígi Guðrúnar og Inge- borgar Leschnik hefði verið spenn- andi. „Við hefðum vart getað boðið upp á skemmtilegra mót, svo ég er sátt- ur, en ég vil taka það skýrt fram að það hefði aldrei tekist hefði ekki komið nálægt því fjöldi starfsmanna. Frjálsíþróttadeild ÍR er alltaf að efl- ast og með sameiginlegu átaki fjöl- margra tókst að gera þetta að veru- leika. Enginn einn eða tveir geta gert svo stórt mót sem þetta að veruleika. Þótt e.t.v. hafi mest borið á mér og Þráni Hafsteinssyni móts- stjóra er það samstaðan og fórnfýsi fjölda ÍR-inga sem gerði það að raunveruleika." ■Metajöfnun B/8 ÍSFIRÐINGAR SETJA STEFNUNA Á „BORGARÍSJAKANN“ / B10 VINNINGSTOLUR LAUGARDAGINN 24.01.1998 vinnings upphæð Fjöldi vinninga vinningar 2.037.610 303.490 12.980 3.4af5 4. 3 af S 1.710 690 4.027.220 1.750 Samtals: HEILDARVINNINGSUPPHÆÐ: 4.027.220 LBT,T# VINNINGSTOLUR MIÐVIKUDAGINN 14.01.1998 BÓNUSTÖLUR • Lottómiðinn með bónus- vinningnum sl. laugardag var seldur í Skalla við Hraunbæ í Reykjavík. Lottómiðinn (7 talna kerf- isseðill) sem hafði að geyma tæpar 45 m kr. í Víkingalottóinu sl. mið- vikudag var keyptur f Nætursölunni á Akureyri. íslensk getspá óskar vinn- ingshöfunum til hamingju með árangurinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.