Morgunblaðið - 27.01.1998, Síða 4

Morgunblaðið - 27.01.1998, Síða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ SKÍÐI Benedikt í Kitzbuhel BENEDIKT Geirsson, formað- ur Skíðasambandsins, vai- í Kitzbuhel og fylgdist með heimsbikarmótinu um helgina. Hann var einnig í Veysonnaz í Sviss og sá Kristin ná þar öðru sæti. „Það var ótrúleg upplifun að vera með honum í Sviss. Hann er orðinn stórt nafn í skíðaheiminum. Það þekkja hann allir sem hafa á annað borð fylgst með skíðaíþróttinni. Hann var umvaflnn frétta- mönnum og hafði nóg að gera í að gefa eiginhandaráritanir. Það er gaman að vera formaður SKÍ þegar svona vel gengur,“ sagði Benedikt. Miklir pen- ingar í boði MIKLIR peningar voru í boði fyrir efstu sætin í heimsbikar- mótunum í Kitzbuhel um helg- ina. Sigurvegarinn í hverri grein fékk 500 þúsund austur- ríska shillinga eða um þrjár milljónir íslenskar krónur. Austurríkismennirnir Thomas Stangassinger og Thomas Sykora tóku vænan skerf af peningakökunni, Sykora fór heim með 4,5 milljónir eftir helgina og Stangassinger 3,5 milljónir. íslenski fán- inn áberandi NOKKRIR Ólafsfirðingar voru mættir til Kitzbuhel til að fylgj- ast með sínum manni keppa um helgina. Þeir komu með ís- lenska fána, stóran borða með mynd af Kristni og fána með merki Leifturs. Þetta settu þeir upp við hliðina á brautinni og setti það skemmtilegan svip á umhverfíð enda eru flestir skíðakapparnir með stuðnings- fólk sem er með álíka borða til að undirstrika stuðning sinn. Hátíðar- stemmning MIKIL hátíðarstemmning er ávallt í kringum Hahnenkamm heimsbikarmótið í Kitzbuhel. Tugir þúsunda manna flykkjast þangað á hverju ári til að fylgj- ast með mótinu og skemmta sér. Á laugardag voru um 50 þúsund gestir í bænum. Hljóm- sveitir léku á götum miðbæjar- ins og fólk dansaði konga um allar götur langt fram á nótt. Allt gistirými í bænum var á þrotum og urðu margir að fá sér gistingu í nærliggjandi bæj- um. Þetta er í 58. sinn sem Ha- hnenkamm-mótið er haldið í Kitzbúhel. Leitner á heimavelli CHRISTIAN Leitner, austur- ríski þjálfari finnska landsliðs- ins og Kristins, er frá Kitzbúhel og var því á heimavelli um helg- ina. Hann var að vonum ekki ánægður með útkomu liðsins og sagði að keppnisbrekkan hafl haft sitt að segja. „Ég er viss um að það hefði verið hægt að keppa í svigbrekkunni ef það hefði verið lögð meiri áhersla á að undirbúa hana. En það var öll áherslan lögð á að undirbúa brunbrautina," sagði Leitner. Leitner er greinilega vel þekktur í Kitzbúhel því um leið og Islendingur eða Finni var í brautinni sagði kynnir mótsins að þjálfari þeirra væri enginn annar en Christian Leitner. KRISTINN Björnsson á ferðinni í svigkeppninni í Kitzbiihel á sunnudagínn. Reuters Kristinn Björnsson náði sér ekki á strik í tveimur svigkeppnum í Kitzbuhel Á að geta gert betur KRiSTINN Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, náði sér ekki á strik í sviginu í Kitzbiihel í Austurríki á sunnudaginn. Hann hafði rásnúmer 22 og náði ekki að verða á meðal þeirra þrjátíu sem fóru síðari umferðina. Hann var með 32. besta tímann og var því áhorfandi í síðari umferðinni. Það munaði aðeins 0,18 sek. að hann kæmist áfram. Kristinn sagði eftir keppnina að brekkan og brautin hefðu hentað sér illa. „Ég fann mig alis ekki og náði aldrei góðum takti. Ég á að geta gert betur,“ sagði hann og var greinilega mjög óánægður með frammistöðu sína, eins og í gær er hann fór út úr brautinni. Kristinn keyrði af of miklu öryggi og virtist ekki finna sig í braut- inni. Það er ljóst að hann verður að taka áhættu ef hann ætlar að vera á með- al þeirra bestu. Eins var greinilegt að brekkan sem keppt var í hentaði honum illa, enda er hann bestur þegar brautirnar eru lagðar í bröttum brekkum, en í Kitz- búhel var brekkan ekki nægilega krefjandi. Hún var ekki lögð í hefð- bundinni svigbrekku, heldur neðst í Hahnenkamm-brunbrekkunni. „Ég veit varla hvað ég á að segja um þessa ferð. Mér fannst mér ekki ganga neitt mjög illa. En það er eins og svona brekka henti mér ekki. Ég náði illa að tímasetja mig í beygjun- um því það var svo langt á milli hliða. Ég var of fljótur í beygjunum og ekki nægilega þolinmóður að standa á köntunum. Færið í brautinni var í fínu lagi þegar ég fór niður og ekkert út á það að setja. Ég barðist af krafti allan tímann en þegar tímasetningin í beygjunum er ekki rétt gengur þetta ekki upp,“ sagði Kristinn. Hann sagði að þessi brekka hent- aði líka öðrum iila sem hafa gert það gott í vetur og svo öfugt. „Það er misjafnt eftir mönnum hvaða að- stæður henta hverjum og einum. Þessi brekka hentar mér greinilega ekki, en ég átti þó að geta gert betur. Brautin var ekki krefjandi og það sést á því hve tímarnir eru jafnir. Það munar ekki nema einni og hálfri sekúndu frá fyrsta og í fímmtánda mann.“ Þegar Kristinn kom niður var hann með 18. besta tímann og hélt að það myndi duga til að hann fengi að fara síðari umferðina. En þeir sem komu á eftir voru ekki á því og náðu að slá hann út. Kristinn beið spennt- ur við endamarkið og fylgdist með hverjum keppandanum á fætur öðr- um og þegar Angelo Weiss frá Italíu kom niður með rásnúmer 47 var ljóst að Kristinn var dottinn út. Hann laut höfði og blótaði í hljóði - keppninni var lokið hjá honum. Fannstu fyrir taugaspennu þegar þú fórst niður? „Nei, alls ekki. Ég var mjög vel stemmdur og tiltölulega afslappaður. Ég var mun taugaspenntari fyrir mótið í Veysonnaz, þegar ég náði öðru sæti. Kannski var eitthvað í undirmeðvitundinni sem sagði mér að brautin og brekkan hentuðu mér ekki. Ég vissi það fyrirfram að ég er ekki sterkur í svona brekkum sem eru í litlum halla. Það gæti verið að þetta hafi haft áhrif á mig þegar ég fór niður. Ég á samt að vera innan við þrjátíu þó að það sé við þessar aðstæður." Lélegt hjá Hauki Haukur Arnórsson úr Armanni keppti í sviginu á sunnudag og var þetta í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í heimsbikarmóti. Hann var með rásnúmer 65 og varð í 57. sæti af 59 sem komust niður eftir fyrri umferð og fékk því ekki að fara síðari ferð- ina. Tími hans var 57,38 sek. Til sam- anburðar var tími Kristins 53,77 sek., en Stangassinger var með besta brautartímann, 51,54 sek. Haukur sagði að ferðin hefði verið léleg hjá sér. „Brautin var orðin nokkuð grafín þegar ég fór niður og eins hentaði þessi braut mér illa. Það var líka alltof langt á milli hliða og það hentar mér ekki. Það var samt gaman að taka þátt í þessu, enda mikil stemmning hér,“ sagði Hauk- ur. Haukur er í ólympíuliði íslands og sagði hann að leikamir legðust ekkert of vel í sig. „Við verðum í hálfan mán- uð í Japan áður en svigið fer fram. Ég veit ekki hvemig æfinagaaðstaða er þar. Ég hefði miklu firekar viljað æfa hér í Evrópu og fara síðan til Nagano nokkmm dögum fyrir svigið. Það hef- ur ekki gengið nægilega vel hjá mér í vetur, hef átt í vandræðum með sldð- in. Ég hef aðeins klárað eitt mót eftir áramót en í þvi bætti ég reyndar punktastöðuna mína. Við höfum líka lítið getað æft eftir áramótin og svo höfum við Amór ekki neinn þjálfara," sagði Haukur. Leiðinlegt að svona fór Það gekk ekki vel hjá Kristni í sviginu í Kitzbúhel í gær og hinn Is- lendingurinn, Arnór Gunnarsson, fór einnig út úr brautinni á svipuðum stað. Kristinn keyrði út úr þegar um þriðjungur var búinn af brautinni, fór á efra skíðið og féll. Hann var bú- inn að keyra vel það sem hann fór enda mun ákveðnari en í sviginu á sunnudag. Hann sagðist vera ánægð- ari með það sem hann fór af braut- inni í gær heldur en ferðina á sunnu- daginn þegar hann var með 32. tím- ann eftir fyrri umferð. Kristinn var með rásnúmer 19 og hefur aldrei áðui- startað svo framar- lega í heimsbikarmóti. „Ég er auð- vitað leiður yfir hvernig fór, sérstak- lega vegna þess að áhuginn er mikill heima og margir sem fylgjast með mér. En ég var að minnsta kosti að reyna meira en í sviginu á sunnudag. Ég er ánægðari með það sem ég fór í þessu svigi en að koma niður í hinu sviginu númer 32. Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði," sagði Kristinn og var greinilega mjög sár. „Ég held að þessi braut í dag (í gær) hafi hentað mér betur enda var skíðafærið harðara en á sunnudag og þverari beygjur. Þar sem ég fór út úr var nokkur hliðarhalli og nokkuð erfið beygja enda fóru fjórir eða fimm á hausinn í þessari sömu beygju og margir voru í vandræðum. Ég var mun ákveðnari en í sviginu á sunnudaginn. Ég vissi að ef ég ætl- aði að blanda mér í baráttuna yrði ég að gefa allt í botn. En svona getur þetta farið og ekkert við því að gera. Það er annað hvort allt eða ekkert," sagði hann. Þetta var sjöunda heimsbikarmót- ið og hefur Kristinn skilað sér niður í aðeins tveimur þeirra, en komst þá í bæði skiptin á verðlaunapallinn. Hann sagðist ekki vera óánægður með árangurinn því hann væri mun betri en hann hefði nokkru sinni þor- að að vona. „Ég get ekki kvartað og þarf ekki að vera sár. Ég hef þegar sannað að ég get verið jafnfljótur og þessfr bestu. Þessi reynsla í vetur á eftir að nýtast mér næsta vetur, enda er ég kominn með gott rásnúm- er, innan við tuttugu.“ Nú er gert hlé á heimsbikarmót- inu fram yfír Ólympíuleika. Hvernig leggjast leikarnir í þig? „Þeir leggjast vel í mig. Ég hef heyrt að svigbrekkan sé brött og hún ætti að eiga vel við mig. Ég verð líka með mjög gott rásnúmer, líklega 17 eða 18. Ég hef aldrei áður átt eins góða möguleika á svona stórmóti, hef verið með rásnúmer fyrir aftan 50 og þá eru litlir möguleikar á að gera eitthvað. Ég hlakka til að fara til Nagano.“ Hann ætlar að keppa í stórsviginu á Ólympíuleikunum en hefur ekkert æft það í vetur. „Ég tek nokkrar stórsvigsæfingar fyrir leikana. Ég er ekki búinn að týna því niður enda var ég ágætur í þeirri grein. Það er líka mikilvægt að keppa í Nagano áður en kemur að aðalgreininni, sviginu." ) i ) í I )

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.