Morgunblaðið - 29.03.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 33
HÆTTUR AF VÖLDUM JARÐSKJÁLFTA - GREIN 7
i PRENLAB
verkefnið
!
!
:
I
PRENLAB verkefnið byggist mjög mikið
á árangri SIL verkefnisins, segir Ragnar
Stefánsson, en það er miklu víðtækara.
PRENLAB verkefnið er
samstarfsverkefni vís-
indamanna, aðallega frá 6
Evrópulöndum í rann-
sóknum á sviði jarðskjálftaspár.
Jarðeðlissvið Veðurstofunnar er
miðstöð verkefnisins. Af öðrum ís-
lenskum stofnunum sem taka mik-
inn þátt í þessu verkefni má nefna
Norrænu eldfjallastöðina, Orku-
stofnun og Raunvísindastofnun
Háskólans. Verkefnið nefnist á
ensku: Earthquake prediction res-
earch in a natural laboratory, sem
mætti þýða jarðskjálftaspárann-
sóknir í tilraunastofu náttúruafl-
anna. íslandi hefur oft verið líkt við
I tilraunastofu í jarðeðhsfræði eða
jarðfræðivísindum. Ástæðumar
! eru margar. Hér breytast hlutirnir
stundum svo hratt í jarðskorpunni,
að maður getur séð það gerast á
dögum og árum sem annars staðar
tæki e.t.v. þúsundir ára. Kvikuinn-
skot, eldgos eða jarðskjálftar
breyta spennuástandi jarð-
. skorpunnar og vegna lítillar jarð-
vegsmyndunar sést betur hvar
skorpan skælist undir álaginu
jj heldur en þar sem gróður er meiri.
* Á tilraunastofum eru bergsýni sem
brotin eru undh' þrýstiálagi e.t.v.
bara nokkrir sentimetrar. I „til-
raunastofunni" íslandi eru sýnin
tugir kílómetra. Auðvitað er þessi
náttúrulega „tilraunastofa" okkar
ekki sú eina slíka í heiminum. Við
höfum samt getað notað hana til að
I laða hingað samstarfsaðila um
rannsóknir og fjármagn til þeirra.
SIL-verkefnið sem sagt var frá í
síðustu grein var fyrst og fremst á
sviði jarðskjálftafræði, þróun eftir-
litskerfis og jarðskjálftarannsókn-
ir.
PRENLAB verkefnið byggist
mjög mikið á árangri SIL verkefn-
isins, en það er miklu víðtækara.
Út úr sprangum á yfirborði og inn-
skotum sem myndast hafa niðri í
jörðinni fyrir milljónum ára geta
í jarðfræðingar lesið jarðsögu, ekki
síst sögu jarðhniks og jarðskjálfta
langt aftur í tímann. Með nýjustu
aðferðum gervitunglatækninnar er
mælt hvemig jarðskorpan skælist.
Ýmiss konar mælingar í borholu á
Suðurlandi sýna okkur áhrif vökva,
einkum vatns, í berginu, en vatn er
líklega víðast hvar í bergi niðri í
jarðskorpunni. Nokkrir rannsókn-
arhópanna innan PRENLAB vinna
úr SIL jarðskjálftamælingagögn-
unum og sumir reyna að byggja
fræðileg líkön til að útskýra þær
margbreytilegu mælingar sem
byggt er á. Með samvinnu allra
þessara fræðasviða vonumst við til
að ná árangri sem getur hjálpað
okkur til að svara því við hvaða
sendingum megi búast frá móður
jörð.
Menn haida stundum að fáist
styrkir eins og þessi styrkur frá
Evrópusambandinu, sé það aðalat-
riðið að þarna nái menn í peninga
fyrir rannsóknir. Svo er nú ekki.
Líklega kemur miklu meira fjár-
magn til þessara rannsókna frá
Veðurstofunni og íslenska ríkinu
heldur en frá Evrópusambandinu,
ef allt það mælingakerfi og rann-
sóknir sem hér liggur til grundvall-
ar væri reiknað með. Það mikil-
væga við að fá svona styrki er að
þeir eru grandvöllur samstarfs við
stofnanir og einstaklinga sem er
okkur margfalt meira virði en þeir
peningar sem fást inn í landið utan
frá. Hitt er svo annað mál að ár-
angur af okkar starfi mun margfalt
borga til baka fjármagnið sem í
þetta fer í minni tjónum.
HEIMILDIR:
Skýrsla um PRENLAB verkefnið eftir
Ragnar Stefánsson, sem er fáanleg á
Veðurstofu Íslands og nefnist Earthqu-
ake-prediction research in a natural
laboratory - PRENLAB (VÍ-G97041-
JA06).
Ifi'dMI ÁRANGUR PRENLAB
verkefnisins byggist ekki hvað síst
á sískráningu á jarðskjálftum og
öðrum mælanlegum breytingum
sem verða í jarðskorpunni. Á þess-
ari mynd má sjá helstu mælistöðv-
ar sem gagnast munu PRENLAB
verkefninu. Flestar stöðvarnar eru
fastastöðvar sem eru hluti af ís-
lenska eftirlitskerfinu.
Stöðvarnar sem merktar eru með
grænum ferningum eru hér þó að-
eins til skamms tíma.
1 sekúnda 2 sekúndur 3 sekúndur
N-S
A-V
Lóðrétt
Stefna mesta
hraða N45"A
Stefna minnsta
hraða N135°A
I.UVI-l-J HÉR sjáum við skrán-
ingu frá SIL stöð að Saurbæ í
Holtum á bylgjuhreyfingu sem
stafar frá jarðskjálfta af
stærðinni 0,6 á Richterkvarða.
Tíminn gengur frá vinstri til
hægri. Upptök skjálftans eru á
10 km dýpi, 5 km frá Saurbæ.
Þrír nemar, tveir láréttir og
einn lóðréttur nema hreyfing-
una. Bylgjan sem kemur fyrst
er svo kölluð P-bylgja, sem
sést vel á mæli sem er næmur
á lóðrétta hreyfingu, en S-
bylgjan svo kölluð kemur fram
einni og hálfri sekúndu síðar á
láréttu mælunum, N-S og A-V.
Mælar sem eru næmir fyrir
norður-, suður- og austur-,
vesturhreyfingu. í tveimur
neðstu ferlunum hefur verið
líkt eftir því að láréttu mæl-
arnir mæli í aðrar láréttar
stefnur en N-S, A-V. Ef mæl-
arnir hefðu snúið eins og kem-
ur fram í tveimur neðstu
ferlunum kæmi hins vegar í
ljós að S-bylgjan klofnar upp í
tvær bylgjur, og er tímamunur
á milli. Þetta stafar af því að
hraði S-bylgna undir Saurbæ
er mismunandi í mismunandi
áttir. Ástæða þessa er misleitni
í jarðskorpunni þarna sem
stafar líklega af smásprungum
eða porum sem stefna u.þ.b. 45
gráður austan við norður.
Tímamunurinn á þessum
tveimur S-bylgjum er í þessu
tilviki 90 þúsundustu úr sek-
úndu. Þessi tímamunur er hins
vegar lítið eitt breytilegur, og
er reyndar háður þeim spenn-
um sem hvfla á svæðinu.
Þannig er hægt að nota bylgj-
ur frá smáskjálftum til að
finna hvort spennur eru vax-
andi á ákveðnu svæði. Við ná-
kvæmnisathugun á mælingum
smáskjálfta í Saurbæ í Holtum
kom t.d. í ljós að tíminn milli S-
bylgnanna tveggja jókst mán-
uðina fyrir gosið undir Vatna-
jökli 1996. Þetta má túlka
þannig að kvikuinnskot undir
Vatnajökli fyrir gosið hafi vald-
ið mælanlegum spennubreyt-
ingum á Suðurlandsundirlendi,
160 km frá gosstöðvunum. Það
virðist sem unnt sé að nota
fleiri jarðskjálftamælistaði á Is-
landi á þennan hátt. Rannsókn-
irnar eru á byijunarstigi, og
það er hugsanlegt að í framtíð-
inni verði úrvinnslan sjálfvirk
þannig að þessi aðferð nýtist
beinlínis til að mæla breytingar
á spennuálagi á jarðskjálfta-
svæðum, þar með til að meta
strax hvort auknar líkur séu á
að skjálftar leysist úr læðingi.
Þetta er ein af mörgum aðferð-
um sem eru í þróun innan
PRENLAB verkefnisins þar
sem upplýsingar frá litlum og
tíðum skjálftum eru nýttar til
að fylgjast með spennum og
brotahreyfingum.
Tjörnes-
brotabeltið
REYKJAVÍK
Afmörkun heita
reitsins undir landinú
Suðurlands-
brotabeltið
Kerfi mælistöðva á íslandi
SÝ'XV-i, j 1
| 4 !
D É! A A
D D D D 0
A SILskjálftamælar
□ Stöðvar til skamms tima til
rannsókna á heita reitnum
© Þenslumælar í borholum
O Síritandi þyngdarmælar
!
I
i
I
I
j
:
I
I
Utanríkisráðherra um ósk Færeyinga um auknar fískveiðiheimildir við ísland
Fer eftir
ástandi fiski-
stofna
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðheraa segir að til greina komi að
auka fiskveiðiheimildir Færeyinga
hér við land ef ástand fisldstofna
leyfi að auka fiskveiðiheimildir al-
mennt og enn frekar en orðið er.
Málið var rætt á fundi utanríkisráð-
hen-a með Edmund Joensen, lög-
manni Færeyja, við upphaf
TórRek-kaupstefnunnar, sem nú
stendur yfir í Færeyjum. Fjöldi
manns úr færeysku viðskiptalífí
sótti kaupstefnuna og kynnti sér ís-
lenskar vörur og þjónustu en á
laugardag var hún opin almenningi.
Á fundinum ræddu Halldór og
Joensen samskipti íslendinga og
Færeyinga, fiskveiðimál þjóðanna
og samskiptin við Evrópusam-
bandið. Segir Halldór að fundur-
inn hafi verið afar gagnlegur og
vinsamlegur.
Á fundinum fór Joensen fram á
að Færeyingar fengju auknar
fiskveiðiheimildir í íslenskri lög-
sögu en þeim er nú heimilt að
veiða þar um 7.000 tonn af bolfiski
árlega. Halldór segist hafa ítrekað
þá stefnu íslendinga á fundinum
að umræddar veiðiheimildir væru
í samræmi við ástand fiskistofna
og veiðar íslendinga sjálfra hverju
sinni. Vegna vaxandi þorskgengd-
ar hefðu veiðiheimildir Færeyinga
verið auknar við síðustu kvótaút-
hlutun og til greina kæmi að auka
þær frekar ef ástand stofna gæfi
tilefni til.
Ráðamennirnir ræddu einnig
um línuna milli Islands og
Færeyja og segir Halldór að lausn
hafi ekki fundist á því máli. Vilji
væri til þess af beggja hálfu að
ljúka því sem fyrst með samkomu-
lagi en deila Færeyinga og Breta
um hafréttarmál blandaðist í mál-
ið og tefði fyrir sameiginlegri nið-
urstöðu.
Færeysk kaupstefna
í Reykjavík?
Samskipti Islendinga og
Færeyinga við Evrópusambandið
var einnig til umfjöllunar á fundin-
um. Segir Halldór að þeir Joensen
hafi verið sammála um að staða
þjóðanna gagnvart ESB væri hin
sama og þær gætu aldrei fallist á
yfin-áð sambandsins yfir fiskimið-
um sínum.
Tuttugu og tvö íslensk fyrirtæki
taka þátt í kaupstefnunni sem
haldin er af Eimskipi, Útflutnings-
ráði og FITUR, sameiginlegum
vettvangi þjóðanna á sviði ferða-
mála. Ingibjörg Sólrán Gísladóttir
borgarstjóri og Leivur Hansen,
bæjarstjóri Þórshafnar, settu
kaupstefnuna við hátíðlega athöfn
á fimmtudag og við það tækifæri
hvöttu þau til þess að slík kaup-
stefna jtöí haldin í Reykjavík og
færeyskum íyrirtækjum þannig
gefinn kostur á að kynna vörar sín-
ar og þjónustu fyrir Islendingum.
Á sjálfri kaupstefnunni á föstu-
dag fluttu Joensen og Halldór er-
indi um viðskipti þjóðanna. Joen-
sen hvatti einnig til þess að fær-
eysk kaupstefna yrði haldin í
Reykjavík og sagði að vegna
smæðar heimamarkaðarins skipti
það miklu máli fyrir færeysk fyr-
irtæki að ná inn á hinn íslenska.
Morgunblaðið/Jón Guðjónsson
S
Ovæntur
sauðburður
Engilblíð er heiti á 8 vetra á í Bæ í
Trékyllisvík en hún bar á dögunum
tveimur lambhrútum og er þetta
ekki í fyrsta skipti sem ær bera
dvænt svo snemma í Bæ að sögn
Iijalta Guðmundssonar bónda. „Það
er alltaf gaman að fá nýfædd Iömb
og þessi eru líka svo stór og spræk.“