Morgunblaðið - 29.03.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.03.1998, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginmaöur minn, faðir okkar, tengda- faðir, fósturfaðir, afi og langafi, VIGFÚS VIGFÚSSON, Sléttuvegi 17, leigubílstjóri, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 31. mars kl. 13.30. Jóhanna Halldórsdóttir, Þór Vigfússon, Bára Andersdóttir, Pétur A. Vigfússon, Sigurrós Sigurðardóttir, Jóna Vigfúsdóttir, Kjartan Kjartansson, Hallfríður Vigfúsdóttir, Skúli H. Oddgeirsson, Nils Nilssen, Edda Waage, Sigurður Þórsson, Jóna Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR BERGSTEINSDÓTTUR, Hraunkambi 6, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á krabbameins- deild Landspítalans. Lárus Kr. Lárusson, Svandís G. Magnúsdóttir, Stefán Lárusson, Guðný Runólfsdóttir, Sigríður Lárusdóttir, Magnús Sigurðsson, Guðný Lárusdóttir, Viðar Guðbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA GERÐUR GUNNARSDÓTTIR BERGMARK, er látin. Bálför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum starfsfólki hjúkrunardeildar 2B á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir alla þá umhyggju og elskulegheit sem þið sýnduð henni og okkur. Lára Jóhanna Bergmark, Karl Bergmark, Sara Bránnström, Ingrid Anna Bergmark. + Móðir mín og tengdamóðir, HREFNA JÓNSDÓTTIR, Ránargötu 5a, Reykjavík, sem lést föstudaginn 20. mars sl., verður jarðsungin frá Litlu kapellunni í Fossvogi mánudaginn 30. mars kl. 13.30. Kristján Tómasson, Anna Guðnadóttir. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORSTEINS ÞÓRIS ALFREÐSSONAR, Suðurbraut 3, Kópavogi. Hann lést á heimili sínu miðvikudaginn 11. mars og var jarðsettur í kyrrþey fimmtudaginn 19. mars frá Kópavogskirkju. Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir, Sturlaugur Þorsteinsson, Helga Lilja Pálsdóttir, Valdimar Óli Þorsteinsson, Katrín Guðmundsdóttir, Steinar Þór Sturlaugsson, Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir, Stefán Örn Sturlaugsson, Ann Kristine Thorsteinsson, Þorsteinn Óli Valdimarsson. SIGURÐUR ELÍASSON + Friðrik Sigurður Ástráður Elíasson fæddist á Krosseyri við Geirþjófsfjörð 9. september 1914. Hann lést 18. mars síðastliðinn. Foreldr- ar lians voru Elías bóndi þar Jónsson Helgasonar og k.h. Guðný Friðriksdóttir bónda á Klúku í Ket- ildölum og síðar við útgerð á Krosseyri Sveinssonar. Kona Sigurðar 4. des. 1943 var Anna Ólöf, f. 10. júlí 1919, píanókenn- ari, Ólafsdóttir legsteinasmiðs í Give á Jótlandi Guðnasonar og k. h. Nínu, fædd Christiansen. Faðir hennar var norskur, en móðirin dönsk. Börn þeirra: Nína Björk Elíasson, cand mag. í músík, menntaskólakennari, f. 23. júní 1946, gift Carsten Heilmann, lækni í Khöfn. Edda Elíasson, f. 15. des. 1949, iðjuþjálfí, gift Niels Hald. Dr. Örn Elíasson, f. 1. sept. 1951, læknir í Bandaríkjunum. Sigurður stundaði nám í hér- aðsskólanum á Laugarvatni 1935-1936 og aftur 1937-1938. Búfræðingur frá Hvanneyri 1937. Búfræðikandfdat frá Bún- aðarháskólanum í Kaupmanna- höfn 1941. Námsferðir um Norð- urlönd og Þýskaland. Aðstoðar- maður við tilrauuastöðina Studs- gaard í Danmörku 1941 og hjá danska heiðafélaginu 1941-1942. Landsráðunautur í sauðfjárrækt í Dan- mörku 1943-1946. Tilraunasfjóri á Reykhólum frá stofn- un tilraunastöðvar þar 1946 til 1963. Skólastjóri unglinga- skólans þar frá stofn- un hans 1959 til 1962. I Tilraunaráði jarðræktar 1948- 1965. Varaformaður sljórnar Rannsókna- stofnunar landbún- aðarins 1965-1969. Á árunum 1969-1971 var hann stundakennari við ýmsa skóla: gagnfræðaskólann við Vonarstræti, Hagaskóla, Voga- skóla, Kennaraskóla Islands, Menntaskólann á Laugarvatni og Iþróttakennaraskólann þar. Skip- aður kennari við Menntaskólann við Tjörnina 1972. Kenndi þar og í Menntaskólanum við Sund til 1980. Ritstörf: Ritstjóri danska tímaritsins Tidskrift for Faareavl 1943-1946 og skrifaði þar grein- ar. Samdi tilraunaskýrslur fyrir Tilraunastöðina á Reykhólum og Ágrip íslenskra jarðræktartil- rauna 1947. Þýddi ásamt Hann- nesi Jónssyni sænskar kennslu- bækur í efnafræði með námsvís- um ætlaðar menntaskólum og fjölbrautum. Þýddi og umsamdi kennslubækur í efnafræði og eðl- isfræði. Útför Sigurðar fór fram frá Langholtskirkju 23. mars. Þegar ég kom fyrst í Reykhóla- sveit sumarið 1955, þá vöktu fljótt athygli mína hjón á góðum aldri. Það voru hjónin Sigurður Elíasson tilraunastjóri og kona hans Anna Elíasson, en hún átti danska móður og austfirskan föður, Ólaf Guðna- son, legsteinasmið í Danmörku. Ættfólk Önnu er margt á Austur- landi og man ég eftir Sveini Guðna- syni, ljósmyndara á Eskifirði. Hann var glæsimenni með mikinn per- sónuleika. Fljótlega tókust góð kynni með okkur Sigurði og fjölskyldu hans, en Tilraunastöðin á Reykhólum er næsti bær við Miðhús. Sigurður var fluggreindur, opinn fyrir öllum framfórum og vöktu strax athygli mína jarðræktartilraunirnar vegna þess hve vel þær voru unnar og af mikilli nákvæmni. Þar naut Sigurð- ur Sæmundar Bjömssonar frá Hól- um í Reykhólasveit, en hann er manna vandvirkastur og nákvæm- astur í öllum störfum. Eins og stundum vill verða er hugurinn sjaldan við eitt atriði. Sigurður beitti sér fyrir því að koma á fót fjárbúi og var markmiðið að fá vel hvítan ullarfjárstofn. Þar varð Til- raunastöðinni vel ágengt. Þessa stöð lögðu svo ráðamenn niður, en stofninn er áfram vel varðveittur, og er hann kominn víða og meðal annars austur á land. Hestur í Borgarfirði er nú helsta stöð lands- ins í tilraunastarfsemi í sauðfjár- rækt. Sigurður var mikill félagshyggju- maður og hugurinn allopinn í þeim málum. Hann rakst illa í flokld, en það er stórsynd í augum stjórn- málamanna. Um heiðarleik Sigurð- ar efast ég ekki. Nokkru áður en ég fluttist í Reykhólasveit var Sigfús Halldórs- son tónskáld þar vestra. Saman sömdu þeir Sigurður „Litlu flug- una“; Sigurður átti ljóðið en Sigfús lagið. Lækur tifar létt um máða steina, lítil fjóla grær við skriðufót. Bláskel liggur brotin milli hleina, í bænum hvflir íturvaxin snót. Ef ég væri orðin lítil fluga, ég inn um gluggann þreytti flugið mitt, og þó ég ei til annars mætti duga ég eflaust gæti kitlað nefíð þitt. Þetta Ijóð var sungið við útfór Sigurðar í Langholtskirkju. Fyrir um 43 árum var ég á náms- ferð um Norðurlönd með Guðmundi Jónssyni, skólastjóra Bændaskól- ans á Hvanneyri, sem fararstjóra. Á þeim veitingastöðum þar sem var lifandi tónlist var „Litla flugan“ langvinsælasta lagið. Þegar komið er í nýtt umhverfi er ótrúlega mikill ávinningur að eignast góðan granna, en fyrir utan að vera góður granni var Sigurður lyftistöng fyrir byggðarlagið í heild. Mikilhæfur maður er genginn. Þökk sé honum fyrir samfylgdina. Sveinn Guðmundsson frá Miðhúsum. HREFNA JÓNSDÓTTIR + Hrefna Jónsdóttir var fædd á Tröð í Kolbeinsstaðahreppi 20. júlí 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur hinn 20. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jón Jónsson og Guðný Árnadóttir frá Leiti á Skógarströnd. Sambýlismaður Guð- nýjar síðar var Ólaf- ur Jónsson í Skuld. Systkini Hrefnu voru: Rósa Pálsdóttir, fædd 19.1. 1922, og Krist- ján Ólafsson, sem nú er látinn. Hrefna giftist 9. mars 1941 Tómasi Þorsteinssyni, fæddur 1.3. 1895, dáinn 22.10. 1968, og átti með honum einn son, Krist- ján Ólaf, fæddur 18.1. 1942. Hans sambýliskona er Anna Guðna- dóttir, fædd 20.7. 1944, frá Engjabakka við Eskifjörð. Utför Hrefnu fer fram frá Litlu kapellunni í Fossvogi mánudag- inn 30. mars og hefst athöfnin klukkan 13.30. Langri ævi er nú lokið. Á morg- un, mánudag, fer útför frænku minnar, Hrefnu Jónsdóttur, fram, en hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur 20. þessa mánaðar. Með örfáum orðum langar mig til að minnast þessarar góðu konu. Ekki ætla ég að rekja ættir hennar hér, en aðeins að þakka henni alla þá vináttu og umhyggju sem hún sýndi mér og minni fjölskyldu. Hún var alltaf boðin og búin að hjálpa til ef einhver þarfnaðist aðstoðar, það var sama hver átti í hlut af samferðafólk- inu, þar var enginn undanskilinn. Hrefna var af þeirri kynslóð sem man tím- ana tvenna og þær stór- fenglegu breytingar sem hafa orðið á öllum lifnaðarháttum og hugs- unarhætti fólks. Hún ólst upp með móður sinni Guðnýju Ama- dóttur og var sérlega kært með þeim mæðg- um. Hrefna byrjaði snemma að vinna fyrir sér, var meðal annars kaupakona hjá foreldr- um mínum fyrstu bú- skaparár þeirra og hélt mikilli tryggð við þau upp frá því. Árið 1941 gekk hún að eiga Tómas Þorsteinsson sem þá bjó á Ránargötu 5A í Reykjavík ásamt móður sinni og bróður og þar var heimili þeirra hjóna alla tíð, en Tómas er nú látinn fyrir allmörgum árum. Þau eignuðust soninn Krist- ján sem búið hefur með móður sinni, sambýliskona hans er Anna Guðnadóttir frá Engjabakka við Eskifjörð og reyndist hún Hrefnu vel. Þess má geta að bróðir Tómas- ar, Jóhann, bjó allan sinn aldur á heimili þeirra Hrefnu og Tómasar. Hrefna var ákaflega dugleg og má segja að henni hafi aldrei fallið verk úr hendi og ber hennar fallega heimili vott um það. Þar var gott að koma og voru þau Tómas samhent í að taka vel á móti gestum. Hún var mikil handavinnukona og var gam- an að skoða hennar fallegu hann- yrðir, það er með ólíkindum hvað liggur mikið eftir hana, ekki aðeins á hennar heimili endur eru þeir ekki ófáir sem eiga útsaumaða mynd, teppi eða heklaðan dúk eftir hana. Hrefna var mjög félagslynd og þrátt fyrir mikla vinnu gaf hún sér tíma til að fara út á meðal fólks. Hún spilaði brids og gerði þó nokk- uð af þvi hin síðari ári og það var ekki ósjaldan sem hún brá sér á bingó. Undanfarin ár hefur Hrefna kom- ið til mín að haustinu og verið í rétt- unum, dvaldi hún þá um tíma og fórum við þá í heimsóknir til frænd- fólks og kunningja, það voru ánægjulegar stundir. Hrefna var vel ættfróð, stálminnug og hafði frá mörgu að segja, það var hægt að sækja margan fróðleikinn til henn- ar. Nú er kveðjustund og söknuður er mér í huga er ég kveð frænku mína. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Það er marklaust að minnast þess nú, þegar moidin er yfir þig breidd. Ég átti þér ógoldna skuld, aldrei verður hún greidd. (Guðm. Böðvarsson.) Eg og fjölskylda mín sendum Kristjáni, Onnu og Rósu systur Hrefnu og hennar fjölskyldu sam- úðarkveðjur. Guðrún Sigurðarddttir. 0 | 5 Fersk blóm og skreytingar við öll tækifœri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 0 0 0immmm&i0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.