Morgunblaðið - 29.03.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.03.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 1S Listaklúbbur Leikhúskjallarans Dagskrá helguð friði DAGSKRÁ Listaklúbbs Leikhús- kjallarans mánudagskvöldið 30. mars kl. 20.30 er tileinkuð friði í heiminum. Það eru Samtök her- stöðvaandstæðinga sem standa að þessari dagskrá og minnast þess að 30. mars 1949 samþykktu Islend- ingar aðild að NATÓ. Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, flytur stutt ávaip. Skáldin Einar Ólafsson, Eyvindur P. Eiríksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Margrét Lóa Jónsdóttir, Vilborg Dagbjarts- dótth-, Þorgeir Þorgeirson og Þor- steinn frá Hamri lesa úr verkum sínum. Tríó Tómasar R. Einarsson- ar leikur af fingrum fram milli upp- lestraratriða, en það skipa, auk Tómasar, þeir Eyþór Gunnarsson og Jóel Pálsson. Kynnir er Halldóra Friðjónsdóttir. Almennt miðaverð Listaklúbbs- ins er 700, kr. en 400 kr. fyrir félaga í klúbbnum og fyrir félaga í Sam- tökum herstöðvaandstæðinga, en þeir standa að þessari dagskrá. Áður auglýstri ljóðadagskrá er frestað til haustsins. ----------------- Öðling'ar FÍH djassa í Múlanum í SÖLVASAL Sólon íslandus, djassklúbbnum Múlanum, leika Öðlingar FÍH í kvöld kl. 21. Öðling- ar eru tónlistarmenn sem eru orðnir sextugir og á tónleikunum rifja þeir upp gamlar djassendunninningar. Óðlingarnir eru Friðrik Theo- dórsson, básúna og söngur; Björn R. Einarsson, básúna; Skapti Ólafs- son, trommur og söngur; Guðmund- ur Nordal, klarinett; Edwin Kaaber, gítar; Guðmundur Stein- grímsson, trommur; Ami Elfar, pí- anó; og Hans Jensson, tenórsaxa- fónn. -------♦“♦-♦----- Síðustu sýningar Borgarleikhúsið Feitir menn í pilsum SÍÐASTA sýning á hrollvekjandi gamanleiknum Feitir menn í pilsum verður miðvikudaginn 3. apríl. Leik- endur eru Eggert Þorleifsson, Hall- dóra Geirharðsdóttir, Hanna María Karlsdóttir og Jóhann G. Jóhanns- son. Leikstjóri er Þór H. Tulinius. LISTIR Listasafn Einars Jónssonar opnað eftir umbætur LISTASAFN Einars Jónssonar hefur nú verið opnað að nýju eftir miklar umbætur, utanhúss sem innan, sem staðið hafa frá því í maí á síðasta ári. Safnið er elsta listasafnsbygging landsins en það var vígt á Jóns- messunni árið 1923 og verður því 75 ára á þessu ári. Safnið er í eigu íslenska ríkisins en Einar gaf þjóð sinni öll sín verk, unnin og óunnin og tók ríkið formlega við gjöfinni árið 1914. Einar Jónsson teiknaði sjálfur safn sitt og valdi því stað efst á Skólavörðuholtinu en safnið var fyrsta byggingin er þar reis. Líta má á safnið sem stærstu högg- mynd hans en þar bjó hann sér ennfremur vinnustofu og heimili. Fjái'veiting til framkvæmda var fengin úr Endurbótasjóði menn- ingarstofnana og var raunkostnað- ur 30.400.000 kr. Byggingarverk- takar voru SM-verktakar ehf., arkitektahönnun var í höndum Teiknistofu Ögmundar Skarphéð- inssonar, en umsjón og eftirlit hafði Framkvæmdasýsla ríkisins. Einar og hin danska eiginkona hans, Anna, bjuggu sér heimili á efstu hæð safnsins og undu þar uns Einar lést árið 1954. Ibúð þeirra, sem nú er hluti af safninu, er í senn fábrotið listamannsheimili og um- hverfi heimsborgara, prýtt sér- stæðum húsgögnum og listmunum. Leitast hefur verið við að færa safnið í upphaflegt ástand. I sýn- ingarsal á efri hæð hefur hið upp- haflega terrasso-gólf verið endur- bætt og nýrri lýsingu komið fyrir. Þar eru og sýnd verk sem prýddu salinn er safnið var vígt. Þórunn Þorgrímsdóttir sýning- arhönnuður veitti ráðgjöf við end- Morgunblaðið/Árni Sæberg UR einum af sölum Listasafns Einars Jónssonar. urbætur í sýningarsölum, lýsingu hannaði Páll Ragnarsson, ljósameistari Þjóðleikhússins, og Amar Herbertsson myndlistar- maður hafði umsjón með málara- vinnu í aðalsal safnsins. Ríkisstjórn íslands hefur pantað tvær bronsafsteypur af höggmynd Einars Jónssonar „í minningu skiptapa dr. Charcot" sem Einar vann eftir sjóslysið mikla árið 1936, er franska vísindaskipið Pourquoi- Pas? fórst út af Mýrum. Verður annarri afsteypunni ráðstafað hér á landi en hin sett upp í bænum St. Malo á Bretagneskaganum í Frakklandi. Safnið verður opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16 fram til 1. júní en frá þeim tíma og fram til 15. september alla daga nema mánudaga á sama tíma. Burtfararpróf Einleikstónleikar Evu Mjallar EVA Mjöll Ingólfsdóttir fíðlu- leikari heldur einleikstónleika í Fella- og Hólakirkju þriðjudag- inn 31. mars næstkomandi. Á efnisskránni eru verk eftir Sergei Prokofíev, Shostakovich, D-moIl partitan fyrir einleiks- fíðlu eftir Johann Sebastian Bach og sónata eftir Cesar Franck. Til gamans og uppörvunar fyrir tónelsk börn mun 8 ára dóttir Evu Mjallar, Andrea, leika stutt verk eftir Wieni- awski á tónleikunum en hún byrjaði að leika á fíðlu aðeins tveggja ára gömul og er nú nemandi í tónlistarskóla í New York fyrir börn með sérhæfí- leika. Að undan- fórnu hefur Eva Mjöll haldið tónleika í Kanada og Bandaríkjun- um, hina síð- ustu í Weilsaln- um í Carnegie Hall 8. mars. Meðleikari á píanó var ung rússnesk listakona, Svetl- ana Gorokhovich, sem starfar nú í New York eins og Eva Mjöll. Eva Mjöll stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík í sex ár, en hélt þá utan til náms, fyrst við Konunglega Tónlistar- háskólann í Brussel, síðan í Genf og Amsterdam þar sem hún naut leiðsagnar frægra kennara af Austur-Evrópu og rússneska skólanum. Hefur það sett mark sitt á leik hennar og tónmyndun á fíðluna. Eva Mjöll leikur á vandað hljóðfæri sem á sér merka sögu, smíðað af Gofriller í Feneyjum um 1720. Eva Mjöll hefur ekki haldið tónleika á Islandi síðustu sjö ár enda verið búsett erlendis, með- al annars í Japan þar sem hún hélt tónleika; var efni þeirra gefíð út ájgeisladiski fyrir þrem- ur árum. í samvinnu við áður- nefnda Gorokhovich er hljóðrit- un á nýjum geisladiski framund- an. í Grensáskirkju TÓNLEIKAR á vegum Tónlistar- skólans í Reykjavík verða í Grensás- kirkju mánudaginn 30. mars kl. 20.30. Tónleikam- ir eru burtfarar- próf Valdimars Mássonar bassa-baríton frá skólanum. Anna Guðný Guð- mundsdóttir leik- ur með á píanó. Á efnisskra eru lög eftir Áma Thorsteinsson, Sveinbjöm Svein- bjömsson, Karl O. Runólfsson, ljóð úr ljóðaflokkum eftir Franz Schubert og Ralph Vaughan Williams, aríur eftir G. Fr. Handel, Mozart og Puccini. Eva Mjöll Ingólfsdóttir Valdimar Másson ♦ AUGLÝSINGASTOFUR 7.000 íslenskar Ijósm/ndir á geisladiski ♦ PRENTSMIÐJUR Myndasafn með yfir 22.000 myndum r ♦ UTGEFENDUR Ný Heimasíða www.islandia.is/pg ÍSLENSKA LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN, SÍMI 554-3911, GSM 898-3911. vorfgrð tll Millorca, 13. * 36. Itfðf í fararstjórn Allar aðstæöur til aö æfa sveifluna fyrir sumariö eru hinar ákjósanlegustu á Mallorca og hitastigiö einkar þægilegt fyrir íslenska golfara eöa um 25 °C. Staðgreiðsluverð 77,300 kr. á mann, miðaö viö tvo í íbúð. Innifalið: Flug, gisting, akstur til og frá fiugvelli erlendis, 6 golfhringir, íslensk fararstjórn, skattar og gjöld. Hægt er aö nota ATLAS- ávísun aö upphæö 4.000 kr. ■ . . orca Samvinn Austurstrœti 12: 569 1010 Hótel Saga viö H Akranes: 431 3386 Akureyri: 462 7200 Vestmannaeyj www.samvinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.