Morgunblaðið - 29.03.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.03.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ rithöfunda má nefna að nú njóta nokkrir rithöfundar heiðurslauna Alþingis. Þess má reyndar geta að alþingismenn hafa undanfaiin þrjú ár trassað að úthluta heiðurslaun- um til hefðbundinnar endumýjunar í heiðurslaunahópnum, því kalda- stríðsmenn í menntamálanefnd sjá ævinlega rauða slikju í pólitískum þvagprufum helstu kandídata. Það er fyrir löngu kominn tími tii að breyta skipulagi sem hefur gengið sér til húðar. Þessi breyting þýddi að menn treystu því í alvörunni að lýðræði sé bókmenntum hollara betur held- ur en þriggja manna nefndir og út- hlutunarsovét. Og því skyldi ekki mega tala um perestrojku héma á Fæti undir Fótarfæti? Þeir sem vilja leggja fyrir sig rit- störf gætu gengið að því eins og starfi en ekki eins og happdrætti. Trúlega munu einhverjir hafa áhyggjur af því hvort setja eigi list- rænt samasemmerid milli skálda og matreiðslubókahöfunda. En það er ekki meiningin. Ljóðskáld verða áfram ljóðskáld. Og matreiðslu- bókahöfundar verða áfram mat- reiðslubókahöfundar. Góðar bækm- halda áfram að vera góðar bækur. Og vondar bækur munu ekki skána. Þetta snýst ekki um snobb, status, kokteilboð og merkilegheit. Allir mega halda áfram að þjóna sinni lund. Þetta snýst um launa- greiðslur og peninga. Þegar kemur að peningum og höfundarrétti verð- ur að viðurkenna að ein lög skuli gilda fyrir alla, en á því byggist friður í landinu. Hvort sem einstak- ir höfundar em ljóðskáld eða eitt- hvað annað skulu þeir allir vera jafnir fyrir lögunum. Bókmenntafræðingar munu hafa nóg að starfa eftir sem áður, þótt hætt verði að fá þá til að setjast í nefndir til að ákveða hverjir eigi að fá borgað fyrir að skrifa og hversu mikið. Það er þjóðarinnar að ákveða það. Það er hins vegar rit- höfundanna sjálfra að ákveða hvaða bækur þeir skuli skrifa. Og ef þú ætlar að fara að koma því að, að einhver hafí átt að brjóta á þér höfnðið hér á okkar heimili þar sem allir eru þér góðir, þá ætla ég að segja þér að það er ekki okk- ar verk að skrifa þá sjúkdómslýs- ingu. Svipaðar reglur á að setja um Kvikmyndasjóð íslands. Þar þarf að leggja niður úthlutunamefndir og greiða kvikmyndaframleiðend- um ákveðna upphæð til viðbótar hverri krónu sem markaðurinn hef- ur gefið af sér. Þannig verður hægt að framleiða íslenskar myndir sem geta staðið undir sér. En fyrsta skrefið er þó að efla Kvikmyndasjóð Islands og viður- kenna þar með í verki að þjóðin eigi kvikmyndagerðarmönnum skuld að gjalda fyrir að hafa á eigin kostnað tekið umtalsverðan þátt í að halda í það sem við eigum eftir af íslenskri menningu og íslenskri tungu. Það er erfitt að þjóna tveimur herrum sem hvor hefur sínar mein- ingar. Spurningin er ekki bara hvort húsbændumir heita Júst og Nasi eða Almenningur og Úthlutunar- nefnd. Þetta er líka spurning um hvar og hvenær hundar dilla rófunni. Kannski er þetta þó fyrst og fremst spumingin um hvort það er hundurinn sjálfur sem á að dilla rófunni, eða hvort það er rófan sem á að dilla hundinum? Leggjum niður þetta gatslitna sovétskipulag svo að fólk þurfi ekki að skrifa fleiri greinar í Morgun- blaðið um að einhverjar úthlutunar- nefndir geti neitað Gyrði Elíassyni og Margréti Rún og öðmm ágæt- um rithöfundum og kvikmynda- gerðarmönnum um réttlæti og hver uni glaður við sitt. P.S. Skáletraðir kaflar em úr rit- verkinu Heimsljós eftir Halldór Laxness. Höfundur er fyrrv. formaður Rit- höfundasambands fslands og Félags kvikmyndastjóra. Sjálfshjálparhópar fyrir fólk með geðsjúkdóma SJÁLFSHJÁLPARHÓPAR hafa verið starfandi hjá Geðhjálp með góðum árangri. Á miðvikudags- kvöldum milli kl. 20 og 21.30 hittist fólk með fælni og vinnur eftir 12 sporakerfi EA (Emotional Ánonymus). Miðvikudaginn 1. apríl kl. 18 verður stofnaður sjálfshjálparhóp- ur fyrir fólk með geðhvörf. Leið- beinandi verður með hópnum fyrstu skiptin og kynnt verður EA-12 sporakerfið. Aðstandendur hafa einnig nýtt sér sjálfshjálpar- hópana og er nýr hópur í undir- búningi ef þátttaka verður næg. Geðhjálp hvetur fólk með geð- sjúkdóma og aðstandendur þeirra til þess að mynda sjálfshjálpar- hópa til að fá stuðning og leiðbein- ingar í baráttu sinni við sjúkdóm- inn. Félagið leggur til aðstöðu, leiðbeiningar og aðra þá aðstoð sem óskað er eftir. Sjálfshjálpar- hópar hafa starfað um allan heim og hafa þeir bundist samtökum til þess að miðla af reynslu sinni og þekkingu, segir í fréttatilkynn- ingu. Sjálfshjálparhóparnir hittast í félagsmiðstöð Geðhjálpar, Tryggvagötu 9, Hafnarbúðum og eru þeir opnir þeim sem hafa áhuga. SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 31^ Nýr tjöruhreinsir hefur verið tekinn í notkun á öllum sjálfvirkum þvottastöðvum ESSO, mun umhverfisvænni en sá sem notaður hefur verið hingað til. Tjöruhreinsirinn er lyktarlaus, með lágt innihald aromatískra kolvetna og er í samræmi við leiðbeiningar Hollustuvemdar ríkisins um olíu- og tjöruhreinsiefni fyrir olíuskiljur. Þvottastöðvar ESSO • Gagnvegi í Grafarvogi • Stórahjalla Kópavogi • Skógarseli í Breiðholti • Lækjargötu Hafnarfirði • Aðalstöðinni Keflavík • Skútunni Akranesi • Veganesti Akureyri Renndu bílnum í gegn Esso) Olíufélagið hf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.