Morgunblaðið - 29.03.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.03.1998, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ég er alltaf forvitinn um kænskubrögð þegar þú og Vona að hann slái kúluna út í mótheiji þinn komið að síðustu holunni og það er jafn- vatnið ... tefli, hvaða brögðum beitirðu þá? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Starfsemi MFS- einingarinnar Frá Reyni Tómasi Geirssyni og Guðrúnu S. Sigurbjömsdóttur: HINN 12. mars síðastliðinn birtist bréf í blaðinu frá Armanni Þórissyni um MFS eininguna á Kvennadeild Landspítalans. Armann bendir rétti- lega á ýmsa vankanta í hefðbundinni þjónustu fyrir konur á Kvennadeild- inni og finnst slæmt að sumar konur - þær heilbrigðustu - geti fengið þjónustu sem meira er í lagt. Því er til að svara að MFS eining- in var sett á stofn fyrir rúmum 3 ár- um sem tilraunaverkefni í líkingu við svipaðar einingar, sem stofnaðar hafa verið í nágrannalöndunum. Ætlunin var að skapa meiri samfellu í þjónustu ljósmæðra og að nokkru leyti fæðingalækna. Myndaður var lítill kjami ljósmæðra með stuðningi tveggja fæðingalækna. Tveim göml- um leguherbergjum var breytt í fæð- ingastofur. Ásamt einni skoðunar- stofu voru þær málaðar og skreyttar með veggfóðursborða. I viðbót við ýmsan eldri búnað voru keypt ódýr ný húsgögn og í aðra stofuna var sett einfalt rúm með þykkum gúmmí- klæddum dýnum (tæplega 20% af verði ódýrasta fæðingarúms). Það er rétt að stofurnar líta vel út og gömlu skoðunarstofurnar í göngudeild okk- ar eru ekki nærri eins vistlegar. MFS einingin var þannig sett upp að hún er nánast þriðjungi ódýrari en venjuleg fæðingaþjónusta, en það byggist m.a. á því að allar konurnar em heilbrigðar og þurfa ekki eins mikla eða kostnaðarsama umönnun og aðrar. Verkefnið hefur gengið mjög vel og löngu er Ijóst að þörf er á að stofnsetja aðra einingu. Reynd- ar er líklegt að talsvert af fæðinga- þjónustunni muni færast í hópstarf af þessu tagi. Við emm að efla ein- staklingsbundnari þjónustu, þar sem sama ljósmóðir og sami læknir sjá um mestalla umönnunina frá því mæðraeftirlit bytjar og fram að því að sængurlegu lýkur. Nú fara kon- umar einnig í auknum mæli snemma heim efth- fæðingu og eru þar sinn sængurlegutíma. Margt hefur verið gert til þess að gera fæðingaganginn og fæðingastofurnar mun vistlegi'i en áður var og sængurkvennagang- ai-nh- hafa gjörbreyst. Engar 6 manna stofur era lengur til staðar. Fyrri heimferðir af stofnuninni hafa stuðlað að því að rými er betra og meira næði fyrir þær konur sem vegna veikinda eða fæðingaaðgerða þm-fa að dvelja hér í lengri tíma. Nú stendur einnig til að flytja hina al- mennu mæðravernd okkar í Heilsu- vemdarstöð Reykjavíkur og hafa þar eina miðstöð fyrir mæðravernd á höfuðborgarsvæðinu og fyrir landið. Þar verður til betri fagleg eining, þai- sem lögð verður áhersla á góðar aðstæður og nútímaleg vinnubrögð. Gamla göngudeildin verður endur- nýjuð til að sinna enn betur ómskoð- unum, fósturgreiningu og erfðaráð- gjöf. Verið er að leggja drög að því að breyta öðram sængurkvenna- ganginum og skapa þar aðstöðu til að hafa fleiri en einn MFS hóp til viðbótar. Þannig hópar gætu sinnt bæði heilbrigðum konum og konum sem eiga við sérstök heiibrigðis- vandamál að etja. Sama mæðra- vemd hentar þó ekki öllum konum og áfram þarf að hafa fjölbreytt þjónustuform. Þá má geta þess að mæðraeftirlit, ómskoðanir, fæðinga- og sængur- leguþjónusta eiga að vera konum á Islandi að kostnaðarlausu og því verður ekki um að ræða greiðslu fyr- ir „lúxus“ enda er það sem verið er að gera í MFS þjónustunni með hag- kvæmasta og ódýrasta móti. Við er- um Ármanni Þórissyni hins vegar þakklát fyrir að vekja athygli á því, að nauðsynlegt er að gera vel við fæðandi konur, ekki aðeins á Kvennadeildinni, heldur hvarvetna. Persónuleg og góð umönnun byggð á sterkum faglegum gi'unni er þýðing- armikil fyrir hverja einustu fjöl- skyldu í lándinu og hún má ekki sitja á hakanum í heilbrigðiskerfinu. Lengi býr að fyrstu gerð. Loks viljum við þakka Guðríði D. Axelsdóttur og Fríði Sigurðardóttur fyrh' vinsamleg orð um Kvennadeild- ina í bréfum til blaðsins. Þau hafa glatt starfsfólk hér. REYNIR TÓMAS GEIRSSON, Forstöðulæknir Kvennadeildar Landspjtalans, GUÐRÚN BJÖRG SIGURBJÖRNSDÓTTIR, sviðsstjóri hjúkrunarsviðs Kvennadeildar Landspítalans. Han d’Islande Frá Hallfríði Schneider: SÍÐAN ég staulaðist í gegnum kafla úr Vesalingunum í frönskutíma hjá Páli Sveinssyni, hefi ég dáðst að sög- um Victors Hugos. En fyi'st nú við að lesa nýja ævisögu hans eftir Gra- ham Robb sé ég hversu margbrotinn þessi snillingur var i sínu athafna- og einkalífi. T.d. skrifaði hann bæði í bundnu og óbundnu máli, var list- málari, frelsishetja, spíritisti - sagð- ist vera í samabndi við Jesú, Shakespeare o.fl. - sérgæðingur og ákafur kvennamaður. Hann var um- deildur, en þegar hann dó 1885 fylgdi honum fjölmennarí hópur en allir Parísarbúar. I þessari ævisögu sá ég fyrst nefnda bók hans Han d’Islande, sem var gefin út 1823. Hugo kallaði hana „roman ' a clef‘, þar sem með henni sendi hann skilaboð á dulmáli til Adéle áður en hann fékk hennar. Han var vondur, rauðhærðui' krypplingm) sonur nornar, sem yfir- gaf hann á Islandi og er sagður vera fyrirmynd Quasimodo. Bókin var gefm út þrisvar í Frakklandi, tvisvar í Englandi og einu sinni í Noregi, þai' sem hún er staðsett. Var hún þýdd á íslensku og er hún þekkt á Islandi? Er það aðeins titillinn, sem tengir hana okkar landi? A alþjóðanetinu segir að Mouss- orgskí hafi byrjað að semja óperu um bókina, en aldrei lokið við hana. HALLFRÍÐUR SCHNEIDER, 5935 Kimble Ct. Falls Church, VA 22041, Bandaríkjunum. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.