Morgunblaðið - 29.03.1998, Page 40
SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Ég er alltaf forvitinn um kænskubrögð þegar þú og Vona að hann slái kúluna út í
mótheiji þinn komið að síðustu holunni og það er jafn- vatnið ...
tefli, hvaða brögðum beitirðu þá?
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Starfsemi MFS-
einingarinnar
Frá Reyni Tómasi Geirssyni og
Guðrúnu S. Sigurbjömsdóttur:
HINN 12. mars síðastliðinn birtist
bréf í blaðinu frá Armanni Þórissyni
um MFS eininguna á Kvennadeild
Landspítalans. Armann bendir rétti-
lega á ýmsa vankanta í hefðbundinni
þjónustu fyrir konur á Kvennadeild-
inni og finnst slæmt að sumar konur
- þær heilbrigðustu - geti fengið
þjónustu sem meira er í lagt.
Því er til að svara að MFS eining-
in var sett á stofn fyrir rúmum 3 ár-
um sem tilraunaverkefni í líkingu við
svipaðar einingar, sem stofnaðar
hafa verið í nágrannalöndunum.
Ætlunin var að skapa meiri samfellu
í þjónustu ljósmæðra og að nokkru
leyti fæðingalækna. Myndaður var
lítill kjami ljósmæðra með stuðningi
tveggja fæðingalækna. Tveim göml-
um leguherbergjum var breytt í fæð-
ingastofur. Ásamt einni skoðunar-
stofu voru þær málaðar og skreyttar
með veggfóðursborða. I viðbót við
ýmsan eldri búnað voru keypt ódýr
ný húsgögn og í aðra stofuna var sett
einfalt rúm með þykkum gúmmí-
klæddum dýnum (tæplega 20% af
verði ódýrasta fæðingarúms). Það er
rétt að stofurnar líta vel út og gömlu
skoðunarstofurnar í göngudeild okk-
ar eru ekki nærri eins vistlegar.
MFS einingin var þannig sett upp
að hún er nánast þriðjungi ódýrari
en venjuleg fæðingaþjónusta, en það
byggist m.a. á því að allar konurnar
em heilbrigðar og þurfa ekki eins
mikla eða kostnaðarsama umönnun
og aðrar. Verkefnið hefur gengið
mjög vel og löngu er Ijóst að þörf er
á að stofnsetja aðra einingu. Reynd-
ar er líklegt að talsvert af fæðinga-
þjónustunni muni færast í hópstarf
af þessu tagi. Við emm að efla ein-
staklingsbundnari þjónustu, þar sem
sama ljósmóðir og sami læknir sjá
um mestalla umönnunina frá því
mæðraeftirlit bytjar og fram að því
að sængurlegu lýkur. Nú fara kon-
umar einnig í auknum mæli snemma
heim efth- fæðingu og eru þar sinn
sængurlegutíma. Margt hefur verið
gert til þess að gera fæðingaganginn
og fæðingastofurnar mun vistlegi'i
en áður var og sængurkvennagang-
ai-nh- hafa gjörbreyst. Engar 6
manna stofur era lengur til staðar.
Fyrri heimferðir af stofnuninni hafa
stuðlað að því að rými er betra og
meira næði fyrir þær konur sem
vegna veikinda eða fæðingaaðgerða
þm-fa að dvelja hér í lengri tíma. Nú
stendur einnig til að flytja hina al-
mennu mæðravernd okkar í Heilsu-
vemdarstöð Reykjavíkur og hafa
þar eina miðstöð fyrir mæðravernd á
höfuðborgarsvæðinu og fyrir landið.
Þar verður til betri fagleg eining,
þai- sem lögð verður áhersla á góðar
aðstæður og nútímaleg vinnubrögð.
Gamla göngudeildin verður endur-
nýjuð til að sinna enn betur ómskoð-
unum, fósturgreiningu og erfðaráð-
gjöf. Verið er að leggja drög að því
að breyta öðram sængurkvenna-
ganginum og skapa þar aðstöðu til
að hafa fleiri en einn MFS hóp til
viðbótar. Þannig hópar gætu sinnt
bæði heilbrigðum konum og konum
sem eiga við sérstök heiibrigðis-
vandamál að etja. Sama mæðra-
vemd hentar þó ekki öllum konum
og áfram þarf að hafa fjölbreytt
þjónustuform.
Þá má geta þess að mæðraeftirlit,
ómskoðanir, fæðinga- og sængur-
leguþjónusta eiga að vera konum á
Islandi að kostnaðarlausu og því
verður ekki um að ræða greiðslu fyr-
ir „lúxus“ enda er það sem verið er
að gera í MFS þjónustunni með hag-
kvæmasta og ódýrasta móti. Við er-
um Ármanni Þórissyni hins vegar
þakklát fyrir að vekja athygli á því,
að nauðsynlegt er að gera vel við
fæðandi konur, ekki aðeins á
Kvennadeildinni, heldur hvarvetna.
Persónuleg og góð umönnun byggð á
sterkum faglegum gi'unni er þýðing-
armikil fyrir hverja einustu fjöl-
skyldu í lándinu og hún má ekki sitja
á hakanum í heilbrigðiskerfinu.
Lengi býr að fyrstu gerð.
Loks viljum við þakka Guðríði D.
Axelsdóttur og Fríði Sigurðardóttur
fyrh' vinsamleg orð um Kvennadeild-
ina í bréfum til blaðsins. Þau hafa
glatt starfsfólk hér.
REYNIR TÓMAS GEIRSSON,
Forstöðulæknir Kvennadeildar
Landspjtalans,
GUÐRÚN BJÖRG
SIGURBJÖRNSDÓTTIR,
sviðsstjóri hjúkrunarsviðs
Kvennadeildar Landspítalans.
Han d’Islande
Frá Hallfríði Schneider:
SÍÐAN ég staulaðist í gegnum kafla
úr Vesalingunum í frönskutíma hjá
Páli Sveinssyni, hefi ég dáðst að sög-
um Victors Hugos. En fyi'st nú við
að lesa nýja ævisögu hans eftir Gra-
ham Robb sé ég hversu margbrotinn
þessi snillingur var i sínu athafna- og
einkalífi. T.d. skrifaði hann bæði í
bundnu og óbundnu máli, var list-
málari, frelsishetja, spíritisti - sagð-
ist vera í samabndi við Jesú,
Shakespeare o.fl. - sérgæðingur og
ákafur kvennamaður. Hann var um-
deildur, en þegar hann dó 1885
fylgdi honum fjölmennarí hópur en
allir Parísarbúar.
I þessari ævisögu sá ég fyrst
nefnda bók hans Han d’Islande, sem
var gefin út 1823. Hugo kallaði hana
„roman ' a clef‘, þar sem með henni
sendi hann skilaboð á dulmáli til
Adéle áður en hann fékk hennar.
Han var vondur, rauðhærðui'
krypplingm) sonur nornar, sem yfir-
gaf hann á Islandi og er sagður vera
fyrirmynd Quasimodo. Bókin var
gefm út þrisvar í Frakklandi, tvisvar
í Englandi og einu sinni í Noregi, þai'
sem hún er staðsett. Var hún þýdd á
íslensku og er hún þekkt á Islandi?
Er það aðeins titillinn, sem tengir
hana okkar landi?
A alþjóðanetinu segir að Mouss-
orgskí hafi byrjað að semja óperu
um bókina, en aldrei lokið við hana.
HALLFRÍÐUR SCHNEIDER,
5935 Kimble Ct. Falls Church, VA
22041, Bandaríkjunum.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.