Morgunblaðið - 31.03.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.03.1998, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR Glæsilegur árangur Önnu Maríu Sveinsdóttur og kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta síðan hún hóf að leika með liðinu árið 1987 imm imm jmm ■ SS HS % Bikarmeistari 9 sinnum á 12 árum íslandsmeistari 8 sinnum á 12 árum Deildarmeistari 6 sinnum á 6 árum Körfuknattleiksmaður ársins 1994 Leikmaður 1. deildar: '88 '89 '95 '96 Stigahæst í 1. deild: '88 '90 '91 '92 '98 Besta vítaskytta: '87 '88 '90 '92 '94 Lið ársins: '88 '89 '90 '91 '92 '95 '96 '97 mjm pmm 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 pmm : f Bikarmeistari # Deildarmeistari eb íslandsmeistari (Arið 1993 var fyrst keppt um deildarmeistarabikar) ■ JAMES Hickman frá Bretlandi setti nýtt heimsmet í 200 m flugsundi á heimsbikarmótinu í sundi (25 metra laug) í París um helgina. Hann synti á 1:51,76 mín. og bætti met Rússans Denis Pan- ratov frá því í febrúar í fyrra um 0,88 sekúndur. „Ég bjóst jafnvel við meti, en ekki að ég næði að bæta það svona mikið,“ sagði Hick- man. ■ Andrei Korneev frá Rússlandi bætti heimsmetið í 200 m bringu- sundi á sama móti um 0,01 sek., er hann synti á 2:07,79 mín. Eldra metið átti Philip Rogers frá Ástral- íu og var það sett 1993. ■ BRIGITTE Becue bætti Evrópu- metið í 100 metra bringusundi er hún synti á 1.06,87 mín. Gustavo Borges frá Brasihu sigraði í 100 metra skriðsundi karla á 47,66 sek. og setti mótsmet. Olympíu- og heimsmeistarinn Alexander Popov frá Rússlandi varð annar á 47,73 sek. ■ HIROYASU Shimizu frá Japan bætti heimsmetið í 500 metra skautahlaupi tvívegis á heimsmeist- aramótinu sem fram fór í Calgary í Kanada um helgina. Hann hljóp í undanrásum á 35,36 sek. og bætti eigið met frá því í mars 1996 um 0,03 sekúndur. I úrslitum gerði FOLK hann enn betur og hljóp á 34,82 sek. ■ ÁDNE Sondral frá Noregi bætti eigið met í 1.500 metra skauta- hlaupi á sama móti. Tími hans var 1.46,43 mín. og bætti hann metið frá því á OL í Nagano um tæpa sekúndu. Chris Witty, Bandarfkj- unum, setti heimsmet í 1.000 m skautahlaupi kvenna, 1.14,96 mín., og hollenska stúlkan Nieamann-St- irnemann setti met í 5.000 metrun- um (6:58,62 mín.) og bætti met löndu sinnar, Claudiu Pechstein, frá því á OL um 0,98 sekúndur. UHEIMSMEISTARAMÓTIÐ í körfuknattleik karla árið 2001 verð- ur í Istanbul og Ankara í Tyrk- landi og HM kvenna í Frakklandi. Alþjóða körfuknattleikssambandið, FIBA, ákvað þetta á fundi sínum um helgina. Éins var ákveðið að HM karla árið 2003 verði í Svíþjóð. ■ LENNOX Lewis sigraði Shannon Briggs í hnefaleikahringnum í Atl- anta á sunnudag og varði þar með WBC-heimsmeistaratitilinn í þungavigt. Dómarinn stöðvaði bar- dagann í fímmtu lotu. Lewis sló Briggs tvívegis niður í fjórðu lotu, en hann stóð upp aftur og náði að hanga út lotuna. I fímmtu lotu var engin spurning hver hafði völdin og Lewis þjarmaði að Briggs í einu horni hnefaleikahringsins og þá ákvað dómarinn að stöðva leikinn því bardaginn var tapaður fyrir Briggs. ■ KRISTINN Björnsson hafnaði í 10. sæti í stórsvigi á norska meist- aramótinu sem fram fór í Oppdal í Noregi um helgina. Hann féll hins vegar í fyrri umferð í svigi. Hans- Petter Buraas, ólympíumeistari í svigi, sigraði bæði í svigi og stór- svigi. Ole Kristia Furuseth var annar í sviginu og Kjetil Andre Aamodt annar í stórsviginu. Krist- inn var fjórum sek. á eftir Buraas í stórsviginu. ■ MARCELO Rios, tenniskappi frá Chile sigraði Andre Agassi frá Bandaríkjunum, 7-5 6-3 og 6-4 í úr- slitum á Lipton tennismótinu í Flórida um helgina. Sigurinn tryggði Rios efsta sætið á heims- listanum. SKÍDI ^*kíðamót íslands, sem er há- ÍPpunktur skíðaíþróttarinnar hér á landi, verður sett á Akur- eyrí á fímmtudagskvöld. Þangað hafa allir bestu skíðamenn lands- ins boðað komu sína með Ólafs- fírðinginn Kristin Björnsson í broddi fylkingar. Keppendur eru um 120 talsins og hafa sjaldan verið fleiri. Akureyinngar hafa lagt mikla vinnu í und- irbúning mótsins og er skíðaaðstaða í Hlíðar- fjalli um þessar mundir eins og best verður á kosið. Það ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að mótið heppnist vel og aðeins eitt sem getur komið í veg fyrir það - veðrið. Snjóleysi og slæmt veður hef- ur mjög hamlað skíðaiðkun víð- ast hvar um landið í vetur og hefur þurft að fresta mörgum skíðamótum af þeim sökum. Skíðamenn hafa því ekki getað farið eins oft á skíði og æskilegt hefði verið, nema þá helst þeir sem búa á Akureyri og Aust- fjörðum. Þessi vetur undirstrik- ar enn frekar hversu aðstöðu- leysi háir íþróttinni. Ungt skíðafólk, sem ætlar sér að ná langt, hefur því í auknum mæli flutt utan til að helga sig íþrótt- inni. í vetur hafa 13 íslenskir skíðamenn æft á erlendri grundu og hafa þeir aldrei verið fleiri. Undirritaður á tvo unga drengi sem hafa æft skíðaíþrótt- ina í Bláfjöllum og hefur þessi vetur verið sá erfíðasti til æf- inga í mörg ár. Þeir hafa aðeins náð fímmtán æfingadögum vegna veðurs og snjóleysis og segir það sína sögu um hversu íþróttin er háð duttlungum veð- urguðanna. Kominn er tími til að Reykjavíkurborg kaupi tæki til framleiðslu á gervisnjó til að fjölga opnunardögum skíða- svæðanna. Það er dýrt að láta mannvirki standa ónotuð vikum saman með starfsmenn á fullum launum án þess að nokkur aur komi í kassann. Flest skíða- svæði í Evrópu hafa komið sér upp öflugum snjóbyssum í brekkum sínum til að tryggja fleiri opnunardaga. Hvers vegna er ekki hægt að gera það hér á landi þar sem nóg er af vatni til snjóframleiðslu? Rristinn Björnsson hefur komið íslensku skíðafólki á landakortið í heimi skíðaíþrótt- anna eftir góða frammistöðu í heimsbikarnum í vetur. Hann hefur æft íþrótt sína erlendis í sjö ár og uppskeran er að skila sér. Hann hefur sýnt og sannað að íslenskt skíðafólk getur náð langt með fórnfýsi og vinnu- semi. Hann hefur troðið braut- ina fyiir unga fólkið sem á eftir kemur. Búast má við spennandi keppni á landsmótinu í Hlíðar- Qalli. Kristinn verður auðvitað að teljast líklegur til afreka í öll- um greinunum, en spennandi verður að fylgjast með þvi hvort ungu strákarnir, Björgvdn Björgvinsson frá Dalvík og Jó- hann Haukur Hafstein úr Ár- manni, nái að stríða honum. Þeir eru mjög efnilegir og líklegir til að feta í fótspor Ólafsfirðingsins ef þeir halda áfram á sömu braut. Valur Benedikt Jónatansson Aldrei fleiri íslend- ingar við æfingar erlendis Var leikstjórnandi FH VALUR ARNARSON alltaf ákveöinn að feta ífótspor feðranna? Fæddur FH-ingur VALUR Arnarson, handknattleiksmaður úr FH, hefur vakið at- hygli fyrir góða leikstjórn í handboltaliði FH í vetur og ekki síst í leikjunum á móti Haukum í 8-liða úrslitum. Hann á ekki langt að sækja hæfileikana því afi hans, Hallsteinn Hinriksson, var brautryðjandi í íþróttinni í Hafnarfirði og faðir hans, Örn, var leikmaður með FH og landsliðinu. Valur er því þriðji ættiiður- inn í liði FH-inga. Reyndar lék afi hans aldrei með liðinu en hann þjálfaði það og eins landsliðið 1858-1861. Valur er 24 ára gamall og er á öðru ári við kennaranám í Kennaraháskóla íslands. Hann er sonur Arnar Hall- Eftir steinssonar og Val- Val B. gerðar Eiríksdóttur, Jónatansson sem lék einnig hand- bolta á yngri árum með Fram og Armanni. Valur fékk snemma áhuga á íþróttum og fór oft á æfíngar með föður sínum og sá leiki FH-inga. Hann byrjaði að æfa knattspymu þegar hann var tíu ára gamall. Fljótlega heillaðist hann af handboltanum og fór að æfa íþróttina. Hann var hjá Val í gegnum alla yngri flokkana, eða þar til hann fór til KA1995 og varð m.a. bikarmeistari með liðinu. Síð- an gekk hann til liðs við FH fyrir síðasta keppnistímabil. Þú hefur líklega alltaf ætlað þér ÍFH? „Já, það var aldrei spurning um hvort, heldur hvenær, ég færi í FH. Ég er eiginlega uppalinn í kringum FH enda var ég mikið með pabba á æfingum þegar ég var lítill og smitaðist því af félag- inu. Ég er fæddur FH-ingur.“ Höfðu foreldrar þínir áhrif á að þú færir í handboltann ? „Auðvitað hefur það haft ein- hver áhrif þótt ég hafi ekki gert mér grein fyrir því. En þau hafa ekki verið að skipta sér of mikið af þessu handboltabrölti mínu.“ Nú hefur frammistaða ykkar FH-inga í vetur komið töluvert á óvart, hver er galdurinn? Morgunblaðið/Golli VALUR Arnarson, FH-ingur, var mættur í æfingakennslu í Hamraskóla í Grafarvogi og er hér með nemendum sínum. „Kristján [Arason] á stóran þátt í velgengninni. Hann er einn af goðunum í íslenskum hand- bolta. Við berum allir mikla virð- ingu fyrir honum. Við trúum því og treystum sem hann er að gera. Fyrir tímabilið var markmiðið að halda sætinu í deildinni og búa leikmenn meira undir næsta ár. Síðan gekk okkur vel í upphafi móts og þá var stefnan tekin á að komast sem lengst í úrslitakeppn- inni. Við enduðum í þriðja sæti í deildinni og erum komnir í undan- úrslit." Það hlýtur að hafa verið góð til- fínning að sigra Hauka í odda- leiknum og komast í undanúrslit? „Já, það var sérstaklega sætt að vinna þriðja leikinn í framlengdum leik og það á heimavelli fyrir fram- an fullt hús. Það er varla hægt að hugsa sér skemmtilegri sigur á erkifjendunum, Haukum." Hefur þú trú á því að FH geti orðið Islandsmeistari? „Já, ég hef trú á því. Miðað við síðustu sex leiki okkar, að undan- skildum leiknum við Hauka í Strandgötunni, höfum við unnið mjög sannfærandi. Þetta ræðst líka mikið af „dagsforminu" og smáheppni. Þessi fjögur lið sem eftir eru í keppninni hafa öll burði til að fagna titlinum." Áttu þér eitthvert markmið í handboltanum? „Eina markmiðið hjá mér er að spila vel fyrir FH. Það yrði gaman að vinna Islandsmeistaratitilinn með félaginu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.