Morgunblaðið - 31.03.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.03.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1998 B 9 KNATTSPYRNA Sven Göran Eriksson, þjálfari Lazio, fyrir lokasprettinn um ítalska meistaratitilinn Snúum okkur nú að kapphlaupinu við Juve Baráttan um ítalska meistaratit- ilinn hefur ekki verið jafn spennandi í mörg ár. Juventus er á toppi deildarinnar eftir 4:1 sigur á AC Milan um helgina. Inter vann Vicenza 2:1 og er í öðru sæti, einu stigi á eftir og síðan kemur Lazio, sem hefur komið mest á óvart í vet- ur. Baráttan um titilinn mun standa á milli þessara þriggja liða. Alessandro Del Piero og Filippo Inzaghi gerðu sín tvö mörkin hvor fyrir Juve. Del Piero það fyrsta úr vítaspyrnu sem dæmd var á Sebastiano Rossi, markvörð AC Milan. Hann braut á Hollendingn- um Davids, sem átti mjög góðan leik. Króatinn Zvonimir Boban jafnaði fyrir Milan úr víti, en var skömmu síðar eða rétt fyrir leikhlé, rekinn af leikvelli fyrir að brjóta gróflega á Davids. Piero kom liði sínu aftur yfir fyrh- hlé og einum leikmanni færri átti AC Milan aldrei möguleika í síðari hálfleik. Vítaspyrna var einnig dæmd í hinum stórleiknum í deiidinni, Int- er og Vicenza. Það var „gáidramað- urinn“ Ronaldo sem tryggði Inter sigurinn með marki úr umdeildri vítaspymu á lokamínútu leiksins. Þetta var 18. mark hans á tímabil- inu. Argentínumaðurinn Diego Si- meone gerði fyrsta mark leiksins og kom Inter yfir fyrir framan 60 þúsund áhorfendur á San Siro-leik- vanginum. Lamberto Zauli, vara- maður Vicenza, jafnaði fyrir Vicenza á 78. mínútu en það dugði skammt. Vicenza var einum leik- manni undir í lokin því vamarmað- urinn Giacomo Dicara var rekinn af velli fyrir að brjóta gróflega á Ronaldo. Lazio hefur verið í miklum ham og hefur ekki tapað 23 leikjum í röð, eða frá því liðið tapaði 2:1 fyrir Juve 6. desember. Um helgina var það Udinese sem tapaði fyrir Róm- arliðinu, 2:0. Lazio var miklu betra og fékk mörg færi áður en Roþerto Mancini náði loks að skora á 33. mínútu og síðan innsiglaði fyrirlið- inn Diego Fuser sigurinn með því að gera annað mark liðsins í síðari hálfleik. „Það var mjög mikilvægt að sigra Udinese. Ef við hefðum tapað væram við úr leik í barátt- unni um meistaratitilinn. Nú snú- um við okkur að kapphlaupinu við Juventus," sagði Sven Göran Eriksson, þjálfari Lazio. Porto með yfirburðastöðu PORTO hefur tíu stiga forskot í portúgölsku deildinni eftir leiki helgarinanr. Liðið vann Braga sannfærandi 4:0. Miðvallarleik- maðurinn Sergio Conceicao, sem hefur fengið tiiboð frá Deporti- vo á Spáni, gerði tvö marka Porto og brenndi af vítaspyrnu. Nuno Capucho og varamaðurinn Rui Barros gerðu hin tvö. Benfíca, sem er í öðru sæti, mátti sætta sig við tap fyrir Boavista á heima- velli, 1:2. Skoski þjálfarinn hjá Benfica, Graeme Souness, var æf- ur út í dómara leiksins og sagði hann hafa m.a. rænt liðið víta- spyrnu. Litos Magalhaes og Jorge Couto gerðu mörk gestanna en Bólivíumaðurinn Erwin Sanchez minnkaði muninn úr aukaspyrnu á lokaminútu leiksins. Reuters ALLESSANDRO Del Piero, leikmaðurinn frábæri hjá Juventus, fagnar öðru tveggja marka sinna gegn AC Milan. Rangers nálgast óðum toppinn GLASGOW Ranges sigraði Dun- fermline 3:2 á meðan hin toppliðin, Celtic og Hearts, gerðu markalaust jafntefli í skosku úrvalsdeildinni um helgina. Celtic hefur 63 stig, tveimur stigum meira en Hearts og síðan kemur Rangers með 60 stig og á nú góða möguleika á að vinna meistara- titilinn tíunda árið í röð þegar sex umferðir eru eftir. Svíinn Jonas Thern gerði sigur- mark Rangers eftir að markahrók- urinn Ally McCoist hafði sett hin tvö mörkin og hefur hann nú gert fimm mörk í síðustu þremur leikjum. Yfir 50 þúsund áhorfendur fylltu leikvang Celtic enda mikið í húfi. Sigur á Hearts hefði þýtt að liðið tæki fimm stiga forskot í deildinni. En þrátt fyrir að Celtic væri mun betra liðið var niðurstaðan marka- laust jafntefli og aðeins eitt stig til hvors liðs fyrir sig. „Við verðum víst að sætta okkur við þessi úrslit. Mik- ilvægast var að tapa ekki,“ sagði hol- lenski þjálfarinn hjá Celtic, Wim Jansen. Hollendingurinn hefur gert mjög góða hluti hjá Celtic, en er að sögn óánægður með samning sinn við félagið og sögusagnir hafa verið á kreiki um að hann yfirgefi félagið jafnvel eftir tímabilið. Aðstoðarmað- ur hans, Murdo McLeod, varaði einmitt við því fyrir helgi. Sagði fé- lagið alls ekki mega missa Jansen. Hibernian náði jafntefli á móti Aberdeen, 1:1, í botnslagnum og gerði Tony Rougier jöfnunarmark Hibs á lokamínútu leiksins. Eoin Jess gerði mark Aberdeen um miðj- an fyrri hálfleik beint úr auka- spyrnu. Dundee United tapaði fyrir Motherwell á útivelli, 1:0. Owen Coyle gerði sigurmarkið, sem var 15. mark hans á tímabilinu. John O’Neil skoraði eina mark St Johnstone í 1:0 sigri á Kilmamock. Real geng ur illa úti Kaiserslaut- em steinlá Lensí vann Metz í topp- slagnum Leikmenn Metz, sem eru í efsta sætinu í Frakklandi, urðu að sætta sig við tap fyrir fyrir Lens, sem er í öðru sæti, 2:0. Lens, sem vann sinn fjórða leik í röð, á mögu- leika á að vinna sinn fyrsta meistara- titil. Liðið er með 58 stig þegar fjór- ar umferðh’ eru eftir, Metz 60 stig. Júgóslavinn Anto Drobnjak skoraði bæði mörk Lens á sex mín. kafla í fyrri hálfleik. Leikmenn Metz náðu ekki að brjóta sterkan varnarieik Lens á bak aftur. „Við náðum ekki að leika á þeim hraða sem við erum vanir, það var erfitt að vinna upp tveggja marka forskot Lens,“ sagði Sylvain Kastendeuch, fyrirliði Metz. „Við töpuðum, en möguleikinn á meistaratitlinum er enn til staðar.“ Þjálfari Lens, Daniel Leclercq, var aftur á móti himinlifandi: „Við lékum fullkomlega í fyrri hálfleik." Varnarmaðurinn Martin Djetou skoraði sigurmark Mónakó með hjól- hestaspyrnu rétt fyrir leikslok, er liðið vann Guingamp, 1:0. Meistarar Mónakó eru í fjórða sæti, fjórum stigum á eftir Metz. Leikmenn Parísarliðsins St Germain, sem höfðu leikið sjö leiki í röð án sigurs, fógnuðu sigri á sunnu- daginn er þeir lögðu Lyon 3:0. ítal- inn Marco Simone skoraði tvö mörk - hefur nú skorað tólf mörk í frönsku 1. deildarkeppninni, og Brasilíumað- urinn Rai skoraði eitt. Barcelona tapaði fyrir Celta í Vigo á sunnudagskvöldið, 1:3, í spænsku 1. deildinni en hefur engu að síður sex stiga forystu á Real Ma- drid og hefur meira að segja lokið einum leik færra. Meisturum Real hefur gengið afleitlega á útivelli í deildinni upp á síðkastið. Liðið gerði jafntefli gegn Valladolid, 1:1, um helgina og hefur því ekki sigrað í síð- ustu tíu útileikjum. ísraelski landsliðsmaðurinn Haim Revivo skoraði fyrsta mark Celta á móti Barcelona eftir fyrirgjöf Juan Sanchez á 22. mín. Luis Enrique Martinez jafnaði fimm mínútum síð- ar og var þetta 16. mark hans á tíma- bilinu. Celta, sem hefm- aðeins tapað einum heimaleik í vetur, var ekki hætt og vann verðskuldað. Rússinn Alexandr Mostovoi gerði annað mark liðsins á 32. mínútu og það þriðja gerði brasilíski miðjumaður- inn, Mazinho, 20 mín. fyrir leikslok. Celta færðist við sigurinn upp í 4. sæti. Mazinho, sem er fyrirhði liðsins, hefin’ verið frábær undanfarið. Hann var í heimsmeistaraliði Brasilíu á HM í Bandaríkjunum 1994 og era margir á því að hann verði valinn í liðið á ný fyrii- HM í Frakklandi 1 sumar. Króatíski framherjinn Alen Pet- emac jafnaði fyrir Valladolid gegn Madrid fjórum mínútum fyrir leiks- lok og tryggði liðinu þar með sann- gjarnt jafntefli. Real hafði byrjað mun betur og annar Króati, Davor Suker, kom meisturunum yfir á 34. mín. Suker hefur verið varamaður í undanfórnum leikjum en var valinn í byrjunarliðið að þessu sinni þar sem Júgóslavinn Predrag Mjjatovic var hvfldur fyrir átökin gegn Dortmund í Evrópukeppninni á morgun. Til gamans má geta þess að varn- armaðurinn Femando Sanz, sonur forseta félagsins, var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu hjá Real. Nærvera hans hafði ekki sérlega góð áhrif því vörnin þótti heldur slök. Atletico Madrid missti tveggja marka forskot niður í jafntefli á móti Real Sociedad. Juan Vizcaino skor- aði fyrsta markið skömmu fyrir leik- hlé, mark sem Alberto Lopez mark- vörður hefði átt að verja. Annað mark Atletico kom á 58. mínútu eftir góða samvinnu Kiko Narvaez og Jordi Lardin, sem skoraði af 15 metra færi. Aitor Aldeondo minnk- aði muninn með skalla eftir klukku- tíma leik og Nígeríumaðurinn Mutiu Adepoju jafnaði fimmtán mínútum fyrir leikslok. Pedro Jaro, sem er 35 ára, stóð í marki Atletico vegna meiðsla aðalmarkvarðar liðsins, Francisco Molina. Sporting Gijon gerði markalaust jafntefli við Real Zai’agoza og féll þar með í 2. deild og leikur þar í fyrsta sinn síðan 1977. Kaiserslautern, efsta lið þýsku 1. deildarinnar, steinlá á heima- velli fyrir Bayer Leverkusen á laug- ardag, 0:3, en er þrátt fyrir það í mjög góðri stöðu í efsta sæti; hefur 57 stig eftir 27 leiki, Bayern Miinchen - sem varð að sætta sig við jafntefli á heimavelli - kemur næst með 52 stig eftir 28 leiki og Leverku- sen er í þriðja sæti, hefur lokið 27 leikjum og er með 49 stig. Kaiserslautern, sem hefur komið geysilega á óvart í vetur, varð fyrir áfalli í upphitun fyrir leikinn gegn Leverkusen þegar Andreas Reinke markvörður sneri sig á fæti og gat ekki verið með. Varamaðurinn Lajos Szucs frá Ungverjalandi stóð því í markinu og var ekki sannfærandi en auk þess vantaði í lið Kaiserslautem Andreas Buck og Ratinho, sem eru lykilmenn á miðsvæðinu. Stefan Beinlich gerði fyrsta mark- ið á 61. mín. með föstu skoti, Paulo Rink bætti öðru við 17 mín. síðar og Ulf Kirsten, markahæsti leikmaður deildarinnar, gulltryggði sigurinn á lokasekúndunum með 19. marki sínu í vetur. Leverkusen á nú að baki 20 leiki í röð í deildinni án taps. „Við lékum mjög vel í fyiri hálfleik en gerðum síðan kjánaleg mistök sem urðu til þess að Leverkusen skor- aði,“ sagði Otto Rehhagel, þjálfari Kaiserslautern. „Efth það treystu þeir á skyndisóknir og við vorum of hugmyndasnauðir til að ógna þeim.“ Meistarar Bayern gerðu aðeins jafntefli, 1:1, á heimavelli gegn Karlsruhe, sem er í mikilli fallbar- áttu. Franski varnarmaðurinn David Regis kom gestunum yfir rétt fyrir leikhlé en Brasilíumaðurinn Giovane Elber jafnaði á 76. mín. og var það fyrsta mark hans í deildinni í hvorki meira né minna en 721 mínútu! „Við hefðum ekki átt skilið að sigra í þessum leik,“ sagði Giovanni Trapattoni, þjálfari Bayern, og var mjög ósáttur við frammistöðu sinna manna. „Við lékum mjög illa í 70 mínútur. Ahangendur okkar flaut- uðu á okkur og ég skil vel hvers vegna.“ Lið Leverkusen gerir nú harða atlögu að Bayem í keppninni um sæti í Meistaradeild Evrópu- keppninnar næsta vetur; er aðeins þremur stigum á eftir og hefur lokið einum leik minna. Tvö þýsk lið spila með í meistaradeildinni. Evrópumeistarar Dortmund hit- uðu upp fyrir Evrópuleikinn gegn . Real Madrid á morgun með því að bursta Duisburg 3:0 þar sem sviss- neski landsliðsframherjinn Stephane Chapuisat gerði tvö mörk. „Eg var ekki ánægður með fyrri hálfleik en eftir hlé lékum við mun betur og átt- um þennan mikilvæga sigur skilinn. Nú getum við ferðast rólegh’ til Madrid," sagði ítalinn Nevio Scala, ♦ þjálfari Dortmund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.