Morgunblaðið - 31.03.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.03.1998, Blaðsíða 12
KNATTSPYRNA y j Lottí61 k™ inn ræður ríkjum“ EG er mjög ánægður hjá Wat- ford. Pað er góður andi í leik- mannahópnum og léttleikinn ræður ríkjum hér,“ sagði Jóhann B. Guð- mundsson, sem gekk til liðs við Watford í sl. viku. Liðið er í efsta sæti í 2. deild og fátt getur komið í veg fyrir að Watford leiki í 1. deild næsta keppnistímabil. Jóhann mun leika sinn fyrsta leik með Lundúna- liðinu í kvöld - með varaliðinu gegn Millwall. Jóhann fór í læknisskoðun sl. fimmtudagsmorgun, en klukkan 17 sama dag rann út frestur hjá bresk- um liðum að kaupa leikmenn á þess- ari leiktíð. Læknir skoðaði Jóhann vandlega í tvær klukkustundir og sagði að eitthvað væri að öðrum ökkla Jóhanns, sem kom af fjöllum þar sem hann hafði ekki fundið neitt til í ökkla. Farið var með Jóhann í skyndi til sérfræðings, sem tók röntgenmyndir af ökklanum ásamt því að teygja hann og toga í rúma klukkusund. Að því loknu kvað læknirinn upp sinn úrskurð: „Jó- hann er með annað liðband í ökkla slitið“ og bætti við við: „Það er greinilegt töluverður tími síðan lið- bandið hefur slitnað. Vöðvarnir í ökklanum eru sterkir og hafa tekið við hlutverki liðbandsins. Þetta kemur ekki í veg fyrir undirritun." Eftir þennan úrskurð var farið á heimavöll Watford, Vicarage Road, þar sem samningur var undirritað- ur. Kallað var eftir formlegu sam- þykki frá Keflavík og Knattspyrnu- Júlíus enn í IOC nefndinni JÚLÍUS Hafstein, formaður Júdósambands íslands og fyrr- verandi formaður Ólympíu- nefndar Islands, situr enn í nefnd alþjóða Ólympíunefnd- arinnar (IOC) um íþróttir og umhverfismál. Morgunblaðið greindi frá því fyrir skömmu að hann væri ekki lengur í nefndinni, enda er hann ekki talinn upp meðal nefndar- manna f nýjustu handbók IOC. „Ég er áfram í þessari nefnd. Morgunblaðið hafði upplýsing- ar sínar úr árbók IOC á sínum tíma en ég kann engar skýr- ingar á því, að nafnið mitt skuli ekki koma þar fram, aðr- ar en þær að um sé að ræða einhvers konar inistök á skrif- stofunni ytra. Um það er ekk- ert að segja, annað en að ég hef þegar fengið afsökunar- bréf vegna þessa að utan þar sem frain kemur að þetta séu mistök. Ég sit í nefndinni að minnsta kosti næstu tvö árin og er mjög ánægður með það,“ sagði Július í gær. sambandi íslands, sem barst skömmu síðar. Jóhann var orðinn lögiegur leikmaður með Watford fyrir klukkan 17. Graham Taylor, knattspymu- stjóri Watford og fyrrverandi lands- liðseinvaldur Englands, sagði við fjölmiðla að með því að kaupa Jó- hann væri hann að kaupa leikmann til framtíðarinnar. Ég geri mér grein fyrir að Jóhann er ekld í leikæfingu. Hann mun leika alla leiki varaliðsins á næstunni. Það verður gott að hafa Jóhann tilbúinn í síðustu leikjum okkar, ef eitthvað kæmi uppá,“ sagði Graham. JÓHANN B., í búningi Watford, með Graham Taylor, eftir að hann var búinn að skrifa undir atvinnumannasamning. GENGIÐ frá samningnum í einum af fundarsölum Watford. Ólaf- ur Garðarsson hrl. og löggiltur FIFA-umboðsmaður, Graham Taylor, knattspyrnustjóri Watford, Jóhann B. og Birgir Runólfsson frá Keflavík. ISHOKKI SA vann fyrsta leikínn LIÐ Skautafélags Akureyrar sigr- aði lið Iþróttabandalags Reykjavík- ur 7:6 í fyrsta úrslitaleiknum um Is- landsmeistaratitilinn í íshokkí. Leikið var í skautahöllinni í Laug- ardai á sunnudag. Rúnar Rúnarsson gerði þrjú mörk fyrir Akureyringana, Eggert Hannesson tvö og þeir Jón Gíslason og Sigurðsson eitt hvor. Ágúst Torfason gerði þrennu fyrir Reykjavíkurliðið og þeir Helgi P. Þórisspn, Styrmir Karlsson og Kri- stján Óskarsson gerðu eitt hver. Silk Cut með forystu í hnatt- siglingu BRESKA skútan Silk Cut kom fyrst í mark á sjötta áfanga Whitbread-hnattsiglingarinnar, sigldi inn í höfnina í Fort Lauderdaule undir stjórn skip- stjórans Lawrie Smith á sunnu- dag. Áfanginn hófst í Sao Sebastiao í Brasilíu og var 4.750 mílur. Lauk Silk Cut sigl- ingunni á 15 döguin, 19 stund- um, 55 minútum og 9 sekúnd- um. Næsta skúta, EF Langu- age frá Svíþjóð undir stjórn Bandaríkjamannsins Pauls Ca- yards, átti 20,7 mflur ósigldar til Fort Lauderdale er breska skútan fór yfir marklínuna. Sjöundi og síðasti áfanginn er frá Flórída til Englands. „Blatter er strengja- brúða“ LENNART Johansson, forseti knattspyi-nusambands Evrópu, UEFA, segir Sepp Blatter vera strengjabrúðu í höndum Joao Havelanges, forseta alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA Blatter, sem er framkvæmda- stjóri FIFA, greindi Havelange frá ákvörðun sinni um að sækjast eftir embætti forseta FIFA sl. fóstudag, en hefur opinberlega ekki sent frá sér tilkynningu enn sem komið er. Havelange lætur af störfum í sumar eftir 24 ár í forsetastólnum. Áður hafði Jo- hansson, sem er Svíi, tilkynnt að hann sæktist eftir embættinu. Ymsir þeir sem hafa horn í síðu Svíans hafa látið í veðri vaka að hann væri strengjabrúða Þjóð- verja og gengi erinda þeirra. „Mér er spurn, hver er strengjabrúða og hver ekki?“ sagði Johansson í viðtali við þýska vikublaðið Sonntags Zeit- ung. „Blatter tilkynnti ekki sjálf- ur um framboð sitt, það gerði for- setinn sjálfur. Blatter greinir frá framboði sínu síðar. Þetta mál er orðið að farsa,“ bætti Johansson við. Blatter vildi ekki svara Johans- son um helgina, sagðist aðeins hafa átt við hann gott samstarf og Johansson hefði góðan skiln- ing á vanda knattspyrnuhreyfmg- arinnar. „í þessu efni erum við samstíga." Kosning forseta FIFA verður 8. júní nk. Blatter sagði í samtali við SonntagsZeitung að nokkur knattspyi-nusambönd hefðu heit- ið sér stuðningi, en að knatt- spyrnusambönd Evrópu væru ekki þar á meðal. „í mínum hópi eru þjóðir Asíu, Afríku og frá Norður- og Suður-Ameríku.“ í viðtalinu sendir Johansson keppinauti sínar kaldar kveðjur og segir Blatter hafa haldið mönnum í óvissu í langan tíma um hvort hann hygðist hella sér út í slaginn eða ekki, en sjálfur tilkynnti Svíinn um framboð sitt fyi'ir ári. En þrátt fyrir að honum fyndist Havelange hafa of mikil afskipti af framboði Blatters sagðist hann bera virðingu fyrir Havelange og störfum hans sem forseti FIFA í tæpan aldarfjórð- ung. „Havelange var réttur mað- ur á réttum tíma.“ Johansson sagði að þrátt fyrir allt vonaðist hann eftir heiðar- legri og málefnalegri kosninga- bai’áttu á milli sín og Blatters á þeim stutta tíma sem væri fram til kosninga. BLAK / LANDSLEIKIR Sá stærsti frá upphafi i slenska karlalandsliðið í blaki gerði sér lítið fyrir og skellti fær- eyska karlalandsliðinu þrívegis um helgina. Róðurinn var þungur hjá færeyska liðinu sem tapaði öllum þremur viðureignunum enda liðið sennilega að leika við eitt sterkasta landslið Islands í langan tíma. Á laugardaginn áttust liðin við öðru sinni í Austurbergi og það var háðuleg útreið sem frændur vorir þurftu að þola en þeir töpuðu í þremur hrinum gegn engri, 15:3, 15:0! og 15:0!, í leik sem stóð aðeins í 46. mínútur. íslenska iiðið fór hreinlega hamföium í leiknum og leikmenn liðsins, allir sem einn, skiluðu sínu besta og liðið hreinlega yfirspilaði gestina. Það voru vonsviknir leikmenn færeyska liðs- ins sem gengu af vellinum enda þurftu þeir að sætta sig við að verpa tveimur eggjum eins og það heitir á blakmáli þegar lið fær ekkert stig. Klæmint Isaksen, þjálfari færeyska liðsins, sagði eftir leikinn að þetta hefði verið einstefna og það hefði bara verið eitt lið á leikvellinum, það íslenska. Á sunnudaginn áttust liðin síðan við í þriðja sinn, nú í Digranesi, og það var greinilegt frá upphafi að færeyska liðið ætlaði sér meira en í fyrri viðureignum enda veittu gest- irnir verulega mótspyrnu í fyrstu hrinu sem endaði 16:14 fyrir Island. Islands vann aðra hrinuna létt og það var í þeirri þriðju að Færeying; ar náðu takmarkinu, vann 15:6. I framhaldinu skipti landsliðsþjálfar- inn Ólafur Árni Traustason byrjun- arliðinu inn á og fjórða hrinan kláraðist létt, 15:4. í heildina var íslenska liðið mun betra en það færeyska eins og úr- slitin gefa til kynna en það eru ekki mörg ár síðan íslendingar áttu í basli með Færeyinga á blakvellin- um. Upp úr stendur þó frábær frammistaða á laugardeginum þeg- ar stærsti sigur frá upphafi vannst. Nicas Joensen, formaður færeyska blaksambandsins, var líka mjög ánægður með liðið og undirstrikaði að þetta væri besta íslenska iið sem hann hefði séð. Tvöfalt hjá konunum Silfurlið Islands frá síðustu Smá- þjóðaleikum gerði það ekki síður gott á móti Færeyingum og vann báða leikina örugglega í þremur hrinum gegn engri á laugardegin- um og 3:1 á sunnudeginum. Jó- hannes Karl .Jia, sem stýrði liðinu einnig á Smáþjóðaleikunum, mætti heldur meiri mótspyrnu en karla- liðið en hann lét alla leikmennina spila og yngri leikmennirnir sem voru að leika sína fyrstu landsleiki fengu ágæta reynslu út úr leikjum helgarinnar. Birna Baldursdóttir úr KA og Fríða Sigurðardóttir úr Þrótti, eru aðeins 18 ára og léku þarna sína fyrstu landsleiki sem og Guðrún Ása Kristleifsdóttir úr Þrótti og Hjálmdís Zoéga úr Þrótti N. og sýndu stúlkurnar að þar eru leikmenn framtíðarinnar á ferð- ENGLAND; 121 112 121 11X2 ITALIA: X 2 X X X 1 11X 21X1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.