Morgunblaðið - 31.03.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1998 B 7
AKSTURSÍÞRÓTTIR / FOPMÚLA 1
ÍÞRÓTTIR
Kentucky
í úrslitum
þríðja ár-
ið í röð
62 þús. áhorfendur
\tlanta og Chicago
stig á móti San Antonio Spurs,
sem gerði 74. Ekkert lið hefur
skorað svo fá stig í NBA-deild-
inni síðan 24 sekúndna skot-
klukkan var tekin upp. Indiana
lék án bestu leikmanna sinna,
Reggie Millers og Rik Smits.
Fyrra „metið“ áttu Orlando og
Philadelphia, sem gerðu 57 stig í
leik.
Chicago vann níunda leik sinn í
röð í fyrri nótt er þeir fóru og
heimsóttu Milwaukee í fyiTÍ nótt.
Michael Jordan var stigahæstur
með 30 stig og Toni Kukoc kom
næstur með 19 stig. Luc Longley
lék með Bulls eftir langt hlé
vegna meiðsla og gerði 14 stig.
Dennis Rodman tók 17 fráköst.
Scottie Pippen lék ekki með
vegna flensu.
Chicago lék í Georgia Dome-
höllinni í Atlanta á laugardag og
sigraði 89:74 fyrir framan 62.046
áhorfendur sem er met á leik í
NBA-deildinni. Fyrra metið var
61.983 manns sem sáu leik
Boston og Detroit í úrslita-
keppninni í Silverdome-höllinni
29. janúar 1988. „Það er einstök
tilfínning að spila fyrir framan
svo marga áhorfendur," sagði
Jordan sem gerði 34 stig fyrir
Bulls.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
og Alexander Ermolinskíj, leik-
inna, berjast um knöttinn.
LIÐ Utah háskóla kom á óvart í
undanúrslitaleik sínum gegn
North Carolina með því að sigra,
65:59. Liðið mun mæta Kent-
ucky í úrslitaleiknum sem fram
fer í dag. Tap North Carolina
þýddi að ekkert af þeim fjórum
liðum sem raðað var efst í riðl-
ana fjóra í úrslitakeppninni mun
taka þátt í úrslitaleiknum.
Rúmlega 40 þúsund áhorfendur
fylltu Alomo höllina í San Anton-
io á laugardag þar sem báðir undan-
úrslitaleikimir fóru fram.
Gunnar Fyrri leikurinn milli
Valgeirsson Kentucky og Stanford
skriíar var æsispennandi. Kent-
%unum' ucky var talið mun si&ur-
stranglegra liðið, en Stan-
ford hafði forystuna fyrstu 30 mínút-
urnar. Liðin skiptust síðan á um að
hafa forystuna í hnífjöfnum leik það
sem eftir var. A lokamínútunni var
Stanford óheppið eftir tvenn mistök
dómaranna, sem bæði voru Kent-
ucky í vil. Eftir venjulegan leiktíma
var staðan jöfn, 73:73. Jafnræði var á
með liðunum í framlengingunni en
Kentucky marði sigurinn á endanum,
86:85.
Þetta er þriðja árið í röð sem
Kentucky spilar til úrslita. Liðið
vann titilinn fyrir tveimur árum, en
tapaði í fyrra fyrir Ai’izona. Liðið
réði nýjan þjálfara síðasta sumar
eftir að Rick Pitino tók við Boston
Celties í NBA-deildinni. Blökkumað-
urinn Tubby Smith hefur gert það
gott síðan hann tók við liðinu. „Mað-
ur verður að bera virðingu fyrir St-
anford. Þeir gáfust aldrei upp þrátt
fyrir að við virtumst vera með leik-
inn í höndunum," sagði Smith eftir
leikinn.
Utah kom á óvart í leiknum gegn
North Carolina. Utah var í fyrsta
sinn í undanúrslitunum, en leik-
menn þess léku í byrjun eins og þeir
væru spennunni vanir. Liðið náði af-
gerandi forystu strax í upphafi,
17:4, og hafði lengst af um tíu stiga
forskot. Það var ekki fyrr en á síð-
ustu fimm mínútunum að North
Carolina loksins rankaði við sér.
Liðið náði að minnka muninn í tvö
stig, 57:55, þegar tæplega tvær mín-
útur voru eftir, en Utah átti nóg eft-
ir í lokin og vann sannfærandi,
65:59.
Það var fyrst og fremst frábær
varnarleikur Utah sem gerði
gæfumuninn í leiknum. Leikmenn
liðsins gáfu reyndu liði North Carol-
ina aldrei tækifæri á að setja upp
sóknarleik sinn og North Carolina
hitti aðeins úr 39% skota sinna. „Eg
á vart orð til að lýsa tilfinningum
mínum á þessari stundu. Margir fé-
lagar mínir í þessum bransa fá
aldrei tækifæri til að þjálfa lið sem
er í úrslitum. Ég hefði ekki getað
beðið um meira frá strákunum en að
fá tækifæri til að undirbúa þá fyrir
úrslitaleikinn," sagði Rick Majerus,
hinn litríki þjálfari Utah, eftir leik-
inn.
Utah og Kentucky hafa mæst und-
anfarin tvö ár í úrslitakeppninni. I
bæði skiptin hefur Kentucky haft
betur. Kentucky er talið sigurstrang-
legra, en ef Utah heldur áfram góð-
um varnarleik gæti allt gerst.
Reuters
FINNSKI ökuþórinn Mika Hakkinen fagnaði aftur sigri - nú í Sao
Paulo í Brasilíu. Félagi hans hjá McLaren, Bretinn David Coult-
hard, varð annar.
Sigrí Hákkinens
aldrei ógnað
FINNINN Mika Hakkinen fór með
öruggan sigur af hólmi í Brasil-
íukappakstrinum á sunnudag,
leiddi frá því rásmerki var gefið
þar til markfána var veifað eftir
rúmlega 300 km akstur. Félagi
Hákkinens í McLaren liðinu, Da-
vid Coulthard, var sá eini sem
gat ógnað finnska ökuþórnum.
Annars var kappaksturinn
óspennandi og þjakaði flensa
margan ökuþórinn.
Eftir að hafa unnið upphafssprett-
inn að fyrstu beygju var sigur
Hákkinens aldrei í hættu því hann
átti auðvelt með að verja
A úst stöðu sína á mishæðóttri
Ásgeirsson °g ósléttri Interlagos-
skrífar brautinni. Þó Coulthard
hafi verið aðeins 1,1 sek-
úndu á eftir í markinu segir það ekk-
ert, Hákkinen hafði tögl og hagldir í
höndum sér allan tímann. Vann hann
þriðja sigur sinn í röð, afrek sem eng-
inn hefur unnið frá því Damon Hill
gerði slíkt hið sama 1996. Fyrstu tvo
var Hákkinen hjálpað til sigurs en nú
vann hann hjálparlaust.
Rétt eins og í fyrsta móti ársins, í
Melbourne fyrir þremur vikum, voru
yfirburðir silfurörva McLaren algjör-
ir. Nutu þeir þó ekki hins fullkomna
bremsubúnaðar sem þeir brúkuðu í
Melbourne. Að ósk akstursíþrótta-
sambandsins FIA var hann numinn
úr sambandi vegna formlegrar kæru
frá Ferrari og fleiri liðum, en áður
hafði FIA heimilað notkun
bremsanna, sem sagðar eru jafngilda
því að stýri sé á öllum fjórum hjólum.
Til marks um yfirburði McLaren
hringuðu Hakkinen og Coulthard alla
nema Ferraribíl Michaels
Schumachers, sem varð þriðji rúmri
mínútu á eftir, og Benettonbíl Alex-
anders Wurz, sem varð fjórði, flest-
um á óvart.
Heimsmeistarinn Jacques Vil-
leneuve á Williamsbíl á langt í land
með að geta ógnað McLaren-ökuþór-
unum og leyndi ekki vonbrigðum sín-
um eftir Brasilíukappaksturinn, þar
sem hann varð einungis sjöundi. Virð-
ist titilvörn hans þegar orðinn afar
fjarlægur draumur. Og heimsmeist-
arinn Damon Hill gerði engar rósir á
Jordanbíl sínum, klúðraði startinu og
missti þá marga fram úr sér, en lauk
þó keppni í 10. sæti. Eftirá var hann
dæmdur úr leik þar sem bíllinn
reyndist nokkrum grömmum of létt-
ur.
Hörð barátta var lengst af um
þriðja til sjöunda sæti og skiptust
nokkrir ökumenn á að skipa þau. í
fimmta sæti varð Þjóðverjinn Heinz-
Harald Frentzen á Williamsbíl, sjötti
Italinn Giancarlo Fisichella á
Benetton. Einungis helmingur bíl-
anna komst alla leið í mark og rak
Daninn Jan Magnussen á Stewartbíl
lestina.
Héðinn með stórieik
HÉÐINN Gilsson átti mjög góðan leik fyrir Bayer Dormagen sem vann
GWD Minden 24:22 í þýska handboltanum um helgina. Hann gerði 7 mörk
og var markahæstur í liðinu. Róbert Sighvatsson var ineð tvö mörk. Þetta
var afar mikilvægur sigur lijá Dormagen í botnbaráttunni. Liðið er þó
enn í neðsta sæti með 13 stig, en Gummersbach er í næst neðsta með 14.
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Hameln unnu mikilvægan sigur á
Pat.reki Jóhannessyni og félögum hans hjá Essen 24:21 á útivelli. Patrek-
ur gerði aðeins eitt mark fyrir Essen, sem nú er í þriðja neðsta sæti með
16 stig.
Julian Róbert Duranona gerði 5 mörk fyrir Eisenach sem tapaði á
heimavelli fyrir Gummersbach, 27:28. Konráð Olavson skoraði þrjií mörk
fyrir Niederwurzbach sein vann Grosswallstadt á útivelli 25:23.
Niederwiirzbach er í þriðja sæti með 29 stig, en Kiel er efst með 37 stig
og Lemgo í öðru sæti með 34 stig.