Morgunblaðið - 31.03.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.03.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1998 B 3 . ■r ill Lokað eftir hlé! Skuli Unnar FRAM tryggði sér í gærkvöldi rétt til að leika við FH-inga í undanúrslitum 1. deildar karla í handknattleik, sigruðu Eyja- menn með tíu marka mun, 28:18, í miklum baráttuleik þar sem Safamýrapiltarnir höfðu undirtökin svo til frá upphafi. Þrátt fyrir tíu marka mun var leikurinn ágæt skemmtun og nokkuð spennandi, en eftir hlé lokuðu Framarar hreinlega vörninni og sigruðu örugglega. Fyrsta markið lét standa á sér og það var ekki fyrr en eftir ríflega þrjár og hálfa mínútu að Njörður Ámason kom heima- mönnum í 1:0. Eyja- menn höfðu þó haft ríka ástæðu til að fagna nokkru áður því Sigmar Þröstur Óskarsson, mark- vörður þeirra, varði vítakast og von- uðust gestirnir til að þar með væri hann kominn í stuð. En því miður fyrir Eyjamenn þá var þetta ekki tónninn að enn einum stórleik mark- varðarins snjalla því hann náði sér ekki á strik í leiknum frekar en aðrir leikmenn ÍBV. En það gerði hins vegar Reynir Þór Reynisson, markvörður Fram, því hann varði mjög vel í leiknum og skoraði auk þess mark úr vítakasti undir lok leiksins þegar leikmenn voru farnir að taka leikinn hæfílega alvarlega. Hann gerði næstsíðasta mark Fram en síðasta mark Eyja- manna gerði Sigurður Bragason eft- ir „gott samspil" við Framarann Gunnar Berg Viktorsson, sem áður lék með ÍBV. Það hefði farið betur á þvi að létt væri í mönnum allan leikinn þótt mikið væri í húfí. Sumir leikmenn IBV virtust mjög æstir og þá sér- staklega i fyrri hálfleik þegar litlu munaði að upp úr syði á kafla. En það var fleirum heitt í hamsi því þegar tæpar 12 mínútur voru liðnar af leiknum varð að vísa einum áhorf- enda úr húsinu. Þetta var miðaldra karlmaður, sem teygði sig inn fyrir auglýsingaskiltin og greip í hand- legg annars dómarans. Eyjamenn náðu tvívegis að jafna í leiknum, 1:1 og 2:2, en eftir það tókst þeim aðeins þrívegis að minnka muninn í eitt mark fyrir hlé en í leikhléi hafði Fram 12:9 yfir og jók forystuna í upphafí þess síðari og þegar hann var hálfnaður var staðan 15:10. Þannig var hún í heilar sex mínútur og mikið var barist og vel tekið á. Fram náði að leysa hnút- inn og þá var björninn unninn. „Sókn okkar var afskaplega döpur og í raun ekkert meira um það að segja,“ sagði Þorbergur Aðalsteins- son, þjálfari ÍBV, eftir tapið. „Þegar þrír af lykilmönnum okkar í sókn- inni bregðast allir í sama leiknum þá er ekki von á góðu,“ sagði þjálfarinn. Það má taka undir orð hans því lið sem gerir aðeins níu mörk í hvorum hálfleik getur vart gert sér vonir um hagsstæð úrslit. Rétt er þó að geta þess að vörn Fram, með Oleg Titov sem besta mann, var mjög sterk og að baki henni var Reynir Þór góður í fyrri hálfleik og frábær í þeim síðari. Rétt er að geta frammistöðu Njarð- SOKNARNYTING Annar leikur liðanna í 8 liða úrslitum, leikinn í Vestmannaeyjum 28.3.1998 ÍBV Mörk Sóknir % Fram Mörk Sóknir % 12 30 40 F.h 17 31 55 16 27 59 S.h 9 27 33 28 57 49 Alls 26 58 45 9 Langskot 9 5 Gegnumbrot 0 6 Hraðaupphlaup 7 2 Hom 2 4 Lína 3 2 Víti 5 Þanmg vörðu þeir Morgunblaðið/Golli GUNNAR Berg Viktorsson lék vel með Fram gegn sínum fyrrl fé- lögum í ÍBV í gærkvöldi. Tölur innan sviga eru skot sem knötturinn fór aftur til mótherja: Reynir Þtír Reynisson, Fram 22/1 (3): 14 (3) lang- skot, 3 úr horni, 2 af línu, 2 eftir hraðaupphlaup og 1 vítakast. Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV 11/1 (3); 7 (1), 1 (1) eft- ir gegnumbrot, 2 (1) úr homi og 1 vítakast. Þýskur sig- ur í Græn- lands- göngunni ÞJÓÐVERJINN Jochen Behle sigraði f heimskautsbaugs- göngunni, 160 kfitímetra skfðagöngu á Grænlandi, sem lauk á sunnudag og kostaði eitt mannslíf. Gangan fer fram á þremur dögum og þykir erf- iðasta keppnisganga heims. Daninn Rasmus Jensen, sem varð þriðji, kvaðst til dæmis fyrst og fremst þakklátur fyr- ir -að hafa ekki orðið úti. Svo heppinn varð 59 ára ítali, Ezlo Melchiorri, ekki en hann varð undir snjófltíði undir lok gðngunnar. Var hann látinn er hann fannst og var grafínn upp úr fltíðinu hálftfma eftir að það féll. Behle sagði að með Græn- landsgöngunni, sem iauk í gær, væri keppnisferli sfnum lokið, en hann tók m.a. þátt í sex vetrartílympíuleikum. í öðru sæti göngunnar varð norski tílympfumeistarinn og heimsbikarhafinn, Thomas Alsgaard. Háði hann einvígi við Behle allt þar til þrír kíltí- metrar voru í mark en varð að játa sig sigraðan f lokin. Bjarki til UMFA á ný BJARKI Sigurðsson, handknatt- leiksmaður með Drammen í Nor- egi, hefur ákveðið að snúa heim í vor þegar keppnistímabilinu ytra lýkur og leika á ný með Aftureld- ingu frá og með næsta hausti. Bjarki gekk til liðs við Drammen sl. sumar en lék með Aftureld- ingu tvö keppnistfmabil áður en hann ákvað að söðia um. Bjarki sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir nokkru að hugur sinn leitaði heim þegar keppnistímabilið væri afstaðið í Noregi. Félagið hefði m.a. ekki geta komið til móts við óskir fjöl- skyldunnar um kennslu fyrir syni hans. ar í vöminni, en hann hélt marka- hæsta manni deildarinnar, Zoltán Beláný, i skefjum. Annars var það frábær samvinna Framara, í vörn- inni sem varð til þess að Eyjamenn gerðu aðeins 18 mörk. Sókn Fram hefur oft verið einhæf og hæg í vetur, en nú brá svo við að allir áttu ágætan leik og gaman var að sjá hversu ógnandi þeir Gunnar Berg Viktorsson og Daða Hafþórs- son voru og ekki má gleyma Sigur- páli Árna í hraðaupphlaupunum og leikstjórnandanum Guðmundi Helga Pálssyni, en þeir áttu báðir fínan leik. ÍBV sýndi klærnar í Eyjum Sigfús Gunnar Guðmundsson skrífar SOKNARNYTING Þriðji leikur liðanna í 8 liða úrsiitum, leikinn í Reykjavík 30. mars 1998 Fram Mörii Sóknlr % IBV Mðrk Sóknir % 12 24 50 F.h 9 24 38 16 30 53 S.h 9 30 30 28 54 52 Alls 18 54 33 5 Langskot 9 4 Gegnumbrot 1 8 Hraðaupphlaup 4 3 Hom 1 4 Lína 3 4 Víti 0 Leikmenn ÍBV náðu að tryggja sér oddaleik þegar þeir sigruðu Framara í Eyjum í hörkuspennandi kaflaskiptri viðureign. Framarar virtust hafa leikinn í hendi sér þeg- ar blásið var til leik- hlés en leikmenn ÍBV sýndu mátt sinn í síðari hálfleik, þeg- ar þeir gerðu það sem fæstir í höll- inni í Eyjum þorðu að vona í hálfleik. Það voru Framarar sem hófu leik- inn betur, gerðu tvö fyrstu mörkin en leikar jöfnuðust fljótt og liðin skipt- ust á um forystuna fram yfir miðjan fyrri hálfleikinn þegar enn var allt í járnum. Þá hófst góður leikkafli Framara sem hlupu framúr Eyja- mönnum og breyttu stöðunni í 17:11 sér í hag og það var ekki fyrr en nokkrum andartökum fyrir hlé að Hjörtur Hinriksson náði að gera fyrsta mark heimamanna á um 12 mínútna kafla og laga stöðu Eyja- manna örlítið eða í 12:17 og þannig var staðan þegar síðari hálfleikur hófst. Vöm Framara er ekkert lamb að leika sér við með þá Oleg Títov og Gunnar Berg Viktorsson, stóra og stæðilega, fremsta í flokki og útlit Eyjamanna orðið nokkuð dökkt, 5 mörkum undir gegn sterku liði Framara. En leikmenn ÍBV náðu greinilega að stappa í sig stálinu í hléi og gera sér grein fyrir því hvað í húfi væri, þeir komu grimmir til leiks, léku sterka vöm og Sigmar Þröstur Óskarsson var búinn að finna fjöl sína í markinu og varði eins og berserkur fyrri hluta síðari hálfleiksins. Og það var akkúrat sá tími sem tók Eyja- menn að vinna upp forskot Framara því um miðjan hálfleikinn var staðan prðin jöfn, 21:21. Þá höfðu leikmenn ÍBV gert 9 mörk gegn fjórum Framara og þeir vom aldeilis ekki hættir því þeir gerðu einnig næstu 3 mörk. Voru því búnir að skora 12 gegn 4 Framara og komnir með 3 marka forskot. Eftir þetta fóra í hönd spennandi lokamínútur þar sem Frömuram tókst í þrígang að minnka muninn í eitt mark og fengu Þannig vörðu þeir Tölur innan sviga eru skot sem knötturinn fór aftur til mótherja. Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV 15/1 (3): 4 langskot, 6 úr horni, 2 eftir hraðaupphlaup, 1 af línu, 1 eftir gegnubrot og 1 víti. Reynir Þór Reynisson, Fram 10 (1): 8 langskot, 1 eftir gegnubrot og 1 úr homi. Þtír Björnsson, Fram 2: 1 langskot og 1 af línu. reyndar gullið tækifæri á að jaftia 1 stöðunni 26:25 og 3 og hálf mínúta var eftir. Þá fóru þeir í sókn, tveimur fleiri, en misstu boltann úr höndum sér og Eyjamenn komust í sókn og skoruðu einum færri. Oreg Títov minnkaði síð- an muninn í 27:26 þegar tvær mínútur voru eftir úr vítakasti en það var síðan Svavar Vignisson sem innsiglaði sigur ÍBV 28:26, mínútu fyrir leikslok og þar við sat. Robertaz Pauzuoliz átti frábæran leik fyrir IBV, gerði alls níu mörk og lék vel í vörninni. Sigmar Þröstur Óskarsson var í stuði í markinu á réttum tíma fyrri hluta seinni hálf- leiksins þegar hann varði oft frá- bærlega. Hjá Fram var Oleg Titov sterkur og öryggið uppmálað í vítaköstum. Daði Hafþórsson lék einnig vel, sem og Njörður Ámason sem átti góða kafla í hægra hominu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.