Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 E 3 N Deildarstjóri innheimtudeildar Eimskip starfar í alþjóðlegu umhverfi og rekur nú 22 starfsstöðvar í 11 löndum utan íslands. Hjá Eimskip og dótturjyrirtækjum innanlands og erlendis starfa um 1.200 manns. Mikil áhersla er lögð á fræðslu og símenntun starfsmanna. Öflugt gæðastarf á sér stað innan fyrirtækisins þar sem hver og einn er virkjaður til þátttöku. Hlutverk fjármálasviðs er að annast innri þjónustu á sviði íjármála, stjómsýslu, upplýsingamála og annarrar sameiginlegrar starfsemi. Sviðið miðlar yfirstjóm fyrirtækisins upplýsingum og veitir deildum fyrirtækisins aðhald og eftirlit. Fjármálasvið hefur yfimmsjón með fjármálastjómun, fjárstýringu og almennum fjárreiðum, bæði EIMSKIPS og dótturfyrirtækja þess. Fjármálasvið annast einnig áætlanagerð, upplýsingavinnslu, tryggingamál, ásamt starfsþróun og skrifstofuþjónustu. Sviðið ber ábyrgð á að fjármunir fyrirtækisins fái sem hagkvæmasta stýringu á á hverjum tíma. EIMSKIP Sími 525 7373 • Fax 525 7379 Netfang: mottaka@eimskip.is Heimasíða: http://www.eimskip.is EIMSKIP óskar eftir að ráða viðskiptafræðing, eða aðila með sambærilega háskólamenntun, sem deildarstjóra innheimtudeildar, á fjármálasvið fyrirtækisins. Um er að ræða spennandi og krefjandi starf við eftirlit og aðstoð með innheimtum auk vinnslu við fjárhagslegar og tölfræðilegar upplýsingar. Deildarstjóri mun hafa eftirlit með innheimtum bæði innanlands og erlendis og annast starfsmannamál deildarinnar, í samvinnu við starfsmannastjóra. EIMSKIP leitar að áhugasömum einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum, sýnir frumkvæði í starfí og á auðvelt með mannleg samskipti. Viðkomandi þarf að vera talnaglöggur og nákvæmur og hafa góð tök á Excel. Góð enskukunnátta er nauðsynleg. Fyrir réttan starfskraft er í boði fjölbreytt og krefjandi starf með margvíslegum tækifærum til faglegs og persónulegs þroska. Umsóknum skal skilað til Hjördísar Ásberg, starfs- mannastjóra Eimskips, Pósthússtræti 2, 101 Reykjavík fyrir 5. júní n.k. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál Eimskip leggur áherslu á að auka hlut kvenna I ábyrgðarstöðum hjá félaginu og stuðla þar með að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Gluggakerfisforritun Góð staða í Danmörku Danish Hydraulic Institute Störfin Vegna mikila anna eru tvær stöður við glugga- kerfisforritun í Umhverfisupplýsingadeild („Hydro Informatics") okkar lausar til umsóknar. Megnið af hugbúnaði okkar er byggður á Visual C++. Verksvið deildarinnar er hönnun og þróun notendaviðmóts og annars hugbúnaðar til með- höndlunar gagna fyrir reiknilíkön DHI. Um er að ræða háþróuð notendaviðmót fyrir graf- íska framsetningu og vinnslu á gögnum. Þú munt vinna í hópvinnu með mjög hæfu og sérhæfðu fagfólki á sínu sviði. Lykilorð — Visual C++ — ActiveX og COM — Miðlari/biðlari — MFC — Hlutbundin hönnun — Hópvinna. Kröfur Háskólapróf í tölvunarfræði eða verkfræði og/eða þekking og reynsla á viðkomandi sviðum. Þar sem hugbúnaður okkar er seldur á alþjóðamarkað er góð enskukunnátta áskilin. Við bjóðum... vinnu við eina af fremstu verkfræðistofnunum heims á sviði umhverfisverkfræði, í lifandi, vin- gjarnlegu, alþjóðlegu umhverfi. Boðin eru sam- keppnishæf laun og tækifæri til að vinna með nýj- ustu tækni og öðlast reynslu í stóru, alþjóðlegu fyrirtæki. Frekari upplýsingar fást hjá Peter Justesen (póstfang: pej@dhi.dk) eða Lars Ekebjærg (póst- fang: lce@dhi.dk). Sendu umsókn þína eins fljótt og auðið er, helst fyrir 15. júní 1998 til: Danish Hydraulic Institute Hydro Informatics Technologies Agem Allé 5, DK-2970 Hprsholm Sími 00 45 45 179 100, fax 00 45 45 179 200. Frekari upplýsingar um starfsemi DHI er að finna á heimasíðu okkar: www.dhi.dk DHI er sjálfstœít starfandi ráðgjafa- og rannsóknastofnun og starfar í samvinnu við Danish Academy of Science. Ráðgjafastörf DHI byggjast á þróun og notkun háþróaðra aðferða innan vatna- og umhverfisverkfrœða, hafnargerð, straumfrœði og grunnvatnsstreymi. Auk þess framleiðir DHI hugbúnað og tœki fyrir rannsóknarstöður. Við DHI starfa nú 270 manns. BORGARBYGGÐ Leikskólinn Varmalandi Leikskólakennari og/eða ófaglært starfsfólk óskast á leikskólann á Varmalandi, Borgarfirði. Skriflegar umsóknir berist bæjarskristofu Borg- arbyggðar, Borgarbraut 11,310 Borgarnesi, fyrir 20. júní nk. Nánari upplýsingar gefur undirrituð eða Kristín Möller í síma 435 1341. Félagsmálastjóri. Staða leikskólastjóra Hvernig væri að breyta til og prófa eitthvað nýtt. Á leikskólanum Tjarnarbæ Suðureyri er laus staða leikskólastjóra frá 15. ágúst 1998. Um er að ræða tveggja deilda leikskóla þar sem eru að meðaltali 30 börn í sveigjanlegum dvalartíma. Góður starfsandi og persónuleg og náin tengsl við börn og foreldra. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 456 6128 og skólafulltrúi í síma 456 3722. Stjórnendastörf hjá öffugu fyrirtæki Stefna VÍS í starfsmannamálum er að hafa á að skipa vel menntuðu starfsfólki með haldgóða þekkingu á vátryggingamálum, að skapa gott starfsumhverfi og aðstöðu til að veita góða þjónustu. Við leggjum höfuðáherslu á þjónustu- lipurð og mikla þekkingu á þeirri þjónustu sem félagið býður á markaði. Þjónustustjórnun Deildarstjóri viðskiptaþjónustu heyrir undir framkvæmdastjóra einstaklingstryggingasviðs. Starfs- og ábyrgðarsvið Viðskiptaþjónusta sér um samskipti við viðskiptavini einstaklingstrygginga VÍS. í starfinu felst m.a: ■ Skipulag og stjórn þjónustu og sölu til núverandi viðskiptavina félagsins. ■ Starfsmannastjórnun viðskiptaþjónustu. ■ Að fylgjast með straumum og stefnum í þjónustustjórnun. ■ Undirbúningur námskeiða og fræðslu fyrir þjónustufulltrúa félagsins. ■ Að fylgjast með nýjungum og breytingum á vátryggingamarkaði. ■ Þátttaka í störfum stjórnendahóps VÍS. Sölustjórnun Sölustjóri heyrir undir framkvæmdastjóra atvinnutryggingasviðs. Starfs- og ábyrgðasvið Sölustjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri söludeildar VÍS. í starfinu felst m.a: ■ Skipulag sölu og söluátaks til nýrra viðskiptavina. ■ Skipulag á skiptingu sölusvæða. ■ Starfsmannastjórnun söludeildar. ■ Undirbúningur námskeiða og fræðslu fyrir sölufulltrúa félagsins. - ■ Að fylgjast með nýjungum og breytingum á vátryggingamarkaði. ■ Þátttaka í störfum stjórnendahóps VÍS. Reynsla og þekking í bæði þessi mikilvægu stjórnunarstörf leitum við að stjórnanda með reynslu og þekkingu á fslensku atvinnu- og viðskiptalífi. Við leggjum áherslu á: ■ Skipulags- og stjórnunarhæfileika. ■ Samskiptahæfileika og reynslu á sviði mannlegra samskipta. ■ Reynsla á sviði vátryggingastarfsemi er æskileg. ■ Háskólamenntun á sviði viðskipta-, stjórnunar- eða markaðsfræða er æskileg. Umfram allt leitum við að starfsfólki sem hefur metnað til að leggja sig ailt fram um að ná árangri í starfi. A ^ rýl >T 4 L.UCAVÍCUIt 1,8 Nánari upplýsingar veitir Benjamfn Axel Árnason hjá Ábendi, sfmi 568 9099. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sendið skriflega umsókn í síðasta lagi fyrir hádegi, f immtudaginn 4. júní 1998. VATRVGCINCAI'EUC ISIAMIS HF Trésmiðir Óskum aö ráða trésmiði. Mikil vinna. Friðjón og Viðar ehf., símar 565 3845, 854 2968 og 893 4335. www.lidsauki.is Ráðningar stjórnenda, sérfræðinga, ritara og annars skrifstofufólks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.