Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 20
§0 E SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐXÐ ÍRSKI Ieikstjórinn Neil Jordan. fyrir nýjustu myndina sína. NEIL Jordan gerir stórar myndir og hann gerir litlar myndir og það verður að segjast eins og er að litlu myndirnar eru undan- tekningarlaust betri. Stóru mynd- irnar eru tröll eins og Viðtal við vampíru eða „Interview With the Vampire", sæmilega hrollvekjandi blóðsugusaga með Tom Cruise í aðalhlutverki; maður getur ímynd- að sér að hvaða leikstjóri sem er í Hollywood hefði getað afgreitt \?ana með svipuðum hætti. Önnur stórmynd er Michael Collins, ópus hans um írsku frelsisbaráttuna frá sjónarhorni hryðjuverkamannsins Collins; myndin eyðilagðist nokk- urn veginn alveg þegar Julia Ro- berts steig inn í hana. Betri myndir heima Jordan gerir betri myndir heima á írlandi en í Hollywood. Litlu myndimar sem hann gerir í heima- landinu eru nánast fullkomnar og sagt hefur verið um þá nýjustu, „The Butcher Boy“, að hún sé hreinlega meistaraverk og besta mynd hans frá því hann sendi frá sér Mónu Lísu árið 1986. Þess má geta að Jordan gerði „The Crying Game“ eftir Mónu Lísu svo eitt- hvað virðist spunnið í nýju mynd- ina. Hún er gerð fyrir tíu milljónir dollara, sem þykir ekki mikið þeg- ar myndir eru famar að kosta 200 milljónir, og hún segir af því hvern- ig ungur drengur verður smám saman geðveikur. Jordan gerði stóra myndirnar sínar, Viðtalið og Collins, hjá Warner Bros.-kvikmyndaverinu í JJollywood og þótt nýja myndin hans virðist við fyrstu sýn ekki vera að efni og umfangi neitt sem risastórt kvikmyndaver vestra hefði áhuga á fékk hann engan frið fyrir þeim. Wamer vildi fyrir alla muni gera þessa mynd með honum. Það kom Jordan mjög á óvart þeg- ar hann fann fyrir áhuga þeirra. „Ég ætlaði að framleiða þessa mynd með óháðum aðilum, utan stóra kvikmyndaveranna, eins og ég hafði gert „The Crying Game“. Þegar ég lauk við Michael Colhns spurðu þeir mig hjá Warner hvað ég ætlaði að gera næst og ég sagði þeim að ég væri með þessa Mtlu mynd í huga sem væri í ________ a&uninni ekkert fyrir þá og eftir því sem ég sagði það oftar og hamraði á því, því meiri áhuga fengu þeir á myndinni. Svo ég sagði þeim frá efni hennar og hug- myndum mínum um REA og drengurinn Owens Jordans, „The EAMONN Owens þykir sérstaklega góður í hlutverki drengsins. Gerir betri myndir heima á írlandi en í Hollywood; Jordan. í hlutverkum sínum í mynd Butcher Boy“. Besta mynd hans frá því hann sendi frá sér Mónu Lísu 1996 hana og þeir sögðust endilega viija gera hana. Ég hikaði enn vegna þess að ég hafði á tilfinningunni að myndin væri ekkert sem Wamer mundi botna í sem stórfyrirtæki, þú veist hvað ég meina? En þeir «»ögðu: Við viljum virkilega fá að vera með í þessu. Við getum gert litlar myndir alveg eins og við get- um gert stórar myndir og loksins féllst ég á það.“ Drengur missir vitið „The Butcher Boy“ gerist á sjö- unda áratugnum og segir frá 12 %-a gömlum dreng sem aUst hefur upp við fátækt og vanhirðu í þorpi nokkru á Irlandi og missir smámsaman vitið, verður geðveik- ur. Söguþráðurinn minnir á kanadísku myndina Léolo, sem fjallar af stakri snUld um dreng í samskonar sporam. Mynd Jordans er byggð á skáldsögu eftir Patrick _______ McCabe og þykir helsti kosturinn við hana, ef marka má umsögn í bandaríska kvikmynda- tímaritinu Premiere, að Jordan predikar hvorki né lætur söguna drakkna í óþarfa tilfinn- ingasemi. Söguhetja myndarinnar, drengurinn Francis, kallar aldrei svo mjög á samúð áhorfandans, hann er hrekkjóttur með afbrigðum, svo ekki sé meira sagt, og þykir jafnvel nokkur skemmtun fólgin í því sem fyrir hann kemur. Ekki er þar með sagt að Jordan komi sér undan að fjalla um sársaukann og þjáninguna og hryllinginn sem blasir við drengn- um. Sagan er sögð frá sjónarhóU hans allan tímann og þykir strák- urinn sem fer með hlutverkið skila sínu frábærlega. Hann heitir Eamonn Owens og hefur aldrei leikið áður en Jordan segir að það hafi skipt öllu máli að finna rétta drenginn í hlutverkið og það virðist hafa tekist. Stephen Rea leikur fóður hans, en Rea fór áður með aðalhlutverkið í „The Crying Game“. Jordan hóf feril sinn sem rithöf- undur. Hann er fæddur í Sligosýslu á Irlandi árið 1950 og hafði skrifað tvær skáldsögur og nokkrar smásögur áður en hann dreif sig í kvikmyndirnar sem ráð- gjafi við mynd John Boormans, „Excalibur", árið 1981. Fyrsta myndin sem Jordan gerði var „Angel“, spennumynd sem gerðist á Norður-írlandi, en meiri athygli vakti myndin „In Company of Wolves“ þremur áram síðar, nk. endursögn ævintýrisins um Rauð- hettu Utlu fyrir fuUorðna. A eftir henni kom önnur spennumynd, Móna Lísa, sem fjallaði um smá- krimma er féll fyrir vændiskonu í undirheimaUfi Lundúna; Bob Hoskins fór á kostum í myndinni sem krimminn lánlausi. Þar með hafði Jordan vakið at- hygU kvikmyndaveranna í Hollywood sem fluttu hann yfir hafið til þess að gera Mklega tvær verstu myndir sem hann hefur í gert, „High Spirits", gamanmynd um yfirnáttúraleg efni, og „We’re No Angels“, gamanmynd um presta á flótta; báðar áttu líklega að vera fyndnar en áttu heima í raslakistunni. Hann hrökklaðist aftur til heimalandsins og gerði Kraftaverkið eða „The Miracle" og loks fékk hann uppreisn æra með „The Crying Game“ árið 1992, frábærlega gerðan trylli sem innihélt ákaf- lega óvenjulega ástar- sögu; hann heppti Oskar fyrir handritið. Síðan komu stórmyndirnar Viðtal við vampíra og Michael Collins, en eins ......— og áður þegar Jordan snýr sér að einhverju sem er minna í sniðum og persónulegra, er hann í essinu sínu. Áhugi á óháðum „Þegar myndirnar kosta mikinn pening er mikill þrýstingur á leik- stjóranum," segir hann, „en ég hef alltaf reynt að gera myndirnar eft- ir mínu eigin höfði. Ég hef lent í vandræðum vegna afskiptasemi og þess háttar. Ég læt ekki bjóða mér neitt slíkt lengur." Mestu vandræðin sem hann lenti í áður sneri að gerð myndarinnar Hafa stóru kvikmyndaver in komið sér upp deildum fyrir slíka framleiðslu „High Spirits" árið 1988, sem voru skelfileg mistök. Jordan segir að hún hafi verið kUppt án þess að hann kæmi þar nálægt og hún hefði ekki verið neitt líkt því sem hann hafði hugsað sér. Hann segist ákaflega ánægður með samstarfið við Warner Bros. Mjög er í tísku núna, sennilega eftir að Quientin Tarantino sló svo heiftarlega í gegn, að gera það sem kallast óháðar myndir þ.e. ódýrar myndir án afskipta kvikmyndaver- anna í Hollywood. Hafa stóra kvik- myndaverin komið sér upp sér- stökum deildum fyrir slíka fram- leiðslu eða keypt áberandi kvik- myndafyrirtæki sem hafa sérhæft sig í dreifingu óháðra mynda eins og Miramax. Warner Bros. tekur þátt í leiknum og það má vera að áhugi þeirra á „The Butcher Boy“ endurspegli vilja þein-a til þess að hella sér út í samkeppnina á óháða markaðinum. „Ég held að þeir séu af fullri al- vöra að leita leiða til þess að koma sér inn á óháða markaðinn,“ er haft eftir Jordan. „Þeir era að leita leiða til þess að starfa með leik- stjóram sem standa utan við meg- instraumana í kvikmyndagerð risa- veranna vegna þess að þeir þekkja ekki sjálfir hvemig þeir eiga að fóta sig í óháða geiranum. ________ Stephen Woolley er framleiðandi, sem unnið hefur með Jordan árum saman. Hann segir: „Warner gerði margar af þessum ógleyman- legu myndum sem við ólumst upp við eins og ——Bonnie og Clyde og „The Wild Bunch“. Þeir hafa ekki verið að gera slíkar myndir á und- anfómum áram og það væri frá- bært ef „The Butcher Boy“ næði að slá í gegn til þess að hamla á móti þeirri stefnu að gera margra milljarða króna stórstjömumyndir, sem virðast þrátt fyrir allt ekki vegna alltof vel í miðasölunni." Með einni stórri undantekningu - sem er Titanic. En það skiptir ekki máli í rauninni hvort menn geri stórar myndir eða smáar ef þeir bara gera góðar myndir og það virðist Neil Jordan vera að gera með „The Butcher Boy“. Stórar mynd- ir og litlar írski leikstjórinn Neil Jordan hefur sent frá sér litla mynd sem gerist á Irlandi og segir af ungum dreng sem verður geð- veikur, segir í grein Arnalds Indriðasonar. Jordan er ásamt v Jim Sheridan fremsti leikstjóri Ira og hefur fengið mikið lof

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.