Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 10
10 E SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Þjónustustjóri og lánasérfræðingur íslandsbanki hf. auglýsir stöðu þjónustustjóra / lánasérfræðings á Isafirði lausa til umsóknar. Umsækjandi þarf að hafa viðskiptafræðimenntun eða sambærilega menntun, góða skipulags- og söluhæfileika og eiga gott með að umgangast samstarfsmenn og viðskiptavini bankans. Hann þarf auk þess að vera jafnvígur á hópvinnu og sjálfstæði í vinnubrögðum. Nánari upplýsingar veitir Halldór Margeirsson, útibússtjóri á Isafirði. Umsóknir sendist Guðmundi Eiríkssyni, starfsmannaþjónustu, Islandsbanka h£, Kirkjusandi, 155 Reykjavík, fyrir 7. júní 1998. ISLANDSBANKI tækniskóli íslands Höfðabakka 9 • 112 Reykjavík • Sími 577 1400 Bréfasími 577 1401 • Internet heimasíða: http://www.ti.is/ Auglýsing um innritun nýnema Rekstrardeild Iðnrekstrarfræöi Útflutningsmarkaðsfræði Vörustjórnun Iðnfræði Byggingariðnfræði Rafiðnfræði Véliðnfræði Frumgreinadeild Nám til raungreinadeildarprófs Umsóknarfrestur um skólavist rennur út 6. júní. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Tækniskól- ans sem er opin frá kl. 8.30—15.30. Með umsóknum skal fylgja staðfest afrit af prófskírteinum, vottorð um starfsreynslu og mynd. Námsráðgjafi og deildarstjórar einstakra deilda veita nánari upplýsingar í síma 577 1400 eða skrifstofa skólans á Höfðabakka 9. Rektor. Leikskólakennarar Leikskólakennarar eða annað uppeldis- menntað starfsfólk óskast í eftirtalda leikskóla: Hvammur er þriggja deilda leikskóli þar sem m.a. er lögð áhersla á tónlistaruppeldi. Upplýsingar gefur Kristín Ellertsdóttir, leik- skólastjóri, í síma 565 0499. Hlíðarendi er nýrfjögurra deilda leikskóli þar sem megin- áhersla er m.a. lögð á umhverfisvernd og hreyfingu. Upplýsingar gefur Oddfríður Stein- dórsdóttir, leikskólastjóri, í síma 555 1440. Vesturkot erfjögurra deilda leikskóli þar sem m.a. er lögð mikil áhersla á hreyfingu. Upplýsingar gefur Laufey Ósk Kristófersdóttir, leikskólastjóri, í síma 565 0220. Ennfremur veitir leikskólafulltrúi upplýsingar um störfin í síma 555 2340. Framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Hafnarfirðri. Framkvæmdastjóri Dómstólaráðs Dómstólaráð, sem starfar á grundvelli dóm- stólalaga nr. 15/1998, auglýsir laust til umsókn- ar starf framkvæmdastjóra Dómstólaráðs. í starfinu felst m.a. að vinna með Dómstólaráði að undirbúningi fjárlagatillagna fyrir dómstól- anna, eftirliti með fjárreiðum og starfsmanna- málum héraðsdómstólanna, uppbyggingu og þróun upplýsingakerfa, útgáfumálum, endur- menntunarmálum auk þess að vera ritari ráðsins. Umsækjendur þurfa að hafa lögfræðimenntun. Æskilegt er að umsækjendur hafi nokkra þekk- ingu á starfi héraðsdómstólanna, reynslu af notkun upplýsingakerfa og fjármálastjórnun og geti hafið störf 1. júlí nk. Konur jafnt sem karlar eru hvattartil að sækja um starfið. Dóm- stólaráð mun hafa aðsetur í Reykjavík fyrst um sinn en til greina kemur að framtíðaraðsetur þess verði utan höfuðborgarsvæðisins. Skriflegum umsóknum ber að skila til for- manns ráðsins, SigurðarT. Magnússonar, í Dómhúsi Reykjavíkur við Lækjartorg eigi síðar en þriðjudaginn 16. júní nk. Formaður Dómstólaráðs. & Móttaka — símavarsla Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar óska eftir að ráða starfsmann í símavörslu og létt skrifstofu- störf. Um er að ræða lifandi starf sem felst í símavörslu, afgreiðslu, upplýsingagjöf o.fl. Hæfniskröfureru góð þjónustulund, mikil hæfni í mannlegum samskiptum, fáguð fram- koma og tölvukunnátta. Starfshlutfall 50 eða 100%. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. júlí nk. Laun eru sam- kvæmt kjarasamningi starfsmannafélags Mos- fellsbæjar og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir Pétur Jens Lockton, fjárreiðustjóri, milli kl. 10.00 og 12.00 í síma 525 6700. Skriflegar umsóknir með upplýsing- um um menntun og fyrri störf skulu sendar ofangreindum fyrir 10. júní nk. Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2,270 Mosfellsbær, sími 525 6700, http://www.mosfellsbaer.is Flúðaskóli Kennarar — sérkennarar Kennarar óskast til starfa við Flúðaskóla, Hrunamannahreppi, Árnessýslu. Kennsla eldri nemenda m.a. danska, kennsla yngri barna. Staða sérkennara og þroskaþjálfa. Mjög krefj- andi og gefandi verkefni fyrir duglegt fólk. í Flúðaskóla eru um 180 nemendur. Skólinn er heildstæður en er jafnframt safnskóli þriggja sveita fyrir 8.—10. bekk. Skólinn er í fögru umhverfi 100 km frá Reykjavík. Nýtt íþróttahús er viö skólann. Á staönum er ýmis konar þjónusta s.s. verslun, við- gerðarverkstæði o.fl. Atvinna íbúanna er fjölbreytt s.s. hefðbundinn búskapur, garðyrkja og margs konar iðnaður. Næg atvinna, sumar- vinna fyrir börn og unglinga. Jafnframt er góðu leikskóli á staðnum. Við skólann og i sveitinni er öflugt tónlistarstarf þar sem við njótum mjög hæfra starfsmanna. Hreppsnefnd mun útvega húsnæði. Upplýsingar gefa: Skólastjóri, sími 486 6601, netfang: ansnes@ismennt.is. Aðstoðarskólastjóri, Hlíf Erlingsdóttir, vs. 486 6535, hs. 486 6418. Formaður skólanefndar, EiríkurÁgústsson, hs. 486 6754. Umsóknirsendisttil Skrifstofu Hrunamanna- hrepps, 845 Flúðum. BLUELAGOON ICELAND Framtíðarstarf við ferðaþjónustu Hefur þú áhuga á ferðamálum? Ert þú framtaks- samur og jákvæður? Ef svar þitt er já við þess- um spurningum þá eigum við ef til vill samleið. Bláa Lónið er einn fjölsóttasti ferðamannastað- ur landsins og í örum vexti. Nú óskum við eftir að ráða starfmann, karl eða konu, í fjölbreytt og krefjandi starf við ferðaþjónustu. Áhugi á mannlegum samskiptum og góð tungumála- kunnátta nauðsynleg. Nánari upplýsingar veitir Anna G. Sverrisdóttir í síma 426 8800. Áhugasamir sendi umsóknirtil Bláa Lónsins hf. fyrir 6. júní nk. Bláa Lónið hf. Svartsengi, 240 Grindavík. Grunnskóli Siglufjarðar Við Grunnskóla Siglufjarðareru lausar nokkrar kennarastöður. Meðal kennslugreina er heimil- isfræði, handmennt, myndmennt, tónmennt, byrjendakennsla og almenn bekkjarkennsla. Siglufjarðarkaupstaður hefur lokið stefnumörk- un í skólamálum og stendurí endurbyggingu á skólahúsnæðinu. Unnið er að auknu gæði náms eftir sérstakri þróunaráætlun. Meðafjöldi barna í bekkjardeild er 14. Áhugasamir hafi endilega samband við skólastjóra í síma 467 1181 eða aðstoðarskóla- stjóra í síma 467 1961. Sérstakur bær með sérstakt mannlíf Gamli síldarbærinn Siglufjörður stendur í afar fallegu umhverfi, nyrst- ur allra kaupstaða á Islandi. Lifandi sagan speglast í gömlum og nýjum húsum og grónum stígum. Viðureignir við hafið og náttúruöflin hafa mótað sérstakt mannlif, sem í dag einkennist af miklu félagslífi og fjölbreyttu íþróttastarfi. í bænum er nýr leikskóli, góður tónskóli, öflug heilsugæsla, nýlegt íþróttahús, sundlaug, eitt af betri skíðasvæð- um landsins og svo mætti lengi telja. Verið hjartanlega velkomin til Siglufjarðar. Samherji hf. á Akureyri óskar eftir starfsmanni í sölu- og útflutningsdeild. Starfið felst í gerð útflutningspappíra, upp- færslu birgðabókhalds og ýmissi þjónustu við erlenda kaupendur. Leitað er að ferskum, metnaðarfullum starfs- manni sem ertilbúinn að takast á við krefjandi en skemmtilegt verkefni. Ensku- og frönskukunnátta algjört skilyrði og kunnátta í Norðurlandamáli æskileg. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skilað til Samherja hf., Gler- árgötu 30, 600 Akureyri eða á faxi 461 1864. Umsóknarfrestur er til 5. júní nk. Öllum umsóknum verður svarað. Allar nánari upplýsingar veitir Jóhannes Már Jóhannesson markaðsstjóri í síma 461 2275 milli kl. 10 og 12. Tæknifræði: Byggingatæknifræði Iðnaðartæknifræði Rafmagnstæknifræði Vél- og orkutæknifræði Heilbrigðisdeild Meinatækni Röntgentækni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.