Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 12
12 E SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Varnarliðið
Hjúkrunarfræðingur
Varnarliðið óskar eftir að ráða hjúkrunarfræð-
ingtil starfa við heilsuverndardeild sjúkrahúss-
ins á Keflavíkurflugvelli.
Starfssvið:
• Annast heilsuvernd starfsmanna varnarliðs-
ins.
• Aðstoðar við læknisskoðanir íslensks og
bandarísks starfsfólks varnarliðsins.
• Veitir þjálfun og fræðslu.
Hæfniskröfúr
• Reynsla og/eða menntun á sviði vinnuvernd-
ar æskileg.
• Mjög góð enskukunnátta.
Umsóknir berist til ráðningardeildar Varnar-
málaskrifstofu, Brekkustíg 39, 260 Reykjanes-
bæ. Umsóknarfrestur ertil 13. júní. Sími
421 1973. Símbréf 421 5711. Á sama stað ligg-
urframmi starfslýsing fyrir starfið sem nauð-
synlegt er að umsækjendur kynni sér.
Reykjavík
Deildarstjóri 3
Vegna skipulagsbreytinga og bættrar þjónustu
við vistmenn auglýsir Hrafnista eftir hjúkrunar-
fræðingi í stöðu deildarstjóra 3 til að stjórna
hjúkrun á afmarkaðri einingu á hjúkrunarvakt
vistheimilis. Um er að ræða nýja stöðu með
ögrandi verkefnum sem höfða til framtíðar.
Áhugi á hjúkrun aldraðra þarf að vera fyrir
hendi og ekki spiliir reynsla og meiri menntun
á sviði öldrunar og/eða stjórnun. Einnig eru
aðrar stöður hjúkrunarfræðinga og sjúkra-
liða lausar á hjúkrunarvakt og hjúkrunardeild-
um. Starfsfólk vantar til aðhlynningar á
stuttar kvöld- og helgarvaktir.
' Upplýsingar veita ída Atladóttir, hjúkrunar-
forstj., og Þórunn A. Sveinbjarnar, hjúkrunar-
framkvstj., í símum 553 5262 og 568 9500.
Verkfræðingur/
tæknifræðingur
Tækniþjónustan ehf. á Húsavík leitar eftir
byggingarverkfræðingi eða tæknifræðingi til
starfa á Húsavík. Um er að ræða áhugaverð
og fjölbreytt verkefni við hönnun og ráðgjöf,
s.s. burðarþol, lagnir, byggingareftirlit, mæl-
ingar o.fl.
Leitað er að einstaklingi sem getur unnið sjálf-
stætt og á auðvelt með að vinna með öðrum,
og hefur reynslu af tölvum.
Um er að ræða framtíðarstarf, en ráðning tíma-
bundið kemur einnig til greina, æskilegt að
viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veitir fram-
kvæmdastjóri í s. 464 1875. Umsóknirásamt
upplýsingum um menntun og fyrri störf send-
ist Tækniþjónustunni ehf., Garðarsbraut 18,
640 Húsavík fyrir 10. júní 1998.
Tækniþjónustan ehf.,
Húsavík.
Framsækið fyrirtæki óskar eftir
fólki í eftirtalin störf
á reyklausum vinnustað
BÓKHALD/RITVIIMIMSLA 50%starf.
Viðkomandi þarf að hafa reynslu í bókhaldi,
geta unnið sjálfstætt og vera kurteis en þó með
bein í nefinu. Tölvukunnátta sem mest.
Umsóknir merkist: „Hægri hönd — 4856".
SÖLUMAÐUR í VERSLUN
Hér vantar sjálfstæðan sölumann með eldmóð
til að selja raftæknibúnað af fjölbreyttu tagi.
Umsóknir merkist: „Árangur — 4856".
VERKSTÆDISFORMAÐUR
Hér þarf rafmagnsmenntaðan aðila til að stýra
verkefnum á 4ra manna verkstæði. Þjónusta,
vandvirkni og snyrtimennska eru lykilatriði.
Umsóknir merkist: „Árvekni — 4856".
Umsóknum skal skilað til afgreiðslu Mbl. fyrir
föstudaginn 5. júní.
Kennarar
Grunnskóli Eyrarsveitar óskar eftir að ráða
kennara í almenna bekkjarkennslu, íþróttir,
raungreinar, handmennt, (smíði og hannyrðir)
á næsta skólaári. Umsóknir sendist sveitar-
stjóranum í Grundarfirði, Grundargötu 30,
350 Grundarfirði.
Nánari upplýsingar gefur Anna Bergsdóttir
skólastjóri í síma 438 6511.
Grundarfjörður er kauptún á norðanverðu Snæfellsnesi, í tæplega
3ja stunda akstursfjarlægð frá Reykjavík (enn styttra þegar Hvalfjarð-
argöngin verða tilbúin). Grundarfjörður er vaxandi byggðarlag og
þar er næg atvinna. í Grundarfirði búa um 930 manns og hefur íbúum
fjölgað mikið síðast liðinár.
( Grunnskóla Eyrarsveitar verða um 200 nemendur haustið 1998.
Framkvæmdir standa yfir við stækkun skólabyggingarinnar, en skólinn
er nú þegar einsetinn. Við leitum að kennurum sem eru tilbúnir að
gerast hluti af góðum hópi og vilja taka þátt í að gera góðan skóla
betri.
Svertarstjórinn í Grundarfirði.
ÖLFUSHREPPUR
Frá Grunnskólanum
í Þorlákshöfn
Kennara vantar að Grunnskólanum í Þorláks-
höfn. Meðal kennslugreina er sérkennsla, al-
menn kennsla á yngsta stigi, eðlis-/efnafræði
og líffræði.
Allar upplýsingar hjá skólastjóra í símum
483 3621/483 3499 eða 895 2099, hjá skólarit-
ara í síma 483 3621 og hjá aðstoðarskólastjóra
í símum 483 3621 eða 483 3820.
Grunnskólinn i Þorlákshöfn er einsetinn skóli með um 260 nemendum
sem stunda nám undir handleiðslu um 25 starfsmanna. Grunnskólinn
er í nýlegri, glæsilegri byggingu ásamttónlistarskólanum. Mikil og
góð samvinna er á milli skólanna og það skilar sér í fjölbreyttu og
öflugu starfi. Skólaathvarf er starfrækt við skólann. Þorlákshöfn er
aðeins í 50 km fjarlægð frá Reykjavík og þar er öll helsta þjónusta,
fullkomið íþróttahús og góður leikskóli í nýbyggðu viðbótarhúsnæði,
þar sem m.a. er boðið upp á vistun allan daginn. Húsnæði í boði
á góðu verði.
Heilsugæslulæknar
Tvær stöður heilsugæslulækna við heilsu-
gæslusvið Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja,
Keflavík, eru lausar til umsóknar og veitast sem
fyrst.
Umsækjendurskulu hafa viðurkenningu sem
sérfræðingar í heimilislækningum.
Umsóknum skal skilað til undirritaðs fyrir
15. júní nk. á sérstökum eyðublöðum, sem látin
eru í té á skrifstofu Heilbrigðisstofnunarinnar,
Mánagötu 9, Keflavík, og á skrifstofu landlækn-
is. Stöðin er greind sem dreifbýli.
Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður í
síma 422 0580 og yfirlæknir sviðsins í síma
422 0500.
Keflavík, 31. maí 1998,
framkvæmdastjóri.
Lögfræðingur
— skrifstofustarf
Tvær stöður lögfræðinga og skrifstofumanna
eru lausartil umsóknar við sýslumannaem-
bættið í Kópavogi. Laun skv. kjarasamningum,
annars vegar kjarasamningi milli fjármálaráð-
herra og Stéttarfélags lögfræðinga og hins
vegar kjarasamningi milli fjármálaráðherra
og SFR.
Umsóknirskulu vera skriflegar og berst undir-
rituðum ásamt gögnum um menntun og fyrri
störf. Umsóknarfrestur ertil 12. júní nk.
Nánari upplýsingar veitir undirritaður.
Kópavogi, 25. maí 1998.
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Þorleifur Pálsson.
Seljalandsskóli
Vestur-Eyjafjallahreppur
Skólastjóri óskast í forföllum næsta vetur.
Einnig vantar kennara til starfa. Húsnæði á
staðnum. Upplýsingar hjá formanni skóla-
nefndar, sími 487 8912 eða oddvita, sími
487 8900.
BORGARBYGGÐ
Félagsmálafulltrúi
Laust er til umsóknar starf félagsmálafulltrúa
í Borgarbyggð. Um er að ræða afleysingastarf
í 6 mánuði frá og með 1. júlí 1998. Æskilegt
er að umsækjendur hafi félagsráðgjafa- eða
félagsfræðimenntun eða hliðstæða menntun.
Umsóknarfrestur er til 15. júní 1998.
Nánari upplýsingargefafélagsmálastjóri og
bæjarstjóri eða bæjarritari í síma 437 1224 eða
á bæjarskrifstofunni á Borgarbraut 11,
Borgarnesi.
Bæjarstjórinn í Borgarbyggð.
Heilsugæslulæknir
Staða heilsugæslulæknistil afleysinga ótíma-
bundið við heilsugæslusvið Heilbrigðisstofn-
unar Suðurnesja, Keflavík, er laustil umsóknar
og veitist sem fyrst.
Umsækjendur skulu hafa viðurkenningu sem
sérfræðingar í heimilislækningum.
Umsóknum skal skilað til undirritaðs fyrir
15. júní nk. á sérstökum eyðublöðum, sem látin
eru í té á skrifstofu Heilbrigðisstofnunarinnar,
Mánagötu 9, Keflavík og á skrifstofu landlækn-
is.
Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður í
síma 422 0580 og yfirlæknir sviðsins í síma
422 0500.
Keflavík 31. maí 1998,
framkvæmdastjóri
Leikskólakennarar
athugið!
Leikskólakennara vantar á leikskólann Heklukot
á Hellufrá og með 1. júlí 1998. Umframtíðar-
starf er að ræða.
Umsóknarfrestur rennur út 22. júní nk.
Heklukot er tveggja deilda leikskóli, vel mann-
aður leikskólakennurum.
Hella er þorp í 800 manna sveitarfélagi í u.þ.b.
90 km fjarlægð frá Reykjavík.
Uppl. veitir leikskólastjóri í síma 487 5956.
Sölumaður
— byggingavörur
Um er að ræða sérverslun með flísar og fleiri
byggingavörur. Starfið felst í afgreiðslu við-
skiptavina, framsetningu vöru ásamt öðru sem
til fellur.
Við leggjum mikið uppúr að veita viðskipta-
vinum okkar góða þjónustu og faglegar ráð-
leggingar. Iðnmenntun hentar vel.
Æskilegt er að geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir Kolbeinn í síma
568 6755.
Skriflegar umsóknir sendist til:
Álfaborg ehf.,
Knarravogi 4, pósthólf 4209,104 Reykjavík.
Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
Sérkennarar
Tveir sérkennarar óskast til að hafa umsjón
með sérdeild (starfsbraut 3) fyrir fatlaða nem-
endur skólans.
Laun skv. kjarasamningi kennara og ríkisins.
Umsóknir berist skólameistara fyrir 15. júní nk.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 557 5600
á skrifstofutíma.
Skólameistari.