Morgunblaðið - 29.07.1998, Síða 12

Morgunblaðið - 29.07.1998, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Lóðamál rædd á fundi þriggja nefnda 47 lóðir und- ir 172 íbúðir eru lausar TIL stendur að boða til fundar með fulltrúum bygginganefndar, skipu- lagsnefndar og umhverfisnefndar um lóðaframboð á Akureyri og tengdum málum. Byggingafulltrúi lagði fyrir skömmu fram yfirlit yfir lausar lóð- ir á Akureyri en þar kemur fram að alls eru 47 lóðir lausar undir bygg- ingar 172 íbúða. Skiptingin er þannig að um er að ræða 37 lóðir fyrir einbýlishús, ein lóð með 5 íbúðum í rað- og parhúsum og 130 íbúðir á 9 fjölbýlishúsalóðum. Þá eru lausar 4 lóðir fyrir iðnað/þjón- ustu/verslun í Nesjahverfi, 1 lóð fyrir verslun/íbúðir í Kiðagili og lóð- ir fyrir verbúðir í Sandgerðisbót. Skipulagsnefnd hefur óskað eftir því við byggingafulltrúa að tekin verði saman listi yfir lóðir sem þeg- ar hefur verið úthlutað og ekki verið Söngvaka SÖNGVAKA verður í Minja- safnskirkjunni á Akureyyri í kvöld, fimmtudagksvöldið 30. júlí. Flutt verða sýnishom úr íslenskri tónlistarsögu, s.s. rímur, tvíundarsöngur, sálm- ar og eldri og yngri sönglög. Flytjendur eru Kristjana Arngrímsdóttir og Hjörleifur Hjartarson. Dagskráin hefst kl. 21 og stendur í klukku- stund. Söngvökur ena öll þriðjudags- og fimmtudags- kvöld í Minjasafnskirkjunni í júlí og ágúst. Nornaseyður í Deig'lunni NORNASEYÐUR er nafn djasshljómsveitar sem leikur á heitum fimmtudegi í Deigl- unni á fimmtudagskvöld, 30. júlí, en hún hefur leikinn kl. 21.30. Það eru þeir Hilmar Jens- son, gítar, Óskar Guðjóns- son, saxófón, Eyþór Gunn- arsson, píanó, Snorri Sig- urðsson, trompet, Guðni Finnsson, bassa, og Ólafur Björn Ólafsson, trommur, sem skipa Nornaseyð. Nafn- ið er fengið að láni af plötu hins heimsþekkta djassleik- ara Miles Davis, Bitches Brew, en nær 30 ár eru nú liðin frá því hún sló í gegn. Sú plata ásamt „In a Silent Way“, sem hann hljóðritaði ári áður, markaði upphaf þess tímabils sem oft er kennt við djassrokk. Hljóm- sveitin ætlar að halda upp á 30 ára afmælið með því að bjóða til djassveislu í Deigl- unni og rifja upp stemmn- ingu með lögum úr þessari smiðju. lokið byggingu á og hver staða framkvæmda á þessum lóðum sé. Einnig vill nefndin að kannaðir verði nýir byggingamöguleikar í þegar byggðum hverfum. Úrvalið þarf að vera fjölbreytt Knútur Karlsson, formaður bygginganefndar, sagði að þær lóðir sem væru lausar væru aðallega í Gilja- og Síðuhverfi. Hann sagði nauðsynlegt að bjóða upp á fjöl- breytt úrval lóða fyrir allar gerðir húsa. Staðan væri svo nú að vantaði lóðir fyrir einnar hæðar raðhús, en á næstunni rennur út frestur til að gera athugasemdir við nýtt skipu- lag byggingahverfis á Eyrarlands- holti, sunnan Verkmenntaskólans. Þar munu bjóðast lóðir fyrir slíka húsagerð. Morgunblaðið/Björn Gíslason Dyttað að prinsessunni FARÞEGARNIR á skemmtiferðaskipinu Royal Princess þustu upp í rútur og skoðuðu Mývatn og Goðafoss og sumir brugðu sér í miðbæ Akureyrar og keyptu sér kaffi og minjagripi, en á meðan not- uðu starfsmennirnir túnann og dyttuðu svolítið að prinsessunni. Morgunblaðið/Björn Gíslason Ungir þyrlusmiðir BÖRNIN sem sækja smíðavöllinn í Innbænum eru afar ánægð, en þar er smíðað af kappi tímunum saman. Flestir eru að smiða sér þak yfir höfuðið og rísa nú kof- arnir hver á fætur öðrum, en þessir ungu drengir höfðu aðeins háleitari hugmyndir og réðust í það stórverkefni að smíða sér þyrlu. Áfengis- og vímuvarnanefnd og foreldravaktin Vakt öll kvöld um verslunarmannahelgina ÁFENGIS- og vímuvamanefnd Akureyrar og foreldravaktin á Akureyri vilja hvetja foreldra til að fylgja börnum sínum og ung- mennum eftir á ferðalögum og skemmtunum um verslunar- mannahelgina. Foreldravakt verður á Akur- eyri föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld og verður farið frá lögreglustöðinni á miðnætti öll kvöldin Kristín Sigfúsdóttir, for- maður áfengis- og vímuvarna- nefndar, og Vigdís Steinþórsdótt- ir, forstöðumaður foreldravaktar- innar, vilja hvetja foreldra og for- ráðamenn til að taka þátt í vakt- inni eitthvert kvöldið en hægt er að skrá þátttöku hjá lögreglunni en einnig er hægt að koma á stöð- ina skömmu fyrir miðnætti og bjóða fram krafta sína. Bjóða þær fólk úr nærliggjandi sveitarfélög- um sérstaklega velkomið til sam- starfs. Nauðsynlegur hlekkur Foreldravaktin er nauðsynlegur hlekkur milli lögreglu og bama- vemdarstarfs, við að hindra slys, aðstoða illa stödd ungmenni og fylgja útivistarreglum eftir. Úti- vistarreglur á Akureyri heimila þeim sem ekki era orðnir 16 ára að vera úti til miðnættis nema þeir séu í fylgd með fullorðnum eða á viðurkenndum skemmtunum fyrir börn og unglinga. Þrjár sýningar KRAUMANDI listalíf verður á Akureyri frá fimmtudegi og sam- fellt næstu daga. Listadagar ungs fólks hefjast í Deiglunni á fóstudag en á döfinni era m.a. myndlistarsýningar, tón- listaratriði og fleira. Þrjár myndlistarsýningar verða opnaðar á laugardag, Krossgötur í Ketilhúsinu, en þar er um að ræða samsýningu Sólveigar Baldursdótt- ur, Guðrúnar Pálínu og Hrefnu Harðardóttur. Jónas Viðar opnar sýningu í Galleríi Svartfugli og Guð- brandur Siglaugsson opnar í Ljós- myndakompunni. Aksjón Miðvikudagur 29. júlí 21 .OOÞSumarlandið Þáttur fyrir ferðafólk á Akureyri og Akureyringa í ferðahug. Fullbókað í sýningarbása á Handverki ‘98 á Hrafnagili Fjögurra daga hátíð haldin á Hrafnagili FJÖGURRA daga handverkssýn- ing, Handverk ‘98, verður sett á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit 13. ágúst næstkomandi og er þetta sjötta árið í röð sem efnt er til hand- verkssýningar síðsumars á Hrafna- gili. Fullbókað er í alla sýningar- bása. Að jafnaði hafa á bilinu sex til átta þúsund manns sótt sýningam- ar. Handverk ‘98 er sölusýning á handverki en þar er að finna á ein- um stað framleiðslu handverksfólks ails staðar að af landinu. Framþró- un í handverki er hröð og er hand- verk óðum að sækja sig sem at- vinnugrein hér á landi, líkt og í öðr- um löndum. Til að kynnast hand- verld í nágrannalöndunum mun sýningargestum einmitt gefast tækifæri á að hlýða á fyrirlestur og sjá myndasýningu Guðrúnar Höddu Bjarnadóttur sem nýkomin er af handverkssýningu í Gautaborg í Svíþjóð. Tileinkað íslenska hestinum Sýningin nú verður tileinkuð ís- lenska hestinum en sú nýbreytni er nú teldn upp að tengja sýninguna hverju sinni tilteknum atburði eða öðru úr íslensku mannlífi. Þótti vel við hæfi á þessu sumri sem Lands- mót hestamanna var haldið í Eyja- fjarðarsveit að undirstrika hversu snar þáttur íslenski hesturinn hefur verið í þjóðfélaginu um aldir og tengja hann handverki um leið. Fullbókað er í aðalsýningarsalinn í íþróttahúsinu á Hrafnagili, en að auki verður settur upp útigarður þar sem heimilisframleiðsla af ýmsu tagi verður seld. Enn era til lausir básar á útisvæðinu. Þar verður einnig veitingatjald sem jafnframt verður vettvangur ýmissa viðburða. Auka veg og virðingu handverks Handverk ‘98 verður sett síðdegis á fimmtudag, 13. ágúst og verður sýningin opin til kl. 21. Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður setur sýninguna. Guðrún Hadda Bjama- dóttir flytur fyrirlestur og sýnir myndir kl. 10.30 á föstudag um handverkssýningu í Gautaborg. Sýningin verður opin frá kl. 12 til 21 á föstudag og sama tíma á laugar- dag, en á sunnudag verður opið frá kl. 12 til 19. Grillveislur verða alla sýningardagana kl. 17.30 við veit- ingatjaldið og á laugardagkvöld verður haldin þar uppskerahátíð þar sem veittar verða viðurkenning- ar til þeirra handverksframleiðenda sem dómnefnd telur skara fram út. Handverkshátíðin sem fyrst var haldin 1993 er afsprengi átaksverk- efnis í atvinnumálum sem Eyja- fjarðarsveit tók þátt í ásamt þremur öðrum sveitarfélögum við austan- verðan Eyjafjörð, en frá upphafi hefur verið lögð rík áhersla á að auka veg og virðingu handverkssýn- inganna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.