Morgunblaðið - 29.07.1998, Page 16

Morgunblaðið - 29.07.1998, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ / Islenska járnblendifélafflð hf. sendir frá sér afkomuviðvörun Skerðing á orku hefur mikil áhrif á rekstur ÍSLENSKA járnblendifélagið hefur sent frá sér tilkynningu um breyttar rekstrarforsendur vegna orkuskerð- ingar, en í bréfi sem Landsvirkjun sendi fyrirtækinu var tilkynnt um orkuskerðingu á síðari hluta ársins. Par kom fram að alvarlegt ástand ríkti í vatnsbúskap Landsvirkjunar og af þeim sökum sjái fyrirtækið sig knúið til að skerða afhendingu af- gangsorku til íslenska járnblendifé- lagsins. I tilkynningunni lýsir Islenska jámblendifélagið yfir óánægju sinni með meðferð trúnaðarupplýsinga hjá Landsvirkjun í tengslum við skerðingaráforrnin. „Fjölmiðlar fluttu ítai'legar fréttir um málið 21. júlí og dagana í kjölfarið en Jám- blendifélaginu bárust fyrst upplýs- ingar frá Landsvirkjun um miðjan dag hinn 23. júlí. Félagið stóð því berskjaldað gagnvart hluthöfum, starfsmönnum og fjölmiðlum í tæpa þrjá daga við afar viðkvæmar að- stæður. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem slíkt gerist. Is- lenska járnblendifélagið hefur óskað eftir því við Landsvirkjun að hún endurskoði starfshætti sína á þessu sviði.“ Þorsteinn Hilmarsson, upp- lýsingafulltrúi hjá Landsvirkjun, segir að Járnblendismönnum hefði átt að vera fullkunnugt um yfirvof- andi orkuskerðingu, enda hefði Landsvh-kjun upplýst þá um gang mála. „Við upplýstum Islenska járn- blendifélagið um þetta fyrst fyrir ári, þar sem vel hefði getað komið til skerðingarinnar síðastliðinn vetur. Þá sendum við bréf og héldum kynn- ingarfundi með Islenska járnblendi- félaginu og öðrum viðskiptavinum núna í júní, þar sem fram komu upp- lýsingar um horfurnar á komandi vetri. Ef þeir brugðust ekki við í kjölfarið er ekki við okkur að sakast," segir hann. Þorsteinn segir að Landsvirkjun hafi ekki átt frumkvæði að umfjöllun fjölmiðla. „20. júlí var fjallað um mál- ið í fjölmiðlum að frumkvæði fjöl- miðlanna sjálfra. Landsvirkjun sendi síðan út formlega tilkynningu til allra viðskiptavina sinna um skerð- ingu á afgangsorku og ótryggðu raf- magni 22. júlí sl. Síðdegis daginn eft- h' sendum við út fréttatilkynningu um málið. Þá þegar voru ýmsir við- skiptavinh' Landsvirkjunar, aðrir en Járnblendifélagið, farnir að tjá sig um þetta efni í fjölmiðlum,“ segir Þorsteinn. „Við höfum skyldum að gegna gagnvart öllum okkai’ við- skiptavinum og almenningi um upp- lýsingagjöf og allt sem frá Lands- virkjun kom áður en tilkynningin var send þann 22. var almenns eðlis og til að uppfylla upplýsingaskyldu til almennings um ástand og horfur í orkumálum,“ segir Þorsteinn. Hann segir að Jámblendifélaginu, eins og öðrum viðskiptavinum, hafi í bréfinu þar sem skerðingin var til- kynnt verið boðið til viðræðna um hvernig skerðingunni verði best hag- að svo hún valdi sem minnstum skaða hjá þeim. „Landsvirkjun hefur ekki heyrt önnur viðbrögð Járn- blendifélagsins í þessu máli en það sem komið hefur fram í fjölmiðlum," segir Þorsteinn. Hugsanleg vandræði hjá Elkem Bjarni Bjarnason framkvæmda- stjóri Islenska járnblendifélagsins segist ekki vita hversu miklum fjár- hæðum fyrirtækið komi tU með að tapa vegna skerðingarinnar. „Við er- um á kafi í þeirri vinnu og í 34. viku ársins verður vikið að því í hálfsárs- uppgjöri okkar,“ segir hann. Járnblendifélagið vinnur í gegnum sölukerfi Elkem, en selur ekki beint til viðskiptavina. ,Ákveðnar vörur framleiðum við en aðrar Elkem- verksmiðjur ekki og líklega lendir Elkem í miklum vanda með að sjá viðskiptavinum sínum fyrir þeim vöi-um,“ segh’ Bjarni. Framangi'eind skerðing á raforku mun ekki hafa áhrif á þá stækkun verksmiðju Jám- blendifélagsins sem nú stendur yfir. Nýr viðauki við raforkusamning mUli Landsvirkjunar og Islenska járn- blendifélagsins tekur gUdi 1. aprU á næsta ári og þá verður Landsvirkjun sniðinn mun þrengri stakkur tíl orku- skerðingar tU Jámblendifélagsins en nú. „Núna vinnum við að áætlun sem miðar að því að draga úr skaða eins og hægt er, með þvi að senda starfs- fólk í frí á umræddu tímabUi og skoða aUa möguleika á því að fara þá í við- hald og endurbætur á framleiðslu- búnaði,“ segh' Bjami. s Aburðarverk- smiðjan hf. Reiknuð iít áhrif orku- skerðingar á fjárhag VERIÐ er að undirbúa viðbrögð Áburðarverksmiðjunnar hf. við skerðingu á afgangsorku til stóriðju sem Landsvirkjun hefur boðað. Eg- gert Hauksson, framkvæmdastjóri Aburðarverksmiðjunnar, segir ekki búið að reikna út hvaða áhrif skerð- ingin hafi á fjárhag verksmiðjunnar. Skerðingin á afgangsorku hefur mikil og tímabundin áhrif á fram- leiðslu og afkomu Áburðarverk- smiðjunnar hf. Forráðamönnum verksmiðjunnar hafa fyrr á árinu borist aðvaranir um að til þessa kynni að koma og segir Eggert Hauksson viðbrögð nú undirbúin. Þau felist m.a. í endurskipulagningu á framleiðslu og rekstri en Áburð- arverksmiðjan hf. mun þrátt fyrir þetta framleiða og útvega nægan áburð fyrir næstu vertíð. Orkukaup Áburðarverksmiðjunn- ar nema nú 140 gígawattstundum á ári og er boðuð skerðing 30 gígawattstundir. Fer aflið úr 18 megawöttum í 6,5 meðan á skerð- ingu stendur frá 1. september næst- komandi til 31. desember. ■' n Spár um hagnað hlutafélaga á Verðbréfaþingi íslands eftir skatta á fyrri árshelmingi árið 1998 WW/' Veröbréfaþing \ * fslands Kaupþing Islandsbanki Fjárvangur Landsbanki Landsbréf Handsal Búnaðarbanki Meðaltal Allar tölur í milljónum króna 6mán. Óregl. 1997 liðir 6 mán. Óregl. 1998 liðir 6 mán. Óregl. 1998 liðir 6 mán. Óregl. 1998 liðir 6 mán. Óregl. 1998 liðir 6 mán. Óregl. 1998 liðir 6 mán. Óregl. 1998 liðir 6 mán. Óregl. 1998 liðir 6mán. 1998 Eimskip 253 14 950-1000 715 811 690 850-1000 I - 700-740 700 660-700 690-710 740 700 750-850 700 807 Flugleiðir (526) 396 (1300-1700) (900) (1000-1300) - 250-300 (1000-1200 200-235 ) - (1100-130C 150-190 ) - (1200) (1100-1400 I - (1186) 206 Grandi 301 185 240-280 100 174 90 40-50 40-60 155 80 180-200 20 Haraldur Böðvarsson 208 99 160-190 100 170-210 ] - 150-200 130-150 120 160-200 15 154 Hraðfrystihús Eskiljarðar íslandsbanki 236** 0 110-150 " 147 _ 275-325 135-160 _ 90-120 _ 167 _ _ 142 451 0 650-700 _ 570 - 400-500 | - 550-600 - 550-600 - 600 - 600-700 - 585 ísienska járnblendifélagið _ _ 475-500 310 _ _ 430-480 | - 400-450 300 350-410 300-310 _ _ _ _ 250 Marel 100 -2 (30-50) (50) - (0-50) | - (50-100) (30-70) (30) _ 20-40 - (20) Olíufélagið 166 0 115-135 141 _ 125-150 ! - 125-155 _ 140-160 _ 94 _ 110-130 _ 130 Olíuverslun íslands 84 0 50-65 - 60 - 65-75 | - 45-65 - 60-75 - 55 - 40-60 - 59 Samherji 241‘* 47 210-260 _ 255 _ 300-400 | - 240-290 _ 140-170 _ 214 _ _ 211 Síldarvinnslan 252 150 120-160 - 80 - 200-250 i - 90-115 - 60-75 - 67 - 130-150 - 117 Skeljungur 53 5 20-40 _ 87 70 30-50 I - 35-50 _ 55-75 40-50 60 40 20-60 50-100 52 SH 150-180 _ 175-225 - - 100 66 SÍF 94 32 100-120* ? 114 - 140-180 : - 120-150 _ 80-95 _ 100 _ 105-125 117 SR-Mjöl 195 0 190-230 164 - 200-240 - 155-180 _ 200-240 - 140 - 150-200 185 Útgerðarfálag Akureyringa (155) 185 4 270-300 320 250 300 400-450 I - 300-400 300-340 230-310 290-340 205 250 (0-50) _ 251 Þormóður rammi-Sæberg 34 130-160 20 220 150-170 ! - 170-220 150-180 155 15 100-130 - 165 (Tap) * Ekki tekið tillit til óreglulegra liða ** Hagnaður fyrstu 6 mánuði 1997 Eftirvænting vegna væntanlegra afkomutalna • íiunnuindur Kafn Cicirdál * Framtíðin er okkar! * /mS.. ' >'V Hvers vegna vilja stjórnmálamenn okkar ekki fylgja siðareglum líkt og margar aðrar fagstéttir gera? Lesið meira um þetta í bókinni. Kynningarkvöld fimmtud. 30. júlí nk. kl. 20 á Smiðshöfða 10, R. VON ER á fyrstu afkomutölum hlutafélaga á Verðbréfaþingi Islands í þessari viku og er ekki laust við að nokkur eftirvænt- ing ríki á hlutabréfamarkaði af þeim sökum. Morgunblaðið hef- ur nú í fyrsta sinn tekið saman afkomuspár verðbréfafyrir- tækja vegna helstu hlutafélaga á þinginu. Verðbréfafyrirtækin virðast almennt gera ráð fyrir sæmi- legri afkomu sjávarútvegsfyrir- tækja en búast jafnframt við því að hún verði jafnari en í fyrra. Sölufyrirtæki í sjávarútvegi geta vel við unað, ef marka má spárnar, en talið er að þau muni njóta góðs af hækkandi afurðaverði. Hins vegar er búist við mis- jafnri afkomu flutningafyrir- tækja. Þannig reikna menn með meiri hagnaði Eimskips en verri afkomu Flugleiða miðað við sama tímabil í fyrra. Talið er að aukin þensla í þjóðfélag- inu og gengishagnaður muni skila sér í betri afkomu fjár- málafyrirtækja. Þá má reikna með minnkandi hagnaði hjá iðnfyrirtækjum, m.a. vegna kostnaðarhækkana og hækk- andi gengis krónunnar. Milliuppgjör leiða í ljós hvort áætlanir hafi gengið eftir og gefa sterka vísbendingu um rekstur viðkomandi fyrirtækja seinni hluta ársins. Reikna má með að þau atriði, sem helst hafi haft áhrif á rekstur fyrir- tækjanna á fyrri hluta ársins, séu almennar launahækkanir, sjómannaverkfall í febrúar og mars, hækkandi afurðaverð í sjávarútvegi, minnkandi loðnu- frysting, verðlækkanir á olíu- mörkuðum, 2% styrking krón- unnar, 7% lækkun japanska jensins, minnkandi útflutningur til Asíu, útflutningsaukning á áli, lægra verð á járnblendi og mikil auking innflutnings, kaupmáttar og neyslu. Landsvirkjun Hagnaður 1.306 milljónir LANDSVIRKJUN skilaði 1.306 milljóna króna hagnaði á fyrri árshelmingi 1998. Handbært fé frá rekstri nam 1.611 milljónum króna og verður fénu varið til niður- greiðslu á skuldum og til fjár- mögnunar á framkvæmdum fyrirtækisins sem nú standa ýfir. Heildareign fyrirtækisins er 82,7 milljarðar. Skuldir námu alls 51,2 milljörðum og eigið fé 31,5 milljörðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.