Morgunblaðið - 29.07.1998, Síða 20

Morgunblaðið - 29.07.1998, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR KERAMIKSKÚLPTÚR eftir Ingu Rún Harðardóttur. Frá skúlp- túr til nytja- hlutar MYNDLISTARMAÐURINN Inga Rún Harðardóttir gekkst nýverið fyrir sýningu á keram- ikskúlptúrum sínum í Miðgarði í Oðinsvéum. Inga Rún lauk framhaldsnámi frá listaskólanum í Kolding í Dan- mörku 1996. Um verk sín segir hún að grunnformið sé skúlptúr, „unnin út frá því frumstæðasta og fullkomnasta, þ.e. orminum og manneskjunni". Út frá samein- ingu formanna tveggja sprettur eitt einfalt form sem verður að ýmsum nytjahlutum, s.s. bóka- stoðum og öskjum. „Sköpun 1998“ í Slunkaríki SÝNINGIN Sköpun 1998 verður opnuð í Slunkaríki og Edinborgar- sal á Isafirði í dag, miðvikudaginn 29. júlí, kl. 17.30. Þar sýna saman Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir, Guð- rún Halldórsdóttir og Katrín El- varsdóttir skartgripi, leirlist og ljósmyndir. Sýningin stendur yfir til 16. ágúst nk. Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir sýn- ir skartgripi sem byggðir eru á hugmyndum út frá íslenskum há- fjallagróðri. Skartgripimir eru unnir úr ýmsum efnum, s.s. silfri, gulli, steinum, gleri og plasti. Guð- björg lauk hönnunamámi frá Institut for Ædelmetal í Kaup- mannahöfn 1996 og hefur síðan rekið vinnustofu þar í borg. Þetta er þriðja samsýning hennar á Is- landi en Guðbjörg hefur tekið þátt í fjölda samsýninga í Evrópu. Um þessar mundir tekur hún einnig þátt í samsýningu skartgripahönn- uða í Kunstindustrimuseet í Kaup- mannahöfn og stendur sú sýning yfir til loka ágúst. Viðfangsefni Guðrúnar Halldórsdóttur leirlista- manns á sér einnig rætur í íslenskri náttúm. Arfleifð þar sem meðal annars er að finna form kletta og fjalla, víkingaskip og ímyndir huldufólks. Guðrún fékk sína fyrstu tilsögn í leirlist í Boulder, Colorado í Banda- ríkjunum 1986. Hún lauk námi fi-á Brookdale Comm- unity College og hefur sótt HÁLSMEN eftir Guðbjörgu Kr. Ingvarsdóttur. námskeið hjá ýmsum þekktum listamönnum í greininni vestan hafs þar sem Guðrún hefur búið frá 1990. Verk Guðrúnar hafa verið sýnd á fjölda sýninga í New Jers- ey, New York og Pennsylvaniu á undanfómum áram og listmunir hennar era jafnan til sýnis í Gall- ery Hrefna Jónsdóttir í Lambert- ville, New Jersey. Katrín Elvarsdóttir sýnir hand- málaðar Polaroid-þrykkmyndir byggðar á litskyggnum sem hún tók í Prag á seinasta ári, en myndstílinn hefur hún verið að þróa undanfarin fimm ár. Við- fangsefni myndanna er menning, saga, trúarbrögð og arkitektúr. Katrín lauk ljósmyndanámi frá Art Institute of Boston. Hún hefur haldið tvær einkasýningar hér á landi og fjölda sýninga í Bandaríkj- unum. Katrín er nú búsett í Dan- mörku og starfar við ljósmyndun bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. POLAROID-þrykk eftir Katrínu Elvarsdóttur. KERAMIKSKÁL eftir Guðrúnu Halldórsdóttur. Þröstur Ólafsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Sinfóníunnar Aukin gæði, bætt sam- komulag og tónlistarhús ÞRÖSTUR Ólafsson, nýráðinn fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands, segir að fyrsta verkefni sitt, þegar hann tekur við starfinu 1. sept- ember næstkomandi, verði að kynnast hljómsveitinni og þeim málum sem þar eru efst á baugi. Hljómsveitin hafi náð mjög góðum árangri á liðnum misserum, bæði hvað varðar listræna tjáningu -og tækni, og það hljóti að vera hlutverk framkvæmdastjórans að leitast við að viðhalda þessum gæð- um og auka þau með því að búa hljóm- sveitinni það umhveifi sem hún eigi skilið. í annan stað segir Þröstur að ekki verði hjá því komist að bæta sam- komulagið milli hljóðfæraleikaranna annars vegar og skrifstofu hljómsveit- arinnar hins vegar en fram hafi komið í blaðaskrifum upp á síðkastið að trún- aðarbrestur hafi orðið milii þessara aðila. „Það er ljóst að ýmis erfið mál hafa komið upp í samskiptum þessara aðila og nefhi ég þar brotthvarf Osmos Vánskas hijómsveitarstjóra á Þakrennur Þakrennur og rör ^ frá m 3'iBA BLIKKAS hf Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi smurn tíma og erfið launamál á síðasta vetri.“ í þriðja lagi segir Þröstur að fram- kvæmdastjóri SÍ hljóti að einbeita sér að bygg- ingu tónlistarhúss - leggja áherslu á að þeirri ákvörðun verði hraðað og fylgja henni eftir af fullum þunga. „Aðstaða hljómsveit- arinnar til æfinga er af- leit og hljómleikaaðstaða ekki upp á marga fiska og til að framtíð Sinfón- íuhljómsveitar Islands geti verið eins góð og að- standendur hennar viija þurfa að verða á þessu breytingar eins fljótt og auðið er. Þjóðin hefur áður tekist á við ýmis verkefni af þessum toga, reist fé- lagsheimili og íþróttahús víða um land og leyst húsnæðisvanda allra annarra listgreina en tónlistarinnar, þannig að ég er ekki í minnsta vafa um að hún mun taka á þessu máli af sama krafti." Mikill áhugamaður um tónlist Þröstur hefur komið víða við á starfsferli sínum. Hann er lærður hagfræðingur og hefur gegnt ýmsum störfum hjá hinu opinbera, verkalýðs- hreyfingunni, fyrirtækjum og stjóm- málasamtökum frá því á ofanverðum sjöunda áratugnum. Hefur meðal annars verið aðstoðarmaður ráðherra og framkvæmdastjóri hjá Máli og menningu 1973-80. Hann er nú for- maður bankaráðs Seðlabankans. En hvers vegna skyldi hann hafa sóst eft- ir starfí framkvæmdastjóra SI? ,Á síðasta ári tók ég þá ákvörðun að setja strik undir tæplega þijátíu ára starf á sviði stjómmála, félags- málahreyfinga o.s.frv. Fannst það starf orðið nægilegt og vildi komast úr því í eitthvað annað. Þegar starf framkvæmdstjóra SÍ var auglýst leist mér strax vel á það enda hef ég alla mína ævi verið mikill áhugamaður um tónlist; hef til að mynda verið áskrif- andi að tónleikum SÍ í meira en tuttugu ár og áskrifandi að tónleikum hjá hljómsveit í Þýska- landi, þar sem ég var við nám, þar á undan.“ Þröstur kveðst hafa átt margar ánægju- stundir á tónleikum í Háskólabíói í gegnum árin og nefnir tímabilið frá 1993-96 sérstaklega en þá var Osmo Vánská aðalhljómsveitarstjóri. „Það var virkilega gam- an að fylgjast með hljómsveitinni á því alltof stutta tímabili í sögu hennar enda fórum við tónleikagestir ekki varhluta af því hve gott samband myndaðist þá milli hljómsveitai' og stjómanda." Mun ræða við Vanska Osmo Vánská hefur ekki stjórnað SÍ á tónleikum frá því hann lét af störfum vorið 1996 en Þröstur von- ast til að fá tækifæri til að bjóða honum hingað sem gestastjórnanda í náinni framtíð. „Eg tek að vísu fram að ég þekki ekki af eigin raun hversu djúp sárin eru sem þessi að- sldlnaður skildi eftir og veit ekki hve málið er viðkvæmt en mun að sjálf- sögðu ræða við hann þegar tækifæri gefst.“ Þröstur er ekki eini maðurinn sem tekur við lykilhlutverki hjá Sinfóníu- hijómsveit Islands í haust. Nýr maður tekm- einnig við starfi aðalhijómsveit- arstjóra, Rico Saccani frá Bandaríkj- unum, og Sigrún Eðvaldsdóttir mun leysa Guðnýju Guðmundsdóttur af hólmi sem konsertmeistari næstu tvö árin. Segir Þröstur spennandi að koma að hljómsveitínni við þessar að- stæður en það verði jafnframt krefj- andi. „En umfram allt hlakka ég til að takast þetta verkefni á hendur og von- ast til að að mér megi auðnast að að- stoða Sinfóníuhijómsveit Islands í því að ná frekari árangri á komandi ár- um.“ Þröstur Ólafsson Háskaleg kynni í Fiskinum MYjVPLIST Fiskurinn, Skóln- vörðustfg 22e HÁSKALEG KYNNI Helga Þórsdóttir og Daníel Magnús- son. Opið daglega frá 14:00 til 18:00. Til 29. júlí. Á SKÓLAV ÖRÐU STÍ GNUM hefur verið opnað lítið og skamm- líft gallerí, Fiskurinn. Ég segi skammlíft, vegna þess að því er ekki ætlað að hýsa nema fjórar sýningar og loka síðan. Það er þó ástæða til að vekja athygli á staðnum, því vel er að verki stað- ið. Á bak við sýningarstaðinn stendur félagskapur, „Regla fisksins“, sem í eru fimm lista- menn af yngri kynslóð, sem að eigin sögn hafa að markmiði að sjá um sýningar, hvar sem færi gefst á, nýta ólíka miðla og fá ólíka listamenn til að vinna sam- an, og nýta margmiðlun og inter- netið. Þau standa ekki við orðin tóm því sýningarnar á Skóla- vörðustígnum eru skipulagðar einmitt með þetta í huga. Hver sýning er samvinna tveggja lista- manna, einn reyndur listamaður og svo einn óreyndur, sem vinna saman, bæði fyrir sýningarrýmið og fyrir margmiðlunarefni á CD- ROM disk. Regla fisksins hefur einnig sett upp vefsíður, sem hægt er að nálgast á slóðinni www.this.is/icthys. Á meðan á sýningunum stendur er síðan boð- ið upp á sýningar á athyglisverð- um myndböndum. Allt er þetta svo vandlega skipulagt að maður hneigist til að líta á sýningarnar fjórar sem eitt samhangandi verk- efni, enda er markmiðið að gefa út allt margmiðlunarefni sýninganna saman að þeim loknum. Ég hefði kosið að gagnrýna sýninguna eftir að hafa séð þær allar fjórar, enda sé ég verkefnið fyrir mér sem eina samhangandi heild. Hugmyndin að sýningunum heillar mig líka meira en þessi til- tekna sýning, en það er hugsan- legt að hún njóti sín betur þegar maður hefur fengið tækifæri til að bera hana saman við þær sem á eftir koma. Þau sem urðu fyrst til að sýna eru Daníel Magnússon og Helga Þórsdóttir. Daníel er eink- um þekktur fyrir hagleikssmíði sína, skápa og hirslur, pússaðar límtrésplötur og húsbúnað- arskúlptúra. Helga er aftur á móti nýútskrifuð úr MHÍ og ekki er mér kunnugt um hvort hún hefur sýnt að ráði hér á landi. Þau mæt- ast í sameiginlegum áhuga á inn- réttingum og húsbúnaði, hvemig fólk skapar sína eigin litlu veröld og hvernig hlutirnir í kringum það virðist tala til okkar. Sýningin samanstendur annars vegar af tveimur innrömmuðum textum og hins vegar af margmiðlunarefni, sem hægt er að skoða af tölvuskjá í sýningarrýminu. Textarnir eru lýsingar á tveimur vel búnum heimilum, hlutlaus upptalning, kaldranaleg og ópersónuleg, á innanstokksmunum, hvaðan hlut- irnir eru fengnir og hver hannaði þá. Á tölvuskjánum skiptast á textabútar og nærmyndir af hlut- um sem lýst er. Sýningin byggist of mikið á textum og það er ekki nógu mikið, hvorki í textunum né heldur í myndefninu til að kveikja á ímyndunaraflinu. Innrammaður textinn minnir of mikið á manna- lýsingar Birgis Andréssonar. Reyndar er ég hissa á því að sjá Daníel reiða sig svo mildð á texta því yfirleitt eru verk hans mjög hlutlæg og efniskennd. En þetta sýnir kannski hversu langt hann er tilbúinn að ganga til móts við samstarfsaðila sinn. Ef aðrir þátt- takendur ganga til verkefnisins með sama hugarfari þá verður vel þess virði að fylgjast með fram- haldinu, enda verða ágætir gestir sem heimsækja galleríið, m.a. Hreinn Friðfinnsson, Þorvaldur Þorsteinsson og Frans Graf. Gunnar J. Árnason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.