Morgunblaðið - 29.07.1998, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 21
LISTIR
Undrun vekur hvað hægt
er að gera úr timbrinu
f PERLUNNI lýkur á fóstudag-
inn sýningu Magnúsar Th.
Magnússonar, Tedda, en und-
anfarnar vikur hefur staðið yf-
ir sýning hans á tréhöggmynd-
um, sem unnar eru úr margvís-
legum efnivið. Yrkisefni sín
sækir Teddi til sjómennskunn-
ar og annarra sviða mannlifsins
og segist hann hafa nóg að
gera við að svara forvitnum
ferðalöngum, sem spyrji sig
mikið út í verkin. „Þeir eru
hissa yfír því hvað hægt sé að
gera úr timbrinu og mér sýnist
Þjóðverjarnir hafa gleggsta
augað fyrir formi verkanna,
hvernig sem á því stendur,“
segir Teddi. Hann vinnur jöfn-
um höndum í harðvið og mýkri
við og segir auðveldast að
vinna í rauðviðinn og sýpru-
sviðinn auk íslenska birkisins
og reynisins. Úr ísólfsskála í
Grindavík hefur Tedda áskotn-
ast timbur úr gömlum sfldarbát
og er verkið Tvíeyki meðal
annars unnið úr því. „Sýrurnar
sem láku úr nöglunum í viðinn
á löngum tíma hafa litað hann
og gefið honum skemmtilega
áferð og sumir trúa því ekki
þegar ég segi þeim að ég hafi
ekki litað hann sjálfur.“
Vinnslutími verkanna er mis-
langur eftir efniviðnum og seg-
ir Teddi að tegundirnar séu
mismunandi kröfuharðar.
„Járnviðurinn er til að mynda
erfiður sökum hörkunnar og á
hann þarf keðjusagir og önnur
áþekk verkfæri. Harðviðurinn
er allur eins í forminu og því
ræður það ekki eins miklu um
endanlega útkomu verksins í
samanburði við mýkri viðinn.
Oft er er ég búinn að sjá hvað
kemur út úr mjúkum viðarbút
áður en ég byrja að vinna með
hann og dreg aðeins út lögun
hans og línur, en læt form hans
ráða sér að mestu sjálft."
Á þessu ári tók Teddi þátt í
tveim samsýningum erlendis og
er annarri þeirra nýlokið á
Aruka á Kanaríeyjum en hinni
lauk í aprfl í Þýskalandi. „Ég
tek mér nú frí fram til hausts-
ins og byija þá aftur af fullum
krafti, enda er ég gamall mað-
ur á uppleið," segir Teddi að
lokum.
Morgunblaðið/Jim Smart
MÓÐIR I eftir Tedda.
Morðið á bókasafninu
ERLEIVDAR
BÆKUR
Spennu.saga
Lawrence Block: Þjófurinn á bóka-
safninu „The Burglar in the Libr-
ary“. Signet 1998. 358 síður.
ÞEIR eru ófáir sakamálahöfund-
arnir sem gengið hafa í smiðju
drottningar glæpasagnanna, Agöt-
hu Christie. Eitt af því sem hún
hafði hvað mest gaman af að gera
var að safna saman skrautlegum
einstaklingum á afvikinn stað og
láta einn eða fleiri týna lífi með vo-
veiflegum hætti svo ljóst varð að
morðingi væri í hópnum og jafnvel
morðingjar. Var það síðan verkefni
viðstaddra að hafa uppi á morðingj-
anum en svo heppilega vildi til að
oft var Belgi að nafni Poirot að
þvælast um þessa staði og safnaði
hópnum saman í setustofunni eða
matarvagninum (einu sinni var
hann um borð í lest) og benti af sín-
um kurteislega hofmóði á hver væri
morðinginn.
í smiðju Agöthu Christie
Bandaríski spennusagnahöfund-
urinn Lawrence Block gerir ná-
kvæmlega þetta í nýjustu bók sinni,
Þjófnum í bókasafninu eða „The
Burglar in the Library", sem gefin
var út í vasabroti í sumar. Block
hefur skrifað eitthvað á fjórða tug
Hádegistón-
leikar Dóm-
kirkjunnar
KÁRI Þormar nýráðinn org-
anisti við Kópavogskirkju
heldur há-
degistónleika
í Dómkirkj-
unni í
Reykjavík í
dag, miðviku-
dag, frá kl.
11.30-12 og
verður bæna-
stund í lokin.
A efnis-
skránni eru verk eftir Bach og
Pál ísólfsson.
Kári Þonnar hefur stundað
nám í Dússeldorf í Þýskalandi
sl. ár.
bóka og er verðlaunaður höfundur.
I þessari sögu fer hann svo ná-
kvæmlega eftir uppskrift Agöthu að
það verður fyndið, enda gerir hann
sér auðvitað fullkomlega grein fyrir
hvert hann sækir efniviðinn og er
með ófáar beinar tilvísanir 1 glæpa-
sagnadrottninguna; á einum stað
leggur Block jafnvel til að saga
hans sé eins konar sambland af
Músagildrunni og Tíu litlum negra-
strákum.
Að vísu hefur hann engan
belgískan snuðrara með sér en hann
hefur bókelskan innbrotsþjóf að
nafni Bernie Rhodenbarr, sem
verður að duga. Hann er talsvert
lunkinn áhugaspæjari eins og hann
segir sjálfur og ástæðan fyrir því að
hann er á morðstaðnum til þess að
byrja með er fágætt eintak af
Svefninum langa eða „The Big
Sleep“ eftir Raymond Chandler.
Rhodenbarr selur bækur á milli
þess sem hann fer í innbrotsleið-
angra og hann hefur komist að því
að til er eintak af Svefninum langa
sem Chandler áritaði til kollega
síns, Dashiells Hammetts. Eintakið
er einstaklega verðmætt því
Chandler var ekkert mikið að árita
bækur sínar og sérstaklega ekki
fyrir Hammett og þjófurinn og bók-
salinn Rhodenbarr telur upplagt að
næla sér í eintakið. Hann hefur
komist að því að það er niðurkomið
á bókasafni gamals sveitaseturs á
austurströnd Bandaríkjanna sem
• Erotisches Island er eftir Gu-
drun M.H. Kloes. Petta er fjórða
Islandsbók höfundar og kemur
samtímis útí enskri þýðingu
undir heitinu Erotic Iceland.
Gudrun, sem skrifar á móður-
máli sínu, þýsku, hefur búið á ís-
landi síðan 1982. Kynni hennar
af landinu leiddu til bókar með
rúmlega 140 blaðsíðum og ótelj-
andi „fýsnum milli línanna" sem
vilja láta uppgötva sig.
I kynningu segir m.a.: „Bókin
lýsir ferð um djúp og grynningar
mannlegra samskipta, um fyrir-
heit ástleitninnar þar sem snark-
ar í samdrættinum, vonbrigðun-
um og fækkandi fötum. Hvernig
athöfnuðu hetjur fornsagnanna
sig? Hverju lofa ævintýrin?
Hvernig lýsa íslenskir nútímahöf-
undar rúmsenum, draumórum og
kynferðislegum tómagangi? ...
gert hefur verið upp og breytt í hót-
el og hann fer þangað með vinkonu
sinni. Á hótelinu eru nokkrir gestir,
langt er til mannabyggða, snjórinn
fellur sem aldrei fyrr og áður en
Rhodenbarr getur svo mikið sem
tekið upp úr töskunum hefur þrennt
gerst sem kemur honum illa: Maður
finnst myrtur á bókasafninu, stað-
urinn verður símasambandslaus og
það er engin leið að komast til
byggða því mikilvæg brú hefur ver-
ið eyðilögð.
Rétta andrúmsloftið
Þrátt fyrir alla Christie-eftirlík-
inguna fær Rhodenbarr þá tilfinn-
ingu að málið sé meira í líkingu við
þau sem Philip Marlowe fékkst við.
Það er þó aðeins sýndarmennska.
Þjófurinn í bókasafninu er Christie-
saga út í gegn og nokkuð skemmti-
lega samin af Lawrence Block.
Helsti gallinn er sá að hún er of
löng. Það fer alltof langur tími í
kjaftæði sem óhætt hefði verið að
stytta um helming. Auk þess eru
eitt eða tvö hliðarplott fulllangsótt.
En það er gamansamur og léttur
tónn í sögunni og Block tekst að ná
þessu andrúmslofti sem Christie
skapaði með skemmtilegu sögu-
sviði, persónum er hafa sitthvað að
fela og morðgátu sem hæfilega
gaman er að sjá leysta. Þetta er for-
múla út í gegn en Block tekst að
vinna með hana á viðunandi hátt.
Arnaldur Indriðason.
Hvenær var
fyrsti fatafellu-
staðurinn opnað-
ur í Reykjavík og
hvað á þetta ís-
lenska reðasafn
að þýða? Og
hvað þótti
ósæmilegt
sautjánhund-
ruðogsúrkál?"
Julian Thorsteinson þýddi
bókina á ensku. Þorbjörg
Höskuldsdóttir myndskreytti
bæði þýsku og ensku útgáfuna.
Ljósmynd á kápu er eftir Pál
Stefánsson. Bækurnar (Erot-
isches Island, 143 bls. og Erotic
Iceland, 141 bls.) eru prentaðar í
Steinholti. Prentþjónustan sá um
filmuvinnu og Flatey bókband.
Verð er 1.490 krónur. Útgefandi
er Ormstunga.
Kári Þormar
Nýjar bækur
Kalt kryddstnjör í sneiðum á laxinn
Brætt kryddsmjör penslað á kjúklinginn
Rjóntaostur í pylsubrauðið undir heita grillaða pylsu
Rifinn maribo á hamborgarann
Sneið af 26% osti á hamborgarann
Bræddur og grillaður, sneiddur
eða rifinn ostur, rjómaostur, gráðaostur
- fáðu þér ost og notaðu hugmyndaflugið.
Ostur er toppurinn á grillmatnum í sumar!
Ostur í allt sumar
ÍSLENSKIR -
OSTAK
í
wfm
•T Sl
www.ostur.is
iBBTCBBli
HVlTA HÚSIÐ / SlA