Morgunblaðið - 29.07.1998, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 29.07.1998, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 LISTIR MORGUNB LAÐIÐ I Listasafni Arnesinga LIST OG HÖNIVUJV Lislasafn Árnesinga Selfossi MYNDVERK MAGNÚS TÓMASSON Teikningar, Baltasar, minjagripa- samkeppni, myndband o.fl. Opið alla daga frá kl. 12-18. Til 31. júlí. Að- gangur 200 krónur. ÞAÐ hefur að vonum ekki farið mikið fyrir Listasafni Arnesinga á Selfossi, sérsýningar fáar og ein- hver doði og skipulagsleysi í fram- kvæmdum. En nú hefur myndlistar- konan Hildur Hákonardóttir verið ráðin forstöðumaður þess og vænt- anlega verður einhver breyting hér á sem laðar fleiri gesti að. Ekki var það þó björgulegt síðdegis á sunnu- daginn, því ég og félagi minn vorum þriðji og fjórði gesturinn sem skrif- uðum okkur í gestabókina og allan tímann aleinir í salarkynnunum og stöldruðum þó við í drjúga stund. Komum frá Listaskálanum í Hvera- gerði, þar sem allt var stúvandi fullt eins og það var orðað í gamla daga, hér er þó sá fyrirvari, að ekki skrifa allir í gestabækur og á sumum stöð- um mjög fáir. En Róm var ekki byggð á einum degi, og sannarlega verðskulda framkvæmdirnar í húsinu um þess- ar mundir stórum meiri athygli, en árétta verður þá skoðun að safnið mætti hafa yfir sér meiri nálgun og innileika hvað innri byrði snertir, vera meira lifandi safn með brúsandi blóði. Það er vel að merkja mögulegt að vekja upp líf í fortíð- inni, hún er í öllu falli raunverulegri og áþreifanlegri en framtíðin, einnig má gera nútíðina þreytta og lúna, innihaldslausa. Þetta fæst hvorld með marmara ái tjaldMögn urm o^gj A-felilibústö)ðunri át Verðdæmi: Útborgun aðeins 89.250,- Afborgun pr. mán. ca. 4.500,- Borgartúni 22 Sími: 551 1414 Sölumenn Esso-planl 893 7788 / 897 7785 ísso plarö'5JU við Borgartun. - aðeins miðvikudag, fimmtudag og föstudag fmer Nú er rétti tíminn til að tryggja sér tjaldvagn eða fellibústað á frábæru verði og á frábærum kjörum. Aðeins fram að verslunarmannahelgi hjá Evró. fASY CAMP \ST TJALDVAGNAR 2ja til 6 manna Montana 10 sek. að tjalda né eðalviðum, heldur einfaldlega sjálfu andrýminu, þeirri stemmn- ingu sem á einhvern hátt er töfruð fram, en sú tilfinning ætlar að verða æði lífsseig er inn er komið, að allt sé til bráðabirgða og safnið á upp- hafsreit. Einnig að þeir sem þar hafa áður ráðið ríkjurn hafi aldrei komið út fyrir mörk sveitarinnar, aldrei heimsótt sambærilegar stofn- anir erlendis, í öllu falli ekki af hárri gráðu... Burðarás athafnaseminnar að þessu sinni er úrtak á verkum hins landsþekkta myndhöggvara Magn- úsar Tómassonar, með hið umdeilda verk „Fangar frejsisins" í sviðsljós- inu. Orðræðan hefur þó ekki snúist um sjálft verkið heldur nafngiftina og hugsunarháttinn að baki, lista- maðurinn þannig að mestu stikkfrír. En þess eru hins vegar mörg dæmi, að vanbúnar hugmyndir sem vakna í heilabúum stjómmálamanna nái fram að ganga hér á landi, einkum í húsagerðarlist og skipulagi. Löngu tímabært að listamenn, arkitektar og skipulagsfræðingar þakki fyrir sig og rísi gegn hnefaréttinum. Líf Höllu og Eyvindar og frelsisvitund þeirra aðdáunarverðara og háleit- ara en svo að hægt sé að kenna við noldcra tegund helsi og hafta. Feg- urð heiðanna, víðáttur óbyggðanna og úrsvali hálendisins eins langt frá vistarböndum, lokuðum búnim og frelsissviftingu af öllu tagi og verða má. Eðlilega nálgast maður verk Magnúsar með nokkrum kvíða og fyrirvara, en það er í sjálfu sér engu síðra mörgu öðru sem hann hefur gert um dagana þótt ekki boði það tímamót. En allir fordómar fykju út í bláann buskann ef um væri að ræða minnismerki sem staðsetja ætti fyrir framan fallega tilhöggna steinhúsið við Skólavörðustíg, eða í öðru falli minna á upprunalegan til- gang stjórnsetursins við Lækjar- torg, við túnfót þess. Hugsunarhátt- urinn að baki minnismerldsins þannig að mínu mati og margra annarra ótvírætt alrangur, jafnvel þótt nafninu yrði breytt í „Fórnar- lömb frelsisins“. Þetta fólk sem var altekið frelsisþrá gisti aldrei nein lokuð búr né myrkar dýflissur, en var á flótta undan niðurlægjandi helsi vistarbanda og annarri ánauð réttlausra á tímunum. Sjálft úrtakið er í senn áhugavert og fullgilt, þótt nokkuð þröngt sé um verldn í húsakynnunum og um- hverfi þeirra hrátt og annarlegt. Riss Baltasars af ásjónum manna í sveitinni eru gerð af mikilli hand- fimi, teljast þó meira í ætt við tæki- færisteikningar af hárri gráðu en rannsóknir á möguleikum miðilsins og innra byrði hvers og eins, sér- kennum og útgeislan. Fara ei held- ur vel í húsakynnunum og mynd- band Ingu Dóru Middleton eitthvað svo utangarna á staðnum. Urtak af verðlaunuðum og at- hyglisverðum tillögum í minjagripa- samkeppni „Átaks til atvinnusköp- unar“ í samvinnu við Handverk & hönnun, er um sumt áhugavert, jafnvel mjög áhugavert, vekur þó helst upp ýmsar fyrri hugleiðingar um ástandið í þessum málum hér á landi og íðum almennt. Þótt up- gangurinn sé mikill og lofsverður, minna gripirnir full mikið á að ekki er til sérstök menntastofnun í listíð- um og handverld. A síðustu tímum eru slíkir skólar kenndir við hugtak- ið, Design, á mjög breiðum grund- velli, og engin þjóð á norðurhveli jarðar hefur hér meiri þörf á að líta sér nær en sú er byggir þetta út- sker, því hér er jafnvel iðnhönnun ekki viðurkennd fullgild til náms- lána. Kenna þarf fólki að forma og móta hugmyndir sínar og það er oftar en ekld þrautin þyngri. Menn verða ekld ósjálfrátt hárskerar, þótt þeir festi sér greiðu og skæri, það virðast allir gera sér ljóst en gleyma hinu, að þótt hugmynd sé í hendi þarf kunnáttu og þjálfun til að út- færa hana. Það sem öllu máli skiptir er að menn eru komnir af stað og þá er að halda áfram veginn fram, og ekld stundinni lengur því að þjóðarnauð- syn lcrefur... Bragi Asgeirsson Orvænting og þrá TðNLIST Reyklioltskirkja KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir Beethoven, Debussy, Pi- azzolla og Franck. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó; Auður Haf- steinsdóttir, fiðla; Guðmundur Krist- mundsson, víóla; Bryndís Halla Gylfa- dóttir, selló; Martynas Svégzda von Bekker, fiðla; Risto Lauriala, píanó. Reykholtskirkju, laugardaginn 25. júlíkl. 20:30. ÞRIÐJU tónleikar Reykholtshá- tíðar hófust með 3. Píanókvartett Beethovens, yndislegu æskuverki frá Bonn-árunum, þar sem braut- ryðjandi tóngreinarinnar, Mozart, sveif yfir vötnunum. Það er merki- legt til þess að hugsa, hvað ein lítil víóla til viðbótar gerir mikinn gæfumun njá berangurslegu triói pí- anós, fiðlu og sellós, því fyllingin og jafnvægið verða alit önnur og meiri. I hinu að svo stöddu full hljómmikla rými Reykholtskirkju sem til stend- ur að dempa með m.a. orgellofti, vonandi í tæka tíð fyrir hátíðina að ári, fór iðandi tónaflæði útþátta óhjákvæmilega nokkuð í graut, enda tempóvalið með hressilegra móti og brá stöku sinni fyrir smágösli í pí- anói, enda margar nótur á tímaein- ingu. Víólan var að vísu stundum ívið of sterk, en í heild var þetta óvenjuefnilega kammmerverk ágæt- lega flutt og með sópandi „gusto“. Hin fallegu smástykki Debussys fyrir selló og píanó, Beau soir og Romance, voru einkar hlustvæn, sér- staklega hið fyrra, þar sem píanist- inn seiddi fram mánaskinsrómantík af sannkallaðri silkimýkt í fyrir- myndarjafnvægi við munúðarfullan knéfiðlutón Bryndísar Höllu við dá- góðar undirtektir áheyrenda. Það er ævinlega einstaklingsbundin spum- ing um smekk hvað dýnamíkin má vera vökur í þvílíkum verkum. Miðað við píanóið virtist undimtuðum sell- óið stundum í vakrara lagi, með snöggum risum og hnigum í styrk sem gátu minnt á ýkta „klukku- dýnamík" sumra upphafshyggju- stefnumanna í barokkinu, og sem höfðu tilhneigingu til að verka eirð- arlaus, enda fylgdi oft ofuriítil flýting og seinkun í kjölfarið sem harmóner- aði ekki alltaf 100% við hlutfallslega stöðugri píanótúlkun Steinunnar. Við öllu jarðneskulegri tón kvað í Invierno porte og Primavera por- tena, tveim argentínskum tangóum eftir Astor Piazzolla, hinn mikla endumýjara greinarinnar sem lézt fyrir sex árum. Kunnáttumaður inn- an eymaskots hafði orð um að tvennt væri sine qua non í argent- ínskum tangó, örvænting og bein- skeytt löngun til að fjölga mann- kyninu. Sé eitthvað til í því, sem hljómar ekki ósannfærandi, þá var óneitanlega nokkur borðstofukeim- ur af flutningi þeirra Auðar, Bryn- dísar og Steinunnar, þrátt fyrir mörg góð tilþrif. í sanngirnisaugna- miði er þó rétt að taka fram, að þessi tónlist var líklega sú sem Reykholtskirkjan í núverandi hljómmynd hentaði verst af öllum atriðum hátíðarinnar, enda ofur- dýnamísk snerpa, að ekki sé talað um meitlað stakkató, illframkvæm- anleg í núgildandi ómvist. Hin fræga og vinsæla Sónata Césars Francks í A-dúr fyrir fiðlu og píanó var síðust á dagski'á; mikið og oft njörvað verk, en einnig fullt af fallegu hljóma- og laglínuferli. Martynas Svégzda von Bekker, hinn ungi tónlistarsendiherra Lit- haugalands, strauk fiðluna af stakri mýkt, svo að virtist að olía væri á bogháram en ekki myrra, og hafði m.a. sér til ágætis að vera fremur stöðugur í styrkrænum útfærslum, þó að inntónun hans væri að svo komnu ekki alltaf lýtalaus, né held- ur rytmísk eldfimi áberandi, hvað sem svo seinna kann að verða. Á pí- anó kvaddi sér hljóðs hinn fjölhæfi Risto Lauriala frá Finnlandi, sem lét sig ekki muna um að skjóta inn aukatónleikum eftir auglýst hátíð- arlok næsta sunnudagskvöld með Goldbergtilbrigðum Bachs; afar teknískur, ki'aftmikill og skýr pí- anisti með að virtist nokkuð sér- stæðar persónulegar hugmyndir um útfærslu viðfangsefnanna. Þetta mikla síðrómantíska kammerverk var að mörgu leyti skemmtilegt áheyrnar í túlkun þeirra félaga, þó að smágranur kviknaði um að jafn ólíkir persónuleikar og þessir hefðu sennilega getað grætt á aðeins lengri tíma til listrænnar samlögun- ar. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.