Morgunblaðið - 29.07.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.07.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ q w > V ! i > i I > I I I I > > h 9 > > i > > > > AÐSENDAR GREINAR Ef þú ert foreldri ung- lings á ég erindi við þig í HÖND fer mesta ferðahelgi ársins. Margar freistandi úti- skemmtanir eru í boði fyrir unglinga. I eyr- um margra foreldra hljómar: Allir vinir mínir fá að fara, af hverju ekki ég? Ekki er víst að þetta sé sannleikanum sam- kvæmt. Og þó að vin- imir fari er ástæða til að þú leyfír þínum unglingi að fara? Ef þú ert í vafa hvet ég þig til að láta ekki undan þrýstingnum. Unglingar vilja um- hyggju og þú sýnir hana best með því að vera ábyrgt foreldri. Ein besta vöm gegn neyslu áfengis og annarra vímuefna er eftirlit og að- hald foreldra. Því stærri hlut sem fjölskyldan á í lífí unglings, þeim mun færari er hann um að standa gegn þrýsting umhverfísins á að hefja neyslu. Nokkrar staðreyndir Á útisamkomum er áfengi og önnur vímuefni höfð um hönd. Arið 1996 komu 34 unglingar 16 ára og yngri til meðferðar á Vogi. I ný- legri könnun kemur fram að rúm- lega 80% 15 ára unglinga hafa neytt áfengis og 20% 13 ára. Einnig segjast nokkrir nemendur í 8. bekk (14 ára) hafa reynt hass, amfetamín, LSD, kókaín og E-töfl- una. Langvarandi notkun á hassi/grasi veldur þunglyndi og rekja má nokkur sjálfsvíg hér á landi til eftirkasta E-töflunnar. Rannsóknir sýna að því meiri tíma sem fjölskylda ver saman því minni líkur em á að unglingurinn leiðist út í vímuefna- neyslu. Flestir ung- hngar byrja að drekka yfír sumatímann. Á hverju sumri verða margar ótímabærar þunganir eftir slíkar „helgarskemmtanir“. Nauðganir era kærðar og vitað er um fleiri. Sumar stúlkurnar treysta sér ekki til þess að kæra því þær vora ölvaðar þegar misþyrmingin átti sér stað. Hvað er til ráða? Fjölskylda sem veitir unglingn- um gott eftirlit og mikinn stuðning vinnur á sinn hátt að forvömum. Rannsóknir sýna, segir G. Erla Geirsdóttir, að þvi meiri tíma sem fjölskylda ver saman því minni líkur eru á að unglingurinn leiðist út í vímuefni. Umhyggja felst m.a. í því að for- eldrar hafi vit fyrir börnum sínum. Fylgist með hvar þau era í frítíma sínum, sérstaklega á kvöldin. Setj- ið unglingum skýrar reglur og sjá- ið til að þeim sé framfylgt. Hafið samband við foreldra vina þeirra, til að sammælast um útivistartíma og önnur boð og bönn. Unglingur á grunnskólaaldri hefur ekkert að gera án eftirlits foreldris á útihátíð. Eyðum öllum þeim tíma sem við getum með bömunum okkar, sam- verastundirnar þurfa ekki að vera skipulögð skemmtidagskrá. Bíó- ferð eða að horfa á sjónvarp saman gerir sitt gagn. Höfum í huga að unglingar sem taka þátt í íþróttum og öðra skipulögðu tómstunda- starfí era mun ólíklegri til að lenda í vímuefnaneyslu enn hinir. Vinnuskólinn og forvamir Góður árangur í forvömum næst ef allir sem koma að uppeldi ung- linga vinna að þvi sama markmiði. Með það í huga ákváðu borgaryfir- völd fyrir þremur áram að veita veralegt fé til forvamarstarfs inn- an Vinnuskóla Reykjavíkur. Allir unglingar sem þar vinna fá eins dags vímuefnafræðslu á sumri. Til þess era ráðnir unglingar á vegum Jafningjafræðslunnar. Unglingarn- ir beina kröftum að jafnöldram sín- um til að hafa áhrif á viðhorf þeirra til vímuefnaneyslu, gera neysluna neikvæða og hallærislega og draga upp jákvæða mynd þess að skemmta sér án vímuefna. Þetta er eitt af úrræðum borgarinnar til að vinna að markmiðinu Evrópuborg- ir án eiturlyfja 2002 sem Reykja- víkurborg, ríkisstjómin og samtök Evrópuborga standa saman að. Að lokum vona ég að þú eigir margar ánægjulegar stundir með unglingnum þínum í framtíðinni. Höfundur er myndmenntakennari og stjórnarformaður Vinnuskóla Reykjavíkur. G. Erla Geirsdóttir Tilhugalíf LAUGARDAGINN 4. júK sl. birtist við- talsgrein í Morgun- blaðinu með upplýs- ingum höfðum eftir settum ráðuneytis- stjóra í iðnaðarráðu- neytinu, sem er jafn- framt forsvarsmaður Islands í viðræðum við Norsk Hydro. Greinin nefnist „Búist við ákvörðun um fram- haldið í lok septem- ber“. Þar segir að við- ræður „vegna hugsan- legs álvers norska fyr- irtækisins Norsk Hydro hér á landi séu enn í gangi í fullri alvöra ...“ Síðan er fjallað um kostnað og „að baki sé sú hugsun að þessar fram- kvæmdir verði algjörlega á við- skiptalegum granni...“ Síðan segir forsvarsmaður Islands um viðræð- umar: „Eg hef stundum líkt þessu við það þegar ungt fólk er að draga sig saman. I sjálfu sér veit enginn í byrjun hvort eitthvað verður úr en eftir því sem lengra líður fá menn skýrari mynd af því hvort um framhald verður að ræða eða ekki... Ef halda mætti þessari samlíkingu áfram yrði eitthvað, sem mætti líkja við trúlofun, á fyrri hluta næsta árs, ef niðurstöður úr öllum þessum athugunum verða já- kvæðar - þ.e. fjármögnunarmögu- leikar og eignaraðild að orkulind- um og væntanlegu álveri -. En það er aðeins lengra í giftinguna," sagði Þórður Friðjónsson. For- svarsmaðurinn lýkur viðtalinu: „Báðir aðilar era að vinna af heil- um hug, með það markmið að leið- arljósi"; þ.e. að „nýta“ kvóta ís- lands samkvæmt Kyoto- samkomu- laginu til þessa verkefnis. Sumir telja að sá kvóti sé svo til þegar nýttur, eins og marka má af síendurteknu kvaki formanns Fram- sóknarflokksins eftir meiri eiturkvóta fyrir Island á málþingum og fundum sem hann sækir sem utanríkis- ráðherra og réttlætir þetta bónarkvak sitt með því sem hann nefnir nauðsyn f slands vegna „lítils hagkerfís" en það einkennilega hugtak virðist mega rekja til takmarkaðs skilnings utanríkisráð- herra á hagfræðihug- tökum í enskri tungu. En eins og málin standa nú sam- kvæmt upplýsingum forsvars- manna íslands við viðræðunum við Norsk Hydro, sem er að meiri hluta eign norska ríkisins, benda allar líkur til að vænta megi bráð- lega tilkynningar um „opinberun íslenska ríkisins og Norsk Hydro“. Þessi opinberan er vel undirbúin Siglaugur Brynleifsson og hefur undirbúningur gengið hratt fyrir sig, með samþykkt þriggja lagabálka um hálendi ís- lands og tillögur forsætisráðherra um 12 ára framkvæmdaáætlun fyrir þá aumu landsbyggð og svo er nægilegt fjármagn í stærsta banka landsmanna, sem er ríkis- eign. Má vænta, spyr Sig- laugur Brynleifsson, opinberunar íslenzka ríkisins og Norsk Hydro? Það er því eðlilegt að forsvars- maðurinn sé bjartsýnn ekki aðeins á opinberunina heldur einnig á giftinguna. Og með þeim ráðahag má sjá fram á að stærstu og ein- stökustu víðerni Evrópu, vesturör- æfí, verði „nýtt“ til eflingar því „litla hagkerfi" sem skuldbundnum staðgengli forsætisráðherra verður svo tíðrætt um, ekki síst ef beiðn- um hans um aukinn eiturkvóta ís- lands verður sinnt. Höfundur er rithöfundur PABBI/MAMMA allt fyrir nýfædda barnið ÞUMALÍNAs. 551 2136 Fákafeni 9 sími 5682866 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ1998 29 Þakka heimsóknir, gjafir, blóm og heilla- skeyti á 90 ára afmæli mínu. Jóhann Gunnar Stefánsson, Aragötu 6. ^Oðkaupsveislur—útisamkomur—skemmtanlr—tðnleikar—sýningar—kynningar og í. og fl. og fl. tofipsð - ws88Ö6J5f©yM . og ýmsir fylgihlutir staðinn - það mörg borgór sig. Tjöid af öllum stœröum frá 20 - 700m2. Einnig: Borð, stólar, tjaldgólf og fjaldhitarar. '®Mm sBsáía ..méð skátum á !'.oimavelli sM 562 1390 • rax 552 6377 Stórútsala í Sportbúð Kópavogs næstu daga Hamraborg 20a, sími 554 1000 SÍÐAN 1972 ÍSLENSKAR GÆÐA MÚRVÖRUR Á GÓÐU VERÐI EÐALPÚSSNING MARGIR LITIR ■1 1 1 ■ ■ m mm m stempryði STANGARHYL 7, SÍMI 567 2777 BORGARBYGGÐ Aðalskipulag Borgarbyggðar 1997-2017 Tiliaga að aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017 var auglýst samkvæmt ákvæðum skipulagslaga 14. mars 1998 og rann frestur til að skila athugasemdum út 29. maí 1998. Alls bárust átta athugasemdir við skipulags- tillöguna. Vegna athugasemdanna gerði Skipulags- og bygginga- nefnd nokkrar minniháttar breytingar á skipulagstillög- unni. Vegna athugasemdar um að merkingu vantaði á núverandi tjaldsvæði var sú merking sett inn á skipulags- uppdrátt enda brýtur hún ekki í bága við það skipulag sem sýnt er á uppdráttunum. Vegna athugasemdar um að landamerki jarðarinnar Bjargs í Borgarnesi séu ekki að fullu sýnd á skipulagstillögunni var Skipulags- og bygg- inganefnd sammála um að þau yrðu sýnd að fullu m.t.t. heildarsamræmis í skipulagstillögunni . Bæjarstjórn Borgarbyggðar tók tillögu að aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017 með ofannefndum breyting- um til lokaumræðu á fundi sínum 13. júlí sl. og var hún samþykkt með 5 atkvæðum en fjórir sátu hjá. Tillagan hefur verið send skipulagsstofnun og umhverfisráðherra til staðfestingar. Bókun bæjarstjórnar um athugasemdir og afgreiðslu þeirra hefur verið send þeim sem gerðu athugasemdir við skipulagstillöguna. Bæjarstjóri Borgarbyggðar *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.