Morgunblaðið - 29.07.1998, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 33
HELGISTEINAR
JÓHANNESSON
+ Helgi Steinar
Jóhannesson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 5.
mars 1995. Hann
lést í Landspítalan-
um 22. júlí síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Svandís Ge-
orgsdóttir, fædd í
Vestmannaeyjum
21. ágúst 1965, bú-
sett í Reykjavík,
sambýlismaður
hennar er Ögmund-
ur G. Matthíasson,
fæddur í Reykjavík
10. janúar 1968, og Jóhannes
Harðarson, fæddur í Reykjavík
9. feb. 1967, ólst upp í Hvera-
gerði, búsettur í Reykjavík.
Bróðir Helga Steinars er Hörð-
ur Jóhannesson fæddur 7. nóv-
ember 1990.
Útför Helga Steinars fer
fram frá Grafarvogskirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
10.30.
Kveðja frá mömmu
Pótt örlaganornin fast þér héldi
þú lést ei bugast, þú áfram stefndir
að þínu marki sem þú einn vissir,
hreyfigetan var þér enginn missir.
Þú brást eins og hetja við hindranir háar
pestir og flensurnar vor’ ekki fáar.
Mikið var lagt á svo lítinn mann.
„Nú er nóg komið.“ Hvað þolir hann?
Enn efinn er hindrun, það segir sig sjálft,
er trúin var sterkust, þá ekkert brást
ófáum lærdómi á okkur hlóðst,
allar þær prófraunir sem að þú stóðst.
fyrir mér og honum,
því frá þeim degi hafið
þið átt ykkar fasta sess
í hjarta mínu. Þú varst
aðeins 5-6 mánaða
þegar ljóst varð að þín
ævi yrði ekki löng. Það
er erfitt fyrir foreldra
að fá slíkan úrskurð en
dugnaður mömmu
þinnar var einstakur
og fyrir það hve vel
hún og Oddi og Jói
pabbi þinn og Fjóla
amma þín hugsuðu um
þig fengum við að hafa
þig heldur lengur en upphaflega
var reiknað með. Þessi rúmlega
þrjú ár sem við fengum með þér
hafa gert okkur miklu ríkari en áð-
ur, því þú varst svo einstakur. Þú
varst alltaf glaður og kátur þrátt
fyrir þína miklu líkamlegu fötlun og
það var alveg ótrálegt hvað þú
varst laginn við að nota þennan litla
mátt sem þú hafðir. Svo hafðir þú
alveg einstaka persónutöfra, þú
heillaðir alla upp úr skónum strax
við fyrstu kynni. Það er erfitt til
þess að hugsa að ég heyri ekki oft-
ar kallað: „Ita amma, íta amma,
kondu, sjáðu.“
Yndislegi sólargeislinn minn,
þakka þér fyrir samveruna og þá
birtu er þú veittir inn í líf mitt og
minnar fjölskyldu. Ég veit að nú
hleypur þú um frískur og sterkur
og fjötrarnir er bundu þig hér há
þér ekki lengur. Megi góður Guð
blessa og styrkja foreldra þína,
Ödda fóstra þinn, Hörð bróður þinn
og alla þá er nú syrgja þig.
Astarkveðja,
amma Inga.
Þinn dugnaður harða skel veikti,
þín blíða og festa
þín glettni og greind
stöðugt í hjarta mér kveikti.
Þú komst með þinn tilgang, þú einn vissir
hann
hér vars’t ekki „heima" það stundum ég fann.
Gömul er sál, sem skilur sitt vamm,
ég ávallt mun elska „litla“ sigurvegarann.
Astarkveðja,
mamma.
Helgi Steinar, mig langar til að
segja fólki aðeins frá okkar kynn-
um sem stóðu í stuttan en góðan
tíma. Þú varst mjög ungur er við
kynntumst og þá grunaði engan
hvað þú áttir eftir að ganga í gegn-
um og verða sú persóna sem þú
varst. Þú greindist með þennan
sjúkdóm fimm mánaða gamall sem
leiddi þig þennan veg sem þú fórst.
Þessi 3 ár sem við þekktumst fylltir
þú líf mitt gleði, hamingju og ást.
Ég hef aldrei kynnst barni jafn
sterku og lífsglöðu og þú varst
þrátt fyrir veikindin. Margar
stundir voiu þér erfiðar í veikind-
unum og mótuðu pei'sónuleika þinn
sem varð mjög sterkur og heillaði
fólk hvar sem þú komst. Aldrei hef
ég kynnst jafn miklum dellukarli og
þér, þú vildir vita nöfn á öllum bíl-
um og tækjum sem þú sást og helst
vildir þú fá að prófa allt. Minningin
um þig lifir í hjarta margra sem þér
kynntust. Sú stund sem situr mest í
mér í dag er þegar við hjóluðum
upp að Hafravatni og áttum góða
kvöldstund saman og horfðum á
fólkið veiða. Með hjartað fullt af ást
og eftirsjá kveð ég þig, þú lifir í
minningunni.
Þinn fósturfaðir og vinur,
Ögmundur Matthíasson.
Elsku Helgi Steinar minn, þú
varst aðeins þriggja mánaða er þú
komst í fyrsta sinn til mín með
mömmu þinni og Herði bróður þín-
um. Það var þegar Öddi minn kom
með ykkur í fyrsta sinn í heimsókn
og kynnti mig, stoltur, fj'rh- þessari
litlu fjölskyldu sem hann hafði fallið
svo algerlega fyrir og það fór eins
Elsku Helgi Steinar! Þegar þú
byrjaðir á leikskólanum Asborg
varstu aðeins 1 árs, það tók þig
ekki langan tíma að heilla mig og
annað starfsfólk leikskólans með
fallegu augunum þínum og blíða
brosinu. Þú varst óspar á fingur-
kossa sem þú sendir frá þér eftir
pöntunum. Þú varst vinsæll meðal
barna og starfsfólks og þau spurðu
iðulega um þig ef þú varst ekki
mættur á réttum tíma. Þú varst
mikill áhugamaður um allt sem
gekk fyrir mótor, eins og er svo oft
um fróðleiksfúsa drengi og oftar en
ekki komstu með eitthvert smádót í
litlu höndinni þinni, eins og bíla og
vélhjólakalla. Þú varst mikill tölvu-
kall og leikni þín með tölvumúsina
var undraverð, þú varst ákveðinn
strákur og vildir gera hlutina sjálf-
ur og það gerðir þú að því marki
sem þér var mögulegt.
Síðasta daginn þinn á leikskólan-
um, daginn áður en þú kvaddir hið
jarðneska líf, fórum við á Dyngj-
unni, deildinni þinni, í gönguferð
niðm- í Grasa- og fjölskyldugarðinn,
þú sast glaður í bragði í kerru og
skoðaðir umhverfið með áhuga
barnsins sem vill sífellt skoða og
kanna. Við sáum hund á leiðinni
sem kom þér til að brosa og þegar
við fórum um grasagarðinn teygðir
þú litlu höndina þína út fyrir
kerruna til að snerta lauf runnana.
Við settumst í sandinn í fjölskyldu-
garðinum og þú lékst þér af áhuga
með lítið sandmót innan um vini
þína á deildinni. Við enduðum
þennan góða dag á því að borða
nestið okkar við litla tjörn í Laug-
ardalnum meðan við horfðum á
endurnar synda með ungunum sín-
um. Þú lést eftir afganginn af
brauðinu þínu og endurnar fengu
að njóta þess.
Það flaug um huga minn um leið
og ég horfði á þig, þegar við vorum
á leiðinni í leikskólann, að þrátt fyr-
ir þá miklu fjötra sem líkami þinn
var bundinn í þá værir þú ham-
ingjusamur og nytir lífsins sem þér
var gefið enda er ekki annað hægt
þegar maður á bestu mömmu í
heimi, mömmu sem vildi allt fyrir
þig gera.
Kæra Svandís og fjölskylda, um
leið og við kveðjum Helga Steinar
með miklum söknuði biðjum við al-
góðan Guð að styrkja ykkur og
hugga og blessa góða og bjarta
minningu okkar um dásamlegan
dreng.
Fyrir hönd starfsfólks Dyngj-
unnar,
Hugborg Erlendsdóttir.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærs föður míns, tengdaföður okkar,
afa og langafa,
ÓLAFS JÓNSSONAR
skipasmiðs
frá Nýhöfn,
Skólavegi 23,
Vestmannaeyjum,
Sérstakar þakkir til sr. Gísla H. Kolbeins, Guðrúnar Jónu Gunnarsdóttur,
hjúkrunarfræðings og starfsfólks dvalarheimilis aldraðra í Vestmanna-
eyjum, Hraunbúða.
Margrét Ólafsdóttir,
Guðmundur Valdimarsson,
Ingunn Hofdís Bjarnadóttir,
Jón Valtýsson,
Þórhildur Guðmundsdóttir,
Jóna Björg Guðmundsdóttir,
Sigríður Guðmundsdóttir,
Ólafur Ólason,
Hrefna Valdís Guðmundsdóttir,
Sigurður Árni Ólason,
Gunnar Ólason,
Ólafur, Einar Jóhann, Guðmundur, Sigríður Ósk,
Magnús Þór og Ármann Halldór.
Jens K.M. Jóhannesson,
Jón Garðar Einarsson,
Fanney Snorradóttir,
Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir,
+
Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför
GUÐMUNDAR JÓNSSONAR,
Skeljagranda 5,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fá þeir sem önnuðust hann og hlúðu að honum í
veikindum hans.
Lovísa Jóhannesdóttir,
börn og tengdabörn.
ISLEIFUR
SIGURÐSSON
+ ísleifur Sigurðsson fæddist í
Hafnarfírði 13. janúar 1935.
Hann lést í Reykjavík 19. júlí
síðastliðinn og fór útför hans
fram frá títskálakirkju í Garði
25. júlí.
Mig langar að kveðja hann Leifa
tengdaföður minn og vin í örfáum
línum. Ég kom inn í líf hans þegar
ég kynntist Sigurði syni hans árið
1981, það er eins og það hafi gerst í
gær. Okkur Leifa varð strax mjög
vel til vina. Það var alltaf gaman að
vera kringum Leifa og hann
þreyttist aldrei á að stríða mér,
honum fannst afskaplega gaman að
því hve trágjörn ég var. En eftir
því sem árin liðu lærði ég meira inn
á stríðnina og ósjaldan þegar hann
sagði mér eitthvað sagði ég á móti
„sannaðu það“ og þá var honum
skemmt.
Mér fannst alltaf gaman að vita
til þess hvað Leifi hafði mikinn
áhuga á því sem drengirnir hans og
við tengdadæturnar vorum að
gera, hvort sem það var að laga til í
húsum okkar eða á ferð og flugi í
sumarfríum. Bamabörnin skipuðu
stóran sess hjá honum, enda var
hann alltaf ákaflega bamgóður, ég
man þegar Bergný Ösp, eldri dótt-
ir mín og Sigga, fæddist, þá var
ljósmóðirin alltaf að koma með
kveðju frá honum. Honum fannst
nefnilega ganga heldur seint að
koma einu barni í heiminn, en nú
era liðin rám 14 ár síðan. Mér
fannst svo yndislegt hvað hann var
áhugasamur um bamabörnin, og
spurði oft og mikið um þau. Hann
Siggi vann með Leifa í 13 ár og eft-
ir á að hyggja finnst mér ég lánsöm
að svo skyldi hafa verið því tengsl-
in og vináttan urðu sennilega mun
meiri við það en ella.
Fyrir nokkram áram fór sjúk-
dómurinn hans Leifa að segja
meira og meira til sín og dró hann
að lokum á vit skapara síns. Mér
verður á þessari stundu hugsað til
þess og dáist að því að hann Leifi
gat látið alla í návist sinni gleyma
því hvað hann í raun var veikur, því
ekki missti hann sjónar á góða
skapinu og stutt var í glettnina og
stríðnina.
Leifi minn, ég þakka þér fyrir
allar góðu stundirnar og bið góðan
guð að geyma þig.
Guðbjörg (Gugga).
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. IJað eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
+
Elskuleg móöir mín,
ÞÓRDÍS ÓLAFSDÓTTIR,
dvalar- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð,
andaðist á Landspítalanum mánudaginn 27. júlí.
Bragi Sigurþórsson.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ANGANTÝR HJÖRVAR HJÁLMARSSON,
Vallartröð 5,
Eyjafjarðarsveit,
verður jarðsunginn frá Grundarkirkju föstu-
daginn 31. júlí kl. 13.30. Jarðsett verður í
kirkjugarðinum á Hólum.
Þeir, sem vildu minnast hans, láti líknarstofn-
anir njóta þess.
Sigfríður L. Angantýsdóttir, Pétur Brynjólfsson,
Ingibjörg Angantýsdóttir, Haukur Karlsson,
Elínborg Angantýsdóttir,
barnabörn og langafabörn.
Viðþökkum af alhug öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð
og vindttu vegna andldts Hannesar Þórðar Hafitein,
fyrrverandi forsljóra Slysavarnafélags Islands.
Hlýjar kveðjur, bótnir og vinarþel hofa veitt okkur
styrk og huggun.
Við metum mikils þd sœmd sem minningu Hannesar Þórðar
Hafetein hefur verið sýnd. Sérstakar þakkir til björgunarsveita
Slysavamafélags íslands sem stóðufyrir einstakri
minningarathöfn dytri höfninni í Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Sigrún S. Hafitein
Stefdn Jón Hafitein
Þórunn Júníana Hafitein
Sigrún SoJJia Hafitein
Hildur Björg Hafetein
Hannes Júlíus Hafitein
og bamaböm
Guðrún Kristín Sigurðardóttir
Snæbjöm Jónsson
Stefán Benkovic Mikaelsson
Hrafnhildur Björg Haraldsdóttir