Morgunblaðið - 29.07.1998, Qupperneq 34
34 MIÐVTKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VINNINGSHAFAR í HM 98 leik Islensku Internetþjónustunnar og
Intranets.
Verðlaunaafhending Galsa
Fj ölsky ldudagar
í Lónkoti um
verslunar-
mannahelgina
MARGT verður um að vera í Lón-
koti í Skagafirði, sem er 12 km
norðan við Hofsós, næstkomandi
laujgardag.
I Lónkoti er tjaldstæði með
snyrtiaðstöðu. Við tjaldstæðið er
grill sem tjaldgestir geta notað en
einnig er í Lónkoti bar og veitinga-
staður þar sem boðið er upp á rétt
dagsins og úrval af sérréttum. Boð-
ið er upp á golf og veiði rétt við
tjaldstæðið og fallegar gönguleiðir
eru um nágrennið.
I stærsta hringtjaldi landsins
verður bama- og fjölskylduball kl.
www.mbl.is
16 til 18 á laugardeginum. Það er
hljómsveitin Fjörkarlar sem sér
um fjörið og er dagskráin, dans,
leikir og hreyfisöngvar, sniðin að
fjölskyldufólki og börnum allt nið-
ur að þriggja ára aldri. Aðgangs-
eyrir er 600 kr.
Um kvöldið verður dansleikur í
hringtjaldinu. Það er hljómsveitin
Leyniþjónustan sem leikur fyrir
dansi frá kl. 23-3. A dagskráinni
er fjölbreytt tónlist fyrir alla ald-
urshópa og er aðgangseyrir 1.500
kr.
Gengið út á
Seltjarnarnes
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
stendur í kvöld, miðvikudagskvöld,
fyrir gönguferð frá Hafnarhúsinu
að austanverðu kl. 20.
Farið verður með höfninni vest-
ur í Ananaust og síðan ströndinni
út í Snoppu við Gróttu. Val um að
ganga til baka eða fara með SVR.
Allir eru velkomnir.
Fj ölskyldudagur
í skóla-
görðum
FJÖLSKYLDUDAGUR er mið-
vikudaginn 29. júlí í Skólagörðum
Reylgavíkur.
Fjölskyldur þeirra bama, sem
eiga garð í skólagörðunum, era
hvattar til að koma í heimsókn og
kynna sér starfsemina. Starfsmenn
skólagarðanna veita upplýsingar
um það grænmeti sem bömin era
að rækta. Uppskriftum verður
dreift og upplýsingum um geymslu
og frystingu á grænmetinu.
Síðasta skógar-
gangan
TÍUNDA og jafníramt síðasta
skógarganga sumarsins á höfuð-
borgarsvæðinu á vegum Skógrækt-
arfélags Mosfellsbæjar verður
fimmtudaignn 30. júlí.
Mæting er kl. 20.30 við gróðrar-
stöðina Grásteina í Mosfellsdal.
Gengið verður um gróðrarstöðina
og skógrækt Laugamesskóla í
Katlagili, leiðsögumenn verða
Bjöm Sigurbjömsson garðyrkju-
maður og Jón Freyr Þórarinsson,
skólastjóri Laugamesskóla. Að
venju er boðið upp á rútuferð frá
Ferðafélagi Islands, Mörkinni 6,
kl. 20 og er gjaldið 500 kr.
Göngumar eru skipulagðar í
samvinnu við Ferðafélag Islands
og era hluti af fræðsluverkefni
Skógræktarfélags Islands og Bún-
aðarbanka Islands. Minnt skal á að
þeir sem taka þátt í öllum skógar-
göngum sumarsins fá að launum
fallegt jólatré.
VERÐLAUN í HM 98 leik íslensku
Intemetþjónustunnar og Intranets
voru afhent miðvikudaginn 22. júlí
sl. Leikurinn var settur upp á vef-
slóðinni galsiás í samvinnu við
Flugleiðir, Opin kerfi hf., Lands-
bankann, Teymi og visir.is. Vefur-
inn fékk að meðaltali um þúsund
heimsóknir á dag en tvö þúsund
manns tóku þátt í leiknum á með-
an heimsmeistarakeppnin í fót-
bolta stóð yfir.
Það var Arnar Bragason sem
fékk flest stig í heildarkeppninni
og hlaut að launum Palmtop tölvu
frá Hewlett-Packard. Amar varð
einnig hæstur í úrslitakeppninni
og vann sér inn flugmiða fyrir tvo
með Flugleiðum ásamt Sólrúnu
Dalkvist, sem varð í öðm sæti.
Aðrir vinningshafar vom Kol-
brún Reinholdsdóttir og Bjöm Jó-
hannesson, sem unnu bleksprautu-
prentara frá Hewlett-Packard,
auk 150 annarra vinningshafa sem
unnu ýmsa smærri vinninga. Bú-
ast má við fleiri uppákomum á
galsi.is í framtíðinni og stendur
fyrirtækjum til boða að vera með
ýmsa leiki eða uppákomur á vefn-
um sem hægt er að setja upp með
skömmum fyrirvara.
ATVINNUAUGLÝSINGAR
Staða
framkvæmdastjóra
Staða framkvæmdastjóra hjá skrifstofu Norð-
ur-Atlantshafssjávarspendýraráðsins, (NAMM-
CO) Tromsö í Noregi, er laus til umsóknar.
NAMMCO er alþjóðastofnun sem stofnsett
var árið 1992. Tilgangur hennar er að vinna
með svæðisbundnu samráði og samvinnu að
verndun, skynsamlegri stjórnun og rannsókn-
um á sjávarspendýrum í Norður-Atlantshafi.
Aðilar ráðsins eru Noregur, ísland, Grænland
og Færeyjar. Nú starfa þrír á skrifstofu stofnun-
arinnar. Enska er opinbert mál NAMMCO.
Gagnvart aðilum ráðsins ber framkvæmda-
stjóri m.a. ábyrgð á að skipuleggja starfsemi
stofnunarinnar, þ.m.t. að undirbúa ársfundi
og gefa út ársskýrslu og að viðhalda samskipt-
um við viðeigandi alþjóðastofnanir og stjórn-
völd ríkja með áheyrnaraðild að NAMMCO.
Starfinu fylgja a.m.k. þriggja vikna ferðalög
erlendis á ári í tengslum við fundi og aðra við-
burði.
Umsækjendur skulu vera með próf á háskóla-
stigi á viðeigandi fræðasviði, reynslu og ágæt-
an skiining á verndun og stjórnun náttúruauð-
linda, mjög gott vald á ritaðri og talaðri ensku
og reynslu af undirbúningi og útgáfu skýrslna
og annarra rita á ensku, sem og af stjórnun.
Gott vald á dönsku, norsku eða sænsku væri
kostur.
Staðan er veitt til fjögurra ára í senn með
möguleika á framlengingu. Laun eru í sam-
ræmi við kröfurtil umsækjenda og samsvara
launum fyrir sambærileg störf hjá öðrum
alþjóðlegum stofnunum.
Skriflegar umsóknir með æviágripi ásamt
nöfnum, heimilisföngum og símanúmerum
þriggja meðmælenda skulu póstsendartil for-
manns ráðsins, NAMMCO c/- University of
Tromsp, N-9037 Tromsp, Noregi og póst-
stimplaðar eigi síðar en 28. ágúst 1998.
Fráfarandi framkvæmdastjóri ráðsins, Kate
Sanderson (sími +47 77 64 59 08, tölvupóst-
fang: nammco-sec@nammco.no), og formaður
þess, Arnór Halldórsson, sjávarútvegsráðu-
neyti (sími 560 9670, tölvupóstfang arnor@haf-
ro.is) veita frekari upplýsingar um stöðuna.
NAMMCO, c/-University of Tromso,
N-9037 Tromso, Noreg.
Sími: + 47 77645908, fax: + 47 7764 5905.
Félagsmálaráðuneytið
Embætti
framkvæmdastjóra
Svæðisskrifstofu
máiefna fatlaðra í Reykjavík
Laust ertil umsóknar embætti framkvæmda-
stjóra Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í
Reykjavík, samkvæmt 12. gr. laga nr. 59/1992,
um málefni fatlaðra, sbr. 2. gr. laga nr. 161/
1996. Framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofunnar
erfulltrúi félagsmálaráðuneytisins um málefni
fatlaðra í Reykjavík og starfar samkvæmt fyrir-
mælum laga, reglugerða og erindisbréfs.
Embættið veitist frá 15. september nk. Á veg-
um félagsmálaráðuneytisins er nú unnið að
yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga,
sbr. lög nr. 161/1996, og er gert ráð fyrir því
að skipunartíminn í embættið renni út um leið
og málaflokkurinn færist til sveitarfélaganna.
Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi haldgóða
menntun og starfsreynslu á sviði rekstrar og
stjórnunar og þekkingu á málefnum fatlaðra.
Um launakjörfersamkvæmtákvörðun kjara-
nefndar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og störf skulu berast félagsmálaráðuneytinu,
Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, 150 Reykjavík,
fyrir 21. ágúst nk. Nánari upplýsingar veitir
Húnbogi Þorsteinsson, ráðuneytisstjóri.
Félagsmálaráðuneytlð 27. júlí 1998.
Gistiheimili til leigu
Verbúðir ehf. á Höfn í Hornafirði auglýsa eftir
rekstraraðila til að annast rekstur gistiheimilis-
ins Ásgarðs.
Ásgarður, Ránarslóð 3 á Höfn, er nýlegt gisti-
heimili með 36 2ja og 3ja manna herbergjum
sem öll eru með baðherbergi. Setustofa er á
efri og neðri hæð. Einnig er húsvarðaríbúð
á neðri hæð. Ásgarður er rekinn sem verbúð
fyrir starfsfólk fyrirtækja, jafnframt sem gisti-
heimili fyrir ferðamenn yfir sumartímann.
Áhugasamir vinsamlegast sendið upplýsingar
fyrir 5. ágúst til Arnar Gylfasonar, Borgey hf.,
Krossey, 780 Höfn, sem jafnframt veitir allar
upplýsingar í síma 478 2255.
Þórs/iafnarhreppur
Skólastjóri
Spennandi starf í góðum skóla
Laus ertil umsóknar staða skólastjóra við
Grunnskólann á Þórshöfn.
Um er að ræða spennandi starf þar sem unnið
er markvisst og af metnaði að innra starfi skól-
ans. í skólanum, sem er einsetinn, eru 65 nem-
endurog hlutfall réttindakennara erhátt. Hús-
næði og búnaður er í besta lagi. Við skólann
starfar öflugt og áhugasamt fólk.
í boði er flutningsstyrkur og húsnæði.
Ef þetta er eitthvað fyrir þig hafðu þá samband
við:
Hilmar Þór Hilmarsson, formann skólamála-
ráðs, í símum 460 8100 og 468 1213 eða
Henrý Má Ásgrímsson, oddvita, í símum
468 1275 og 468 1220.
Við óskum eftir að ráða matreiðslumann og þjón
í framtíðarstarf. Upplýsingar eru veittar hjá
La Primavera, Austurstræti 9. Sími 561 8555.
La Primavera er leiðandi og nútímalegur veitingastaður sem leggur
áherslu á ítalska matargerð af bestu gerð.
www.mbl.is