Morgunblaðið - 29.07.1998, Side 38

Morgunblaðið - 29.07.1998, Side 38
'38 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Nesti um verslun- armannahelgina Nú þegar verslunarmannahelgin er framund- an gefur Kristín Gestsddttir lesendum sírmrn uppskriftir að fylltum brauðum í ferðalagið. 1 msk. sykur 1 msk. þurrger 3 dl fingurvolgt vatn (alls ekki heitara) þykkur álpappír og sleif með sveru skafti, einhvers konar ost- ur til að fylla brauðið með eða smjör, olía og ferskur hvítlaukur 1. Setjið þurrefni í skál og hrærið vatnið út í. Hnoðið síðan saman. 2. Vefjið álpappír þétt utan um enda sleifarskaftsins og penslið vel með matarolíu. 3. Skiptið deiginu í bita og þrýstið utan um álpappírinn. Takið svo sleifina úr. Gætið þess að þrýsta brauðinu ekki saman, holan má ekki lokast. 4. Hitið grillið og bakið brauð- ið við góðan hita. Snúið við svo að það bakist á öllum hliðum. 5. Takið brauðið af grillinu, fjarlægið álpappírinn, stingið strax mjóum ræmum af osti inn í það, eða smjöri, olíu og mjóum ræmum af hvítlauk. Vefjið brauðið í álpappír og leggið ofar- lega á grillið svo að það haldist heitt en hiti má ekki vera mikill, þá brennur brauðið. Grunnuppskrift fyrir fyllt brauð 1 kg hveiti 4 tsk. salt 2 msk. þurrger 2 'A dl matarolía 4 dl fingurvolgt vatn 1. Hrærið og hnoðið deig. Leggið stykki yfír og látið bíða meðan þið búið til þá eða þær fyllingar sem ykkur hentar. Fylling 1: 1 tsk. hreinn rjóma- ostur og Vt sneið skinka á hvem deigbút. Líka má setja smábita af ananas með. Fylling 2: V4 tsk. sinnep, 1 tsk. tómatsósa og u.þ.b. 1/6 biti pylsa á hvern deigbút. Fylling 3: 1 tsk. pizzumauk, 1 sneið pepperónípylsa og smáost- sneið á hvem deigbút. 2. Fletjið deigið frekar þunnt út. Skerið síðan í ferkantaða búta 5x6 sm. Út þessu magni eiga að nást 90-100 bútar. 3. Setjið fyllingu á miðju hvers deigbúts, vefjið upp og brjótið upp á hliðarnar. Raðið á bökun- arpappír. 4. Hitið bakarofn í 210°C, blástursofn í 190° C, setjið í miðj- an ofninn og bakið í um 12-15 mínútur. HÉR á árum áður fór ég alltaf í ferðalag um verslunarmanna- helgina, enda vann ég á skrif- stofu og átti þá alltaf frí. Breyt- ing varð á þegar ég gifti mig, en bóndi minn átti ekki frí á versl- unarmannafrídaginn. Örfá ár eru síðan sá dagur varð löglegur frí- dagur en nú er þetta einn af fjór- um dögum ársins sem verslanir hafa lokað, en hinir þrír eru jóla- dagur, páskadagur og föstudag- urinn langi. Mikil breyting er orðin á síðan við hjónin og börn okkar hristumst í blöðraskódan- um á holóttum þjóðvegum þeirra tíma. Þegar í bæinn kom var bíll- inn meira og minna í skralli. Það brást varla að púströrið hryndi, Ijóskerin sömuleiðis eitt eða íleiri. Eitt sinn á veginum yfír Reynisfjall rifnaði bensíntankur- inn úr festingunum og datt niður á veginn. Nú vora góð ráð dýr, farið var í skottið og náð í hönk af rafmagnsvír, sem alltaf var hafður með, og honum brugðið utan um tankinn sem hífður var upp um lítið gat í boddíinu fyrir ofan. Það var eins og gert hefði verið ráð fyrir þessum mögu- leika. Þarna hékk bensíntankur- inn á skiptilykli í bæinn. Oft sprakk á bílnum og stundum þurfti að bæta, þegar varadekkið sprakk líka. Ferðinni var oftast heitið í Landbrotið og voram við átta tíma á leiðinni. Við áttum okkar fóstu staði til að stoppa á, borða nestið og hvflast. Einu sinn á heimleið úr Landbrotinu var ennþá meira ryk á veginum en oftast áður og bfllinn óþéttur. Við vorum bókstaflega eins og svertingjar þegar heim kom, en alltaf skiiaði Skódinn okkur heim. Nú er öldin önnur, skot- vegur í Landbrotið sem fleiri staði, enda margir á ferðinni þessa mestu ferðahelgi ársins. Vonandi koma allir heilir heim og á heilu farartæki. Þær uppskriftir sem hér birt- ast að fyiltu brauði era allar úr sama grunndeigi. Aðeins breytt um fyllingu að vild. Næstum allt má setja í brauðin. Ef farið er í ferðalag er best að blanda þurr- efnum í sleifarbrauðið heima og taka með sér í plastpoka og setja síðan volgt vatn í mjölblönduna á staðnum. Ef sleifin gleymist heima má nota trjágrein í staðinn. Sleifarbrauð á grillið 'k kg hveiti 2 tsk. salt í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hvar er gert við rokka? GUNNLAUGUR hafði samband við Velvakanda og vildi hann fá upplýsing- ar um hvar hægt væri að fá gert við rokka og fá smíðaða hluti sem vantar á þá. Gunnlaugur er 1 síma 563 2491. Orðsending til kartöflubænda HÆTTIÐ að eyðileggja kartöflurnar með því að þvo þær. Ef kartöflur eru þurrkaðar með moldinni eru þær næstum hreinar. Þannig geymast þær næst- um óskemmdar. Nýjar kartöflur sem verið er að selja í verslunum geymast ekki nema nokkra daga vegna þess að þær eru þvegnar og eru rennblaut- ar. Og hvers vegna er kartöflunum ekki pakkað inn í netpoka í stað plast- poka? Þannig geymast þær miklu betur. Viðskiptavinur. Tapað/fundið Philips-Fizz GSM-sími týndist GSM-sími, Philips-Fizz, rauður, týndist sl. fóstu- dag, annaðhvort í Holta- seli, Raufarseli eða Rangárseli. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 557 3439. Fannst í Bankastræti UNG stúlka í ljósbrúnni peysu á stóru, vínrauðu hjóli missti hluti úr vasa sínum í Bankastræti sl. mánudag. Hún getur nálg- ast þá með þvi að hafa samband í síma 552 2201. Gleraugu týndust GLERAUGU, Titan, týnd- ust í Seljahverfi í byrjun júlí. Skilvís finnandi hafi samband í síma 567 0443. Lyklar týndust í Hamrahverfí FIMM lyklar á blárn Nissan-lyklakippu týndust i Hamrahverfi í Grafar- vogi. Finnandi vinsamlega hafi samband við Sigurð G. í sima 588 9798 hjá Still- ingu. Dýrahald Kanína týndist frá Skógarhlíð HVIT kanína með svört eyra, svart trýni, rauð augu, gráa fætur og grátt skott, týndist frá Skógar- hlíð 12 sl. fimmtudag. Þeir sem hafa orðið hennar var- ir hafi samband í síma 562 9232. Óska eftir gárapari ÓSKA eftir ókeypis gárap- ari. Upplýsingar í síma 555 3041. Þessar duglegu stelpm' Bryndís Pétursdóttir, Hildur Hlöðversdóttir, Kristín Hlöðversdóttir, Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir og Vigdfs Sigmarsdóttir héldu hlutaveltu og söfnuðu kr. 1.226 og létu þær renna til Rauða kross íslands. SKAK llmsjón Margeir Pétnrsson STAÐAN kom upp á stóra opnu móti í Pardubice í Tékklandi í sumar. Þjóð- verjinn Frank Lamprecht (2.395) hafði hvítt og átti leik gegn N. Poljakovu (2.215), sem lék síðast 20. _ g7_g5?? í ágætri stöðu. Rússnesku skákkonunni hafði orðið á hræðileg yf- irsjón. 2L og svartur gaf því 21. _ bxc6 22. Ba6 er mát! Jafnir og efstir á mótinu urðu Tékk- arnir Hracek, Zurek og Stocek, Gyimesi, Ungverja- landi, Pavasovic, Slóveníu og Manik, Slóvakíu með 7 vinninga af 9 mögulegum. Helgi Áss Grétarsson var á meðal keppenda á mótinu og varð í 34._61. sæti með 5!4 vinning. Keppendur í efsta flokki voru 234 talsins. MORGUNBLAÐIÐ birtfr til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sinum að kostnaðar- lausu. Tilkynningai' þmía að berast með tveggja daga fyr- irvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmæl- isbarns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt i sima 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritslj@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík. Víkverji skrifar... ENGINN vafi er á því að Hval- fjarðargöngin era frábær sam- göngubót. Ekki þarf fleiri orð um það, en eitt undraðist Víkverji á leið sinni suður um göngin á dögunum; tveir bflar voru á undan honum er kom að því að reiða fram þær eitt þúsund krónur sem keisaranum ber til að komast í gegn. Greitt var með greiðslukorti í báðum tilfellum og tók ótrúlega langan tíma að ganga frá þeim viðskiptum. Tekið skal fram að alls ekki var um annatíma að ræða, en engu að síður höfðu sex bílar safnast í röð að baki Víkverja þegar hann loks gat rétt þúsund- kallinn sinn inn út um gluggann. Er til of mikils mælst að fólk hafi þús- und króna seðil til reiðu þegar að göngunum kemur? Það yrði a.m.k. til þess að umferðin gengi fljótar fyrir sig en þarna var. xxx HELDUR þykir Víkverja sorg- legt að sjá hvemig komið er fyrir knattspyrnuliðum íþróttafé- laganna tveggja á Akureyri, KA og Þórs. Níu ár eru nú síðan KA-menn urðu Islandsmeistarar og ekki miklu lengra síðan Þórsarar áttu einu allra besta liði landsins á að skipa. Þórsarar róa nú lífróður til að halda sæti sínu í næstefstu deild og KA-menn eru þar skammt fyrir of- an; löguðu reyndar stöðu sína á dögunum með naumum sigri á ná- grönnum sínum. xxx SEM knattspyrnuáhugamanni fínnst Víkverja tilhlýðilegt að bæjarfélag eins og Akureyri eigi lið í efstu deild. Eins og það tilheyri hreinlega. En hvað er til ráða? Hvernig stendur á því að þetta 15.000 manna samfélag er ekki fært um að bjóða upp á nema tvö slök lið í næstefstu deild? Akureyr- ingar léku lengi vel undir merki íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) en þegar liðið féll úr efstu deild haustið 1974 var því hætt og Þór og KA hófu að leika undir eigin merkjum í gömlu 3. deildinni sum- arið eftir. Leiðin lá strax upp á við og lengstum síðan hafa þau verið ýmist við topp næstefstu deildar eða í þeirri efstu - jafnvel á eða við toppinn þar - allt þar til fyrir fáein- um árum að verulega fór að halla undan fæti. Hvað er til ráða? spyr Víkverji aftur. Hann veit að það var mikið framfaraspor þegar félögin hófu að leika undir eigin merkjum á sínum tíma, einkum vegna þess hve gífur- leg uppbygging átti sér stað á fé- lagssvæðunum báðum í framhaldi af því og hversu unglingastarfið blómstraði. En nú virðist hins vegar komið að tímamótum á ný; getur verið að fjárhagslega sé það Akur- eyringum ómögulegt að reka tvo meistaraflokka karla í knattspyrnu, svo vel fari? Slík „útgerð" er fjár- frek, að ekki sé nú talað um ef á að ná árangri. Vitað mál er að greiða þarf leikmönnum eitthvert fé, a.m.k. ef markmiðið er að ná ár- angri, sem það hlýtur alltaf að vera, og mergurinn málsins er einmitt sá að nú til dags er knattspyman eina íþróttagreinin sem hérlend íþrótta- félög ættu að geta hagnast á. Að því tilskildu auðvitað að liðin séu góð, taki þátt í Evrópukeppni, selji jafn- vel einn og einn leikmann til er- lendra liða annað veifið. Og ætli Akureyringar sér að komast í fremstu röð á ný virðist aðeins eitt ráð duga; að þeir tefli fram einu „al- vöru“ liði, hvort sem það verður sameinað lið eða að annað félagið sjái um rekstur meistaraflokks í þessari grein. xxx SÚ verkaskipting hefur þegar verið tekin upp á Akureyri að Þór sér um knattspyrnu kvenna og KA hefur umsjón með handknatt- leik kvenna. Hvort sem samkomu- lag næst hins vegar um álíka fyrir- komulag varðandi íþróttir karla í bænum verður fróðlegt að sjá, en segja má að nú þegar sjái KA um handboltann - þó svo Þórsarar séu með lið í 2. deild - því flestir bestu Þórsaramir hafa leikið með KA undanfarin ár. Forráðamenn félag- anna ættu að ræða þetta mál í fullri alvöru. Það er nefnilega dýrt að vera fátækur. Og það er slæmt fyrir höfuðstað Norðurlands þegar liðum bæjarins gengur jafnilla og raun ber vitni. Því er jafnvel spurning hvort bæjarfélagið ætti ekki að taka þátt í að endurskipuleggja starfið í samráði við félögin og reynt verði að hagnast á öllu saman. Bæjarfé- lög grípa gjaman inn í rekstur fyr- irtækja sem þykja mikilvæg og að- stoða við að koma þeim á réttan kjöl. Hvers vegna ekki þessa „fyrir- tækis“?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.