Morgunblaðið - 29.07.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.07.1998, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK mrtmwM, Morgunblaðið/Golli LEIKSKÓLASTJÓRI Kvistaborgar hefur hengt upp skilaboð til for- eldra þar sem þeir eru varaðir við að láta börn leika sér án eftirlits. Foreldrar í Fossvogi óttaslegnir vegna atburða að undanförnu Stofnun samtaka foreldra til umræðu FORELDRAR í Fossvogi eru mjög slegnir yfír atburðinum á mánu- dagskvöld þegar maður veittist að tveimur sjö ára stúlkum og ógnaði þeim með hnífí. í kjölfar atburða mánudags- kvölds segir Sigríður M. Ornólfs- dóttir aðstoðarleikskólastjóri í Kvistaborg í Fossvogi, að foreldrar hafí talað mikið saman og upp sé komin sú hugmynd að stofna form- leg samtök foreldra í Fossvogi. Fyr- ir þremur árum störfuðu óformleg samtök foreldra í Fossvogi sem stofnuð voru í kjölfar þess að böm í Fossvogi urðu fyrir kynferðislegri áreitni. Aðilar úr þeim samtökum era enn vakandi og tilbúnir að miðla af reynslu sinni og byrjaðir að vinna í þessum málum. Að sögn lögreglu er unnið að rannsókn málsins og verður gripið til aðgerða eins fljótt og auðið er. Mál sem þessi séu hins vegar sein- unnin. Lögregla segir að verið sé að skoða þessi mál í heild sinni með það fyrir augum að reyna að komast að því hver var að verki á mánu- dagskvöld. Viðvörunar- tilkynningar hengdar upp í leikskólum Á Kvistaborg hangir uppi til- kynning sem sett var upp um miðj- an mánuðinn þar sem foreldrar eru beðnir að láta börn sín ekki leika sér án eftirlits. Tilkynningin var sett upp eftir að maður hafði verið með kynferðislega tilburði við sex ára gamlar stúlkur í Foss- voginum. Ætti að vara foreldra við Margrét Gísladóttir býr í Foss- vogi og rak augun í tilkynninguna þegar hún kom með barn sitt á leikskóla eftir sumarfrí. Margrét segir sér hafa verið mjög brugðið, sérstaklega vegna þess að hún vissi ekki að þessi atburður hefði átt sér stað. „Mér fínnst yfírvöld skyldug til að upplýsa foreldra vel og rækilega um mál sem þessi og vara við. Við kyrrsetjum börn okk- ar ekki heima við hús nema rík ástæða sé til og foreldrar sem búa nálægt skólanum leyfa börnum sínum að fara þangað til að leika sér ef þeir frétta ekki af þessum málum.“ Tuttugu tilkynningar til lögreglu Alls hafa um tuttugu tilkynningar um ósæmilega tilburði við böm borist lögreglu nú í ár og af lýsing- um að dæma er um nokkra aðila að ræða. Atburðurinn á mánudag er hins vegar sá eini þar sem börnum hefur verið ógnað með vopni. I fyrra bárast alls 17 tilkynningar til lögreglu. Að sögn lögreglu má m.a. skýra aukninguna með góðu veðri og því að fólk er meira vakandi fyrir þess- um málum og tilkynnir þau frekar lögreglu nú en fyrir nokkrum árum. Lögregla beinir þeim tilmælum til foreldra að tilkynna lögreglu ef börn þeirra verða vitni að einhverju afbrigðilegu. Setti nýtt heimsmet í lundaveiði í Ystakletti Veiddi 1.420 fagla Vestinannaeyjum. Morgnnblaðiö. Morgunblaðið/Árni Sæberg SLÖKKVILIÐIÐ spraut- aði vatni upp undir þakið til að kæfa eldinn. Hafnarfjörður Eldur í ný- byggingu 10-11 SLÖKKVILIÐ Hafnarfjarðar var kallað að nýbyggingu við Suðurbraut klukkan 21.45 í gærkvöldi. Logaði þar töluverður eldur upp úr miðju þaki og í ein- angran. Mikill reykur mynd- aðist og var nærliggjandi göt- um lokað. Fljótlega tókst að ráða niðurlögum eldsins en talið er að kveikt hafi verið í stafla af einangranarplötum. Skipta þarf um allt þakefni Að sögn Magnúsar Jó- hannssonar hjá Fjarðarmót- um ehf., byggingaraðila húss- ins, er tjónið töluvert en skipta þarf um allt þakefni. Ráðgert var að opna þarna hverfisvershin 10-11 íyrir næstu jól. Óvíst er hvort þær áætlanir standast. JÓN Kristinn Jónsson, veiðimað- ur í Ystakletti í Vestmannaeyjum, setti nýtt met í lundaveiði á laug- ardaginn þegar hann veiddi 1.420 fugla í Lögmannssæti sem er í austurbrún Ystakletts. Ekki er vitað til að einn maður hafl áður veitt slíkan fjölda lunda í háf á einum degi og er því hér eflaust um heimsmet að ræða. Jón Kristinn sló með þessari veiði veiðimet Sigurgeirs Jónas- sonar sem veiddi 1.204 fugla í Árnabring í Álsey 13. júlí 1977. Jón Kristinn var 12 tíma að veiða þessa 1.420 fugla þannig að veiði hjá honum hefur verið 1,97 fuglar á mínútu að meðaltali yfír daginn. Sigurgeir veiddi sína fugla á 8,5 í SKRÁNINGARLÝSINGU ís- lenska járnblendifélagsins á Verð- bréfaþingi er ekki getið um hættu á raforkuskerðingu. I þeim kafla lýsing- arinnai- sem fjallar um áhættu er minnst á heimsmarkaðsverð á kísii- jámi, reglur um vemdartolla og hugs- anlega bilun í ofnum félagsins. Ekki er minnst á hugsanlega raforkuskerð- ingu líkt og þá sem nú hefur orðið og hefiir mikil áhrif á rekstur félagsins. I gær sendi Islenska járnblendifé- lagið frá sér afkomuviðvöran vegna orkuskerðingar Landsvirkjunar, en tímum þannig að meðalveiði hjá honum var 2,36 fuglar á mfnútu. Morgunblaðið náði sambandi við Jón Kristin þar sem hann var við veiðar í Ystakletti á mánu- dagskvöld. Hann sagði að þetta hefði verið grimmdarveiði sem hefði staðið samfellt allan daginn. Hann hefði byijað veiðar klukkan átta á laugardagsmorgun og hætt klukkan níu um kvöldið en um miðjan daginn hefði hann tekið sér klukkutíma matarhlé. Bestu mögulegar aðstæður „Allar aðstæður voru eins og best varð á kosið. Góð átt, hægur austanvindur og óhemju mikill fugl. Svo var skemmtiferðaskip ut- alvarlegt ástand ríkir nú í vatnsbú- skap Landsvirkjunar. Nýr viðauki 1. apríl Bjarni Bjarnason, framkvæmda- stjóri íslenska járnblendifélagsins, féllst á að raforkuframboð væri áhættuþáttur í rekstri félagsins. „1. apríl á næsta ári tekur hins vegar gildi nýr viðauki við raforkusamning milli Landsvirkjunar og Islenska járnblendifélagsins. Þá mun heimild Landsvirkjunar til skerðingar orku minnka til muna. Ætli þessi nýi an við Eiðið og léttbátar frá því voru á sífelldri ferð inn og út úr höfninni þannig að lundinn flaug mikið upp af sjónum sem auðvitað hjálpaði til við að halda stanslausu lífi í þessu,“ sagði Jón Kristinn. Hann sagðist hafa gert sér grein fyrir um miðjan dag að hann ætti möguleika á að slá met Sigurgeirs. „Ég var að veiða þetta 80 til 140 fugla á klukkutúnann og siðasta klukkutímann sem ég var að veiddi ég 120 fugla. Ég hefði alveg getað hahlið áfram því nægur var fuglinn en ég hugsaði með mér að best væri að hætta þarna því þá gæti ég átt möguleika á að slá þetta met einhvern túnann síðar,“ sagði Jón Kristinn. samningur hafí ekki verið hafður í huga við samningu skráningarlýs- ingarinnar," segir hann. Davíð Björnsson, forstöðumaður fyrirtækja- og stofnanasviðs Lands- banka íslands, telur að framsetning efnis í útboðslýsingunni hafi ekki verið villandi, en Viðskiptastofa Landsbankans sá um gerð skráning- arlýsingarinnar. ,Auðvitað er aldrei hægt að gera tæmandi yfirlit yfíi' alla þætti sem mögulega gætu haft áhrif, þannig að það er leitast við að fara yfír stærstu Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson JÓN Kristinn Jónsson, heims- meistari í lundaveiði, kemur til hafnar í gær með veiði eftir að hafa verið við veiðar í Ysta- kletti undanfarna daga. áhættuþættina. Ég held að þeir áhættuþættir sem minnst er á í skráningarlýsingunni séu langsam- lega stærstir og stærri en hugsanleg raforkuskerðing. Raforkuskerðing af því tagi sem nú á sér stað hefur ekki orðið í 17 ár auk þess sem raforku- samningur við Landsvirkjun breytist í apríl á næsta ári. Væntanlega er það þess vegna sem þessi möguleiki hefur ekki verið mönnum ofarlega í huga þegar sala bréfanna var undirbúin." ■ Skerðing á orku/16 fslenska járnblendifélagið hf. sendir frá sér afkomuviðvörun Hættu á raforkuskerðingu ekki getið í skráningarlýsingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.