Morgunblaðið - 10.09.1998, Síða 4

Morgunblaðið - 10.09.1998, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Reynt að skemma fyrir alþjóðlegum rannsóknum á landbreytingum á fslandi Skemmdarverk unnin á speglum vísindamannanna UNNAR hafa verið skemmdir á nokkrum speglum sem alþjóðlegur hópur vísindamanna setti upp á Suðurlandi fyrir þremur árum, en speglamir eru hluti af rannsóknar- verkefni sem miðar að því að mæla náttúrulegar breytingar á yfirborði landsins. Dr. Ulrich Múnzer, sem stýrir rannsóknarhópnum, segir engu líkara en sá eða þeir sem skemmdarverkin unnu hafi gert það beinlínis til að eyðileggja fyrir rannsóknunum því sams konar skemmdir séu unnar á öllum spegl- unum. Dr. Múnzer hefur í nokkur ár unnið að rannsóknum á breyting- um á yfirborði jarðar og skrifaði m.a. doktorsritgerð um jarðfræði Islands og jarðskorpuhreyfingar. Hann segir að ísland sé einstak- lega áhugavert rannsóknarsvæði því óvíða í heiminum eigi sér stað jafnmiklar náttúrulegar breyting- ar á yfirborði jarðar. Auk þess sé lítill gróður á Islandi sem sé kost- ur þegar verið sé að gera rann- sóknir á landbreytingum með þeirri tækni sem notuð er í þessu verkefni. Alþjóðlegt verkefni fjármagnað af ESB Rannsóknarverkefnið, sem hófst árið 1995, er unnið í samvinnu vís- indamanna frá Þyskalandi, Austur- ríki, Póllandi, Islandi og Japan. Verkefnið kostar nokkra tugi millj- óna og kemur langstærstur hluti fjármagnsins frá rannsóknarsjóð- um á vegum Evrópusambandsins. Verkefnið fer þannig fram að þrír gervihnettir, ERS-1 og ERS-2, sem eru í eigu Geimrannsóknar- stofnunar Evrópu, og JERS-1, sem er í eigu Geimrannsóknarstofnunar Japan, taka myndir af íslandi. Not- uð er ný tækni sem gerir það að verkum að hægt er að taka myndir af jörðinni óháð skýjafari. Til að hægt sé að gera hæðar- mælingar þurfa visindamennimir að hafa fasta viðmiðunarpunkta og þess vegna hafa þeir sett upp 30 spegla á Suðurlandi, en þeir endur- kasta ljósi sem sést á gervihnatta- myndunum. Speglamir gera þeim kleift að mæla breytingar á yfir- borði jarðar svo ekki skakkar nema örfáum sentímetmm. Stað- setning speglanna er hins vegar mikið nákvæmnisverk og þeir ÞAÐ er mikil nákvæmnisvinna að staðselja speglana og koma þeim fyrir. Kostnaður við byggingu og upp- setningu allra speglanna er um 4 milljónir króna. SÁ sem vann skemmdarverkið hefur fjarla'gt skrúfurnar sem halda speglunum í réttri stöðu, en það gerir það að verkum að skekkja kemur í mælingar vís- indamannanna. mega ekki haggast um sentímetra ef þeir eiga að koma að notum. Hver spegill er mældur nákvæm- lega og festur kyrfilega niður. Fjórir speglar skrúfaðir lausir Múnzer segir að í sumar hafi komið í ljós að skemmdir hafi ver- ið unnar á nokkrum speglum. Búið sé að finna fjóra spegla þar sem skrúfur, sem haldi speglunum föstum í réttri stöðu, hafi verið fjarlægðar. Þetta geri það að verkum að mikið af mælingum hafi verið gerðar út frá röngum forsendum og séu því rangar. Að auki hafi merki Landmælinga rík- isins verið fjarlægt af speglunum og jarðvegi kastað yfir þá. Múnzer segist enga skýringu hafa á þess- um skemmdarverkum. Engu lík- ara sé en viðkomandi hafi vísvit- andi reynt að eyðileggja fýrir rannsóknunum. Litlu máli hafi skipt þótt aðrar skrúfur hefðu verið fjarlægðar, en svo virtist sem viðkomandi hafi lagt sig fram um að fjarlægja þessar tilteknu stilliskrúfur og þar með að skekkja stöðu speglanna. Múnzer segir að nú sé verið að kanna hvort fleiri speglar hafi verið skemmdir. Fylgst með Gríms- vötnum og Kötlu Múnzer segist vona að ekki verði framhald á þessum skemmdar- verkum. Sér hafi tekist að fá fjár- magn í framhaldsrannsókn sem standa eigi frá 1999-2005. Við þetta verkefni verði notaður nýr gervihnöttur sem skotið verður á braut um jörðu á næsta ári, en hann er í eigu Geimrannsóknar- stofnunar Kanada. Múnzer segir að mjög spenn- andi sé að fýlgjast með breyting- um sem orðið hafi á Grímsvötnum, Bárðarbungu og Skeiðarársandi frá síðasta Skeiðarárhlaupi. Mjög áhugavert sé einnig að fylgjast með Mýrdalsjökli og Kötlu, en hann vonast eftir að þær upplýs- ingar sem safnað er í rannsóknun- um geri vísindamönnum kleift að spá fyrir um náttúruhamfarir á ís- landi. Allt byggist þetta þó á því að rannsóknargögnin, speglamir 30, fái að vera algerlega í friði til árs- ins 2005. Reykjaneskjördæmi Kristján stefnir á 2. sætið KRISTJÁN Pálsson, alþingis- maður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi, hefur ákveðið að stefna að því að ná kjöri í annað sætið í prófkjöri flokksins, sem reiknað er með að verði haldið um miðjan nóv- ember. „Ég hef ákveðið að óska eftir stuðningi í annað sætið. Ég tel að með því að setja markið á ákveðið sæti þá verði skilaboð- in til kjósenda skýr og ákveðin. Mér finnst mikilvægt að menn viti nákvæmlega hverjar mínar óskir eru. Annað sætið er mik- ilvægt sæti og gefur þeim sem það skipar mikilvæg tækifæri á þinginu og innan flokksins," sagði Kristján. Kristján skipaði fimmta sæti framboðslista Sjálfstæðis- flokksins á Reykjanesi í síð- ustu kosningum, en hann kom þá nýr inn í landsmálapólitík- ina. Hann hafði áður unnið að sveitarstjómarmálum frá ár- inu 1979 og stundað útgerð. Kristján sagði að sú reynsla sem hann hefði aflað sér með þátttöku í atvinnulífi, sveitar- stjóm og með setu á Alþingi í fjögur ár gæfi honum góða möguleika á að skipa annað sætið með sóma. A I varðhaldi vegna gruns um íkveikju MAÐUR hefur verið úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 15. september vegna gmns um aðild að íkveikju á Vatnsstíg 3 í Reykjavík. Éldur kom þrí- vegis upp í húsinu um síðustu helgi. Málið hefur verið rannsakað sem íkveikjumál af rannsókna- deild lögreglunnar í Reykja- vík. Skemmdir urðu talsverðar á húsnæðinu og tveir íbúar vora fluttir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna reykeitranar. Fyrst kviknaði í húsinu tvívegis að- faranótt laugardags og síðan um miðnætti á sunnudags- kvöld. íslensk stúlka slasaðist alvarlega þegar henni var ýtt yfír brúarhandrið í Lúxemborg Liggur á gjörgæslu eftir 15 metra fall UNG íslensk stúlka, Sara Theo- dórsdóttir, liggur á gjörgæslu sjúkrahúss í Lúxemborg eftir að hafa fallið 15 metra fram af brú yfir akveg snemma á sunnudags- morgun. Theodór Júlíusson, faðir Söru, segir að dóttir sín hafi ver- ið á gangi eftir brúnni á leið heim frá vinkonu sinni þegar maður, nokkuð eldri en hún, vék sér að henni. „Hún er á göngu þegar að henni kemur maður. Þau eiga einhver orðaskipti og síðan gerii; hún sig líklega til þess að fara. Tekur maðurinn þá utan um hana og reynir að kyssa hana. Hún streitist á móti svo maður- inn tekur undir handarkrikann á henni og lyftir henni upp á brú- arhandriðið. Hún reynir að spyrna á móti og fellur aftur yfír sig. Að sögn lögreglu er þetta um 15 metra fall,“ segir Theodór. Sara er 23 ára og hefur starfað sem „au-pair“ í Lúxemborg síðan í byijun júní. Segir Theodór að hún hafí legið í nokkurn tíma þar sem hún kom niður, á hörðum grasbletti, áður en vegfarandi kom að og kallaði lögreglu á vettvang. Liggur hún nú illa brotin á gjörgæslu ytra. „Hún er illa mjaðmagrindarbrotin og með sprunginn og brákaðan hryggjarlið. Annað Iungað á henni féll saman og safnast hefur mikill vökvi við lungun sem hef- ur þurft að tappa af... Þetta er ekki gott,“ segir Theodór. Missti mikið blóð Theodór og kona hans, Guðrún Stefánsdóttir, flugu til Lúxem- borgar strax á mánudag til þess að hitta dóttur sína og segir Theodór viðbúið að hún þurfi að vera á spítala næstu vikur. Dvelja þau hjónin hjá fjölskyld- unni sem Sara hefur starfað hjá í sumar. „Það stóð til að hún færi í uppskurð en við það var hætt af einhveijum ástæðum [í fyrra- dag]. Hún missti mikið blóð og er afar bólgin. Mjaðmagrindin er hins vegar það illa útleikin að læknunum fannst að þeir þyrftu að komast að henni og spengja en urðu að hætta við. Þeir vilja bíða og sjá til en eru bjartsýnir á batann. Þetta tekur allt sinn tíma og ekkert er hægt að segja í raun fyrr en eftir 3-4 vikur hvernig hún kemur til með að koma út úr þessu. Einn læknirinn gerði mér samt fyllilega grein fyrir því [í fyrradag] að afleið- ingarnar gætu orðið varanlegar að einhveiju leyti því erfitt er að gera við mjaðmagrindina. Við getum ekki annað gert en að vona það besta,“ segir hann. Theodór segir ennfremur að þau hjónin hafi velt fyrir sér þeim möguleika að láta fiytja dóttur sína til Islands en að þeim hafi verið ráðlagt að hugsa ekki um slíkt. „Hún er í mjög góðum liöndum hér. Hið eina sem okkur finnst óþægilegt er að geta lítið verið hjá henni. Hún er enn á gjörgæslu þar sem henni er hald- ið sofandi." Gaf nákvæma lýsingu en maðurinn er ófundinn Theodór segir að Sara hafi get- að lýst manninum mjög nákvæm- lega fyrir lögreglunni, bæði klæðnaði hans og útliti, en að ekki sé búið að hafa upp á honum enn. „Hún telur að maðurinn hafi verið talsvert eldri en hún en satt að segja hef ég ekki viljað ergja hana mikið með því að ræða þessa atburði. Lögreglan hefur talað mikið við hana um það sem gerðist. Við höfum frekar viljað reyna að byggja hana upp og beðið hana um að hugsa um einn dag í einu. Þetta er auðvitað mik- ið áfall og erfitt fyrir manneskju að gera sér grein fyrir því að hún eigi eftir að vera á spítala næstu vikurnar. Þetta er bæði andlegt og líkamlegt áfall. Þó verð ég að segja það að við foreldrarnir er- um þakklátir fyrir það, að þetta skyldi ekki fara verr. Þetta er það hátt fall og hörð lending að fyrst að þetta þurfti að gerast má segja að hún hafi sloppið tiltölu- lega vel. Hún hefði getað lent á malbiki. Hún hlaut ekki alvarleg höfuðmeiðsl en er haldið sofandi í augnablikinu vegna þess hvað hún er illa brotin," segir Theodór Júlíusson að siðustu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.