Morgunblaðið - 10.09.1998, Síða 10

Morgunblaðið - 10.09.1998, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar skilar yfírliti til borgarráðs Utgjöld vegna Qárhags- aðstoðar lækka um 19% ÚTGJÖLD vegna fjárhagsaðstoðar Félagsmálastofnunar fyrstu átta mánuði ársins 1998 hafa dregist saman um 18,9% miðað við sama tímabil í fyrra, að sögn Láru Björnsdóttur félagsmálastjóra. Einnig hefur fjárhagsaðstoðarmál- um fækkað um 19,4% milli ára, að hennar sögn. „Útskýringin er að hluta til sú að bætur til atvinnu- lausra, öryrkja og ellilífeyrisþega hafa hækkað og eru því yfir viðmið- unarmörkum okkar. Margir eiga því ekki rétt á aðstoð sem áttu hann áður,“ segir félagsmálastjóri. Samanburður á fjárhagsaðstoð Félagsmálastofnunar var kynntur borgarráði síðastliðinn þriðjudag og þar kemur fram að útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar hafi lækkað úr rúmum 515 milljónum í rúmar 418 milljónir þegar fyrstu átta mánuðir þessa árs og ársins 1997 eru bornir saman. Þá hefur fjárhagsaðstoðar- málum fækkað úr 3.030 í 2.441 á sama tímabili. Lára Björnsdóttir félagsmála- stjóri segir að samdrátturinn sé líka til marks um að auðveldara sé fyrir fólk að fá vinnu í dag en áður. „Þennan mun sjáum við greinilega. Sérstaklega fyrir þá sem hafa verið á atvinnuleysisbótum. Þeir sem sitja eftir eru þeii- sem ekki hafa haft bótarétt og eru því í lakari stöðu á vinnumarkaðinum." 1.870 færri fá aðstoð í ár Lára segir ennfremur að 1.870 manns sem áttu rétt á aðstoð í fyrra fái hana ekki í ár. „Ef horft er á fjöl- skyldugerð er aðallega um að ræða gifta einstaklinga eða fólk í sambúð. Einhleypar konur detta líka út. Ein- stæðh- foreldrar, þar sem konur eru langsamlega flestar, og einhleypir karlar eru hins vegar jafnmargir. Þeir sem sitja eftir, atvinnulausir án bótaréttar, eru búnir að vera at- vinnulausir mjög lengi og komast ekki út á vinnumarkaðinn aftur án sérstakrar aðstoðar. Þess vegna taka þeir tiltölulega stærri hluta af kökunni," segir félagsmálastjóri. Slðastliðin tvö ár hefur fjárhags- aðstoðarmálum fækkað um 100 milli ára að jafnaði að hennar sögn en lækkun útgjalda hefur ekki verið merkjanleg. S „Eg læt sem ég sofi“ LEIÐTOGAFUNDUR RÖSE í París 1990. Michael S. Gorbatsjov Sovét- leiðtogi, kona hans, Raisa, George Bush Bandaríkjaforseti, kona hans, Barbara, á ballettsýningu í Versölum. Fyrir aftan þau sést fulltrúi ís- lands, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. GEORGE Bush, fyrrverandi for- seti Bandaríkjanna, sagði í ný- legu sjónvarpssamtali frá leik sem hans menn gerðu sér á leið- inlegum fundum, að útnefna sín á milli til verðlauna þá einstak- Iinga eða sendinefndir sem best sváfu á fundum. Á toppfundi RÖSE í París voru þeir sammála um að sú sendinefnd sem best svæfí væri sú íslenska. fslending- arnir þrír hefðu allir sofið. Þarna var um að ræða langt viðtal sem sjónvarpsmaðurinn frægi David Frost tók við Georg Bush undir heitinu „The making of a Leader“ á sjónvarpsstöðinni Arts and Entertainment eða A and E. Sagði Bush í þessu 100 mínútna viðtali, sem Frost hafði undirbúið vel og lengi, frá æsku sinni, reynslu á heimsstyrjaldar- árunum, ferðum sínum um heim- inn, Nixon og Watergate, Reagan og Kontra-málinu, Flóastríðinu, sínum eigin frama og mörgu fleira fróðlegu. Islendingarnir sváfu best Talið barst að leiðinlegum fundum. Bush sagði að menn hefðu nú fundið upp á ýmsu til að stytta sér stundir og tók dæmi. Scowcroft, öryggismálaráðgjafí Bush, var afleitur með að sofna á fundum, gat dottað og vaknað út- sofínn. Þeir fóru því að leika sér að því að veita þeim viðurkenn- ingu, svonefnd Scowcroft-verð- laun, sem best sváfu á fundum. Síðan færðist þetta yfir á al- þjóðafundi og bæði einstaklinga og sendinefndir. Bush minntist sérstaklega á fund RÖSE um öryggi og sam- vinnu í Evrópu sem haldinn var í París. Mun það hafa verið topp- fundur svokallaður í nóvember 1990, þegar gengið var frá París- ar-samþykktinni, þótt hann tæki það ekki fram. Almennir fundir RÖSE eru í Vínarborg en topp- mannafundir í ýmsum borgum. Á þessum fundi stóð enginn ís- lensku sendinefndinni á sporði í því að sofa vært. Þeir voru þrír fulltrúarnir, segir Bush, og sváfu allir. Það sem meira var að sá sem fyrir þeim var flutti sína ræðu áfram sofandi og það þótti vel af sér vikið. Bush nefnir engin nöfn í því sambandi eða hvaða embætti þessir menn höfðu. En nú hefur Steingrímur Hermannsson upp- lýst í fjölmiðlum að á þessum fundi hafi skipað íslensku sendi- nefndina hann sjálfur, sem var forsætisráðherra, utanríkisráð- herrann Jón Baldvin Hannibals- son, Albert Guðmundsson, sendi- herra í París, og með þeim var Jón Sveinsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra. Kveðst Stein- grímur vel muna þennan fund, hann hafí flutt ræðu, og kveðst fullvissa menn um að enginn þeirra hafí sofið á fundinum. Jón Baldvin segir í DV að hann hafi ekki hugmynd um hvað maður- inn sé að tala um. Hann sé sjálfur þekktur fyrir annað en að sofa á fundum. Sem sagt, enginn hefur sofið, þeim hinum hefur bara sýnst svo enda alþekkt Ijóðlína um fslend- ing: Eg læt sem ég sofi, en samt mun ég vaka. Göngudagur á Reykjalundi Ganga er góð íþrótt fyrir alla og á Reykjalundi í Mosfellsbæ, stærstu endurhæfingarmiðstöð landsins, hefur gangan lengi verið notuð sem ein af mörgum leiðum til bættrar heilsu. Laugardaginn 12. september milli kl. 11 og 14 er öllum boðið að koma á Reykjalund og kynnast ýmsum tilbrigðum göngunnar í fallegu umhverfi. Hér er tækifæri fyrir heilu fjölskyldurnar að bregða á leik Söguganga Ratleikur Göngupróf Ratleikur er tilvalinn fyrir foreldra og börn að vinna saman í einföldum og skemmtilegum leik. Allir krakkar sem Ijúka leiknum fá Legó smáöskju. Ratleikurinn er opinn frá kl. 11 til kl. 14. »W'S ATT ÞU MIÐA í HAPPDRÆTTI SÍBS? Happdrættið er hornsteinn framkvæmda á Reykjalundi og Múlalundi Söguganga er róleg ganga um nágrenni Reykjalundar fyrir sögu- þyrsta (slendinga á öllum aldri. Áð verður á ýmsum stöðum þar sem fróðleikskorn fjúka. Sögumaður verður Bjarki Bjarnason. Sögugangan ferfrá Norðurstofu kl. 11 og kl. 13. Göngudagurinn er tileinkaður 60 ára afmæli SÍBS og söfnun fyrir byggingu sundlaugar og hópmeðferðarsalar á Reykjalundi. Göngupróf er fyrir fólk 20-65 ára, sem getur gengið rösklega og er ekki á lyfjum er lækka hjartslátt. Gangan er tveir kílómetrar og í lokin fæst útskrift með þrekniðurstöðu og leiðbeiningum. Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Göngupróf í boði púlsmæla Borgarráð styður Samtökin ‘78 til húsakaupa Félags- og fræðslu- miðstöð á Lauga- vegi 3 BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt að veita Samtökunum ‘78, félagi lesbía og homma á Islandi, níu milljóna króna styrk til kaupa á 250 fermetra húsnæði á fjórðu hæð Lauga- vegar 3 undir félags- og fræðslumiðstöð samtakanna og verður styrkurinn greiddur að jöfnu á tímabilinu 1999- 2001. Áætlað kaupverð húsnæðis- ins er um 12 milljónir króna en kostnaður við nauðsynlegar endurbætur og breytingar 1,5 milljónir. I erindi Samtakanna til borgarráðs kemur fram að þau sjái fram á að geta fjár- magnað 4,5 milljónir með langtímalántöku svo og með fjársöfnun meðal félaga sinna og velunnara. Verðmætt varnaðarstarf I erindinu kemur ennfremur fram að i 20 ára sögu Samtak- anna ‘78 hafi starfsemin ýmist verið hýst í bráðabirgðahús- næði eða heimahúsum og fyrir löngu sé svo komið að núver- andi húsnæði standi starfsem- inni fyrir þrifum. I erindi framkvæmdastjóra menningar-, uppeldis- og fé- lagsmála hjá Reykjavíkurborg til borgarráðs, þar sem lagt er til að erindi Samtakanna verði samþykkt, er sérstaklega bent á að Samtökin hafi látið að sér kveða í samstarfi við heil- brigðisyfirvöld í HlV-vörnum. Þau vinni við erfíðar aðstæður verðmætt varnaðarstarf á sviði heilbrigðis- og félags- mála með hópi sem hinu opin- bera einu og sér hafi reynst torvelt að nálgast. Bíll eyði- lagðist í eldi NÝLEGUR bfll af gerðinni Volkswagen Golf eyðilagðist í eldi við Skeljagi’anda í Reykjavík í gær. Lögreglan vinnur nú að rannsókn á or- sökum eldsins. Slökkviliðið var kallað á staðinn um hádegisbilið en fékk ekki að gert og brann bfllinn til kaldra kola. Bíllinn stóð á bflastæði við Skelja- granda og var öðrum bflum komið frá til að þeim stafaði ekki hætta af eldinum. Ekki er vitað um orsök elds- ins og rannsakar lögreglan málið. Klemmdist við Kröflu MAÐUR klemmdist á þriðju- dag við vinnu við jarðborinn Jötun sem er við borun í Kröflu. Maðurinn var að vinna á borpalli í 5-7 metra hæð þegar hann varð á milli þungra bor- stykkja. Höggið kom á búk mannsins og var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Að sögn læknis á sjúkrahús- inu er maðurinn ekki i lífs- hættu. Hann liggur nú á bækl- unardeild sjúkrahússins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.