Morgunblaðið - 10.09.1998, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Félag eldri borg-
ara opnar nýtt
félagsheimili
MERKILEG tímamót eru nú að
ganga í garð hjá Félagi eldri
borgara í Reykjavík og ná-
grenni því um helgina verður
formlega opnað nýtt og glæsi-
legt félagsheimili í Álfheimum
74 (Glæsibæ) sem hlotið hefur
nafnið Ásgarður.
Félagið hefur nú flutt alla
starfsemi sína bæði skrifstofu
og félagsstarf, frá Hverílsgötu
105 í Álfheima 74, en þar var
orðið mjög þröngt fyrir félags-
starfíð.
Félagar í FEB eru nú um
7.100 og þörfín fyrir aukið fé-
lagslíf er vaxandi. Eldri borg-
urum fer sífellt fjölgandi og
því var nauðsynlegt að fá aukið
húsrými fyrir þennan aldurs-
hóp. Það hefur verið unnið
undanfarna 3 mánuði að breyt-
ingum á þessu nýja húsnæði.
Um er að ræða sali sem eru
u.þ.b. 500 fm sem hægt er að
skipta niður í 2 eða 3 sali með
hljóðeinangrandi færanlegum
skilrúmum, eftir þörfum. FEB
hefur á undanförnum árum
verið með öflugt félagsstarf
sem varðar bæði afþreyingar-
mál og hagsmuna- og kjara-
mál.
Á opnunarhátíð sem haldin
verður um helgina verða kynnt-
ir um 25 málaflokkar sem FEB
stendur fyrir. „Flestir eru sam-
mála um að þörf eldra fólks fyr-
ir afþreyingu og félagsskap sín
á milli er nauðsynleg og er fyr-
irbyggjandi gagnvart ýmsuin
sjúkdómum bæði andlegum og
Iíkamlegum. Það hefur stund-
um borið á því, að þessir þættir
eru ekki metnir að verðleikum
því erfitt er að setja fram ein-
hverja tölfræði til sönnunar um
það, hve gott félagslíf með
dansi, söng, leiklist, spila-
mennsku o.m.fl. spara mikið í
heilbrigðisþjónustu,“ segir í
frétt frá FEB.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
RAGNAR Jörundsson framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í
Reykjavfk í hinu nýja félagsheimili.
Opið hús um helgina
Laugardaginn 12. sept. og
sunnudaginn 13. sept. verður
opið hús frá kl. 14 til 17 báða
dagana þar sem starfsemi FEB
verður kynnt og að auki verða
ýmis skemmtiatriði og veiting-
ar á vægu verði. Þangað er öll-
um boðið sem vilja skoða hið
nýja félagsheimiíi og sjá og
heyra hvað Félag eldri borgara
í Reykjavík og nágrenni stend-
ur fyrir.
17 punda sj<5-
birtingur úr Litluá
MARTEINN Gunnarsson tann-
smíðameistari veiddi 17 punda ný-
genginn sjóbirting í Litluá í
Kelduhvei-fi á þriðjudaginn. Birt-
ingurinn, sem var 90 sentímetra
langur og akfeitur, er stærsti sil-
ungur sem Morgunblaðið hefur
haft spumir af á þessari vertíð.
Litlaá er einmitt fræg fyrir sína
stóru sjóbirtinga og það eru aðeins
tvör ár síðan Marteinn veiddi 18
punda birting í ánni og veiðifélagi
hans, Skarphéðinn Asbjömsson,
veiddi annan jafn stóran þann dag.
„Eg fékk fiskinn á maðk og
þetta var stutt en snörp viðureign
og hann tók vel í. Glíman byrjaði
á því að hann festi línuna í botni
og var svo að stökkva um alla
breiðu á meðan ég reyndi að losa.
Maður áttar sig ekkert á þyngd-
inni á meðan veitt er, mér sýndist
þetta geta verið 6-8 punda fiskur,
en svo náði veiðifélaginn ekki ut-
an um stirtlustæðið er komið var
að því að landa tröllinu. Þetta
reyndist svo vera 17 punda
hængur," sagði Marteinn í sam-
tali við Morgunblaðið. Þeir félag-
arnir veiddu annars „lítið“ að
sögn Marteins, fjóra laxa sem
vora 4-5 pund hver og eina litla
bleikju. „Það er ekki mikið að
hafa þarna orðið en samt var
þetta eitthvað betra í ánni í sum-
ar heldur en í fyrra,“ bætti Mar-
teinn við. Alls veiddust á sjötta
hundrað físka í Litluá í sumar.
Stórfiskinn veiddi Marteinn á
efsta svæði árinnar.
Lifnar yfir Þverá
í Fljótshlíð
Alls hafa 110 laxar veiðst í
Þverá í Fljótshlíð að sögn Hans
Magnússonar í Kirkjulækjarkoti.
Hann sagði mikinn lax í ánni, sér-
staklega í henni ofanverðri og
meira hefði ugglaust veiðst ef áin
væri betur nýtt. „Það vantar enn
MARTEINN Gunnarsson með
risabirtinginn, 17 punda.
tiltrú á Þverá og svo erum við
alltaf að læra betur og betur á
hana. Það er ekki alveg rétt sem
margur heldur að það komi bara
lax í hana seint og um síðir. Sjálf-
ur veiddi ég fyrstu laxana í byrj-
un júlí. Auk laxanna hefur veiðst
slatti af sjóbirtingi og samkvæmt
hefð eigum við von á sjóbirtings-
göngum á næstunni. Það verður
veitt hjá okkur til 10. október,"
sagði Hans enn fremur. Þetta er
annað sumarið sem Þverá fær
endurheimtur af gönguseiða-
sleppingum, en að sögn Hans
gera menn sér vonir um að Þverá
geti verið laxveiðiá af eigin
rammleik. „Það er að minnsta
kosti mikið að sjá af smáum seið-
um í ánni. Við látum rafveiða ána
og könnum málið. Eg hef þá trú
að áin sé hlýrri að eðlisfari heldur
en Rangárnar og við vitum að það
era víða á svæðinu heppileg
hrygningarsvæði," bætti hans við.
Stórir urriðar...
Það er ekki aðeins Litlaá sem
gefið hefur feiknastóra uri-iða að
undanfórnu. Fyrir skemmstu
veiddist til dæmis 11 punda urriði
í Bjallalækjarósi í Ytri-Rangá.
Talið er að sami fiskur hafi veiðst
nokkrum vikum fyrr, en þá verið
sleppt. Þá veiddist fyrir skömmu
10 punda sjóbirtingur í Laxá í Að-
aldal. Að sögn Orra Vigfússonar
er yfirleitt slangur af birtingi í
Laxá í ágúst og byrjun septem-
ber, en sjaldgæft að um stæiri
fiska en 4-5 punda sé að ræða.
Skógarás — sérinng. — laus strax
Nýkomin í sölu glæsileg 75 fm íbúð á jarðhæð í góðu fjölbýli á frábærum
stað í Ásum. íbúðin skartar fallegum innrétttingum. Allt sér. Hér getur þú
flutt inn strax. Áhvílandi 3 millj. Verð aðeins 6,3 millj.
Langholtsvegur — 100fm
Vorum að fá í einkasölu glæsilega 100 fm 3ja herb. íbúð í kjallara rétt við
Álfheima. Örstutt í góða þjónustu og ísbúðina. Stór herbergi, stórt eld-
hús. Góðar rinnréttingar. Eign sem fer strax. Áhvílandi 4,6 millj.
Verð 7,2 millj.
Ný íbúð í Smáranum — sérinng.
Ný glæsileg 2ja herb. íbúð á 1. hæð í nýlegu'húsi. Hús fullfrág. sem og
lóð og bílastæði. Góðar innréttingar. Allt sér. Áhvílandi 4 millj.
Vantar strax — vantar strax
Vantar strax einbýli, raðhús og parhús á allt að 20 millj.
í Reykjavík eða Kópavogi. Mjög fjársterkur kaupandi.
Allt að því staðgreiðsla í boði fyrir rétta eign.
ValKöll fasteigxiasala,
Síðumúla 27, sími 588 4477
111
RAUÐALÆKUR 3
146 fm góö neðri sérhæð í
fjórbýli ásamt 34 fm bíl-
skúr. 3 rúmgóð svefnherb-
ergi auk forstofuherbergis,
2 stórar stofur, nýtt eld-
hús. Til afhendingar strax.
Verð 12,8 millj.
(ph FASTEIGNA
[ IP MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMAR 551 1540 og 552 1700, FAX 562 0540.
Sjálfstæð-
isflokkur-
inn eykur
fylgi sitt
Sjálfsstæðisflokkurinn eykur
fylgi sitt samkvæmt nýná
skoðanakönnun Gallup. Fylgi
flokksins nú er 47,1%, en var
fyrir mánuði 42,9%. Litlar
breytingar verða á fylgi ann-
arra flokka. Fylgi Framsókn-
arflokksins mælist 12,9%, en
fylgi flokksins hefur verið lágt
i síðustu tveimur mælingum
miðað við fyrri mælingar.
Sameiginlegt framboð félags-
hyggjufólks fær 15% fylgi, Al-
þýðubandalagið 8,5%, Alþýðu-
flokkurinn 7,6%, Kvennalist-
inn 2,7% og framboð kennt við
Svem Hermannsson 4,5%.
Fylgi við ríkisstjórnina er
samkvæmt könnuninni 66,1%,
en samanlagt fylgi ríkisstjórn-
arflokkanna er 60,1%.
I könnuninni var spurt
hvaða lista fólk myndi kjósa ef
þrír listar væru í boði, Sjálf-
stæðisflokkur, Framsóknar-
flokkur og framboð félags-
hyggjufólks. 52,5% sögðust
ætla að kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn, 15,3% Framsóknar-
flokkinn og 32,2% lista félags-
hyggjufólks.
Könnunin var gerð 25.
ágúst til 6. september. 1.138
einstaklingar á aldrinum
18-75 ára vora spurðir og var
svarhlutfall 71,3%.
I hvaða landi er
best að búa?
Island í
fímmta
sæti
ÍSLAND er í fimmta sæti á
lista Sameinuðu þjóðanna yfir
þau lönd þar sem best er að
búa í heiminum. Listinn bygg-
ist á mælingum sem byggjast
á heilsufari, menntunará-
standi, lífslíkum og meðaltekj-
um á hvern íbúa í löndum
heims.
í efsta sæti listans er
Kanada, í öðra sæti Frakk-
land, Noregur í þriðja og
Bandaríkin í fjórða. Finnland
er í sjötta sæti, Holland í 7.,
Japan í 8., Nýja Sjáland í 9. og
Svíþjóð í 10. sæti.
I frétt sem Reuters frétta-
stofan birtir um könnunina
segir að könnunin byggist á
tölum frá 1995. Henni sé ætlað
að sýna fram á að lífsgæði
verði ekki aðeins mæld á efna-
hagslegan mælikvarða.
Til dæmis séu lágtekjulönd
á borð við Tanzaníu og Ví-
etnam ofar á listanum en ef
eingöngu væri miðað við efna-
hag.
Á hinn bóginn eru lönd á
borð við Branei og Kúveit
neðar en sem svarar til þjóð-
artekna, sem gefur til kynna
að þar hafi mistekist að búa
þjóðinni betra líf þrátt fyrir
efnahagslega velgengni.
I fréttinni er einnig greint
frá sérstakri mælingu sem
gerð var þar sem einnig var
litið til jafnréttis kynjanna. Þá
fer ísland upp í fjórða sæti
listans, á eftir Kanada, Noregi
og Svíþjóð en á undan Finn-
landi, Bandaríkjunum og
Frakklandi.