Morgunblaðið - 10.09.1998, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 21
NEYTENDUR
Hamingjuegg úr Svínadal
Hænurnar leika
sér á prikunum
VEISLUR - TEITI - SAUMAKLÚBBAR -
ÓVÆNTIR GESTIR - BARA MEÐ FJÖLSKYLDUNNI
LAUSNIN ER HJÁ OKKUR
^ LA BAGUETTE
franskar vörur - tilbúnir réttir,
Glæsibær, sími 588 2759,
Verslun og kaffihús í Tryggvagötu 14, sími 562 7364.
|Ye£aini/aurent
HLUTIR
ERKUR!!!
Garpur er kröftugur drykkur sem býr yfir
miklu og hressandi ávaxtabragði og er ríkur
að kalki og C-vítamíni. Uppistaðan er mysa
en í henni eru öll helstu bætiefni mjólkurinnar.
Garpur er góður á íþróttaæfinguna,
í skólann, fjallið, bíltúrinn og bústaðinn.
FÁDU ÞÉR EINN - DAGIEGA W
Glæsilegur fatnaður í miklu úrvali í haust- og vetrarlistanum.
Frábært verð. Mikið úrval af litlum og stórum stærðum.
Listinn fæst í öllum helstu bókaverslunum
Sími 565 3900
' —_______ Fax 565 201 5
40 áro starfsafmæli jVlTjyMNT/AURFNr - seinni hluti. Ævintýri Austurlanda.
Gréta Boða, förðunarmeistari, kynnir nýju haustlitina í c
fimmtudag, á föstudag og laugardag frá kl. f 2.00.
Glæsilegir litir og frábæror nýjungar,
þor á meiial nýr farði Teint Singulier.
Verið velkomin.
Vinsomlega munið aá panta tímo í förðun.
(fíffiS
■DlH fl'
Laugavegi 80
Ljósmynd/Jón Rögnvaldsson
LINDA Samúelsdóttir er með um 1.100 hænur sem ekki eru í búrum
stór að hætta væri á að jarðvegur-
inn sýktist. Pað er á hinn bóginn
hægt að sótthreinsa húsin milli
hópa.“
Linda segir að hænurnar verpi
lengur en búrhænur og hún er full-
viss um að þær séu hamingjusamari
en stöllur þeirra í búrunum.
„Ég er alveg viss um það því
frelsið er þeim eiginlegt. Svo eru
eggin bragðbetri segja viðskiptavin-
irnir.“ Hún segist fá ótal símtöl frá
neytendum sem eru að hæla eggj-
unum og því að hún skuli ekki vera
með fuglana tokaða í búri.
Þegar hún er spurð hvort salan
hafi aukist á þessum tíma sem hún
hefur selt eggin segir hún að allt
seljist sem frá búinu komi. „Við höf-
um fjölgað hænsnum hægt en við
seljum allt og önnum ekki eftir-
spurn. Nýlega hófum við að selja
eggin í Nýkaupi og það gengur vel.“
Undanfarin ár hafa hamingjuegg-
in verið til sölu í Yggdrasli, Heilsu-
húsinu, Breiðholtskjöri og í nokkr-
um Nóatúnsbúðum svo og í Borgar-
nesi og á Akranesi.
Þegar Linda er innt eftir verði á
eggjunum segist hún selja þau á
svipuðu verði og uppgefíð verð er
hjá öðrum eggjabændum. „Ég hef á
hinn bóginn ekki getað veitt magn-
afslátt, reksturinn myndi ekki
ganga þannig. Algengt kílóverð er
því 380-400 krónur.
SKEIFUNNI2,108 REYKJAVÍK SÍMI 588 2550
BODDÍ
Eigum mikið úrval af boddíhlutum í
flestar gerðir bifreiða.
Nánari upplýsingar fást hjá sölu-
mönnum okkarí síma 588 2550.
Bílavörubúðin
FJÖÐRIN
I fararbroddi
HÆNSNIN sem búa á bænum
Tungu í Svínadal eru ekki í búrum.
Þau fá að spígspora um, fljúga milli
homa, velta sér úr skeljasandi og
setjast síðan á prik til að hvíla sig
eða bregða á leik ef því er að skipta.
Þessvegna kallar hún Linda Samú-
elsdóttir eggin þeirra hamingjuegg
en eflaust hafa margir velt fyrir sér
hvað byggi að baki nafninu þegar
þeir hafa séð skrautlegar umbúðir
eggjanna í búðum.
Hænsnin fá matarafganga
og brauð
„Þegar við ákváðum að fjölga
hænunum okkar vildum við hafa
þær frjálsar. Mér finnst óeðlilegt að
hænsn séu innilokuð í búrum, það
samræmist ekki eðli þeirra. Við
leggjum áherslu á að umhverfi
þeirra sé sem eðlilegast, þær hafa
prik að sitja á og geta flögrað um að
vild. Þá fá þær líka meiri aukamat
en búrhænur, því auk hænsnafóðurs
gefum við þeim skeljasand, kartöfl-
ur, kartöfluskræling, brauð og mat-
arafganga."
Ná ekki að anna eftirspurn
Linda segir þetta þriðja árið sem
þau selja hamingjuegg en hún segir
að býlið teljist fremur lítið þó hæn-
urnar séu um 1.100 talsins.
Þegar hún er spurð hvort
hænsnin fái að viðra sig segir hún
að það hafi verið meiningin að girða
af fyrir þær en dýralæknir hafi ráð-
lagt þeim að falla frá því. „Hann
sagði að hópurinn væri orðinn það
Nýtt
Saltaður fýll
í Nýkaupi
HAFIN er sala á söltuðum fýl í
Nýkaupi. Um er að ræða tak-
markað magn að þessu sinni en
ef salan verður góð verður
meira framboð næsta haust. Að
sögn Arna Ingvarssonar hjá Ný-
kaupi þarf að skola fuglinn og
skafa með hníf eða bursta hann
áður en hann er soðinn. Hann er
síðan settur í ósaltað vatn og
soðinn í um eina klukkustund.
Best er að bera fýlinn fram með
soðnum kartöflum og rófum.
Verðið er 479 krónur fyrir hvert
stykki og dugar eitt stykki fyrir
meðalmann.