Morgunblaðið - 10.09.1998, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Brýnustu nauðsynjar á þrotum í Rússlandi
„Ottast að hungr-
að fólk brjótist
inn í verslanir“
Moskvu. Reuters.
VÖRUBIRGÐIR í versl-
unum eru á þrotum, farið
er að skorta brýnustu lífs-
nauðsynjar og reiði og ör-
vænting einkenna við-
brögð rússnesks almenn-
ings, allt frá Eystrasalti í
vestri til Kyrrahafsstrand-
arinnar í austri. Kemur
þetta meðal annars fram í
könnun, sem fréttaritarar
Reuteí's-fréttastofunnar í
Rússlandi hafa gert.
I Moskvu rífast stjóm-
málamennirnir um það
hver skuli vera næsti for-
sætisráðherra en á götum
borganna bíður örvænt-
ingarfullt fólk í löngum
röðum í von um að komast
yfír síðustu matarögnina í
verslununum. Verð á sykri
hefur viða þrefaldast,
hveitiverð tvöfaldast og
síðustu flöskurnar af mat-
arolíu fóru á fimmfóldu verði. Bókhveiti, sem
Rússar nota mikið, fæst ekki lengur í versl-
unum en hægt er að fá það í 30 og 40 kílóa
sekkjum á götunni. Kaffi er ekki til en eitt-
hvað eftir af dýrustu tetegundunum.
„Hér slógust tvær konur í morgun um síð-
asta smjörlíkisstykkið," sagði afgreiðslukona
í einni verslananna.
Lyfín búin
Níkolaj Akenkev, læknir á slysavarðstofu
sjúkrahúss í Novísíbírsk, sagði, að lyfin væm
á þrotum, aðeins hægt að taka á móti 20
manns í viðbót, og sjúklingar fá ekki lengur
neina mjólk. Sagði hann, að birgðir af bók-
hveiti, sykri, smjöri og kjöti myndu endast
enn í fimm daga.
Embættismaður í Vladívostok, stærstu
höfninni við Japanshaf, kvaðst óttast, að upp
úr syði. „í Moskvu eru
menn búnir að gleyma
okkur fyrir löngu enda
ráðalausir í sínum eigin
málum. Ég óttast, að þess
verði ekki lengi að bíða, að
hungrað fólk brjótist inn í
verslanirnar og jafnvel
hengi okkur embættis-
mennina," sagði hann.
I Vladívostok hafa yfir-
völd bannað verðhækkanir
en verslunareigendur
segja, að vörurnar verði
þeir að kaupa í öðrum hér-
uðum og megi þeir ekki
miða við raunverulegt inn-
kaupsverð, geti þeir ein-
faldlega lokað búðunum.
Þetta er sama sagan alls
staðar í Rússlandi og í Ka-
líníngrad, rússneskum
landskika milli Póllands og
Litháens, lýsti ríkisstjór-
inn, Leoníd Gorbenko, yfir
„neyðarástandi" fyrr í vikunni. Svipaði orða-
laginu svo til yfirlýsinga um „hemaðará-
stand“, að yfirvöldin í Moskvu sáu ástæðu til
að mótmæla því. Efnislega var þó aðeins ver-
ið að biðja framleiðendur að hækka ekki
vöruverð.
Jeltsín burt!
I Jeleseivskí-versluninni í Pétursborg var
allt kjöt uppurið nema grísafætur og í mjólk-
urdeildinni aðeins dýr, innfluttur ostur. Éinn
verslunarstjóranna var önnum kafinn við að
útbúa nýja verðmiða og hann sagði, að
morgnamir færa að mestu í það verk. Sagði
hann ómögulegt að kaupa erlenda vöra
vegna þess, að bankakerfið væri stopp og
innflytjendur heimtuðu staðgreiðslu. „Það er
kominn tími til að reka Jeltsín út úr Kreml,“
sagði hann.
Reuters
GOMUL kona í Moskvu biður
vegfarendur að sjá aumur á sér
og gefa sér peninga fyrir mat.
Reuters
ÞOTT gripið hafi verið til þess í surnuin rússnesku héraðanna að banna verðhækkanir
er hætt við, að það komi fyrir lítið þar sem vörur em almennt á þrotum. Hér er verið að
setja það, sem eftir er, upp í hillur í verslun í Kozíno, Iitlum bæ skammt frá Moskvu.
Gliðnar Rússland í sundur?
UPPLAUSNIN í rússneskum efnahagsmál-
um og algert stjórnleysi í málefnum ríkis-
ins hefur valdið því, að í sumum sjálfstjórn-
arlýðveldanna hafa yfirvöldin tekið málin í
sínar eigin hendur. Varla er unnt að tala
lengur um einhver tengsl á milli Moskvu-
valdsins og íjarlægustu héraðanna og sum-
ir ríkisstjóranna hafa á orði, að haldist
þetta ástand miklu lengur muni rússnesku
lýðveldin, einhver þeirra að minnsta kosti,
reyna að bjargast upp á eigin spýtur.
Ringulreiðin í Moskvu hefúr kynt undir
þeim kröftum, sem toga Rússland í sundur,
og í mörgum héraðanna eru ríkisstjórarnir
farnir að haga sér sem væru þau sjálfstætt
ríki. Þeir hafa gefið út tilskipanir um bann
við verðhækkunum og jafnvel lagt fram
sínar eigin neyðaráætlun í efnahags-
málunum.
Fréttaskýrendur segja, að ringulreiðin í
efnahagsmálunum og stjórnmálunum valdi
því, að sjálfstæði héraðanna, sjálfstjórnar-
lýðveldanna 89, aukist dag frá degi. Sér-
staklega eigi þetta þó við um ríkustu hér-
uðin, níu talsins, sem haldi í raun hinum
uppi. Hugsanlegt er, að þau kæri sig ekki
um það lengur, telji sig ekki vera aflögu-
fær, en það gæti aukið enn á sundrunguna í
landinu.
Héruðin bjargi sér sjálf
Að minnsta kosti fimm ríkisstjórar hafa
reynt að banna verðhækkanir á sínu svæði
og yfirvöld í hinni gullauðugu Jakútíu hafa
takmarkað verulega sölu á gulli til banka
og alríkisstjórnarinnar. Aman Túlejev, rík-
isstjóri í Kemerovo, sagði í viðtali við
bandaríska dagblaðið The Christian Sci-
ence Monitor, að breyttist ástandið ekki til
batnaðar væri ekki annað fyrir sjálfsijórn-
arlýðveldin að gera en rífa sig laus og
bjarga sér sjálf. Þess má geta, að í Kemer-
ovo er helmingurinn af kolaframleiðslunni í
Rússlandi.
Vangaveltur um framtíð rússneska alrík-
isins voru byrjaðar löngu áður en
Tsjetsjenar reyndu og tókst kannski í raun
að rífa sig lausa og varla er hægt að segja,
að nágrannaríki Tsjetsjníju, Dagestan, lúti
stjórninni í Moskvu nema að nafninu til. Þá
hafa til dæmis sjálfstjórnarlýðveldin við
Volgu, Tatarstan, Samara og Nízhní
Novgorod, lengi séð um sín fjármál sjálf og
oft komið sér hjá skattgreiðslum til alríkis-
stjórnarinnar.
Þótt efnahagshrunið nái til alls landsins
er ástandið verst í íjarlægustu héruðunum,
til dæmis við Kyrrahafið. Þar hefur fólk
orðið að reiða sig á innflutning á flestum
nauðsynjum en nú hefur algerlega tekið
fyrir hann. Sama er uppi á teningnum í
þeim sjálfstjórnarlýðveldum, sem fá
obbann af fjárlögunum, allt að 70%, beint
frá alríkinu.
Allsheijarverkfall 7. október
Alexander Lebed, fyrrverandi hershöfð-
ingi og núverandi ríkissljóri í Krasnojarsk í
Síberíu, sagði í gær, að Borís Jeltsín yrði
að segja af sér sem forseti til að greiða fyr-
ir sljórnarmyndun í landinu. Ella væri
hætta á almennri uppreisn.
„Ástandið versnar með degi hverjum.
Gengi rúblunnar lækkar, verðlagið hækkar
og verslanirnar eru tómar,“ sagði hann. „7.
október hefst allsherjarverkfall í landinu
og fimm mínútum síðar verður allt komið
úr böndunum."
Forsætisráðherra Dana til Færeyja
Kallsberg hyggst
lesa yfír Nyrup
Þórshöfn. Morgunblaðiö.
POUL Nyrap Rasmussen, forsæt-
isráðherra Dana, á von á reiðilestri
frá færeyskum stjómmálamönnum
er hann kemur í vinnuheimsókn til
Færeyja í dag. Heimsókn Nyraps
stendur í fjóra daga og auk óska
landstjórnarinnar um sjálfstæði er
búist við því að ræddar verði ýms-
ar yfirlýsingar danskra ráðamanna
sem vakið hafa reiði á Færeyjum,
m.a. í tengslum við uppgjör banka-
málsins og hugsanlegrar olíu-
vinnslu í færeyskri lögsögu.
Anfinn Kallsberg, lögmaður
Færeyja, hefur lýst því yfir að
hann hyggist mótmæla yfirlýsing-
um Svend Auken, umhverfismála-
ráðherra Danmerkur, um væntan-
legar viðræður Færeyinga og
Breta um landhelgismörk vegna ol-
íuleitar. Þá er Kallsberg einnig af-
ar ósáttur við yfirlýsingar Ame
Larsen, formanns ráðgjafanefndar
danska forsætisráðuneytisins, um
Færeyjar, en Kallsberg telur þær
vinna gegn efnahagsstefnu fær-
eyskra stjómvalda.
í viðtali við færeyska útvarpið á
nýlegri olíuráðstefnu í Stavanger í
Noregi lét Auken þau orð falla að
sér hefði skilist að Færeyingar
væra reiðubúnir að slaka á kröfum
sínum í deilum sem staðið hafa við
bresk stjómvöld um hvar mörk
lögsaga landanna liggi. Hefur Hel-
ena Dam á Neystabp, sem sæti á í
landsstjóminni, sagt slíkar yfirlýs-
ingar skaða samningastöðu Éærey-
inga gagnvart Bretum þar sem vel
væri fylgst með orðum manns á
borð við Auken. Vísar Dam því á
bug að Færeyingar séu reiðubúnir
að gefa eftir og minnir jafnframt á
að Auken sé bundinn trúnaði hvað
varðaði viðræður um landhelgis-
mörk, en dönsk og færeysk stjórn-
völd hafa starfað saman að þeim.
Arne Larsens reitti Færeyinga
til reiði með orðum sem hann lét
falla í viðtali við Berlingske
Tidende um að efnahagsástand
væri nú svo gott í Færeyjum að
ekki hefði verið þörf á því að greiða
Færeyingum sem svarar til 15
milljarða ísl. kr. í bætur vegna
Færeyjabanka. „Við hyggjumst
framfylgja varkárri stefnu í efna-
hagsmálum. Með ummælum sínum
um að hér sé rífandi uppgangur
grefur Larsen undan áætlunum
okkar. Þetta hyggst ég ræða við
danska forsætisráðherrann," segir
Kallsberg.
Auk áðurnefndra atriða verða
óskir Færeyinga um sjálfstæði
vafalaust ræddar, þótt áætlanir
færeysku stjómarinnar í málinu
séu enn skammt á veg komnar.
Ný rannsókn á fjármögnun kosningabaráttu Clintons 1996
Afangi í átt að skipan
nýs óháðs saksóknara
Washington. Reuters.
JANET Reno, dómsmálaráð-
herra Bandaríkjanna, fyrirskip-
aði í gær 90 daga forrannsókn á
því hvort Bill
Clinton forseti
braut kosn-
ingalög í bar-
áttunni fyrir
endurkjöri
sínu árið 1996.
Þessi ákvörð-
un Reno fylgdi
í kjölfar 30
daga lögfræði-
legrar könn-
unar á því hvort forsetinn hefði
gerzt brotlegur við gddandi laga-
reglur um fjármögnun kosninga-
baráttu, og felur í sér áfanga í þá
átt að dómsmálaráðherrann
íhugi að skipa óháðan saksókn-
ara til að fylgja málinu eftir.
Málið snýst um það, hvort
Clinton hafi reynt að fara á svig
við lagalegt hámark útgjalda til
kosningabaráttu með auglýs-
ingaherferð sem kostaði 40 millj-
ónir dollara, um 2,9 milljarða
króna, sem rekin var fyrir reikn-
ing Demókrataílokksins en var
sniðin að baráttunni fyrir endur-
kjöri Clintons.
Sérstakur dómur, skipaður
þremur dómuram úr áfrýjunar-
dómstól Bandaríkjanna sem
hafa yfirumsjón með túlkun lag-
anna um óháða saksóknara,
heimilaði Reno að opinbera
ákvörðun sína um að hefja rann-
sóknina. Þessi ákvörðun hennar
fylgir í kjölfar fyrri ákvarðana
sem miða í sömu átt, þ.e. rann-
sókn á fjármögnun kosningabar-
áttu Clintons og varaforsetans
Als Gores 1996, og teknar hafa
verið á síðustu vikum.
Þriðja
rannsóknin
Reno hafði áður fyrirskipað
rannsókn á því hvort Gore varð
uppvís að lygum þegar hann var í
fyrra spurður út í símtöl í fjáröfl-
unarskyni sem hann er sagður
hafa átt úr skrifstofusíma Hvíta
hússins. Auk þess hafði hún fyr-
irskipað rannsókn á því hvort
Harold Ickes, fyrrverandi emb-
ættismaður í Hvíta húsinu, hefði
gerzt sekur um meinsæri er
hann bar vitni um mál Gores fyr-
ir rannsóknarnefnd öldunga-
deildar Bandaríkjaþings.
Það gildir um allar þrjár
rannsóknir, sem hér með era
komnar í gang, að Reno getur
tekið ákvörðun um hvort skipa
skuli óháða saksóknara í hverju
máli fyrir sig þegar 90 daga
fresturinn rennur út, en hún
hefur líka kost á því að fram-
lengja frestinn um 60 daga til
viðbótar.
Reno hóf að skoða aftur kosn-
ingaauglýsingamálið eftir að
henni barst óformleg skýrsla
endurskoðenda yfirkjörstjómar
Bandaríkjanna, sem hefur um-
sjón með túlkun laga um fjár-
mögnun kosningabaráttu. Mun
niðurstaða skýrslunnar ganga út
á að það fé sem eytt var í auglýs-
ingaherferðina í nafni Demókra-
taflokksins ætti að reiknast sem
fé eytt í kosningabaráttu Clint-
ons sjálfs. Það þýðir, að í þá bar-
áttu hafi verið eytt meira fé en
lög leyfa.
Demókratar hafa kvartað yfir
því að í kosningabaráttu Roberts
Doles, forsetaefnis Repúblikana-
flokksins, hefði verið beitt ná-
kvæmlega sambærilegum að-
ferðum til að fara á svig við hið
lagalega hámark fjárútláta til
kosningabaráttunnar.
Bill Clinton