Morgunblaðið - 10.09.1998, Page 25

Morgunblaðið - 10.09.1998, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 25 ERLENT Drög að samningi í Kosovo SAMNINGAMENN Banda- ríkjastjórnar hafa lagt drög að friðarsamkomulagi fyrir stjóm- völd í Júgóslavíu og leiðtoga aðskilnaðarsinna í Kosovo- héraði. I drögunum er lagt til að haldnar verði frjálsar kosningar í héraðinu og stjórnsýsla þess færð aftur til Pristina. Vestræn- ir stjórnarerindrekar segja deilendur hafa samþykkt að fresta ákvörðun um endanlega stöðu Kosovo innan sambands- ríkisins Júgóslavíu í þrjú ár, en einbeita sér hins vegar að því að ná tímabundnu samkomulagi strax. Þaggað niður í andófsmanni KÍNVERSKA lögi-eglan dró í gær á brott andófsmann sem hugðist reyna að ná fundi Mary Robinson, yfirmanns mannrétt- indamála hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún er stödd í Pek- ing til að kynna sér ástand þeirra mála hjá Kínverjum og kom lögregla í veg fyrir að andófsmaðurinn hitti hana á hóteli í borginni. Varað við árás í Líbanon BANDARÍSKA sendiráðið í Lí- banon hvatti í gær bandaríska þegna í landinu til að sýna ýtr- ustu varkárni eftir að send- iráðinu barst hótun um að gerð yrði árás á það, líkt og í Austur- Afríku í síðasta mánuði. Telur sendiráðið ástæðu til að ætla að Bandraíkjamönnum sé hætta búin í Líbanon. Þefa uppi lífefnavopn VÍSINDAMENN í Bandaríkj- unum hafa þróað fjarstýrðar flugvélar í leikfangastærð til að „þefa uppi“ lífefnvopn, að því er segir í New Scientist. Vélarnar safna loftsýnum frá eftirlits- svæðum en vatni er síðan blandað saman við þau. Nemar í vélunum kanna síðan hvort agn- ir úr lífefnavopnum hafa borist í vatnið. Veðjað á N-Irland og Havel MESTAR líkur eru taldar á því að þeir sem stóðu að friðarsam- komulaginu á Norður-írlandi eða Vaclav Havel Tékklandsfor- seti, hljóti friðarverðlaun Nóbels árið 1998. Alls bárust 139 tilnefningar, sem er mesti fjöldi frá upphafi en tilkynnt verður um verðlaunahafann þann 16. október. Dregur úr fylgi Nyrups FYLGI dönsku stjórnarinnar hefur hrapað frá því í sumar- byrjun, ef marka má skoðana- kannanir. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir Aktuelt telja aðeins 31% Dana að stjórnin geti tekist á við þau vandamál sem við blasa. Fyrir þremur mánuðum voru 52% hins vegar þeirrar skoðunar. Utan Reuters Blendnar móttökur MJOG hefur dregið úr líkuni á árangri af ferð Dennis Ross, sérlegs samninga- manns Bandarfkjastjórnar, til Mið-Aust- urlanda, vegna veikinda Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra ísraels. Netanyahu fékk flensu og hætti við ferð sína til Georgíu, sem ráðgerð var í gær. Þá er talin lítil von til þess að hann geti fundað með Ross í dag eins til stóð. Fjórir mánuðir eru frá því að Ross var síðast í Mið-Austurlönduni til að reyna að miðla málum milli Israela og Palestínumanna. Ljóst er að ekki eru allir jafnhrifnir af komu hans, um það bera þessi veggspjöld í Jerúsalem vitni, en á þeim er Ross hvattur til að snúa aftur til síns heima. Með Marmofloor velur þú umhverfisvænt og sterkt gólfefni. Auðvelt að leggja. Marmofloor má leggja á næstum hvaða viðargólf eða steingólf sem er. Engin þörf er fyrir límingu. Þar sem plöturnar eru „fljótandi“ þarf ekki að hafa áhyggjur af minniháttar ójöfnum. MARMOFLOOR er fáanlegt í fjölmörgum heillandi litum sem hæfa hverskyns húsakynnum. KROMMENIE Marmofloor, það nýjasta í náttúrulegum gólfefnum KJARAN GOLFBUNAOUR SlÐUMÚLI 14 • 108 REYKJAVIK • SÍMAR 510 5500 • 510 5510 OPIÐ: VIRKA DAGA KL. 8-18, LAUGARDAGA KL. 10-13 LINOLEUM PARKET BEINT A GOLFIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.