Morgunblaðið - 10.09.1998, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 31
ekki lengi, verið gerðir hér á landi.
„Eg legg líka áherslu á að hljóm-
sveitin færi sig í auknum mæli inn á
það svið, þar sem ég tel að styrkur
minn liggi. Þannig nýtir hún krafta
mína best. Nefni ég í þessu sam-
hengi konsertuppfærslu á Turandot
eftir Puccini í Laugai'dalshöllinni í
vor, sem ekki hefur verið gert í ann-
an tíma hér á landi, og flutning
stórra verka frá rómantíska tíman-
um, sem ekki hefur verið lögð
áhersla á um tíma. I heild er ég
virkilega ánægðui' með verkefnin
sem þegar liggja fyrir næstu tvö ár-
in. Það er mikið um verðug viðfangs-
efni framundan - áskoranh' sem
hljómsveitin mun njóta að glíma við
og vaxa af. Þá eiga tónleikagestir
ákaflega skemmtilega tíð í vænd-
um.“
En hvað með verk eftir íslensk
tónskáld? Mun Saccani beita sér fyr-
ir flutningi þeirra?
,Að sjálfsögðu, eins og kostur er.
Það hlýtur að vera snar þáttur í
starfi allra sinfóníuhljómsveita að
koma tónverkum landa sinna á fram-
færi, hljóðrita þau og leika á tónleik-
um, þegar það á við. Þessu starfl
mun Sinfóníuhljómsveit Islands
halda áfram að sinna.“
Saccani viðurkennir þó að þetta
verkefni verði að minnstu leyti á
hans könnu. Skýringin er einföld:
„Eg hef tvo handleggi. Annar þeh'ra
þjónar ítalskri óperu en hinn sin-
fónískum verkum frá klassíska
tímabilinu, Haydn, Beethoven, Moz-
art, og fram til seinna stríðs. I stað
þess að ráðast á yfirborðskenndan
máta til atlögu við nútímatónlist, ís-
lenska eða erlenda, kýs ég því miklu
heldur að bjóða til leiks starfs-
bræðrum mínum sem sérhæfa sig á
þessu sviði og er ljúft og skylt að
sinna þessu hlutverki. Það er öllum
fyrir bestu. Aðdáendur íslenski'ar
tónlistar þurfa því ekki að ör-
vænta!“
Burtséð frá þessu þykir Saccani
raunar bráðnauðsynlegt að bjóða
eins mörgum góðum gestastjómend-
um og unnt er til landsins. „Því fleiri
hljómsveitarstjórum í hæsta gæða-
flokki sem SI kynnist, þeim mun
betri verður hljómsveitin."
Saccani hefur löngum haft nokkra
sérstöðu sem hljómsveitarstjóri að
því leyti að hann lærir öll verk, sem
hann stjórnar á tónleikum, utan bók-
ar. Nótnabókin er aldrei með í för
þegar hann stígur á svið. Hverju
sætir þetta?
„Ætli ræturnar megi ekki rekja til
ferils míns sem konsertpíanista. Eg
byrjaði að læra á píanó sex ára gam-
all og vandi mig snemma á að læra
verk utan að. Og þegar maður þarf
reglulega að koma fram á tveggja
klukkustunda löngum einleikstón-
leikum kemst þetta upp í vana. Ég
hef líka alltaf verið hrifínn af gam-
allri ítalskri speki sem segir að betra
sé að hafa tónlistina í kollinum en
kollinn á kafi í tónlistinni.“
Saccani tekur skýrt fram að þetta
þýði þó ekki endilega að hann sé
betur búinn undir tónleika en hljóm-
sveitarstjórar sem styðjist við
nótnabækur. „Þetta er bara minn
stíll. Mér þykir ákaflega óþægilegt
að fletta blöðum þegar ég er á
hljómsveitarstjórapallinum - það
truflar einbeitinguna og dregur úr
þeirri yfirsýn sem ég hef yfir hljóm-
sveitina."
Ekki sjálfsagður hlutur
Saccani hefur bersýnhega miklar
mætur á hljómsveitinni sem hann
hefur tekið að sér að stjórna næstu
tvö árin. En sér hann enga veik-
leika?
„Jú, ég sé einn veikleika en hann
hefur ekkert með hið listræna starf
SÍ að gera. Snertir raunar hljóm-
sveitina alls ekki sem slíka, heldur
þjóðfélagið í heild sem mér virðist
því miður taka SÍ sem sjálfsögðum
hlut. Að vissu leyti er það skiljan-
legt, því þegar maður hefur verið
góðu vanur í langan tíma hættir
manni til að líta á það sem sjálfgefið.
Þetta kemur skýi't fram í viðhorfi
aðila í viðskiptalífinu til hljómsveit-
arinnar - þeir hafa takmarkaðan
áhuga á að styðja við bakið á henni.
Þeim finnst sjálfsagt mál að stjórn-
völd standi straum af kostnaði við
rekstur hljómsveitarinnar en
gleyma því að Sinfóníuhljómsveit Is-
lands er, að öðrum ólöstuðum, mesta
RICO Saccani er Bandaríkjamað-
ur sem rekur ættir sínar til Ítalíu
og Rússlands. Hann hóf tónlistar-
feril sinn sem píanóleikari og
kom fram sem einleikari með
hljómsveitum eins og sinfóníu-
hljómsveit San Francisco-borgar,
Vienna Symphonikerhljómsveit-
inni í Vín og Konunglegu fíl-
harmoníuhljómsveitinni í Lund-
únum. Árið 1982 gerðist hann að-
stoðarhljómsveitarstjóri
Giuseppe Patane við American
Symphony Orchestra og í Arena
di Verona. Nokkru síðar vann
hann til fyrstu verðlauna í Her-
bert von Karajan hljómsveitar-
stjórakeppninni í Berlín. í fram-
haldi af því var honum boðið að
stjórna ýmsum þekktum hljóm-
svejtum.
Árið 1985 urðu nokkur þátta-
menningarstofnun íslands - mesta
menningargersemi þjóðarinnar. Það'
er því með ólíkindum að metnaðar-
full fyrirtæki í einkageiranum skuli
ekki sjá hag sinn í að veita fé til
hennar.“
Saccani fullyrðir að íslendingar
séu að dragast aftur úr samanburð-
arlöndunum í þessu tilliti. „Stað-
reynd málsins er sú að víðsvegar um
heim, einkum í Evrópu, eru stjórn-
völd að draga markvisst úr stuðn-
ingi sínum við stofnanir á listasvið-
inu. Á Italíu hafa til dæmis verið
samþykkt lög þess efnis að frá og
með næsta ári skuli þrettán stærstu
óperuhús landsins vera rekin að
hálfu leyti af einkaaðilum. Þýsk
stjórnvöld hafa líka verið að draga
markvisst úr menningarumsvifum
sínum - hafa lækkað kostnað sinn af
rekstri leikhúsa og hljómsveita um
25% á tveimur árum til að rýma fyr-
ir einkareknum fyrirtækjum. Meira
að segja í Ungverjalandi og Tékk-
landi er þessi rekstur í auknum
mæli að færast yfir á hendur einka-
aðila. I ungversku ríkisóperunni er
sá háttur hafður á að nýtt fyrirtæki
kostar sýningar í viku hverri. Bíla-
framleiðandinn Ford var til dæmis
kostunaraðili vikunnar síðast þegar
ég var þar og þá varð ekki þverfótað
fyrir bifreiðum fyiúr framan húsið,
þannig að kostunin tekur á sig ýms-
ar myndir."
Að hyggju Saccanis vekur það
furðu að þetta sjónarmið skuli ekki
enn hafa skotið upp kollinum á ís-
landi. „Kostun verður að ryðja sér
til rúms í íslensku menningarlífi hið
fyrsta, ætli landið sér ekki að drag-
skil er hann stjórnaði í fyrsta
sinn óperu í Teatro Filarmonico
di Verona og sama ár stjórnaði
hann uppfærslu Francos Zeffirel-
is á La Traviata í Parísaróper-
unni. Siðan hefur hann verið
mjög eftirsóttur óperustjórnandi
og sljórnað uppfærslum í þekkt-
ustu óperuhúsum heims og unnið
með söngvurum á borð við Luci-
ano Pavarotti, Georgina Lukács,
Cecilia Bartoli, Kristjáni Jó-
hannssyni, Editu Gruberovu og
Roberto Alagna.
Auk starfs síns hjá SI gegnir
Rico Saccani starfi aðalhljóm-
sveitarstjóra fflharmoníuhljóm-
sveitarinnar í Búdapest, er aðal-
gestastjórnandi ungversku ríkis-
óperunnar auk þess að koma
fram sem gestastjómandi bæði
austan hafs og vestan.
ast enn frekar aftur úr. Mér er
kunnugt um smæð samfélagsins og
takmarkaðan fjölda fyrirtækja sem
eru aflögufær en það breytir því
ekki að fyrirtæki eiga að bíða í röð-
um eftir að fá að kosta áskriftartón-
leika hjá Sinfóníunni. Ef SÍ væri
starfrækt í Bandaríkjunum eða Jap-
an myndu fyrirtæki slást um að
hengja nafnplötur sínar upp í tón-
leikasalnum."
Saccani segir Islendinga geta tek-
ið Ira sér til fyrirmyndar í þessu
efni. Þar um slóðir hafi stjórnvöld
örvað fyrirtæki til kostunar með því
að gera Sinfóníuhljómsveit írlands
að einskonar sendiherra þjóðarinnar
erlendis. „Á undanfórnum ái'um hef-
ur hljómsveitin ferðast vítt og breitt
um heiminn til að flytja tónlist en um
leið kynna land og þjóð - ýta við
ferðamönnum, fjárfestum. Hefur
þetta gefið afar góða raun og það
liggja engar ástæður til þess að Sin-
fóníuhljómsveit Islands ætti ekki að
geta gert það líka. Hún hefur sýnt
það og sannað að hún sómir sér vel í
hvaða tónlistarhúsi sem er í heimin-
um.“
Fáir myndu andmæla því að for-
verar Saccanis, Vánská og Sakari,
hafi verið farsælh- í starfi. Éitt verð-
ur þó ekki um þá sagt - að þeir hafi
verið sérlega sýnilegir út á við. Orð
Saccanis hér að framan benda aftur
á móti til þess að hann hafi hug á að
taka virkari þátt í kynningu SI utan
tónleikasalarins. Er það rétt?
„Það vona ég svo sannarlega. Ég
gerði framkvæmdastjórn SI það
ljóst þegar í upphafi að þyrfti hún á
kröftum minum að halda við kynn-
ingu á hljómsveitinni meðal almenn-
ings, á fjáröflunarfundum eða öðru
slíku, væri ég til reiðu, svo framar-
lega sem það stangast ekki á við æf-
ingar. Þær tólf vikur sem ég kem til
með að verja á Islandi á samnings-
tímanum er ég reiðubúinn að vinna
24 klukkustundh' á sólarhring, sé
þess þörf! Það hlýtur að vera skylda
mín sem aðalhljómsveitarstjóra."
Sinfónían er ekki það eina sem
hefur heillað Saccani hér á landi, að
hans hyggju stendur menningarlífið
í heild í miklum blóma. „Það vakti
strax undrun mína þegar ég kom
hingað fyrst að svo virðist sem hver
einasti íslendingur leggi stund á list-
sköpun af einhverju tagi - menn eru
ýmist dansarar, söngvarar, leikarar,
málarar, tónskáld eða eitthvað ann-
að. Þetta er með ólíkindum!"
Saccani talar í sama anda um
tónmenningu þjóðarinnar. „Ég varð
agndofa þegar ég gerði mér grein
fyrir því hve mikla rækt íslending-
ar leggja við tónlist. Grasrótar-
þjálfunin sem fólk fær, þar á ég
einkum við heimilin, er til fyrir-
myndar. Því sem foreldrarnir
kunna er haldið að börnunum og
hér virðast flestir foreldrar, í það
minnsta annað, hafa einhverja tón-
listarkunnáttu. Mér sýnist þessu
vera eins farið með aðrar listgrein-
ar. Ykkur finnst þetta ef til vill vera
sjálfsagður hlutur en, treystið mér,
svo er ekki. I Bandaríkjunum býr
til dæmis kynslóð foreldra sem óx
úr grasi án þess að afla sér þekk-
ingar á neinu sviði - hafði einfald-
lega ekki áhuga á því. Fyrir vikið á
þetta fólk ekkert sem það getur
miðlað til barna sinna. Almennt
þekkingar- og kunnáttuleysi er með
öðrum orðum orðið að viðvarandi
vandamáli vestra.“
Líst vel á Sigrúnu
Rico Saccani verður ekki eini mað-
urinn í nýju hlutverki á tónleikunum
í Háskólabíói í kvöld, þar verður
einnig nýr konsertmeistari, Sigrún
Eðvaldsdóttir. Hvernig leggst sam-
starfið við hana í hljómsveitarstjór-
ann?
„Afskaplega vel. Sigrún er frá-
bær tónlistarmaður sem nýtur mik-
illar virðingar innan hljómsveitar-
innar. Stíll hennar er afar innilegur
og persónutöfrarnir geisla af henni.
Svona lagað læra menn ekki af bók
- það er náðargjöf. Hvað okkar
samstarf varðar hef ég engar
áhyggjur, okkur samdi strax virki-
lega vel og ég efast ekki um að svo
verði áfram!“
Þetta eru góð tíðindi því að áliti
Saccanis eru sterkur konsertmeist-
ari og góð samvinna hljómsveitar-
stjóra og konsertmeistara oftar en
ekki lykillinn að gæðum hljóm-
sveita. „Ef konsertmeistarinn er
veikur næst ekkert út úr hljóm-
sveitum, jafnvel þótt þær séu vel
skipaðar og Herbert von Karajan
haldi um tónsprotann. Einmitt þess
vegna er líka mikilvægt að samband
hljómsveitarstjóra og konsertmeist-
ara sé í góðu lagi, að öðrum kosti
fer allur undirbúningur beint í
vaskinn, alveg sama hvað menn
reyna.“
Saccani gerir þó ráð fyrir að það
muni taka Sigrúnu veturinn að laga
sig að þessu nýja hlutverki en sem
kunnugt er hefur hún nær eingöngu
starfað sem konsertfiðlari á undan-
fórnum árum. „Það tekur alltaf tíma
að setja sig inn í starf sem þetta en
að ári liðnu er ég sannfærður um að
Sigrún verður orðin konsertmeistari
í hæsta gæðaflokki, líkt og konan
sem hún leysir af hólmi, Guðný Guð-
mundsdótth'. Það er ekki hægt að
biðja um meira!“
Á upphafstónleikum vetrai'ins í
kvöld verða leikin verk eftir Berlioz,
Chopin, Borodin, von Weber og
Gershwin. Tónleikarnir verða endur-
teknir á laugardag.
Ferill Saccanis
AUGLÝSING ÞESSI ER EINGÖNGU BIRT í UPPLÝSINGASKYNI
Verslunarlánasjóður
sameinaður
íslandsbanka hf.
Á fundi bankaráðs Islandsbanka hf. þann 8. september 1998 var samþykkt
að sameina Verslunarlánasjóð bankanum. Allar eignir hans og skuldir
hafa verið færðar til íslandsbanka hf. og miðast það við 1. júlí s.l.
Frestur til að gera athugasemdir við samrunann er til 9. október n.k.
Allar frekari upplýsingar veitir Þórarinn Klemensson, deildarstjóri
fjárfestingarlána hjá fyrirtækjaþjónustu íslandsbanka hf.
(síma 560 8232.
Bankaráð fslandsbanka hf.
www.mbl.is
*
V:..
í Andorru, Strandgötu 32,
Hafnarfirði, í dag og á
rnorgun frá kl. 13—18.
Nýju haustlitirnir verðíjKgr"
kynntir.
Snyrtiserfræðingur fra
Kanebo verður með
húðgreiningartölvuna
og veitir faglega
ráðgjöf.
JCanebo háþróuð
tækni frá Japan.