Morgunblaðið - 10.09.1998, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
■S.
Málverk/laxveiðar
Bragi
Asgeirsson
C.W. ECKERSBERG: Vanne vatnsstokkurinn, Aqueduc de la Vanne,
olía á léreft, París 1812. Seldist á fjórfóldu matsverði 22. aprfl sl. þ.e.
50 millj. ísl. kr.
, MARGT undarleg
kemur upp þegar
l myndlist, listiðnaður,
hönnun og almennar
íðir eru annars vegar.
Má vera eðlilegt í ljósi
! þess að sjónmennta-
saga hefur lengstum
engin verið í íslenska
menntakerfínu. En
sjaldan hefur rýnirinn
orðið jafn hissa og þeg-
ar hann las pistil Leifs
Sveinssonar lögfræð-
ings á dögunum
v „Listaverk, laxveiðar
og verðbréfaþing", þar
sem hann leggur að
jöfnu umdeilanlegar
laxveiðar bankastjóra og kaup á
myndlistarverkum. Ekki síst vegna
þess að um er að ræða valinkunnan
mann, sem verið hefur fastagestur á
mikils háttar myndlistarsýningum
um árabil, kaupandi listaverka og
mun eiga dágott safn í heimahúsum,
að auk náfrændi Júlíönu Sveins-
dóttur listmálara. Eitt augnablik
leiddu skrifín hugann helst að pistl-
um öfgasinnaðra ungliða yst til
hægri eða vinstri. Leiði hjá mér alla
umræðu um verðbréf, þar sem ég er
fullkomlega úti að aka í þesslags
A pappírsverðmætum.
Það má í sumum tilvikum nefna
það lúxus, að hafa ráð á að kaupa
dýr listaverk, en ekki minnist ég að
hafa á jafn frumlegan hátt séð sett
jafnaðarmerki milli bruðls og fjár-
festingar í andlegum verðmætum
og hugviti. Listir hafa frá upphafí
vega skipað stóran sess í tilurð ríkja
og samfélaga, en seint geri ég því
skóna, að vægi laxveiða á vegum op-
inberra stofnana hafi
gegnt viðlíka hlutverki.
Fengu landsmenn
dæmi um hlutverk lista
beint í æð í átta þáttum
listsagnfræðingsins
Roberts Hughes,
Bandaríkin í nýju ljósi,
sem nýlokið er að sýna
í Ríkissjónvarpinu.
Frábærum þáttum sem
þyrfti að endursýna,
skólakerfíð að tryggja
sér til uppfræðslu unga
fólksins, einkum í ljósi
þess að um voldugasta
ríki veraldar er að
ræða. Þar skipa listir
stóran sess ekki síst
myndlist, sem óvíða ber í sér jafn
sterk þjóðareinkenni, jafnvel naum-
hyggjuna, minimalismann, álítur
Listir hafa skipað stór-
an sess í tilurð ríkja og
samfélaga, en Bragi
Ásgeirsson gerir seint
því skóna, að vægi lax-
veiða á vegum opin-
berra stofnana hafí
gegnt viðlíka hlutverki.
Hughes síðasta mikla afrek Banda-
ríkjamanna í núlistum á þessari öld
og rennir sterkum stoðum undir þá
fullyrðingu. Naumhyggju má út-
leggja sem kaldhamraðan einfald-
leika, eins konar hreintrúarstefnu í
myndlist, gjörsneydda tilfinningum.
Þá má enn einu sinni vísa til og
minna á, að verðgildi listaverka
þykja spegla styrk þjóða og hvergi í
heiminum eru verk núlifandi lista-
manna í jafn háu verði og Banda-
ríkjunum, og engri þjóð er jafn annt
um menningarleg landamæri sín.
Þá þykja myndlistarverk öruggustu
hlutabréfin og bankar gegna miklu
hlutverki í ferlinu, hafa jafnvel lán-
að einstaklingum hundruð milljóna
dollara til kaupa á mikilvægum
listaverkum. Það mundu þeir naum-
ast gera í sambandi við laxveiðar
opinberra fyrirtækja né aðra for-
gengilega hluti, hismi og hjóm, en
þar hafa vanþróuð ríki ótvirætt for-
ystu, auk vanmats á andlegu at-
gervi, hugverkum og mannauði.
Síður skyldu menn tapa heilli
hugsun, þótt myndlistarverk hafí
fallið í verði hér á landi á undan-
fömum árum, markaðurinn mgl og
hefur lengi verið. Spyrja frekar
hvað valdi og hvaða meinsemd í
þjóðarlíkamanum það spegli. Þá
hafði það minnst með gildi mynd-
listar í sjálfu sér að gera, þótt
óprúttnir kaupahéðnar spenntu upp
verðgildi myndverka á níunda ára-
tugnum og jafnframt verðbréfa ým-
iss konar.
Málverkið í sinni hreinustu mynd
hefur risið úr öskustó, en hins vegar
hafa ýmsir tilbúnir meistarar list-
húsa og sýningarstjóra horfíð af
sjónarsviðinu og að þeim lítil eftir-
sjá. I Bandaríkjunum hafa myndir
nokkurra nafnkenndra myndlistar-
manna hækkað úr einni og allt upp í
fímm milljónir dollara á fáum árum
og hafa aldrei verið á hærra verði. í
Evrópu er markaðurinn á uppleið,
og svo við lítum okkur nær skal
hermt af uppboði í Kaupmannahöfn
22. apríl sl., en þá var málverk eftir
gullaldarmálarann C.W. Eckers-
berg (1783-1853) slegið á fjórföldu
matsverði, eða tæpar 50 milljónir
ísl. kr. Lófastór teikning eftir
Christen Köbke (1810-1848),
9.5 x 12 sm. metin á-10.000 d.kr.
var á sama uppboði slegin á
149.000! Bann er á útflutningi
beggja myndanna nema að safn
standi að kaupunum, og má geta
þess að málverk eftir Vilhelm Mar-
strand (1810-1873), metið á 400.000
d.kr. keypt til Lundúna á 900.000,
var kallað heim aftur.
Nei, síst skyldi kaupum á lista-
verkum líkt við laxveiðar, og hér
hafa íslenskir bankar ólíkt hreinni
skjöld þótt deila megi um innkaup
hvers íyrir sig. Gefur augaleið að
Búnaðarbankinn, sem hefur verið
sterkasti bankinn um árabil, mun
eiga besta og verðmætasta safnið.
Auðvelt að vera því hjartanlega
sammála, að bankarnir eigi að sýna
söfn sín sérstaklega, en þá er sá
hængurinn á að Búnaðarbankinn
hefur þegar gert það með veglegri
sýningu í Austursal og gangi Kjar-
valsstaða fyrir nokkrum árum.
Loks skal þess getið, að Þýska-
landsbanki gaf út stóra bók um
kaup sín á verkum samtímalista-
manna á sl. ári, en hann hefur lengi
stutt einarðlega við bakið á nýsköp-
un í myndlist. Væri kannski lag að
draga dám hér af.
Höfundur er myndlistargagnrýn-
andi.
Stjórntækniskóli íslands
Höfðabakka 9
Sími 567 1466
MARKAÐSFRÆÐI
Stjórntækniskóli Islands
gefur þér kost á beinskeyttu 250 stunda námi í
markaðsfræðum. Náminu er ætlað að koma til móts
við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um hæfari
starfskrafta. Námið er ætlað fólki, sem vill bæta við
sig þekkingu og fá innsýn í heim markaðsfræðanna.
Markmið
namsins er meðal annars að þátttakendur tileinki sér
markaðshugsun í íslensku viðskipta- og athafnalífi
og nái þannig betri árangri.
er í formi fyrirlestra og verkefnavinnu og tekin e
próf í einstökum greinum.
eru allir háskólamenntaðir og eiga að baki góð
reynslu við kennslu og í viðskiptalífinu.
Námsgreinar
Markaðsfræði.
Sölustjórnun og sölutækni.
Vöruþróun.
Vörustjórnun.
Stjórnun og sjálfstyrking.
Auglýsingar.
Tölvunotkun í áætlanagerð.
Viðskiptasiðferði.
„Ég mæli með
náminu fyrir
alla þá, er
starfa við
markaðs- og
sölustörf. Ég
hef verið í sölumennsku í 6
ár og námskeiðið hefur
nýst mér vel í starfi.
Fjölbreytt og áhugaverð
námskeið."
Elísabet Ólafsdóttir
Eggert Kristjánsson hf.
„Eg mæli
tvímælalaust
með þessu
námi fyrir alla
þá sem
eitthvað eru
tengdir markaðs-, sölu-
upplýsinga-, skipulags-
og/eða framleiðslumálum
sinna fyrirtækja."
Hendricus Bjarnason,
Skýrr
Starfsmenntun. Fjárfesting til framtíðar.
Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00.
SLIM-LINE
dömubuxur frá
gardeur
Qhrntv
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 5611680
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
SafOavörðustíg 21, Re^cjavík, sími 551 4050
Háþrýstidæluf
DieseL bensín og rafdrifnar.
Tllboðsverðfrá
kr. 17.900
@Dælwv7G]0 ehf
Ármúla 34, 108 Reykjavík
Sími: 533 4747 Fax: 533 4740
VOlQ Blöndunartæki
Vola blöndunartæki hafa verið
margverðlaunuð fyrir sérstakan
stfl og fágun, en hönnuðurinn er
hinn þekkti danski arkitekt
Arnejacobsen, sem öðlaðist
heimsfrægð fyrir framúrskarandi
arkitektúr. Tækin eru fáanleg í
litum, krómuð og í burstuðu stáli.
Heildsöludreifing:
Smiðjuvegi II.Kópavogi
TEflGlehí Sími564 1088.fax564 1089
Fæst í byggingavdrui/erslynum tim land allt.
www.mbl l.is