Morgunblaðið - 10.09.1998, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 41
ur fylgir okkur öllum meðan hjartað
bærist í brjósti okkar.
Með afa mínum er haldinn á brott
einstakur maður. Maður sem var
ávallt fullur glaðværðar og góð-
mennsku. Þótt draga væri farið af
honum undir það síðasta minnkaði
ekki hin sterka útgeislun hans og
var hægt að skynja mikla friðsæld
hjá honum í öll þau skipti sem við
Palli heimsóttum hann á spítalann.
í einni heimsókninni, sem reyndist
vera mín næstsíðasta, lét afi þessi
orð falla þegar talið barst að veik-
indum hans: „Ég er hræddur um að
kallinn sé að falla... maður skilur þó
eftir nafna.“ Þessi orð hafa verið
greypt í huga minn síðan. Þessi orð
manns sem hefur gengið sín spor til
góðs, manns sem vildi og gat, naut
og gaf - manns sem lifði.
Eg bið æðri máttarvöld um gæfu
svo ég megi stíga jafn góð spor á
minni lífsgöngu og afi gerði á sinni.
Vonandi mun hann finna til stolts yf-
ir að hafa kennt vel er hann vakir yf-
ir mér. Brosandi og björt ásjóna
hans mun fylgja okkur öllum og eiga
sinn stað í hjarta okkar. Góður guð
gefi ömmu styrk og jafnframt okkur
öllum, ástvinum og ættingjum, sem
voru Isleifi afa nákomnir. Gegn sút
og sorg er minning sem lifir áfram.
Isleifur Birgir Þórhallsson.
„Ég er hræddur um að kallinn sé
að falla.“ Þessi orð bergmáluðu í
hausnum mínum kvöldið 2. septem-
ber, þegar Isleifur Runólfsson afi
minn lést. En þessi orð voru með
þeim fyrstu sem hann sagði við mig
og ísa frænda þegar við komum í
heimsókn til hans á spítalann, eftir
að hafa frétt degi áður að veikindi
hans hefðu tekið skarpa beygju í
óhagstæða átt. Ég var viss um að
tíminn hans yrði meiri, en allt
gerðist þetta svo hratt. Núna þegar
hann er farinn þá hef ég verið að
rifja upp allar þær skemmtilegu
minningar sem tengdust honum, en
sérstaklega þá þessar síðustu ein-
lægu stundir sem eru mér svo kær-
ar í dag. Þó að hann hafi verið svona
veikur eins og raun bar vitni þá
geislaði hann af sátt við lífið sem
hann hafði fengið að lifa. Við töluð-
um um allt milli himins og jarðar
eins og tveir jafnaldrar og bestu
vinir. Það sem mér fannst vera einn
af skemmtilegri kostum afa míns
var hvað hann hafði létta lund og þó
hann hafi verið svona veikur þá var
húmorinn á sínum stað. Hugur
minn er fullur þakklætis fyrir að
hafa fengið að kynnast þessum góða
manni og hafa fengið að hafa hann
nálægt mér öll þessi ár.
Vertu sæll, elsku afi.
Páll Arnar Steinarsson.
Hann ísleifur hennar Ollý
frænku er dáinn. Ég vil með
nokkrum orðum kveðja og þakka
honum samfylgdina.
Hinn 24. október 1970 gekk hann
mér í föðurstað er hann fylgdi mér
upp að altarinu á stærsta degi lífs
míns er við Rútur gengum í hjóna-
band. Gott var að hafa hann, traust-
an og rólegan við hlið sér, ekki
brást hann mér þann dag né
nokkurn tíma síðar.
Elsku ísleifur minn, ég kveð þig
með þökk og virðingu og læt orð
Jónasar Hallgrímssonar verða að
mínum:
„Dáinn, horfinn!" - Hannafregn!
Hviflíkt orð mig dynur yfir!
En égveit, að látinn lifir.
Það er huggun harmi gegn.
Hvað væri annars guðleg gjöf,
geimur heims og lífið þjóða?
Hvað væri sigur sonarins góða?
Illur draumur, opin gröf.
Nei, ég vil ei hæða hinn
lifandi fóður allra anda,
ástinaþína,verkinhanda,
Dýrðina þína, drottinn minn.
Fast ég trúi: Frá oss leið
vinur minn til vænna funda
og verka frægra, sæll að skunda
fullkomnunar fram á skeið.
Ég bið góðan Guð að gefa Ollý
frænku styrk og frið.
Minningin lifir.
RANNVEIG
AXELSDÓTTIR
+ Rannveig Axels-
dóttir fæddist í
Reykjavík 21.
nóvember 1927.
Hún lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 3.
september síðast-
liðinn. Foreldrar
Rannveigar voru
Axel Grímsson, hús-
gagnasmiður og
brunavörður,
16.4.
1960, og Marta S.H.
Kolbeinsdóttir, hús-
frú, f. 26.5. 1905, d.
28.6. 1981. Rann-
veig var elst þriggja systra, hin-
ar tvær eru: Olöf Kolbeins, f.
25.9. 1929, lést í Bandaríkjun-
um 38 ára gömul, og Guðrún, f.
27.1. 1931.
Rannveig giftist Eiríki Ólafs-
syni, loftskeytamanni, f. 23.11.
1919, d. 10.7. 1989, hinn 26.12.
1947. Rannveig og Eiríkur eign-
uðust fimm börn, þau eru: 1)
Magnús, f. 25.8. 1945, kvæntur
Elsu Guðrúnu Stefánsdóttur og
eiga þau þrjá syni. 2) Axel, f.
21.9. 1948, kvæntur Stefaníu
Vilborgu Sigurjónsdóttur og
eignuðust þau þrjá syni en einn
er nú látinn. 3) Ingibjörg, f.
28.7. 1950, gift Sig-
urði Þorsteinssyni
og á hún tvo syni
frá fyrra hjóna-
bandi. 4) Grímur
Ólafur, f. 21.8. 1957,
kvæntur Bryndísi
Unni Sveinbjörns-
dóttur og eiga þau
þrjú börn. 5) Helga,
f. 18.3. 1966 og á
hún tvo syni.
Rannveig og
Eiríkur byggðu sér
hús á Laugateigi 33
í Reykjavík með
foreldrum Rann-
veigar og fluttu þangað í des-
ember árið 1947. Þar bjuggu
þau lengst af, en einnig í
Glaðheimum 14. Rannveig og
Eiríkur slitu samvistir árið 1975
og flutti Rannveig að Vestur-
bergi 46 og bjó þar uns hún í
september sl. fór á Hrafnistu í
Reykjavík sökum heilsubrests.
Rannveig starfaði lengst af sem
vaktgæslukona á Kleppsspítal-
anum í Reykjavík, en hún lét af
störfum í desember 1993 sökum
heilsubrests.
títför Rannveigar fer fram
frá Laugarneskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Eftir yndislegt, sóhíkt sumar kem-
ur haust. Blómin folna og laufblöð
sölna og falla. Þannig er því einnig
farið með hið jarðneska líf mannanna
að dagur kemur að kvöldi.
Á fógrum haustdegi lést kær
tengdamóðir mín eftir skamma
sjúkralegu en heilsu hennar fór að
hraka fyrir rúmum tveimur árum.
Með henni er gengin góð kona sem
átti ótal bjarta sólskinsdaga. Eins
og við flest megum reyna mætti hún
stundum mótlæti í lífi sínu en hélt
ótrauð áfram bjartsýn og æðrulaus.
Hún var góðum gáfum gædd, var
listagóð sauma- og hannyrðakona.
Hún gat saumað hvað sem var svo
vel að ekki var annað að sjá en um
bestu merkjavöru væri að ræða.
Hún lék sér að því að breyta fótum
og bæta og gera úr þeim algjörlega
nýjar flíkur, þannig að sköpunar-
gáfa og listrænt auga hennar naut
sín vel. Sjálf var hún mjög smekk-
leg, kunni því vel að klæða sig upp,
bar gjarnan hatta og það var stíll
yfir henni þar sem hún fór, há,
grönn og glaðleg.
Tengdamóðir mín var ávallt
reiðubúin að rétta hjálparhönd ef
hún taldi sig geta orðið að liði. Þess
nutum við fjölskyldan margsinnis er
við hjónin þurftum að bregða okkur
af heimilinu. Þá kom hún á auga-
bragði, breytti vöktum ef hægt var
og gætti drengjanna okkar sem
nutu þess að hafa ömmu sína hjá
sér. Á fyrstu búskaparárum mínum,
eins og síðar, þegar mig langaði að
gera slátur bauðst hún til að koma
og kenna mér og aðstoða. I fartesk-
inu var hin rómaða uppskrift og
næma bragðskyn sérfræðingsins.
Þessari reynslu deili ég með öðrum
kvenpeningi í ættinni.
Betri mat hef ég vart bragðað en
hjá henni.
Hún var sjálfstæð, einörð og dug-
leg og bjó yfir miklum styrk. Hún
kvartaði aldrei þótt sjá mætti að
hún upplifði einmanaleika og sárs-
auka síðustu mánuði. Síðastliðið ár
átti hún heimili á Hrafnistu í
Reykjavík. Þar undi hún hag sínum
vel í skjóli öryggis og umhyggju
sem henni var sýnd þar.
Ég kveð elskulega tengdamóður
mína og þakka allt gott frá því ég
kynntist henni fyrir 25 árum og
mun minnast hennar með hlýhug.
Blessuð sé minning hennar.
Stefanía V. Sigurjónsdóttir.
Mig langar að kveðja þig elsku
tengdamamma með fáeinum orðum.
Mér finnst það með þvílíkum
ólíkindum að þú skulir vera búin að
yfirgefa okkur, eins lifandi og lífleg
og þú alltaf varst. Það var þyngra
en tárum taki að sjá hvernig sjúk-
dómurinn var búinn að leika þig
undir það síðasta.
En nú ertu áreiðanlega komin á
góðan stað til ástvina þinna, sem
eru fai-nir.
Á svona stundu fer ekki hjá því
að hugurinn reiki aftur í tímann til
góðu áranna. Það eru meira en 30
ár frá því ég hitti þig fyrst. Ég,
feimin unglingsstelpa, ekki orðin 17
ára og bálskotin í elsta syni þínum,
og þú 38 ára, kát í blóma lífsins og
þar að auki ófrísk að Helgu, yngstu
dótturinni. Mig minnir að feimnin
hafi þó fljótlega farið af mér, því að
framkoma þín var þannig að fólki
leið ósjálfrátt vel í návist þinni.
Þó að ég sæi þig yfirleitt ekki
öðruvísi en í góðu skapi veit ég að
þú hefur átt þínar erfiðu stundir
eins og aðrir. Það hlýtur stundum
að hafa tekið á að ala að miklu leyti
ein upp fimm óstýriláta krakka og
þurfa að sjá um alla hluti ein, því að
tengdapabbi heitinn, eins góður og
elskulegur og hann nú var, vann
lengst af á sjónum. Uppeldið hjá
þér, mín elskulega, hefur þó greini-
lega heppnast vel, því að þessir
fimm óstýrilátu krakkar eru orðnir
hver öðrum betri og framúrskar-
andi á öllum sviðum.
Þú hefur sannarlega lokið góðu
dagsverki með miklum sóma og
minningin um þig er björt hjá þeim
sem fengu að kynnast þér.
Þakka þér fyrir samfylgdina,
elsku Rannveig mín, hún var því
miður alltof stutt.
Þín tengdadóttir
Elsa.
Margar eru þær minningarnar
um hana elsku tengdamóður mína
sem koma upp í hugann minn þegar
ég hugsa til þeirra ófáu stunda sem
við áttum saman. Ég kynntist
Rannveigu fyrir tuttugu og þremur
árum þegar ég fór að vera með
yngsta syni hennar Grimi. Fyrsta
minningin er sú að mér, ungri og
feiminni stúlku, var boðið til sunnu-
dagsmatarboðs sem var föst regla
þar á bæ og þau þrjú elstu börnin
sem voru gift komu með ungana
sína. Rannveig var stolt af sínum
börnum og hafði gaman af bai-na-
börnunum. Rannveig var falleg
kona, há grönn og það var sama
hverju hún skrýddist, hún var eins
og drottning.
Ég stofnaði mitt fyrsta heimili á
loftinu hjá Rannveigu, hún var
alltaf jafn glöð og jákvæð þegar hún
kom upp og gerði mann stoltan af
því sem maður var að byggja upp.
Ég kynntist vel gestrisni hennar
og umhyggju fyrir öðrum þegar ég
dvaldi yfir lengri tíma á heimili
hennar, þegar ég átti von á minu
fyrsta bami. Þá var Rannveig flutt 1
Vesturbergið með dóttur sinni
Helgu. Þá var mikið um að vera,
Helga með lítið barn og von var á
öðru barnabarni. Rannveig taldi
aldrei eftir sér að gera eitt og annað
fyrir okkur ungu mæðumar, hún
ráðlagði okkur á rólegan og yfir-
vegaðan hátt hvernig best væri að
umgangast litlu krflin, en hafði þá
þann góða eiginleika að leyfa okkur
að fara okkar eigin leiðir og var alla
tíð jákvæð. Eftir að við Grímur flutt-
um í burtu frá Reykjavík 1983 nut-
um við þeirra ánægju að geta alltaf
komið til hennar og það var ætíð
búið að gera ráð fyrir komu okkar
með brúntertu og pottunum fullum
af mat, hún passaði vel upp á að
maður færi ekki svangur frá henni.
Heimili hennar lýsti vel myndar-
skap hennar í höndunum, hún
skreytti veggi heimilisíns með stór-
um og smáum handsaumuðum
myndum og ófár voru þær flíkurnar
sem hún saumaði á sig og sína.
Oft söng hún fyrir mann upp-
áhalds lögin sín lét okkur vita hve
gott henni þætti að hafa okkur í
heimsókn.
Hún taldi það ekki eftir sér að
leggja á sig langt ferðalag til að
heimsækja okkur sem önnur skyld-
menni bæði erlendis og hérlendis.
Rannveig var trúuð kona og
kvaddi mann td ætíð með kossi á
vangann og bað guð um að geyma
mann. Þannig verður minning mín
ætíð um tengdamóður mína og efast
ég ekki um að henni hafi verið tekið
með slíkum velvilja á þeim góða
stað sem hún dvelur núna, Guð
blessi minningu hennar.
Bryndís Sveinbjörnsdóttir.
Hinn 3. september síðastliðinn
andaðist á Hrafnistu í Reykjavík
amma okkar, Rannveig Axelsdóttir.
Við bræðumir kynntumst ömmu
okkar vel þar sem samband hennar '
við Ingibjörgu dóttur sína, móður
okkar, var alla tíð náið og gott. Þeg-
ar við vorum ungir að árum fluttum
við í Vesturberg í Breiðholti og
skömmu síðar flutti amma þangað
líka ásamt yngri dóttur sinni, Helgu.
Tók þá ekki nema tvær mínútur að
rölta yfir til ömmu í heimsókn. Þótti
vissara að koma til hennar svangur
þar sem amma hafði í hávegum
þann góða sið að stríðala gesti sína á
ýmiss konar mat og bakkelsi. Á
haustin tóku amma og mamma jafn-
an saman slátur og þá umturnaðist
eldhúsið hjá ömmu í eins konar
verksmiðju þar sem allir fengu að
láta til sín taka. Var amma þá jafnan
í miklu stuði og er okkur sérstak-
lega minnisstæður sá fasti punktur í
sláturtíðinni þegar amma bjó til
blóðmörinn. Þótti okkur mikið til
koma að sjá ömmu hræra saman
mjölið og blóðið með uppbrettar
ermar og blanda síðan saman við
mömum þannig að úr varð dýrindis
matur. Á gamlárskvöld hafði amma
ákaflega gaman af því að tendra í
neyðarblysi og ljómaði þá brosið
hennar til jafns við blysið, enda var
amma glaðbeitt og hjartahlý að eðl-
isfari. Ofá voru þau skipti sem hún
amma okkar heimsótti okkur á litla
bflnum sínum og voru það bara góð-
ar stundir sem við áttum saman.
Hún hló mikið og var alltaf
kampakát og sá björtu hliðarnar á
öllu. Einkennandi glaðvær hlátur
hennar vakti okkur oft og flýttum
við okkur þá fram að taka á móti
henni. Var hún ávallt hrókur alls
fagnaðar og hafði mikla ást og hlýju
að gefa, meiri en nokkur annar.
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfidiykkjur
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
. Sími 562 0200 .,
LlIIIIIIIXIlJ
Mikil dugnaðarkona var hún og
hafði dálæti á bömum sínum og
bamabömum og voru fjölskyldu-
tengsl henni alltaf ofarlega í huga.
Mikið ósköp þótti okkur vænt um
hana og var ekki hægt annað, um
svona yndislega persónu. Hún kunni
sko að skemmta sér og öðram og
hélt óteljandi matarboð og veislur
og var óbrigðul toppmæting. Mikil
myndarkona var hún, ein af þeim,
sem elduðu alltaf of mikið. Hún var
alltaf svo fín í tauinu og glæsileg í
útliti og kom alltaf til mömmu í
klippingu og permanent og mun
lyktin af þeirri aðgerð ætíð minna
okkur á hana.
Við bræðurnir eram þakklátir
fyrir allar góðu stundirnar sem við
höfum átt með ömmu og vitum að
hún er komin á góðan stað. Við
bræður kvejum ömmu okkar og
biðjum góðan Guð að blessa hana og
varðveita að eilífu.
Eiríkur Óskar Jónsson, Magnús
Jónsson.
Það sem fyrst kemur í huga
minn, er ég hugsa um ömmu mína
hana Rannveigu, er sá tími þegar ég
bjó ásamt mömmu minni Helgu hjá
ömmu í Vesturberginu. Þegar ég
vaknaði við morgunútvarpið og vissi
að frammi í eldhúsi hjá ömmu beið
mín hafragrautur og mjólk. Ilmur-
inn var yndislegur, amma var svo
morgunhress og beið eftir að ég
vaknaði. Svo fór ég í skólann vel >
mettur og hress. Þegar ég kom
heim var tekið á móti mér með
þúsund kossum og knúsi. Svo var
setið yfir ristuðu brauði og kaldri
mjólk og þá var spjallað margt og
mikið. Hún amma mín var svo rosa-
lega lífsglöð kona, þegar gestir
komu í heimsókn, var mikið
kossaflens og hlátur og veitti amma
oft sitt góða saltkjöt og baunir við
þau tækifæri. En þegar ég minnist
ömmu minnar, vil ég segja að hún
var mjög ættrækin og stolt af sínu >
fólki. Henni fannst alveg rosalega
gaman að hlusta á lög eftir Magga
frænda, drekka kaffi, spá í bolla,
tala um lífið og tilverana og bjóða
fólki í mat til sín. Henni fannst al-
veg rosalega gaman að fá og gefa
knús og kossa. Ommu fannst gam-
an, þegar teknar vora myndir af
henni, þá setti hún sig í „réttar
stellingar" fyrir hverja einustu
mynd. Hún var svo pen og myndar-
leg kona. En nú er hún amma farin
frá okkur, en allar mínar góðu
minningar um ömmu lifa áfram í
huga mér.
Bjarni Þór Haraldsson.
Amma, þú sem varst alltaf svo
ánægð og hamingjusöm í þvi lífi
sem þú lifðir með okkur, alltaf
geislandi af lífi, ert nú farin til Guðs.
Þó svo að landfræðileg fjarlægð hafi
verið á milli okkar undanfarin ár þá
varst þú og ert alltaf nálægt hjarta
mínu og sumarfríin sem við áttum
saman ódauðleg.
Þó svo að ég sé hrygg og eyðilögð
yfir fráfalli þínu í dag er það hugg-
un að hafa þá staðfestu að þú sért
nú komin á góðan stað án þjáninga
og veikinda.
Elsku Amma þú verður alltaf í
huga mínum ímynd hjartahlýju, lífs-
gleði og viljastyrks og þakka ég þér
fyrir þau ár sem við þó áttum sam-
an.
Rannveig Grímsdóttir.
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Bergljót.
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/