Morgunblaðið - 10.09.1998, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 10.09.1998, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 43 sem þær höfðu svo vel undirbúið og stýrt. Þar sagði ég m.a.: „Ég sé að þið frænkur hafið þegar tilnefnt ungliða í nýja nefnd, en auk þess aldursforseta niðjanna. Er það ekki að tefla á tæpasta vað? Þú manst kannski að ég sagði í kveðjuroðum í Reykholti, að ég ætlaði að reyna að lifa það að ná einnig í næsta mót okkar árið 2000. Ekki lofaði ég að svo yrði, en ég hefí af mörgum ástæðum löngun til að lifa það mikla tímamótaár, m.a. 1000 ára afmæli kristninnar í landi okkar. Ég mæli með að þið smíðið „varaskeifu" úr nýrri efnivið. Þið athugið það“. Og nú, hún er burtu tekin á gullnum aldri, en ég, silfurhærður, sit eftir, kannski til næsta niðjamóts okkar. Hvað veldur? I bréfinu til Kristínar nefndi ég Dýrafjörð (móðurættin) eða Eyja- fjörð (föðurættin), sem hugsanlega staði fyrir næsta mót okkar og kvaðst hafa nefnt þessa möguleika við frændann nýja í nefndinni, Ólaf Örn, og beðið hann að hugsa málið og benda e.t.v. á annan enn hent- ugri stað. 9. ágúst sl. var ég og vinkonur mínar þrjár við guðsþjónustu í Borgarneskirkju og hugðist þá heilsa upp á frænku og hennar fólk, en þá var hún fjarverandi á ferð um Norðurland, svo ekki bar fundum okkar saman þá - og ekki síðan. Og nú er hún óvænt farin í enn lengri ferð, svo ekki verður Borgarfjörður næsti samfundastaður okkar, en sjást munum við aftur, fyrr eða síð- ar. Því trúi ég - já, veit. Gleymast mér mun hún ekki þessi frænka og kjarnakona. Ljóslifandi í minni mínu er hún, þegar við Inga, konan mín, komum í heimsókn að Dýrastöðum meðan heimasætan, Kristín, var enn kornung. Hún leiddi okkur umhverfís bæinn og greindi frá m.a. nöfnum á öllum plöntunum, sem fyrir augun bar og faðir hennar hafði kennt henni að þekkja. Við undruðumst glögg- skyggni hennar og það duldist okk- ur ekki að í þessari litlu konu var fólgin mikil og góð greind og kostir. Það kom og á daginn á ferli hennar gegnum fjóra skóla, að námið reyndist henni auðvelt. í framhald- inu hafa henni verið falin margvís- leg trúnaðarstörf í umhveifí sínu og samfélagi og er þar nú skarð fyrir skildi. Mest er það þó hjá fjölskyldu hennar, eiginmanni, börnum, barna- börnum og hjá háöldruðum föður hennar, Halldóri, nú á Dvalarheim- ili aldraðra í Borgarnesi, svo og hjá systkinum. Frændur, vinir og sam- starfsmenn munu án efa sárt sakna hennar. Öllum þessum votta ég innilega samúð. Kristín mun ekki gleymast okkur og ég þakka góðum Guði fyrir hana og bið Hann nú styrkja og blessa ástvini hennar á sárum reynslutíma. Hann hjálpi okkur til að taka undir með honum „sem svo vel söng, að sólin skein í gegnum dauðans göng“: Dauði, ég óttast eigi / afl þitt né valdið gilt, / í Kristí krafti’ eg segi: / Kom þú sæll, þá þú vilt. (H.P.) Hermann Þorsteinsson. Þegar okkur barst sú harmafregn að elskuleg frænka okkar, Kristín frá Dýrastöðum, væri látin, setti okkur hljóðar og stóra spurningin um hverfulleika lífsins varð yfir- þyrmandi. Erill og tímaleysi einkennir dag- legt líf nútímamannanna. Dagurinn er í fóstum skorðum allt frá morgni til kvölds og lítill tími virðist gefast til að sinna ýmsu því sem í rauninni er mikilvægast í lífinu: að rækta betur tengslin við frændfólk okkar. Þess tíma sem við eigum fyru utan dagleg störf njótum við með þeim sem eru í innsta hring fjölskyldunn- ar, börnunum okkar, barnabörnum, foreldrum og nánustu vinum. Ái'in líða svo ofurhratt frændgarðurinn stækkar ört og litlar frænkur og frændur eru allt í einu orðið full- orðið fólk; foreldrar og jafnvel ömmur og afar. í mars á þessu ári hittumst við fjölmörg úr fjölskyldunni við hinstu kveðju Guðrúnai', móður Svövu og móðursystur Kristínar. Þá kom upp sú góða hugmynd að halda niðjamót, endurnýja gömul og góð kynni og ekki síður að kynnast bet- ur yngri meðlimunum. Eins og vænta mátti tók Kristín að sér með ljúfmennsku sinni að leiða undir- búningshóp okkar fjöguiTa í „frænkuráðinu". Þá komu strax í ljós hinir fjölmörgu eðlisþættir elskulegrar frænku okkar, sem við þekktum svo vel frá uppvaxtarárum okkar. Öll hennar vinnubrögð voru vel skipulögð, hún var ákveðin og traust, en þó hæglát að vanda og kímnin var aldrei langt undan. Með róseminni dreif hún okkur áfram, gaf okkur skýrslu um gang mála og ýtti þar með rækilega við okkur hin- um sem höfðum tekið að okkur mun minni verkefni. Svo rann upp langþráð helgi, þeg- ar rúmlega 100 niðjar ömmu okkar og afa, Guðrúnar Hermannsdóttur frá Fremstuhúsum í Dýrafirði og Þorsteins Ágústssonar frá Torfu- felli í Eyjafirði streymdu að Reyk- holti í Borgarfirði. Það var haft á orði að kvenskörungurinn hún amma okkar hlyti að hafa haft ein- hver ítök hjá Guði okkar, því veður- blíðan þessa helgi var einstök. Frábærir skipulagshæfíleikar Kristínar og næmi hennar og hlýja í garð frændfólksins skilaði sér sem best varð á kosið og verður þessi helgi okkur öllum ógleymanleg. Við nutum þess að rifja upp gamlar endurminningar, hittast og gleðjast saman og kynnast yngri kynslóðinni. Það var stórkostlegt að komast að raun um hvað við áttum margt sameiginlegt og hve margir báru ættarmótið með sér, bæði í út- liti og fasi. Lífið er undarlegt ferðalag, við frænkurnar vorum farnar að hlakka til að tala oftar saman í síma, hittast við og við og njóta þess að hafa end- urnýjað kynnin, en enginn veit hvenær kallið kemur. Það er sorg og tregi í huga okkar, sem tíminn einn getur sefað. Við minnumst Kristínar sem stórbrotinnar, elsku- legrar og hlýrrar frænku, sem við munum sakna um ókomin ár. Það lýsir henni svo vel, að eitt síðasta verkefnið hennar skyldi verða til þess að ættfólkið hennar hittist og tengdist nýjum böndum í fagurri heimabyggð hennar. Kannski send- ir hún okkur sólargeisla frá nýjum heimkynnum þegar næsta niðjamót verður haldið árið 2000. Við biðjum algóðan Guð að styrkja og vernda Halldór föður Kristínar, systkini hennar, eigin- mann, og börnin þeirra öll á þessum erfiðu tímamótum. Sorgin og sökn- uðurinn er sár en það kemur alltaf bjartur dagur eftir dimma nótt. Guð geymi þig, elskulega Kristín. Auður R. Torfadóttir og Svava Gísladóttir. Sofna mátt þú sæll í þínum varpa, sólskinið er búið vinur minn, uppi á uglu hangir vorsins harpa; hún er köld og strengjalaus um sinn, áður hóf hún söngvaseið í blænum sunnan undir kálgarðsveggnum grænum, ó, þið tvö sem lögðuð kinn við kinn, hunangsflugan bar í hunangsbolla blómhunang, rækti vel sitt bú, randaði út og inn, átti stefnumót við bikar þinn, margs er góðs að minnast, vinur minn, luktur knappur, blóm og biðukolla, þetta allt varst þú þó fijósi nú, og þú veist að einhver þinna róta uppmunsprotaskjóta vaxa á ný og verða stærri en þú. (Guðm. Böðv.) Eins og hendi væri veifað er Kristín Halldórsdóttir horfin okkur; kippt burt án fyrirvara. Okkar kynni hófust fyrir 30 árum þegar hún giftist inn í sömu fjölskyldu og ég. Hún og Guðmundur Egilsson byggðu sér hús við Kveldúlfsgötu þar sem þau settu upp sitt heimili. Börnin komu eitt af öðru. Við litum eftir börnum hvor annarrar og hitt- umst oft og ræddum um barnaupp- eldi og áhyggjur sem oft koma upp í byrjun búskapar. Það var gott að deila með henni gleði jafnt sem sorg. Hún kunni ráð til að milda og faðmlag hennar var hlýtt og ein- lægt. Ung að árum þurfti hún að axla mikla ábyrgð vegna veikinda móður sinnar. Þá var hún stoð og stytta föður síns og systkina. Ætíð bar hún mikla umhyggju fyrir foreldr- um sínum og eftir að faðir hennar var orðinn einn eftir fannst henni hún aldrei geta hlúð nógu vel að honum. Það var aðdáunarvert sam- band. Kristín átti alltaf tíma fyrir náungann. Það sýndi hún tengda- foreldrum okkar. Hún hafði mikið að gefa og var sannur vinur vina sinna. Hafðu hjartans þökk fyrir. Kristín var afburðavel gefiri manneskja. Hún var velmenntuð, ljóðelsk og vel lesin. Hún tók virkan þátt í margvíslegu félagsstarfi og skilaði því af mikilli samviskusemi, eins og öllu sem hún gerði. Hún var vel máli farin og góður penni og fylgdi máli sínu vel eftir. Handa- vinna var henni nauðsyn og nutu margir góðs af prjónaskap hennar. Heimili hennar bar vitni um list- fengi hennar. Guðmundur og Kristín eignuðust fjögur börn, sem hún var stolt af, og var hún þeim skjól og skjöldur í námi og starfi. Tveimur dögum fyrir andlát Kristínar komu þau hjón í heimsókn til okkar og var hún hress að vanda og sagði að nú færum við að hittast oftar er annir sumarsins væru úti. En stundaglasið var útrunnið og hún var kvödd til annarra starfa. Hún unni Norðurárdalnum þar sem hún var alin upp. ísland var henni mjög hugleikið og ferðaðist hún mikið um landið, oft í fylgd með föð- ur sínum. I ferð um Fljótshlíð flutti hún kvæðið Gunnarshólma eftir Jónas Hallgrímsson. Smávinir fagrir foldarskart fíffll í haga rauð og blá brekkusóley við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Faðir og vinur alls sem er annastu þennan græna reit blessaðu faðir blómin hér blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig hægur er dúr á daggar nótt dreymi þig ljósið, sofðu rótt. (Jónas Hallgrímsson.) Elsku Mummi, nú þegar hvers- dagslífið fer í hönd, fylltu þá tómarúmið af minningum um allar góðu stundirnar ykkar og ykkar mikla barnalán. Hugsaðu til hennar með bros á vör því það mun gleðja hana. Mundu hve mjúkt hún strauk ykkur um kinn. Mundu hve oft þið vomð stolt af henni. Ég á Stínu mikið að þakka. Hún sagði svo oft að við ættum að vera jákvæð því þá yrði lífið léttara. í minningunni um hana ætla ég að minnast þessara orða hennar. Guð blessi minninguna um Kristínu Halldórsdóttur. Olöf Guðmundsdóttir. Hún var úti í garði á sólskinsrík- um sunnudagsmorgni að huga að blómunum sínum síðast þegar ég hitti hana. Hún bauð mér inn glöð í bragði til að sýna mér litla gersemi, eins árs ömmubam, sem aðeins þurfti að depla auga til að bræða hjarta ömmu sinnar. Þannig vil ég eiga Krístínu Halldórsdóttur í minningunni, glaða og stolta að hlúa að heimilinu sínu, börnunum og fjöl- skyldunni. Hugurinn leitar aftur í tímann þegar sama blíðan og um- hyggjan vafði bæði hennar börn og mín, sem ólust upp hér nánast á sömu þúfunni. Það er erfitt að standa svo óvænt frammi fyrir því að kveðja kæra vinkonu og nágranna, öll orð verða fátækleg, en ég vil þakka fyrir hennar vinsemd við mig og mína fjölskyldu í nærri þrjátíu ár. Mér er minnisstætt það fyrsta sem ég spurði til þessarar ungu konu, sem þá var nýbakaður kenn- ari við grunnskólann í Borgarnesi. Hún var svo mikil námsmanneskja að unnustinn, hann Guðmundur, hafði vart staðið undir að bera öll verðlaunin sem hún fékk fyrir góð- an námsárangur á stúdentsprófinu í MA. En hafi ég átt von á að kynnast einhverri sjálfumgleði og hroka í fari þessarar nágrannakonu minn- ar, fékk ég fljótt að kynnast því gagnstæða. Hennar ríkasti eigin- leiki var hógværð og lítillæti. Hún var að sönnu afburða vel gefin kona, skynsöm og réttsýn og þetta sam- félag hefur sannarlega fengið að njóta þeirra kosta hennar, hvort heldur er verkalýðsfélagið, kaup- félagið, krabbameinsfélagið, Kveldúlfskórinn, eða starfs- mannafélagið, sóknarnefndin og sjálft bæjarfélagið, því hún sat í bæjarstjórn eitt kjörtímabil, auk þess að hafa setið hinar ýmsu nefndir bæjarfélagsins. Það er með ólíkindum hvað ein kona gat áorkað miklu í félagsstarfi og ég fullyrði að hún naut almennrar virðingar fyrir störf sín. Hún hafði verið að minnka svolítið við sig undanfarið, gott ef menningarmálanefndin var ekki ein eftir, nú ætlaði hún að fara að hugsa svolítið um sjálfa sig, eiga frítímann fyrir sig. Það er erfítt að beygja sig íyrir örlögunum. Eina sem við getum er að leita huggunar í minningu um mæta konu. Það veit ég að mun styrkja Guðmund og bömin þeirra í sorginni. Við Bubbi sendum innileg- ar samúðarkveðjur til fjölskyldunn- ar allrar. Anna Olafsdóttir. Sumarið hefur verið gott og bjart, en það dró ský fyrir þegar mér var tilkynnt að sú ágæta kona, hún Kristín Halldórsdóttir væri lát- in. Kristín, þessi mikla atorkukona í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, var fallin frá. Síðasta minning mín um Kristínu var nú í sumar, þegar við gengum saman upp í Drangey. Kristín starfaði að félagsmálum í Verkalýðsfélagi Borgamess til margra ára og var mjög virkur félagi, hún var í stjóm félagsins, varastjóm og starfaði í fjölda nefnda fyrir félagið. Allt sem Kristín tók að sér, var gert af heil- indum og vandvirkni, og þegar til hennar var leitað var alltaf allt sjálf- sagt. Sérstaklega langar mig að minn- ast þeirra ferða sem hún skipulagði fyrir félagið, en Kristín var formað- ur ferðanefndar sl. níu ár. í undir- búning á þessum ferðum lagði Kristín mikla vinnu og alúð, sem gerði það að verkum að þeim, sem í þessar ferðir fóru, urðu þær óg- leymanlegar. Þar naut sín hvað Kristín var víðlesin og skemmtileg kona. Það er sárt að kveðja konu á besta aldri, sem lét svo mikið til sín taka og átti svo mikið eftir ógert. Stuðningur sá sem Kristín veitti Verkalýðsfélagi Borgarness og mér persónulega, verður seint fullþakkaður. í okkar litla samfélagi myndast ákveðið tómarúm þegar við missum fólk frá okkur í blóma lífsins. Fjölskyldu Kristínar sendi ég samúðarkveðjur. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Berghildur Reynisdóttir. Miðvikudagsmorguninn 2. sept- ember barst mér sú óvænta harma- fregn að Kristín Halldórsdóttir skólasystir mín og samstarfskona til margra ára hefði látist þá um nótt- ina. Það voi'u aðeins örfáir dagar síðan ég hafði rætt við Kristínu og þá var hún hress og kát að vanda og með ráðagerðir um næstu framtíð. Það er erfitt að trúa því að nú sé hún öll og ekki lengur hér á meðal okkar. Það er skarð fyrir skildi að missa Kristínu og þó missir okkar samferðamanna hennar sé mikill er hann þó enn sárari fyrir fjölskyldu hennar. Mér er ljúft og skylt að minnast Kristínar fáeinum orðum með þakklæti fyrir ánægjulegt sam- starf til margra ára sem aldrei bar skugga á. Kristín ólst upp hjá for- eldrum sínum á Dýrastöðum í Norðurárdal. Hún sótti skóla í Varmaland og síðar í Reykholt þar sem hún tók landspróf vorið 1964. Að því loknu fór hún í Menntaskól- ann á Akureyri og tók þaðan stúdentspróf vorið 1968. Þá var förinni heitið í Kennaraskólann þar sem hún lauk kennaraprófi 1969. Um sumarið 1969 gengu hún og Guðmundur Lind Egilsson í hjóna- band og settust þau að í Borgamesi þar sem hún átti sitt heimili eftir það. Fyrstu árin eftir að námi við Kennaraskólann lauk kenndi Kristín við Grunnskólann í Borgar- nesi en var síðan heimavinnandi til ársins 1978. Þá hóf hún störf hjá Mjólkursamlagi Borgfirðinga þar sem hún vann þar til það var lagt niður árið 1995. Eftir það vann hún hjá Engjaási hf. við skrifstofustörf. Kristín hafði alla tíð mikinn áhuga á félagsmálum og var mjög virkur þátttakandi í ýmsum samtökum sem sinntu líknar- og menningar- málum. Þá átti hún sæti í Bæjar- stjóm Borgamess kjörtímabilið 1990 til 1994 og á vegum sveit- arfélagsins sat hún í skólanefnd, menningarmálanefnd, yfirkjör- stjórn, stjóm Héraðsbókasafnsins og Safnastofnunar Borgarfjarðar. Auk þessara starfa átti hún sæti í stjóm Verkalýðsfélags Borgarness og sat í ýmsum nefndum á vegum þess, sóknamefnd Borgamessókn- ar, var formaður Krabbameins- félags Borgarfjarðar og í stjórn Rauðakrossdeildar Borgarfjarðar. Þá var hún félagi í Kveldúlfskórn- um og sat í stjóm hans um tíma. Við Kristín vomm samstúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri en kynni mín af henni hófust fyrst þeg- ar ég var við kennslu hér í Borgar- nesi. Þá kom hún til mín til að fylgj- ast með gengi barnanna sinna í skólanum en þar sýndi hún áhuga, velvilja og skilning eins og við allt sem hún tók þátt í og sinnti. Leiðir okkar áttu svo eftir að liggja meira saman þegar við sátum í bæjar- stjórninni í Borgamesi fyrir Framsóknarfíokkinn og enn frekar þegar ég hóf störf við Safnahúsið í Borgamesi en hún sat þar í stjóm- um, bæði Héraðsbókasafnsins og Safnastofnunarinnar. Kristín hafði mikinn áhuga á bók- menntum og listum og öðrum menningarmálum. Hún las mikið og var vel að sér um sögu landsins og íslenskt mál og vildi sinna menning- ararfinum vel og lét sér annt um umhverfi sitt. Henni var mjög annt um Borgarfjörð og vildi veg heima- byggðar sinnar sem mestan. Það urðu henni mikil vonbrigði þegar sú ákvörðun var tekin að leggja niður Mjólkursamlag Borgfirðinga og barðist gegn því af mætti. Það var gott að vinna með Kristínu, það var gott að leita til hennar og hjá henni var alltaf að finna falslaust viðhorf til málefna sem var ígrundað og stutt rökum. Á sinn hógværa og hljóðláta hátt var Kristín mjög virkur þátttakandi í gleði og sorgum samferðafólks síns, hún átti alltaf á hraðbergi hlý orð þegar vel gekk og óskir um áframhaldandi velgengni. Þess nut- um við hjónin þegar við fylgdumst með börnunum okkar ljúka námi og þegar við eignuðumst okkar fyrsta barnabam. A sama hátt deildi hún huggunarorðum og hluttekningu þegar sorg eða erfiðleikar sóttu að. Við eigum eftir að sakna þess sárt að eiga hana ekki að lengur. Fyrir hönd starfsfólksins í Safna- húsi Borgarfjarðar færi ég fjöl- skyldu Kristínar innilegar samúð- arkveðjur og þakkir. Einnig flyt ég SJÁ NÆSTU SÍÐU Legsteinar Lundi , v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 564 4566
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.