Morgunblaðið - 10.09.1998, Side 46

Morgunblaðið - 10.09.1998, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskuleg systir, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET JÓNA SIGURÐARDÓTTIR frá Viðey, Dalbraut 27, Reykjavík, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðviku- daginn 2. september sl., verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 11. september kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hennar, eru beðnir að láta líknarfélög njóta þess. Guðný Sigurðardóttir, Inga Sigurlaug Þorsteinsdóttir, Marteinn Hreinsson, Ásgerður Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona, móðir og amma, MAGNÚSÍNA ERNA ÞORLEIFSDÓTTIR, Blómvangi 16, Hafnarfirði, lést á heimili sínu þriðjudaginn 8. september síðastliðinn. Útförin fer fram þriðjudaginn 15. september kl. 15.00 frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði. Bragi Guðráðsson, Vigdís Bragadóttir, Stefanía Bragadóttir, Sigríður Bragadóttir, Helga Bragadóttir, Erla Bragadóttir, tengdasynir, börn og barnabörn. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF KRISTÍN JÓNSDÓTTIR frá Bakkafirði, verður jarðsungin frá Skeggjastaðakirkju laugardaginn 12. september kl. 14.00. Þórhalla Jónasdóttir, Arnmundur Jónasson, Sigurlaug Jónasdóttir, Júlíus Jónasson, Bára Jónasdóttir, Ingvar Jónasson, Kolbrún Jónasdóttir, Jóna Jónasdóttir, barnabörn og Ingi Þór Ingimarsson, Anna Benediktsdóttir, Eðvarð Hjaltason, Ingibjörg Þórhallsdóttir, Björn Haraldur Sveinsson, Jakob Árnason, barnabarnabörn. Þökkum af alhug þá hlýju og samúð, sem okkur hefur verið sýnd, við fráfall og útför sonar okkar, SIGURÐAR SIGURÐSSONAR, Grænatúni 24, Kópavogi. Sigurður Stefánsson, Dýrleif Kristjánsdóttir. Hjartans þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, ARNBJARGAR GUÐLAUGSDÓTTUR, Mýrum 13, Patreksfirði. Ingibjörg Haraldsdóttir, Pétur Ólafsson, Guðlaug J. Haraldsdóttir, Erlingur S. Haraldsson, Margrét Einarsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Georg Guðmundsson, Aðalsteinn U. Haraldsson, Rannveig Haraldsdóttir, Skúli T. Haraldsson, Ýr H. Einarsdóttir, Þröstur Haraldsson, Þórey A. Haraldsdóttir, Ásgeir H. Ingólfsson, Brynja Haraldsdóttir, Magnús J. Áskelsson, Ólafur Felix Haraldsson, Bjarnveig Guðbjartsdóttir, Regína Haraldsdóttir, Gunnar I. Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. + Rósbjörg Krist- ín Magnúsdóttir fæddist í Ólafsfirði 10. september 1925. Hún lést á Sjúkra- húsi Siglufjarðar 30. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Sigluljarð- arkirkju 6. ágúst. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Þannig verður svo oft þegar ævigöngu lýkur, ástvinur horfinn, atburðarásin stöðvuð. Þá er sem hugurinn vakni af draumi sælla minninga. Þannig var mér við eftir andlát systur minnar. Hugur- inn reikar að fyrstu minningum mínum, þegar ég var lítill drengur á Ólafsfirði sem beið eftir systur sinni, eftir langa ijarveru og þvílík upphefð þegar hún kom heim að vera stroldð um vangann á hennar sérstaka hátt, kysstur af systur sinni sem var fimmtán árum eldri og ljómaði af gleði og góðvild. Þannig var Rósa í lífi sínu. Hún sýndi mikinn hlýleika og mildi í öll- um málum, bar virðingu fyrir öðr- um og talaði með kurteisi en festu ef á þurfti að halda. Hún hafði mik- inn sjálfsaga, var reglusöm og starfssöm, handlagin og rösk. Með þessa kosti í handrað- anum fór hún ung að heiman til að vinna fyr- ir sér og síðar sigldi hún til Kaupmanna- hafnar og lærði kjóla- isaum og varð meistari í iðn sinni. A þeim tím- um þurfti meiri kjark og áræði til að komast til mennta en nú er, bæði vegna erfiðari lífskajra og sam- gangna. Hennar góða sann- færing, að hún væri að gera rétt í lífi sínu, hjálpaði henni. Hjálpsemi Rósu var einlæg og hún lá ekki á liði sínu þar sem hún gat komið öðrum til hjálp- ar. í veikindum systur okkai’, Sigríð- ar, sem lést aðeins 27 ára gömul, var hún vakandi yfir velferð hennar og ekld síður umhugað um Mar- gréti Jenný dóttur Sigríðar, sem var aðeins þriggja ára er hún missti móður sína. Jóhann, bróðir okkar, átti einnig við vanheilsu að stríða lengst af sinni ævi. Var Rósa honum hjálpleg með saumaskap og tók hann heim til að stytta honum stundir og létta hans lund. Jóhann lést árið 1995. Öðrum skyldmennum sýndi hún frændsemi og vildi vita hvernig þeim liði. Það var gaman hvað syst- ur mínar, Rósa og Jakobína Anna, voru miklar vinkonur og sjá þeirra einlægu gleði þegar þær hittust. Foreldrum okkar sýndi Rósa ávallt virðingu og hjálpsemi. En Rósa naut einnig sinnar eigin ham- ingju því hún giftist Jónasi S. Stef- ánssyni og eignuðust þau fjögur böm, Maríönnu, Jónínu Sigur- laugu, Önnu Hugrúnu og Magnús Stefán. A heimili þeirra á Siglufirði var alltaf opið hús fyrir ættingja og vini. Og þar leið öllum vel, sem var ekki síst að þakka þeirra samheldni í blíðu og stríðu. Nærgætni og til- litssemi var burðarásinn í hjóna- bandi þeirra. Þau vildu vera hvort öðm fyrra tO að hjálpa hinu. I veik- indum Rósu, er hún lá á sjúkrahús- inu, sást best hvað Jónas og bömin sýndu henni mikla umhyggju til hinstu stundar. En hana langaði að komast aftur heim. Það sýnir þakk- læti hennar hve hún mat návist þeirra mikils. Tíminn stöðvast við að hugsa til systur minnar. Hennar tími hér er liðinn og það var líkn með þraut að hún fékk að sofna. I dag, 10. september , hefði hún orðið 73 ára. En nú getum við, sem sökn- um Rósu, glaðst eftir sáran missi yfir þeirri lyndiseinkunn sem hún tekur með sér. Kærleikur hennar og göfuglyndi verða okkar minning og einnig er minning systkina okk- ar, Sigriðar og Jóhanns, sem Ijós- geislar liðins tíma. Guð blessi minningu þeirra allra. Hjartans kveðja til allra ástvina frá okkur Unni Ingunni og bömum. Jón William Magnússon. ROSBJORG KRISTIN MAGNÚSDÓTTIR ODDGEIR SVEINSSON + Oddgeir Sveinsson fæddist í Látravík í Eyrarsveit á Snæfellsnesi 25. júlí 1910. Hann lést á Droplaugarstöðum 29. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirly'u 8. september. Elsku afi, nú ert þú allur og okk- ur langar til að minnast þín í fáein- um orðum. Málaraiðn var þitt fag sem þú stundaðir af kostgæfni. Hand- bragð þitt var einstakt og fékkst þú margar viðurkenningar um æv- ina fyrir frábært starf þitt. Þú málaðir fyrir alla helstu ráðamenn þjóðarinnar og varst eftirsóttur iðnaðarmaður meðan þú stundaðir störf þín. Iþróttir áttu hug þinn allan og vom langhlaup þín grein og KR þitt félag. Þú áttir langan og far- sælan íþróttaferil. Fyrsta hlaup þitt fyrir KR hljópst þú 1929, nítján ára að aldri og síðasta hlaup- ið sem þú tókst þátt í var 1993, þá áttatíu og þriggja ára að aldri , og þá elsti karl. Þig munaði þá ekki um að fara fimm kílómetra á hækj- unum þínum. Þetta lýsir best þeirri seiglu og úthaldi sem þú bjóst yfir. Við áttum margar góðar stundir saman í gegnum tíðina. Við munum ávallt minnast þess hve duglegur þú varst að sinna okkur barna- bömunum þínum. Þar er skemmst að minnast sumarbústaðarferð- anna í Þrastarskóg í „Sæluna okk- ar“ og skíðaferða í Bláfjöll. Elsku afi þú lést þig aldrei muna um það að koma til okkar ár eftir ár í Skriðustekkinn og gæta okkar, fimm að tölu, þegar foreldrar okk- ar fóru í frí til útlanda. Ávallt sýnd- ir þú okkur velvilja þinn og laum- aðir að okkur gjöfum eða góðgæti sem enginn annar mátti vita um. Þú gafst okkur góð ráð og hvatn- ingu í gegnum tíðina sem skiptir okkur miklu máli og hefur verið gott veganesti. Ekki er á allra færi að gefa slíka hvatningu. Afi minn, við þökkum þér fyrir það. Þú varst mikið náttúrubam í eðli þínu. Hafðir þú mikla ánægju af því að vera útivið í náttúmnni, synda í sjónum og viðra þig útá svölum á Brú og finna vindinn leika um þig. Síðustu æviárin þín áttir þú að Droplaugarstöðum í Reykjavík, þar hlaust þú mjög góða umönnun og á starfsfólk þar þakkir skyldar fyrir störf sín. Undir það síðasta þegar við öll vissum hvert stefndi léstu ekki bilbug á þér finna og sýndir þú áfram þína léttu lund og húmor. Hugurinn leitaði þá einnig í Reykjarvíkurmaraþonið og fannst þér leitt að vera orðinn svona slappur og geta ekki tekið þátt. Ef líkaminn þinn hefði leyft, þá hefðir þú verið rokinn út um dyrnar til að vera með því ekki vantaði áhugann. Það er okkar von og trú að þú sért nú búinn að hitta Hildi ömmu aftur eftir þrjátíu ára aðskilnað. Síðustu stundimar sem við áttum saman voru Ijúfar en tregablendnar og eyddum við þeim við fallega tónlist og snertingar sem við vonum að þú hafir heyrt og fundið. Afi, þú áttir góða ævidaga en nú ert þú búinn að fá hvildina. Við kveðjum þig nú í hinsta sinn. Þínar ávallt Birna Rún og Hildur Rún. GUÐMUNDUR JENSSON t Guðmundur Jensson fædd- ist í Bolungarvík hinn 3. júlí 1917. Hann lést í Landspítalan- um 30. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 7. september. Þær eru margar góðar stundirn- ar sem við systkinin höfum átt með Guðmundi afa. í bílskúrnum í Grundargerðinu var ævintýra- heimur sem afi réð yfir og það var alltaf gaman að bardúsa með hon- um þar og læra hitt og þetta um handverk. Verkleg leiðsögn hans og sú rökhugsun sem hann miðlaði + Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu, sem sýndu vinarhug við fráfall SVEINS EIRÍKSSONAR fyrrum bónda í Steinsholti. Guð blessi ykkur. Aðstandendur. til okkar hefur eflaust átt sinn þátt í vali okkar systkinanna á námi og starfi. En það var ekki bara í skúrnum sem við áttum góðar stundir með Guðmundi afa heldur líka uppi í sumarbústað hjá ömmu og afa. Þegar við vorum lítil hafði báturinn sem afi smíðaði mikið að- dráttarafl og ekki spillti fyrir að við höfðum fylgst með smíði hans frá upphafi. Amma og afi hafa alltaf tekið vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn í Grundar- gerðið og oftar en ekki teymdi afi okkur niður í kjallara til að sýna okkur það nýjasta sem hann var að vinna að. I seinni tíð voru það aðal- lega ýmis konar upplýsingar um ættfræði og liðna tíma sem hann vann ötullega við að koma í tölvu- tækt form til varðveislu. Það var ekkert verklegt vandamál svo stórt að afi hefði ekki lausn á því og hann gætti þess vel að útskýra eðli lausnarinnar til að við lærðum sem mest af henni. Þrátt fyrir sáran söknuð vitum við að Guðmundur afi mun vaka yfir okkur í námi og starfi í framtíðinni og veita okkur styrk. Jens Páll, Áslaug Sigríður, Hall- grímur Skúli, og Guðmundur Hafsteinsbörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.