Morgunblaðið - 10.09.1998, Side 52
52 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Ferdinand
Kæra
pennavinkona
Ef pennavinur þinn er
stelpa, af hverju segirðu þá
ekki „besta pennavinkona"
eða „elsku pennavinkona"?
Og skrifar siðan
undir „með
ástarkveðju“
Fleiri ráðleggingar?
Ekki senda mynd
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Simi 569 1100 • Síinbréf 569 1329
Byrjum án tafar!
Frá Sigrúnu Ármanns Reynisdóttur:
HVERSU lengi ætlum við alþýðufólk
að láta skammta okkur skít úr hnefa í
laun? Það er sama þótt fólk vinni
myrkranna á milli.
Kona ein sagði mér
að eftir 28 ára
skrifstofuvinnu hjá
sama fyi-irtæki,
fengi hún 89 þús-
und í laun á mán-
uði. Hún er orðin
rúmlega fimmtug
og dauðhrædd við
uppsögn vegna ald-
urs. Þó er þetta
ungleg og hress kona.
Þegar nálgast mánaðamót fer
kvíði fjölda fólks vaxandi, þá þarf að
borga af húsnæði eða himinháa leigu
sem oft er ekki gefin upp því
leigusalar notfæra sér margir neyð
fólks. Síðan er það rafmagn, hiti,
sími og fleira og þá er pyngja fátæks
fólks orðin ansi létt. Margir öryi-kjar
og aldi-aðir fá um 50-60 þúsund á
mánuði.
Sífellt breikkar bilið milli fátækra
og ríkra. Það er nú svo komið að
góðærið lendir í fárra manna hönd-
um. Sjómenn sem þræla útá sjó fá
um 17 þúsund krónur á viku í trygg-
ingu og ef lítið veiðist eru þetta oft
einu laun þeirra. A meðan leika sæ-
greifarnir sér með kvótann sem
þeim var færður á silfurfati. Og þeg-
ar sjómenn hafa farið í verkfall er
sett á það lögbann.
Fyrir síðustu jól heyrði ég að full-
vinnandi fólk þyrfti að leita til hjálp-
arstofnana til að geta haldið jól fyrir
sig og börn sín. Einstæðar mæður
verða að beygja kné sín og leita ásjár
slíkra stofnana svo og félagsmála-
stofnunar. Það hringdi í mig 3ja
barna einstæð móðir og sagðist
verða að leysa upp heimilið og koma
bömum í fóstur til vandalausra sök-
um fátæktar. Hún var áður búin að
leita til Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar en fékk þar neit-
un um hjálp. Þetta er hræðilegt.
Eg veiktist og þurfti að leita á
bráðamóttöku á súkrahúsi. Þar varð
ég að borga heilmikið er ég fór heim.
Slík þjónusta ætti að vera ókeypis.
Síðan fór ég í apótek, þar sem lyfin
er ég þm-fti að fá kostuðu mörg þús-
und. Kona sem afgreiddi mig sagði
mér að ástandið væri hrikalegt, fólk
hefði ekki efni á að leysa út lyfin sín
og jafnvel gamalt fólk hefur gengið
út miður sín. Hvers á þetta fólk að
gjalda, sem vann hörðum höndum
við að koma upp þessu samfélagi?
Það er talað um að mikið sé um
hjónaskilnaði nú. Það er nú svo þeg-
ar stanslausir erfiðleikar eru og
áhyggjur af fjármálum, þá kólnar
blessuð ástin oft. Það er líka erfitt
fyi-ir fjölskyldufeður sem ganga út af
heimili sínu eftir skilnað að byi'ja
uppá nýtt. Sumir þeirra brotna niður
og verða vímuefnum að bráð.
A meðan stólpar þjóðfélagsins
hi'ynja, fjöldi fólks á mjög erfitt,
skuldasöfnun heimilanna eru um 400
milljarðar króna og 30% fólks eru
undir hungurmörkum talai' forsætis-
ráðherra og fleiri um góðæri hér.
Gamla fólkið talaði um hversu gott
það hefði verið er sjúkrasamlagið
kom, þá voru það ekki lengur sérrétt-
indi hinna ríkari að geta leitað lækn-
is. En nú er verið að rífa allt niður og
sífellt verið að skerða bætur öryrkja
og aldraðra, taka af þeim ýmis hlunn-
indi og réttindi og skattleggja þessar
aumu bætur. Hvernig á nokkur
manneskja að geta framfleytt sér af
50-60 þúsundum á mánuði? Er það
þetta sem við viljum? Eg segi nei,
þetta er ekki það sem ég vil. Eigum
við ekki að standa saman og ki'efjast
réttlætis og góðæris fyrir alla.
Eg hef kynnst stefnu húmanista
og vil enda þessi skrif mín með því
að vitna til orða upphafsmanns
húmanistahreyfingarinnar Silo sem
hann viðhafði nýlega. Hann talaði
um ástandið í heiminum og sagði
orðrétt: „Hverjir munu gefa þessu
fáránlega ferli aðra stefnu. Örugg-
lega ekki núverandi valdhafar. Fólk-
ið mun gera það, fjöldinn mun gera
það, byi'jum án tafar.“ Eg vil taka
undir þessi orð. Þeir sem kannast við
það ástand sem ég hef verið að skrifa
um og vilja breyta og mynda sam-
stöðu með öðrum geta skrifað mér í
pósthólf 10151,130 Reykjavík.
SIGRÚN ÁRMANNS
REYNISDÓTTIR,
Hraunbæ 38, Reykjavík.
Sigrún Árnianns
Reynisdóttir
Keypti Reykjavík
beitarrétt?
Frá Ólafi Sigurgeirssyni:
HINN 2. september sl. var í Morgun-
blaðinu frétt þess efnis, að borgarráð
hefði samþykkt samhljóða tilboð
Hitaveitu Reykjavíkur í nokkrar jarð-
h' á Hengilssvæðinu, samtals tilboðs-
upphæð kr. 377,3 milijónir. Að sögn
borgarstjóra tryggðu þessi kaup
framtíðarmöguleika á orkuöflun.
Ég fór að skoða fréttina nánar og
sá strax, að einungis var verið að
kaupa fjalllendi jarðanna, nema
Núpá III, þar var tilboðið í 2/3 af 409
hekturum neðanfjalls á 50 milljónir.
I land ofanfjalls voru því boðnar
rúmar 350 milljónir. Þetta land ofan-
fjalis nefnist Hellisheiði og eins og
margir vita er réttur til heiðarlanda
samkvæmt íslenskum réttarreglum
einungis beitarréttur og veiðiréttur í
ám og vötnum, svonefndur óbeinn
eignarréttur. Hvernig getur þá
Reykjavíkurborg tryggt framtíðar-
möguleika á orkuöflun með kaupum
á afréttarlandi, þegar réttarreglur
um námur og jarðhita binda slík
réttindi bara við beinan eignarrétt
að landi, en ekki við óbeinan? Eftir
að lög um þjóðlendur hafa tekið gildi
er ríkið eigandi að grunni alls lands,
sem ekki er undirorpið beinum eign-
arrétti landeiganda, svo Reykjavík-
urborg getur ekki tryggt sér neinn
jarðhita á Hellisheiðinni, nema með
samningum við ríkisvaldið. Svo ein-
falt er það.
Annað sem undarlegt er við þessi
kaup er verðið, sem í boði er. Sam-
kvæmt söluyfirlitum fasteignasala er
hægt að fá góða jörð með nýlegum
byggingum og framleiðslurétti á kr.
30 milljónir og lakari jarðh- á minna
og niður í örfáar milljónir, ef bygg-
ingar eru lélegar og framleiðslurétt
skortir. Mér finnst ekki undarlegt að
greiðlega hafi gengið að fá tilboð
Hitaveitu Reykjavíkur samþykkt,
þegar í boði eru þessar himinháu
fjárhæðir.
ÓLAFUR SIGURGEIRSSON,
lögfræðingur,
Austurströnd 3, Seltjarnarnesi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.