Morgunblaðið - 10.09.1998, Side 54
54 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLABIÐ
BRÉF TIL BLAÐSINS
Pólitísk siðfræði
I DAG
VELVAKAMDI
Svarað í sima 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Góð ferð um
Austurríki
ÉG VAR svo lánsöm að
fara ásamt nokkrum eldri
borgurum úr Kópavogi
með Blindrafélaginu til
Austurríkis í ágúst sl. Mig
langar til að þakka fyrir
þessa ferð sem var mjög
vel undirbúin af fararstjór-
anum Lilju Hilmarsdóttur
og þess vegna ógleyman-
leg.
Fyrir mig var líka mikil-
vægt að Sigurbjörg í
Gjáakka var með í ferð-
inni. Kærar þakkir til allra
ferðafélaganna fyrir
ógleymanlega daga.
Hrefna Magnúsdóttir.
Vegagerðin og
vegirnir okkar
ÉG beindi fyrirspurn hér
18. ágúst sl. til Vegagerð-
arinnar um hina víða
hörðu og holóttu malarvegi
á Vestfjörðum. Enn hafa
engin svör borist. Ég vil
því árétta tilmælin og í
leiðinni nefna að mér varð
hugsað til vina minna á
Vestfjörðum er ég fyrir
nokkrum dögum ók veg nr.
36 meðfram austanverðu
Þingvallavatni, þ.e. mal-
borna hlutann, sem nú er
svo eggsléttur, að farkost-
ur minn leið mjúklega
áfram eins og á vönduðum
vegi með bundnu slitlagi.
Hvers vegna? Jú, þessum
vegi o.fl. hér sunnanlands
er vel viðhaldið eins og
vera ber. Hvers vegna
ekki einnig veginum vest-
anlands? Það er spurning
til Vegagerðarinnar sem
ég vænti að svör fáist við.
H.Þ.
Bókakynning á
Akureyri
HELGA hafði samband
við Velvakanda. Sagðist
hún hafa verið á Akureyri
á bókakynningu og fékk
hún þar nöfn nokkurra
sem ætluðu að fá hjá henni
bækur en hún týndi mið-
anum og biður því þá sem
við þetta kannast að hafa
samband við sig í síma
554 2337.
Agengir
sölumenn
RAGNA hringdi og vildi
kvarta undan ágengum
símasölumönnum. Hún
segir mikið ónæði af þessu
fólki, yfirleitt sé hringt í
kvöldmatar- eða fréttatím-
um og ef hún reyni að
losna við fólkið kurteislega
mæti hún oft dónaskap.
Hún telur einnig að sölu-
fólkið sýni eldra fólki meiri
hörku vegna þess að það
sé líklegra til að láta undan
þrýstingnum.
Tapað/fundið
Gleraugu
töpuðust
SJÓNGLERAUGU í
gylltri umgjörð með
skyggðu gleri töpuðust í
Heiðmörk sl. sunnudag.
Finnandi vinsamlega hringi
í síma 554-0503 eftir kl. 16.
GSM-
sími týndist
GSM-sími, Ericson 628,
týndist sl. laugardagsnótt
á Tryggvagötu. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 568 5817 og 564 0024.
Eymalokkur
týndist
EYRNALOKKUR týndist
í grennd við Hvassaleitis-
skóla eða Bústaðaveg sl.
mánudag. Skilvís finnandi
hafi samband í síma
553 6734.
Dýrahald
Grár og hvítur
köttur í óskilum
á Akureyri
GRÁR köttur, hvítm- á
hálsi, bringu, kvið og fót-
um, er í óskilum á Skóla-
stíg 11, Akureyri. Þetta er
fullvaxinn högni, ómerkt-
ur, og er hann gæfur og
vel upp alinn. Upplýsingar
í síma 462 7979.
Hlutaveltur
ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu kr. 2.561 til styrkt-
ar Rauða krossi Islands. Þau heita Sigríður Ragnars-
dóttir, Valgerður Ragnarsdóttir, Þorsteinn Patrik
Evans og Unnur Fjóla Evans.
ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu kr. 2.914 til styrktar
Rauða krossi íslands. Þær heita Helga Bjarnadóttir,
Margrét Aradóttir og Alda Júlía Magnúsdóttir.
Yíkverji skrifar...
Frá Kristjáni Péturssyni:
ABYRGRI og opinskárri umræðu
um siðferði og starfshætti stjóm-
mála- og embættismanna er mjög
áfátt, vandamálin hafa ekki verið
skilgreind á hlutlægan hátt með
raunhæfu eftirliti og rannsóknum.
Fátt vekur meiri reiði meðal al-
mennings en vafasamar og rangar
embættisfærslur og hvers konar
spilling innan stjórnsýslunnar eins
og kunnugt er.
Árum saman hafa menn talað um
að endurskoða skyldur og ábyrgð
stjómmála- og embættismanna og
beita hörðum viðurlögum og draga
menn til ábyrgðar einkanlega er
lýtur að röngum embættisfærslum
og skorti á siðferðilegu athæfi.
Stjórnsýslulögin nýju áttu m.a.
að auðvelda eftirlitsaðilum að taka
á þessum málum, en reyndin hefur
orðið allt önnur og framkvæmd lag-
anna hefur aðeins náð til takmark-
aðra þátta.
Eðlilegt væri að í lok hvers þings
væra a.m.k. allar umdeildar emb-
ættisfærslur teknar til sérstakrar
umfjöllunar af hlutlausum eftirlits-
aðila og menn látnir standa ábyrgir
gjörða sinna. Þar væri m.a. könnuð
og rannsökuð starfsemi, réttindi,
ábyrgð og skyldur embættismanna
gagnvart hinum ýmsu stofnunum
framkvæmdavaldsins.
I þessu sambandi er m.a. rétt að
hafa í huga pólitíska fyrirgreiðslu
opinberra lánastofnana til skjól-
stæðinga sinna, sem leitt hefur til
afskrifta á tugmilljörðum króna af
almannafé. Það er löngu tímabært
að rannsakað sé af fullri ábyrgð
hvernig fjármunum almennings í
gegnum hinar opinberu lánastofn-
anir hefur verið varið, hvort lögum
og reglum um veðsetningar og
ábyrgðir hafi verið framfylgt með
lögformlegum hætti svo hægt sé
m.a. að fá skýra og raunhæfa
mynd af hinu pólitíska ættar- og
einkavinafyrirgreiðslukerfi, sem
um áratuga skeið hafur tröliriðið
íslensku efnahagslífi. Aðrar orsak-
ir þessarar þróunar eru röng að-
ferðafræði, aðhaldsleysi, skortur á
upplýsingum og innra eftirliti
stjórnsýslukerfisins. Hin svo-
nefnda frjálshyggja einkafram-
taksins, sem núverandi ríkisstjórn
er boðberi fyrir, á lítið sem ekkert
skylt við frjálsa samkeppni og heil-
brigða viðskiptahætti, heldur ein-
okun og fákeppni. Það þarf að
byggja upp markvissa og ábyrga
áætlun um samstarf stjórnmála-
manna og hinna ýmsu deilda
Frá Eggerti E. Laxdal:
FYRIR nokkru sá ég grein í Morg-
unblaðinu eftir Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra og þar sagði
hann meðal annars, að ef ekki tæk-
ist að ná inn í ríkiskassann ellefu
milljörðum króna með sölu ríkis-
eigna, og það snarlega, þá yrði
gengið á velferðarkerfið.
Mér komu í hug orð, sem Jesús
Kristur, Guðs sonur, sagði við vald-
hafana, en það var á þessa leið.
stjómsýslunnar. Ríkisendurskoðun
f.h. löggjafarvaldsins á að hafa eft-
irlit með störfum embættismanna
og kalla þá til ábyrgðar ef þörf
krefur.
Slík mál á að afgreiða innan
dómskerfisins með sama hætti og
önnur sakamál, það er ólíðandi að
viðkomandi ráðherrar, fulltrúar
löggjafarvaldsins, séu með meint
sakargögn inni á sínum borðum í
stað þess að láta þau fara rétta boð-
leið innan lögreglu- og dómskerfis-
ins.
Siðferðislegur
veikleiki
Hinn siðferðislegi veikleiki
stjórnmálaflokkanna birtist líka i
embættisveitingum. Þingmönnum
og ráðherram er úthlutað áhrifa-
mestu og hæst launuðu störfunum
innan opinberra stofnana, án þess
að menntun, hæfni og reynsla séu
lögð til grandvallar. Hér er m.a. um
að ræða bankastjóra- og sendi-
herrastöður og hvers konar for-
stjórastöður.
Um þessar embættisveitingar
virðist ríkja sáralítill ágreiningur
innan stjórnmálaflokkanna, pólitísk
hrossakaup eru viðhöfð við lang-
flestar veitingar, greiði fyrir greiða,
einhvers konar „heiðursmannasam-
komulag" og svo mikið liggur við að
menn ljúka ekki einu sinni kjör-
tímabili sínu, sem þeir eru þó
kjörnir til. Verst af öllu er þó sú
glóralausa blekking sem viðhöfð er
gagnvart þjóðinni við úthlutun
slíkra bitlinga. I reynd eru jafnrétt-
islög og hæfni manna oftar en ekki
virt að vettugi og þjóðin situr oft
uppi með vanhæfa og útbrunna
pólitíkusa, sem fyrst og síðast era í
hvers konar hagsmunagæslu fyrir
flokksbræður sína. Veikleika fram-
kvæmdavaldsins og reyndar dóms-
valdsins líka má að mestu leyti
rekja til framangreindrar íhlutunar
löggjafarvaldsins. Ekki verður séð
að nein breyting verði í náinni
framtíð á þessari siðlausu fyrir-
greiðslupólitík og spillingu ef ekki
kemur til lýðræðisleg valddreifing
sem hafi hagsmuni heildarinnar að
leiðarljósi. Til að ná fram þeim
markmiðum þarf m.a að endurskil-
greina og breyta ýmsum þáttum
stjómsýslulaganna og tryggja að
ströng viðurlög dragi menn til
ábyrgðar fyrir ranga og siðlausa
stjórnsýsluhætti.
„Þeir binda þungar byrðar og
leggja mönnum á herðar, en sjálfir
vilja þeir ekki snerta þær einum
fingri.“ Matteus 23:4.
I tilefni af þessu kom meðfylgj-
andi Ijóð upp í huga minn.
Fagnaðarerindi valdhafanna
Aldraðir og sjúkir
eru mjólkaðir
í fdtur óráðsíunnar,
sem eru lekar
og heimta sífellt meira.
Kálfar ríkisvaidsins
eru mettir, en aldraðir og sjúkir
með skrælnaðar tungur
afþorsta
oggamagaulafhungri.
Fáist ekki ellefu milljarðar
með sölu ríkiseigna
verður gengið að velferðarkerfmu,
það er hið gamla fagnaðarerindi
valdhafanna
að reyta fjaðrimar
af hinum snauðu
og skreyta sjálfa sig.
EGGERT E. LAXDAL,
Framskógum 14, Hveragerði.
YÍKVERJA hefur borist eftir-
farandi bréf frá lesanda:
„Ágæti Víkverji. Ég hef tekið
eftir, að stöku sinnum hefurðu í
pistlum þínum gagnrýnt klaufalegt
og slæmt málfar. Þess vegna lang-
ar mig til, að þú bendir á eitt af
þessu tagi, sem tröllríður húsum í
fjölmiðlum um þessar mundir.
Þetta er orðasambandið „kostir og
gallar“, sem sést og heyrist miklu
oftar en „kostir og ókostir", sem
oftast á betur við. Tökum dæmi:
Keyptir era skór, sem reynast hafa
þann galla, að leðrið er sprangið,
og þá er þeim einfaldlega skilað
aftur sem gallaðri vöra. Séu skórn-
ir hinsvegar óaðfinnanlegir miðað
við aðra sömu tegundar og hafa þá
sína kosti í augum kaupandans, era
t.d. léttir og ódýrir. En öðrum
kann að finnast þeir hafa þann
ókost að vera lélegir gönguskór.
Hér er ekki um galla að ræða,
heldur hafa skómir sína kosti og
ókosti, eins og segja má um flesta
hluti. í þessu síðara dæmi væri því
rangt að tala um galla. - Málgallar
af þessu tagi hverfa vonandi um
leið og íslenskukennsla í skólum
verður rækilega endurbætt.
í öðra lagi: Dragið stórlega úr
(ekki ,,minnkið“) notkun sagnar-
innar „að minnka"! Ýmsar aðrar
sagnir fara hér betur og auka á
fjölbreytnina. Engin minnkun að
því.“
xxx
VÍKVERJI tekur heils hugar
undir það með bréfritara, að
engin minnkun er að því að auka
fjölbreytni málsins - miklu fremur
fremd. Raunar er málfátækt og
einhæft orðalag einhver versti
óvinur tungunnar og dregur úr
tjáningarmætti hennar.
Hins vegar treystir Víkverji sér
ekki til að taka jafn djúpt í árinni
og bréfritari, um að orðið galli sé
notað ranglega í því dæmi, sem
hann tekur. T.d. gefur íslensk
samheitaorðabók ókost sem sam-
heiti galla. Kostir og gallar fólks og
fyrirbæra hafa lengi verið tíundað-
ir, og telur Víkverji að þetta orða-
lag sé svo útbreitt, að það verði
varla upprætt héðan af - enda
fínnst honum ekki ástæða til að
amast við því. Á hinn bóginn væri
skaði, ef orðið galli yi'ði svo frekt
til fjörsins, að það útiýmdi öðram
sömu merkingar, t.d. agnúi, ann-
marki, hængur, Ijóður, vankantur,
svo fáein séu talin. Og vonandi eiga
menn eftir að segja kost og löst á
ýmsu um ókomin ár.
Við ummæli bréfritara um
„minnka" og „draga úr“ hefur Vík-
verji engu að bæta og þakkar hon-
um áhugann og aðhaldið.
xxx
I^fréttatíma Stöðvar 2 fyrir
skemmstu var skýrt frá því að
yfirvöld hefðu lokað Rimini-strönd
á Ítalíu um óákveðinn tíma, þar
sem hvítur hákarl hefði sést þar á
sveimi og ráðist að báti. Frétta-
maður tók svo fram, áður en er-
lenda fréttin var sýnd, að áhorf-
endur væru varaðir við „myndun-
um hér á eftir“, eins og vaninn er
ef myndir eru óhugnanlegar. Þetta
er alkunna þegar verið er að sýna
frá slysum, mannskæðum átökum
eða fleiru af því taginu.
Svo hófst sýningin á fréttinni er-
lendu, sem greinilega var byggð á
myndbandstöku einhvers á
sjóstangaveiði. Þulur sagði að
feðgar hefðu verið þar á ferð og
sást sonurinn á vappi um þilfarið,
stoltur yfir feng sínum, stórfiski
sem bundinn var að hlið bátsins.
Myndbandið sýndi svo bakugga
hákarls, sem færðist nær bátnum
og skyndilega lyfti óvætturin sér
upp og beit stórt stykki úr fiskin-
um, sem feðgarnir höfðu fangað.
Þetta endurtók hákarlinn
nokkrum sinnum og þulur sagði að
hann hefði einnig slegið bátinn
harkalega, en feðgana hefði ekki
sakað.
XXX
Víkverja, sem horfði skelfdur á
myndbandið og óttaðist um af-
drif drengsins sem þar sást, var
öllum lokið um leið og fréttinni
lauk. Áhorfendur voru sem sagt
varaðir við þeirri hryllilegu sýn
þegar hákarl reif í sig fisk! Þess
verður sjálfsagt skammt að bíða að
ábúðarfullur fréttamaður vari við
frétt, þar sem sýndur er selbitinn
fiskur í neti, nú eða þar sem síld
hellist inn á dekk á báti, eða sú
hryllilega sýn, sem blasir við í
kjötborðum og frystikistum stór-
markaða.
KRISTJÁN PÉTURSSON,
fv. deildarstjóri.
Gengið á
velferðarkerfíð