Morgunblaðið - 10.09.1998, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
JESSE er
munaðarlaus strákur
sem tekinn er fyrir veggjakrot og
óspektir í skemmtigarði.
hvernig sem viðrar!
Jockey Classic Thermal nærfötin hafa mun hærra einangrunargildi
en önnur nærföt. J.C.Thermal nærfötin koma því að mestum notum
þegar kæling er mikil. Efnið í J.C.Thermal nærfötunum ertvíþátta.
Ytra lagið er hrein bómull en í innra laginu er einstaklega eina ngrandi
viscose með milljónir loftbóla til að halda réttum líkamshita og
eðlilegri rakaútgufun. Nýtt snið tryggir að létt og mjúk nærfötin
falla vel að líkamanum þvott eftir þvott.
A A
/f i ▼ "t1 K 1 í )• % : / '
: 11
50% bómull ---- Gufuflæði
25% polyester Hitastreymi
25% viscose
SÖLUSTAÐIR:
Andrés Skólavörðustíg • Ellingsen Ánanaustum -Hagkaup Kringlunni
• Hagkaup Skeifunni • Húsasmiðjan Skútuvogi • Bergþóra Nýborg H afnarfirði
• Fjarðarkaup Hafnarfirði • Samkaup Hafnarfirði • H-búðin Garðabæ • Perla
verslun Akranesi • Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi • ApótekiðÓlafsvík
• Verslunin María Grundarfirði • Heimahornið Stykkishólmi • Dalakjör
Búðardal • Ástubúð Patreksfirði • Fatabúðin Silfurtorgi (safirði • Kaupfélag
Steingrímsfjarðar Hólmavík • Kaupfélag Vfestur-Húnvetninga Hvammstanga
• Kaupfélag Húnvetninga Blönduósi • Haraldur Júlíusson Sauðárkróki •
Hagkaup Akureyri • KÞ-Esar Húsavík • Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum
• Lækurinn Neskaupsstað • Hin Búðin Fáskrúðsfirði • KASK Höfn Ho rnafirði
• KÁ Hvolsvelli • KÁ Hellu • Vöruhús KÁ Selfossi • KÁ Vestmannaeyjum •
Grund Flúðum • Palóma Grindavík • Aldan Sandgerði • Hagkaup Njanðvík
• Húsasmiðjan Keflavík • Samkaup Keflavík
Heilrlsöluhirydir: Davíð S. Jónsson 8 Co. ehf., Skútuvogi 13a. pósthólf 4221,
124 Reykjavík, sími 533 4333, fax 533 2635.
FOLK I FRETTUM
KYIKMYNDIR/Sambíóin hefja í dag endursýningar á myndinni Free
Willy í tilefni af komu háhyrningsins Keikós til Vestmannaeyja, en þetta
er fyrsta myndin af þremur sem hvalurinn lék listir sínar í og urðu til þess
að gera hann heimsfrægan,
Nr.; var Log Flytjandi
1. i (2) If You Tolerate This... Manic Street Preachers
2. i (5) Got The Life Korn
3. I (1) Enjoy The Silence Failure
4. i (7) Flngpole Sitta Harvey Danger
5. i (3) Stripped Rammstein
6. : (4) Walking After You Foo Fighters
7. i (9) Whots It Like Everlast
8. i (25) Why Are You So Meon To Me Nada Surf
9. i (8) We Still Need More Supergrass
10. i (10) Lonely Soul Unkle&Ashcroft
11.i(22) Hvítt 200.000 Naglbítar
12. i (13) One More murder Better Than Ezra
13. i (14) Punk Nomed Josh Chopper One
14.: (15) Father Of Mine Everdear
15.; h Never Let Me Down Again Smashing Pumpkins
i6.; h Jesus Says Ash
i7.; (6) Lenny's Song Possum Dixon
i8.; (i6) Vera Vínill
i9.; ti7) Take On Me Reel Big Fish
20.i (12) Saint Joe on The School Bus Marcy Playground
21.i (11) My Own Prison Creed
22. i (-) Dope Show Morilyn Manson
23.; (18) Bad Girl DJ Rap
24.; (19) Everything For Free K's choice
25.; (21) Pure Morning Placebo
26.i (28) Lipstick Rocket From The Crypt
27.i (-) 1 Am The Bulldog Kid Rock
28.i(23) Love Unlimited Fun Lovin Criminals
29. i (30) Closing Tlme Semisonic
30. i (27) Shimmer Fuel
Hvalur-
inn Willy
og vinur
hans
FRÆGASTI hvalur samtímans
er væntanlegur til Vest-
mannaeyja í dag og af þvl til-
efni endursýna Sambíóin
fyrstu myndina um háhyrn-
inginn Willy sem sjálfur
Keikó lék. Myndin var
frumsýnd í Bandaríkjun-
um árið 1993 og sló þar
rækilega í gegn sem víða
annars staðar, en fram-
leiðandi myndarinnar er
Richard Donner sem
gert hefur Lethal Wea-
pon-myndirnar fjórar.
Urðu vinsældir Free
Willy slíkar að ráðist
var í að gera tvær
framhaldsmyndir og
nutu þær báðar
álíka vinsælda og
fyrsta myndin um
háhyrninginn.
Ævintýiið um
háhyrninginn
Willy og vin
hans Jesse (Ja-
son Richter) er
saga af einstakri vináttu
og þrá eftir frelsi. Jesse er munað-
arlaus strákur á vergangi sem tek-
inn er fyrir veggjakrot og óspektir í
sædýrasafni í skemmtigarði á vest-
urströnd Bandaríkjanna. Fyi-ir at-
hæfí sitt er hann dæmdur til vistar
hjá nýrri fósturfjölskyldu og í ofaná-
lag þarf hann að þrífa eftir sig
veggjakrotið í sædýrasafninu. Jesse
er tortrygginn og fúll út í allt og alla
í kringum sig, alveg eins og háhyrn-
ingurinn Willy, sem er haldið föngn-
um í sædýrasafninu. Svamlar hann
þar um laugarnar án þess að hafa
nokkurn áhuga á að leika listir sínar
eins og ætlast er til af honum fyrir
gestina sem koma í skemmtigarð-
inn. Svo fer að með Jesse og há-
hyrningnum tekst góð vinátta og
það setur ekkert strik í reikninginn
að annar þeirra er með sporð og
vegur tæp fjögur tonn og hinn er að-
eins tólf ára og tæp fimmtíu kíló að
þyngd. Báðir hafa þeir komist í
kynni við einhvern sem þeir geta
treyst, og Willy reynist fús til að
leika listir sínar fyi-ir Jesse, en þó
yfirleitt aðeins þegar þeir eru tveir
einir saman. Þeir félagarnir lenda í
margvíslegum ævintýrum, og
stærsta ævintýrið er þegar Jesse
kemst á snoðir um þá ógnvænlegu
framtíð sem bíður háhyrningsins í
kjölfar áætlana eigenda sædýi'a-
safnsins sem telja lítinn feng í geð-
vondum hval sem ekki vill leika listir
sínar. Með viljann einan að vopni og
óþrjótandi hugrekki tekst Jesse því
á hendur verkefni sem við fyrstu
sýn kann að þykja ógerlegt, en það
er einmitt að frelsa Willy úr þeirri
prísund sem hann er kominn í.
MEÐ Jesse og háhyrningnum
tekst góð vinátta.
WILLY reynist fús
til að leika listir sínar fyrir
Jesse en engan annan.
Frumsýning