Morgunblaðið - 11.09.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.09.1998, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hæstiréttur staðfesti dóma vegna fíkniefna- brota HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm héraðsdóms vegna fíkniefna- brota tveggja manna sem dæmdir voru í fimm ára og fjögurra og hálfs árs fangelsi. Akæruvaldið hafði farið fram á að refsingar beggja yrðu þyngdar. Akærðu, Arni Sigurðsson og Emil Anton Sveinsson, voru sak- felldir fyrir að hafa staðið að inn- flutningi á fyrir að hafa staðið sam- an að skipulagningu og innflutningi á um 1000 E-töflum um miðjan desember siðastliðinn. Ásamt þeim hlutu dóma vegna málsins sænsk kona og norskur eiginmaður hennar. Þau áfrýjuðu ekki til Hæstaréttar fjögurra og fímm ára fangelsisdómum sínum. Hæstiréttur staðfesti í gær nið- urstöðu héraðsdóms varðandi refs- ingu mannanna tveggja með skírskotun til forsendna héraðs- dóms. I héraðsdómi kom m.a. fram að fíkniefnin sem fólkið fluttí inn væni mjög hættuleg og geti valdið varanlegu heilsutjóni eða jafnvel dauða. Þá hafí brotið verið skipu- lagt og undirbúningur þess staðið mánuðum saman. Ámi neitaði sök en Emil Anton áfrýjaði í því skyni að fá fjögurra og hálfs árs dóm yfir sér mildaðan. Hæstiréttur féllst ekki á kröfur þeirra og staðfesti niðurstöðu hér- aðsdóms og dæmdi mennina auk þess til að greiða málsvarnarlaun og saksóknarkostnað. --------------- Eldur í sorpi í Alfsnesi MIKINN og svai-tan reyk lagði upp af urðunarstað Sorpu við Álfs- nes snemma í gærmorgun er eldur kom þar upp í sorpi. Slökkviliðið í Reykjavík var kallað á staðinn um klukkan 5.30 og um sjöleytið hafði að mestu tekist að slökkva. Ekkert tjón varð vegna eldsins. Talið er að kviknað hafi sjálf- krafa í rusli á urðunarstaðnum sem oftlega getur hitnað vel í. Eld- ur komst meðal annars í hjólbarða og lagði mikinn reyk yfír nágrenn- ið en strekkingsgjóstur var af norðri. Þegar slökkvistarfí var lok- ið tóku starfsmenn Sorpu til við að aka jarðvegi yfir staðinn til að tryggja enn frekar að eldur brytist ekki út á ný. Stóð það verk fram eftir degi. . . , . Morgunblaðið/Arnaldur SELIRNIR í Húsdýragarðmum eru aftur kommr til sms heima. Keikó var ekki sá eini sem nutti í gær HÁHYRNINGURINN Keikó var ekki eina sjávardýr- ið sem snerí til sinna fyrri heimkynna í gær. Það gerðu einnig selirnir fímm sem eiga heima í Hús- dýragarðinum en þeir dvöldu í fiskeldiskeri suður í Vogum á Vatnsleysuströnd í rúma viku á meðan gert var við selalaugina í Laugardal. í gær voru þeir svo fluttir til baka í nýstandsetta laugina, ekki í herflugvél eins og Keikó, frændi þeirra, heldur í fiskikerum á flutningabíl. Þó að sel- irnir Snorri, Særún, Kobba, Hringur og ónefndi kóp- urinn hafi ekki farið til Hollywood, stefnir allt í það að þeir verði líka frægir, því á meðan þeir voru í ker- inu suður með sjó léku þeir í kvikmynd Páls Stein- grímssonar um seli og stóðu sig með mikilli prýði. Þó að vel hafi farið um selina í Vogunum var greinilegt að þeir voru yfir sig ánægðir með að kom- ast aftur í laugina sína og fengu þeir sér vænan sundsprett þegar þangað var komið. Sfldveiðar Islendinga við Noreg Auglýst eftir um- sóknum ÍSLENZK skip hafa leyfi til veiða á 9.000 tonnum af sfld í norskri lög- sögu norðan 62. gráðu norður á þessu ári, samkvæmt samkomulagi norskra og íslenzkra stjórnvalda. Sjávai'útvegsráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um leyfí til þess- ara veiða og setur jafnframt ýmis skilyrði fyrir þeim. Umsóknir um veiðileyfi skulu hafa borizt Fiskistofu fyrir 15. september næstkomandi. Aðeins þau skip sem hafa veitt 90% af út- hlutuðum veiðiheimildum sínum úr norsk-íslenzka sfldarstofninum eiga kost á því að taka þátt í veið- unum. Þá koma ekki til greina skip sem fengu leyfi til veiða í norskri fiskveiðilandhelgi á síðustu vertíð. Miðað er við að hvert skip fari eina veiðiferð. Berist það margar umsóknir að hvert skip geti vegna leyfílegs heildarmagns ekki komið með fullfermi að landi, verður dregið úr umsóknum unz sameigin- leg burðargeta þeirra skipa, sem dregin eru út, nemur sem næst 9.000 tonnum. Þau skip, sem þannig eru dregin út, fá leyfi en önnur ekki. / . Hrafntínnusker Rauðufossafjöll ^ - forfa' Laufafcll 30 km FOSS í Ljósá í miðri litadýrðinni en svæðið er jafnframt stærsta ljósgrýtissvæði landsins. Morgunblaðið/Hallur Þorsteinsson GUÐMUNDUR Ómar Friðleifsson jarðfræðingur að störfum uppi á Hrafntinnuskeri. Torfajökulseldstöð rannsökuð og kortlögð Háhitasvæðið eldra og stærra en áður var talið Laugavegl 18 • Síml 515 2500 • Siðumúla 7 • Slml 510 2500 Hér er fjallað um þær 23 tegundir hvala sem sést hafa við Islandsstrendur og helstu einkennum þeirra lýst í máli og myndum. Glæsilega myndskreytt og litprentuð. Fæst á íslenshu, ensku og þýsku ♦> FORLAGIÐ RANNSÓKNIR Orkustofnunar á Torfajökulseldstöð eru langt komnar en þær hafa staðið með hléum síðastliðin sex ár. Verið er að skoða megineldstöð sem kennd hefur verið við Torfajökul og er þetta eitt stærsta háhitasvæði landsins. Það hefur ekki verið rannsakað í heild áður né verið kortlagt með tilliti til jarðfræði og jarðhita. „Við viljum þekkja þetta háhita- svæði sem er eitt það stærsta á landinu vegna þekkingarinnar og lærdómsins sem við getum dregið af því. Þessar rannsóknir eru ekki til að undirbúa virkjanir á svæðinu. Ef það hins vegar kæmi til álita þá liggja fyrir nauðsynlegar grunn- upplýsingar til að leggja mat á stærð og gerð svæðisins þannig að hægt væri að bera það saman við aðra virkjanakosti," sagði Ragna Karlsdóttir, jarðeðlisfræðingur og verkefnisstjóri hjá Orkustofnun, í samtali við Morgunblaðið. Svæðið erfitt yfirferðar „Svæðið hefúr hingað til verið talið um 130.000 ára en kortlagning jarðlagastafla bendir til að það sé mun eldra eða þrjú- til fimmhund- ruð þúsund ára. Viðnámsmælingar sýna svo fram á að háhitasvæðið er útbreiddara en áður hefur verið ljóst og jafnframt hafa sjóðandi hverir víða verið að koma í ljós t.d. undan Torfajökli," segir Guðmund- ur Ómar Friðleifsson, jarðfræðing- ur hjá Orkustofnun. Svæðið sem verið er að rannsaka er milli fimm og sexhundruð fer- kflómetrar og markast af Laufa- felli og Rauðufossafjöllum í vestri, Landmannaleið í norðri og fjalla- baksleið syðri að sunnanverðu, það nær svo talsvert austur fyrir Torfajökul. Svæðið kortlagt Jón Örn Bjarnason efnafræðing- ur segir það tefja fyrir rannsókn- unum hvað svæðið er erfitt yfir- ferðar, skorið af dölum, gljúfrum og gilum. Það er því mikið verk að komast yfir það allt til að kanna það og mæla en tíu sérfræðingar Orkustofnunar hafa komið að rann- sóknunum. I rannsóknunum er jarðfræðin skoðuð til að kynnast uppbyggingu svæðisins, eldvirkni á því og sögu þess. Viðnámsmælingar fara fram og er þeim ætlað að veita upplýs- iiigar um jarðhitakerfi undir yfir- borðinu. Efnafræðin er könnuð og sýni tekin og rannsökuð úr hverum og laugum og þannig reynt að finna út hitastig og rennslisleiðir. Viðnámsmælingamar fara fi'am þegar svæðið er undir snjó því þá er hægara að komast um það. Mik- ill útbúnaður og fyrirhöfn fylgir mælingunum og er hvert úthald um tvær vikur, á þeim tíma eru gerðar 30 til 40 mælingar en þær ná um allt svæðið. Búið er að fara í þrjár ferðir til viðnámsmælinga en eftir er að fara tvær enn. Rannsóknirnar era langt komn- ar, sýnatökum og greiningu er nær lokið og úrvinnsla gagna hafin. Þegar búið verður að vinna ur gögnunum er eftir að leiða saman upplýsingar úr efnafræði, eðlis- fræði og jarðfræði svæðisins. Þa verða unnin jarðfræði-, jarðeðlis- fræði- og jarðhitakort en því verð- ur ekki lokið fyiT en upp úr alda- mótum, að sögn Rögnu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.