Morgunblaðið - 11.09.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Gevalia, cappucino, 125 g
Kavli kavíar,
léttur 95 g
Kavli kavíar, Túnfiskur íolíu
léttur 150 g ogívatni
Gevalia, instant,
■ | iSk
kjötsúpo
kjötsúpa
ÐINni HEIM • UM LAND ALLT
Dagur hafsins haldinn 12. september
FRÉTTIR
Opið hús í Sjáv-
arútvegshúsinu
við Skúlagötu
Fyrsta áfanga í stækkun
Kringlunnar miðar vel
DAGUR hafsins verð-
or haldinn á morg-
un, laugardaginn 12.
september. Sem kunnugt
er ákváðu Sameinuðu þjóð-
irnar að árið 1998 skyldi
verða helgað hafínu og í til-
efni af því setti ríkisstjórn-
in upp starfshóp í lok síð-
asta árs sem ætlað var að
gera tillögur um það hvað
Islendingar gætu gert til
að minnast hafsins. „Starfs-
hópurinn skilaði tillögum í
byrjun ársins og var ein
hugmyndin sú að helga
einn dag ársins hafinu sér-
staklega. Akveðið vai' að
velja dag þegar skólastarf
væri hafið og hjól þjóðfé-
lagsins farin að snúast aft-
ur eftir sumarfrí. Einnig
lætur 12. september vel í
eyrum margra tónlist-
arunnenda," segir Kúistján Skarp-
héðinsson formaður starfshópsins
um ástæður þess að dag hafsins
skuli bera upp á þennan dag mán-
aðarins.
- Hvað verður gert á degi hafs-
ins?
„Starfshópurinn hefur haldið
utan um framkvæmdina og reynt
að hvetja fyrirtæki og stofnanir til
þess að brydda upp á einhverju í
tilefni dagsins. Nú er ýmislegt
komið á daginn, þótt ekki sé um
að ræða tæmandi yfirlit. Nefna
má sem dæmi opið hús í Sjávarút-
vegshúsinu við Skúlagötu 4 þar
sem Hafrannsóknastofnun, Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins og
Fiskistofa munu kynna starfsemi
sína frá klukkan 10-17. Einnig
verður við bryggju í Reykjavík
hafrannsóknaskip þar sem al-
menningi gefst kostur á því að
fara um borð og kynna sér rann-
sóknastarf. Landhelgisgæslan
hyggst líka hafa varðskipið Tý til
sýnis í höfninni og hleypa fólki um
borð á sama tíma. Munu starfs-
menn Gæslunnar leiða gesti í allan
sannleik um starfsemi varðskipa.
Einnig munu fulltrúar Hoilustu-
verndar kynna fyrir fólki mengun-
armælingar.
Þá verða ýmis söfn opin, svo
sem Fiska- og náttúrugripasafnið
í Vestmannaeyjum, en þar verður
meðal annars sýning á verkum
ungs fólks í bænum sem unnin
hafa verið í tilefni af ári hafsins.
Útgerðarmenn í Eyjum ætla enn-
fremur að hafa tvö sldp við höfn-
ina, Guðrúnu VE og ísleif VE, og
mun fólki gefast kostur á því að
fara um borð og kynnast því sem
þar fer fram. Fræðslumiðstöðin í
Sandgerði verður líka opin þar
sem sérstakt botndýraverkefni
verður kynnt og margt
margt fleira. Einnig
veit ég til þess að út-
gerðarmenn ætla að
bjóða fólki í heimsókn í
fiskiskip í höfnum víða
um land í haust og von- .........
ast ég til þess að fískvinnslufyrir-
tækin geri slíkt hið sama og leyfi
almenningi að skoða hvað þar fer
fram. Tilgangur dagsins er ekki
einvörðungu að standa fyrir alls
kyns uppákomum og skipuleggja
atburði fyi-ir fólk að sækja, heldur
líka að hvetja fólk til þess að hug-
leiða hafið og mikilvægi þess fyrir
okkur á íslandi í dag. Fólk getur
gert það með hvaða hætti sem er,
hugsað um hafið, farið í fjöruferð
eða bara borðað fisk. Það hringdi
hingað kona frá Hússtjórnarskól-
anum á Hallormsstað um daginn
og vildi láta mig vita af því að hún
ætlaði að halda upp á daginn með
því að bjóða hátt í 30 konum í sjáv-
arréttahlaðborð. Svona getur hver
Kristján Skarphéðinsson
► Kristján Skarphéðinsson
fæddist í Reykjavík árið 1957.
Hann lauk prófi frá framhalds-
deild Samvinnuskólans árið 1978
og prófi í viðskiptafræði frá Há-
skóla íslands árið 1983. Að því
búnu stundaði hann nám við
verslunarskóla í Bergen í Noregi
frá 1985-1987 þegar hann hóf
störf í sjávarútvegsráðuneytinu.
Starfaði hann rúm þijú ár sem
fulltrúi ráðuneytisins í sendiráði
Islands í Brussel. Kristján er
kvæntur Guðrúnu Björk Einars-
dóttur kennara og eiga þau þrjú
börn.
Fólk hvatt til
þess að hug-
leiða hafið og
þýðingu þess
minnst dagsins með sínu lagi.“
- Hvað annað er efst á baugi
þegar málefni hafsins eru annars
vegar?
„Það er auðvitað nýting lifandi
auðlinda þess og markmiðið er að
slíkt sé gert á sjálfbæran hátt.
Meginverkefni ráðuneytisins er að
vinna að því hvemig bæta megi
nýtingu fiskistofnanna og skila
þeim í góðu ásigkomulagi í hendur
næstu kynslóða."
- Hvernig miðar umhverfís-
verndarsamtökum í áróðri sínum
fyrir banni á nýtingu fískistofna?
„Við verðum óneitanlega vör við
ýmislegt sem bendir til þess að
einhver umhverfisverndarsamtök
hyggist berjast gegn fiskveiðum í
framtíðinni. Mikið er um alls kyns
alhæfingar í þessari umræðu, svo
sem að 70% fiskistofna séu ofnýtt-
ir og að fiskiskipafloti sé hvar-
vetna í yfirstærð. Ríkisstjórnin
varaði mjög við því í yfirlýsingu
vegna árs hafsins fyrr á árinu að
allir væru undh- sömu sök seldir í
þessari umræðu. Mikilvægt væri
að horfa til þess sem vel væri gert
í fiskveiðistjórnun og draga lær-
dóm af því. Okkur hef-
ur tekist vel upp hér-
lendis, enda koma
sendinefndir hingað
víða að til þess að
kynna sér íslenska fisk-
veiðistjórnun. Þessi
vinna fer bæði fram hér heima og
á alþjóðavettvangi."
- Aróður umhverfisverndar-
samtaka gengur mikið út á mann-
gervingu dýra. Nú er stærsti
tákngervingur slíks málflutnings,
sjúlfur Keikó, fíuttur til Vest-
mannaeyja. Þykir mönnum í sjáv-
arútvegsráðuneytinu það ekki
óþægileg nálægð?
„Almennt séð hræðumst við
manngervingu dýra í áróðurs-
skyni. Það beinir umræðunni frá
nýtingunni. Við lifum af fiskveið-
um og ef menn taka að notfæra
sér nálægð þessa dýrs, eða mann-
gervingu sjávardýra almennt, til
þess að breyta því - þá þarf að
bregðast við.“
-790-7-
*****
GfAUttO ■
HÁ dú jú læk Iceland mr. Keikó?
STÆKKUN vesturbyggingar Kr-
inglunnar miðar vel áfram að sögn
Ragnars Atla Guðmundssonar
framkvæmdastjóra, verkið er um
viku á undan áætlun en áætlað er
að byggingin verði tekin í notkun
hinn 1. nóvember næstkomandi.
Gert er ráð fyrir fimm verslun-
um í þessari byggingu og verið er
að semja við þá sem hyggjast opna
þar verslanir. Verslanirnar eru frá
því að vera um 90 fermetrar og upp
í 300 að sögn Ragnars.
Annan janúar verður hafist
handa við byggingu torgs og tengi-
byggingar milli Borgarleikhúss og
Kringlunnar þar sem verða bóka-
safn og leikhússalur en áætlað er
að stækkunarframkvæmdum ljúki
í september á næsta ári.
Unnið er að teikningum að seinni
hluta stækkunarinnar og í gær var
haldinn fundur þar sem samræmd
voru sjónarmið þeirra aðila sem að
málinu koma, að sögn Guðmundar
Kr. Guðmundssonar, arkitekts á
Arkþing, sem sér um teikningar á
leikhússal og bókasafni.
Hann segir vandmeðfarið að skil-
greina landamæri menningar og
Morgunblaðið/Golli
FRAMKVÆMDUM við vesturbyggingu Kringlunnar miðar vel og
verður hún tekin í notkun í byrjun nóvember.
verslunar sem þarna eiga að mæt-
ast og mikið verk að samræma sjón-
armið. Mikilvægt sé að fara yfir til-
lögumar með öllum sem málið varð-
ar áður en endanlega verður gengið
frá teikningum og þær lagðar íyrir
skipulagsnefnd en hann á von á að
þær verði tilbúnar í næsta mánuði.