Morgunblaðið - 11.09.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.09.1998, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli ANNA Dóra Sæþórsdóttir kennir nemendum um allt land. Fjarnám í ferðamálafræði hafíð í Háskólanum Nemendur eru um allt land Egilsstaðaflug- völlur opinn all- an sólarhring’inn Vinnu- deilu við Búrfells- línu lokið JÓN ÁRNI Vignisson, fulltrúi JÁ Verktaka á Selfossi, segir að ekki sé rétt að ágreiningur hafi verið á milli JA Verktaka og rússneska fyrirtækisins Technopromexport á samn- ingafundum á Selfossi í fyrra- dag, en þá var verið að reyna að leysa deilu íslenskra starfs- manna rússneska fyrirtækis- ins og forsvarsmanna þess. „Hér unnum við eins og gjaman er gert á samninga- fundum tveir hópar, annars vegar verkalýðshreyfingin og hins vegar JÁ Verktakar, Technopromexport og Vinnu- veitendasamband Islands.“ Jón Ami ítrekar að síðamefndi hópurinn hafi komið að samn- ingunum sem einn aðili og að aldrei hafi risið upp ágreining- ur innan hans. „Við unnum sem einn aðili að því að leysa þetta vandamál sem stétt- arfélögin höfðu skapað með þessu uppþoti,“ segir hann. Hófu störf að nýju í gærmorgun íslenskir starfsmenn Technopromexport hófu störf við Búrfellslínu 3A í gærmorg- un, en samningar tókust milli deilenda í fyrrakvöld. Aðspurð hvort einhverjir eftirmálar yrðu af deilunni kvaðst Ingi- björg Sigtryggsdóttir, for- maður Verkalýðsfélagsins Þórs á Selfossi, telja að svo yrði ekki. „En við munum fylgjast grannt með því að samkomulagið verði haldið og að rússneska fyrirtækið fari að öllum okkar reglum og lög- um,“ segir hún. FJARNÁM í ferðamálafræði hófst í fyrradag við Háskóla íslands. 25-30 nemendur í öllum landshornum stunda fjarnámið. Nemendur eru á sex stöðum á landinu. Að sögn Rögnvalds Ólafssonar, dósents við Háskóla Islands og um- sjónarmanns fjarkennslunnar, er um að ræða fjögurra eininga nám sem kennt er á þessu misseri í jarð- og landafræðiskor raunvísindadeild- ar Háskóla íslands. Kennari á nám- skeiðnu er Anna Dóra Sæþórsdóttir. Álíka stór hópur sækir fyrirlestra í námskeiðinu í Háskóla Islands og stundar fjamámið. Rögnvaldur segir að vonast sé til þess að þetta fjarnám marki upp- hafið að frekari kennslu í ferðamála- fræði við Háskóla íslands. Fjarnemendumir eru á ísafirði, Neskaupstað, Homafirði, Egilsstöð- um, Reykjanesbæ og í Reykjavík og auk þess að sækja gögn námskeiðsins á vefnum eru fyrirlestrar sendir út um byggðabrúna sem Byggðastofnun hefur nýlega tekið til notkunar. í námskeiðinu em meðal annars kennd mikilvægustu hugtök í ferðamálafræði, áhrif ferðamanna á umhverfi og manngert umhverfi, efnahagsleg áhrif ferðamanna og fjölmargt fleira. Rögnvaldur Ólafsson sagði að auk þessa náms muni Háskóli Islands á þessu misseri standa fyi-ri þremur fjarnámskeiðum hjá Endurmennt- unarstofnun í samvinnu við Fræðslunet Austurlands, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, aðila á Vestfjörðum og Landssímann en auk þessara aðila er fjarnám á veg- um HI skipulagt í samvinnu við framhaldsskólana í viðkomandi byggðarlögum. Námskeiðunum þremur verður sjónvarpað a.m.k. til Egilsstaða, Isafjarðar og Suðurnesja, auk þess sem kennt verður í gegnum Netið og tölvupóst. Fjarnámskeiðin fjalla um Grettis sögu Ásmundarsonar, spænsku fyrir byrjendur og töflu- reikninn Excel 97 fyrir fjár- málafólk. „FLUGVÖLLURINN á Egilsstöð- um er byggður upp til að þjóna sem varaflugvöllur og opinn allan sólar- hringinn alla daga ársins, á stór- hátíðum sem og aðra daga og þess vegna getum við tekið við umferð sem verður að hverfa frá Reykja- vík,“ segir Ingólfur Arnarson, flug- vallarstjóri á Egilsstöðum, í samtali við Morgunblaðið í gær. Ingólfur vildi minna á Egilsstaða- flugvöll vegna umfjöllunar í frétt blaðsins sl. miðvikudag um hugsan- lega lokun Reykjavíkurflugvallar að næturlagi. Þar kom m.a. fram að hugsanlega myndu til dæmis ferju- flugvélar, sem iðulega lenda í Reykjavík og stundum að næturlagi, verða að lenda í Keflavík eða jafnvel ríkisstjórnarinnar til fjögurra ára (1998-2001) um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna er sérstak- ur liður sem fjallar um konur og fjölmiðla - ímyndir kvenna og karla. Segir þar að menntamálaráðu- nejrtið muni beita sér fyrir athugun á aðgengi kvenna að fjölmiðlum og þá um leið þátttöku þeirra í ákvörðunum varðandi þróun þess- ara miðla. Einnig verði kannað hvaða kven- og karlímyndir íslensk- ir fjölmiðlar birta og hvernig megi vinna markvisst að því að umfjöllun fjölmiðla um líf og starf kvenna sýni þær í öllum sínum fjölbreytileika. Á á írlandi ef lokað yrði fyrir lending- ar í Reykjavík. Ingólfur segir Egilsstaðavöll vel búinn alþjóðlegan flugvöll sem geti tekið við umferð smárra sem stórra véla, allt frá litlum ferjuflugvélum uppí stórar farþega- og flutn- ingaþotur. Hann segir að vísu ekki mikið um að vélar hafi lent á Egils- stöðum vegna veðurs á síðustu ár- um, kringum 10 frá árinu 1993, en mikilvægt sé fyrir flugmenn að geta treyst á völlinn sem varavöll og því sé hann hafður opinn allan sólar- hringinn. Ingólfur minnti einnig á að á Egilsstöðum væri nægt hótelrými og því ætti ekkert að standa í vegi fyrir móttöku ferjuflugmanna né annarra. grundvelli slíkra athugana verði unnið að stefnumótun á þessu sviði. Björn Bjarnason menntamál- aráðherra hefur skipað nefnd til að gera tillögur um hvernig fylgja megi eftir þessum aformum. I nefndinni eiga sæti Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir fjölmiðlafræðingiu’, Hanna Katrín Friðriksen blaðamað- ur, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir lögfræðingur, skipaðar án tilnefn- ingar og Hjálmar Jónsson blaðamaður og Hilmar Thor Bjarnason fjölmiðlafræðingur, til- nefndir af Jafnréttisráði. Hanna Katrín Friðriksen er formaður nefndarinnar. Nefnd um konur og Qölmiðla Athugnn á aðgengi kvenna að fjölmiðlum og þátttöku í þróun miðlanna í FRAMKVÆMDÁAÆTLUN Nýir pallbflar frá Nissan EMIL Örn Friðriksson, bróðir Magnúsar Þórs, tekur hér við verðlaunum í getraunaleik boltavefjar Morgun- blaðsins, bolta árituðum af íslenska landsliðinu í knattspyrnu, úr hendi Guðjóns Þórðarsonar, lands- liðsþjálfara Islands. Sonur Emils, Friðrik Örn, sem er þriggja ára, tók við verðlaununum með Fóður sínum. INGVAR Helgason hf., um- boðsaðili Nissan-bifreiða á íslandi, mun nú um helgina frumsýna glænýja og endurbætta Nissan- pallbíla. Um er að ræða Nissan King Cab með sæti fyrir fjóra og Nissan Double Cab 5 manna bíl. í fréttatilkynningu segir: „Útliti bílsins hefur verið gjöbreytt og er það nú í ætt við nýja Nissan Patrol- jeppann. Innanrými hefur verið auldð til muna og er allur aðbúnað- ur eins og hann gerist bestur. Ný og öflug dísilvél Komin er ný og öflug 2,5 1 dísil- vél með forþjöppu og millikæli sem er ein sú öflugasta á pallbíla- markaðnum í dag. Bensínvélar verða einnig fáanlegar í öllum gerðunum. Staðalbúnaður er mun meiri en áður hefur þekkst og eru t.d. allar gerðir með loftpúða fyrir ökumann, NATS-þjófavarnaðar- kerfi o.m.fl. Verðið á þessum nýju pallbílum hefur lítið breyst frá fyrri árgerð og er því mjög hagstætt." I tilefni frumsýningarinnar sem verður frá kl. 14-22 á laugardag og kl. 14-17 á sunnudag er boðið upp á gámaútsölu á stálfelgum og hjól- koppum fyrir vetrardekkin. Einnig mun Hjólbarðahöllin verða á staðnum með sértilboð á vetrar- dekkjum. I lok fnimsýningarinnar mun Landsbjörg sjá um Nissan-flug- eldasýningu á Sævarhöfða 2 á laugardagskvöldið og hefst hún um kl. 21. Sýningunni verður stjórnað af þýskum sérfræðingum sem staddir eru hér á landi í boði Landsbjargar til að kenna íslensk- um hjálparsveitarmönnum listina að skjóta upp flugeldum. Segir í fréttatilkynningu að búast megi við að þetta verði ein sú allra glæsileg- asta flugeldasýning sem sést hefur á Islandi. AÐEINS einn giskaði á rétt úrslit í leik íslands og Frakklands í getraunaleik boltavefjar Morg- unblaðsins sem fram fór í tengsl- um við leikinn. Itarlega var fjallað um aðdraganda leiksins á boltavefnum og stóð lesendum veíjarins til boða að spá um úrslit leiksins og vinna til verðlauna. I verðlaun var Adidas Tricolor bolti, sams konar og leikið var með á HM í Frakklandi, og var hann gefinn af Sportmönnum ehf. Leikmenn og þjálfari ís- lenska landsliðsins rituðu nöfn sín á boltann fyrir leikinn gegn Frökkum. Vinningshafinn heitir Magnús Þór Friðriksson og er hann bú- Vann bolta áritaðan af íslenska landsliðinu settur í Svíþjóð, en fjölmargir þeirra sem fylgdust með aðdrag- anda landsleiksins á boltavef Morgunblaðsins voru erlendis. Magnús var eini þátttakandinn í leiknum sem giskaði á réttar lokatölur en sé tekið meðaltal allra ágiskana í leiknum þá töldu þátttakendur að leikurinn færi 0,7:2,8 fyrir Frakkland, eða 1:3. Spáin byggð á traustum grunni Magnús hitti Guðjón Þórðar- son, landsliðsþjálfara íslands, í Svíþjóð þremur vikum fyrir leik- inn, en Magnús og Anna Lilja Valsdóttir, eiginkona Þórðar Guðjónssonar og tengdadóttir Guðjóns, eru systkinabörn. „Ég spurði Guðjón hvernig leikurinn færi og hann svaraði að bragði að hann færi 1:1. Mín spá var því byggð á traustum grunni," sagði Magnús sem lýsti ánægju sinni með verðlaunin. Barmahlíð — sérhæð Vorum að fá bjarta og frábærlega staðsetta 122 fm neðri sérhæð með sérinngangi. Tvennar svalir. Nýlegt rafmagn og ofnalagnir. Gott þak. Merbau-parket. Stórar skemmtilegar stofur. Laus strax. Verð 9,5 millj. Áhv. húsbréf 4,5 millj. Valhöll fasteignasala, Síðumúla 27, sími 588 4477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.